Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 56
STJÓRNUN
Fylgja betur eftir
„Ef konur ætla að ná árangri í starfi eða viðskiptum verða þær að fylgja málum betur eftir sjálfar. Ég
hef þá trú að slíkt gerist með tímanum, það þarf þó líklegast einhverjar kynslóðir til,“ segir Guðný.
með að fara í nokkurra mánaða barnsburðarleyfi,“ segir Linda.
„En það sama gildir auðvitað um karla ef þeir fara í barnsburð-
arleyfi og ekki má gleyma því.“
í starfi millistjórnandans „Ég hef tekið eftir að margar kon-
ur eru mjög ánægðar í millistjórnendastöðum," segir Þorbjörg.
„Sumum hefur verið boðin meiri ábyrgð en hafa hafnað henni.
Þetta snýstþó ekki um áhugaleysi, heldur öllu ffemur persónu-
legar ástæður. Sumar bera kannski ekki nægilegt traust til
sjálfra sín, aðrar eru ekki tilbúnar í að taka á sig of mikla
ábyrgð og enn aðrar vilja ekki taka tíma frá heimilinu. Jafnvæg-
isleikur heimilis og frama er sérstaklega erfiður. í Bandaríkj-
unum eru til dæmis 95% karla í stjórnunarstöðum kvæntir en
aðeins 5% kvenna, sem segir okkur ýmislegt um konur og
stjórnunarstöður - konur eru ennþá þær sem stjórna heimilinu
og sjá um það. Gift kona í stjórnunarstöðu verður að geta treyst
öðrum fyrir ábyrgð heimilisins og eiga maka sem styður hana
heils hugar. Stjórnunarstaða í fýrirtæki er alltaf full staða, þar
er ekkert rúm fyrir hlutastarf og þar af leiðandi er hún fremur
ósveigjanleg. Oft er erfitt að átta sig á því að hjón verða bæði
að gefa eftir sinn frama að einhverju leyti til þess að halda Jjöl-
skyldunni saman.“
Guðný bendir á að 79% kennara séu konur, en aðeins 27%
skólastjórnenda. í Grikklandi og Danmörku er hlutfallið enn
lægra en hins vegar hærra í Skotiandi og á Ítalíu. Hún bætir við
að 54% ríkisstarfsmanna séu konur en innan við 2% þeirra yfir-
menn. „Starf millistjórnandans hentar konum að mörgu leyti
vel. Þótt auðvitað séu konur jafn misjafiiar og þær eru margar
þá virðist svo sem auðvelt sé fyrir þær að vera í hlutverki þar
sem þær vinna mikið með fólki í stað þess að vera beinlínis á
toppnum þar sem þær eru þá meira einar, eins og áður hefur
komið fram. Það hefur hins vegar verið að breytast smám sam-
an og þeim týrirtækjum þar sem nær eingöngu konur starfa,
eins og t.d. hjá Strá Mri, fer fjölgandi. Linda tekur undir þetta
og segir fjóra af fimm stjórnendum í sínu fýrirtæki, Baðhúsinu,
vera konur.
Tengslanetið „Eitt sem ég hef verið að lesa mér til um eru
tengslanet kvenna (networks) en það er einn af þeim þáttum
sem teknir eru fyrir á Leiðtogaauði, námskeiði týrir konur í
stjórnunarstöðum," segir Þorbjörg. „Komið hefur í ljós að
tengsl innan týrirtækja eru mjög mikilvæg og þá sérstaklega ef
menn vilja hækka í tign. Þetta skortir konur að miklu leyti, að
hluta vegna þess að þær eyða lausum tírna sínum frekar í heim-
ilið og að hluta vegna þess að flestir sem skipta máli í þessum
tengingum eru karlar. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem eru
með sterkt tengslanet eru 40% fljótari en aðrir til að fá stöðu-
hækkun. Það er alveg ljóst að það vantar einhvers konar
tengslanet í öðru en saumaklúbbsformi þar sem konur geta tal-
að saman um vinnu sína og myndað hrein og bein viðskipta-
tengsl. Það vita flestir að karlar í viðskiptaheiminum hittast í
ýmsum klúbbum og á þessum fundum mynda þeir oft sterk
viðskiptatengsl fyrir sig og íýrirtæki sín. A samkomum alls
konar eru karlar líka duglegri við að ræða vinnu sína hver við
annan á meðan konur eru oft ómeðvitaðar um starf viðmæl-
anda. Það hefur líka komið í ljós að þær konur sem hafa góð
sambönd eru öðruvísi tengdar en karlar. Þær tengjast ekki að-
eins innan síns fyrirtækis/vinnustaðar heldur líka í öðrum
geirum og eru því með breitt og gott tengslanet. í tengslum við
þetta er mikilvægt að nefna að konur í stjórnunarstöðum al-
mennt þurfa að reyna að tengjast hvor annarri til að veita
stuðning. Að auki er mikilvægt að þær sinni lærimeistarastarfi
gagnvart ungum konum og hjálpi þeim að komast lengra."
„Ég tek undir orð Þorbjargar og finnst helst til skorta áhuga
kvenna á viðskiptum almennt og um leið umræður um slíkt.
Sauma- og spilaklúbbar hafa löngum veitt konum tækifæri til
að komast út af heimilinu og sækja sér félagsskap," segir Guð-
ný ákveðin. „Konur voru einangraðar áður og eru margar enn.
Klúbbar þeir, sem athafnakonur eru að stofna þessa dagana,
kunna að leiða ýmislegt gott af sér en þó má benda á að með
því eru konur að gera það sama og karlar hafa gert til margra
ára, þ.e. að stofna klúbba sem aðeins annað kynið á aðild að. Er
ekki framtíðarsýnin sú að bæði karlar og konur verði jafnvirk í
atvinnulífinu, viðskiptum og umræðum þar að lútandi og þá í
sameiginlegum klúbbum eða á öðrum samkomum? Kvenfé-
lagar að t.d. Samtökum verslunar og þjónustu eru grátlega fáir,
a.m.k. vart sýnilegir á fundum. Ef konur ætla að ná árangri i
störfum eða viðskiptum verða þær að fýlgja málum betur eftir
sjálfar. Ég hef þá trú að slíkt gerist með tímanum, það þarf þó
líklegast einhveijar kynslóðir tíl. Ungar konur í dag eru jú
metnaðarfýllri en ömmur þeirra voru.“
Sveigjanlegrí vinnutími krafa framtiðarinnar „Ég er ekki
svartsýn á framtíðina," segir Þorbjörg. „Konur eiga eftir að
sækja á en ég held að breytingarnar gerist hægar innan fýrir-
tækja. Sókn kvenna í nám og atvinnulífi hefur aldrei verið
meiri, konur hafa sótt verulega á í stjórnmálum, í akademíu og
annað sem fellur ekki undir það viðskiptaumhverfi sem fýrir-
tæki hafa. En ég held líka að ef tveir jafuvígir keppinautar eru
um gott starf hafi konan yfirhöndina vegna þess að stjórnend-
ur fýrirtækja átta sig á nauðsyn þess að breyta til og fagna auk
þess sjónarhorni konu. Karlmenn eru alls ekki neikvæðir
gagnvart því að ráða konur - þvert á móti. Þeir þurfa ef til vill
aðeins að íhuga að bjóða sveigjanlegri vinnutíma og þá leggja
meðvitað minni áherslu á tímann sem starfsmaður eyðir á
skrifstofunni og meiri áherslu á gæði framlags. Nú í dag, með
aukinni tækni, er þetta ekki lengur mælikvarði á afköst og vel-
gengni og því kemur vel til greina að konur geti unnið meira
heiman frá sér. Þetta er ekki aðeins vandamál kvenna því karl-
menn af minni kynslóð eru einnig farnir að krefjast sveigjan-
legri vinnutíma auk veikindadaga vegna barna.“
„Konur virðast þó velja sér aðrar námsleiðir," segir Guðný,
„þ.e. á sviði félagsvísinda, heimspeki eða „mýkri menntunar“.
Þótt þær séu að sækja á brattann og þeim hafi fjölgað verulega
í t.d. lögfræðideild eru þær ekki margar sem velja sér mennt-
un á sviði verkfræði, stærðfræði og tölvu- og/eða upplýsinga-
tækni. Sú menntun sem konur virðast velja er heldur óhag-
kvæmari á vinnumarkaði og jafnframt lægra launuð.“3!l
56