Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Síða 58

Frjáls verslun - 01.11.2000, Síða 58
FJÁRMÁL Krónan ónýt? / Már Guðmundsson, aðalhagfrœðingur Seðlabanka Islands,flutti nýlega erindi á fundi greiningardeildar Kaupþings um peningastefnuna ogframtíð krónunnar. Höjundur er adalhagfrœðingur Seðlabanka Islands. Skoðanir sem fram koma í greininni eru hans og þurfa ekki nauðsynlega að endurspegla stefhu ogskoðan- ir Seðlabanka Islands. Háir Seðlabankavextir, mikill vaxtamunur gagnvart útlönd- um, umfangsmikill viðskipta- halli og lækkun gengis krónunn- ar á þessu ári hafa vakið um- rceðu um stefnuna ípeningamál- um. I þessari grein erfjallað um virkni peningastefnunnar hér á landi og áhrif hennar á við- skiptajöfnuð. Einnig er fjallað um hvort krónan sé „ónothæf' eða „ónýt“, eins og sumir hafa haldið fram. Effir Má Guðmundsson Myndir: Geir Ólafsson Hagfræðin kennir að fastgengisstefna og óheftar fjármagnshreyfingar til og frá landinu geri peningastefnuna að öðru leyti áhrifalausa á verðbólgu og hagsveiflur. Peningastefnan getur hins vegar haldið verð- bólgu niðri til lengdar og unnið á móti hag- sveiflum í bráð ef gengið er sveigjanlegt. Hún hefur þá áhrif eftir fjórum leiðum. I fyrsta lagi valda breytingar á seðlabankavöxtum breyt- ingum á öðrum vöxtum. Þeir hafa síðan áhrif á innlenda eftirspurn og þannig á launamynd- un og verðbólgu. I öðru lagi hafa seðlabanka- vextir sterk áhrif á vaxtamun gagnvart útlönd- um. Að öðru óbreyttu hefur það áhrif á íjár- magnsflæði til og frá landinu og veldur því þreytingum á gengi krónunnar. Gengið hefur síðan bein áhrif á verðbólgu. I þriðja lagi hafa vaxtabreytingar áhrif á eignaverð (hlutabréf, fasteignir o.fl.) en það getur haft áhrif á neyslu og fjárfestingu. I fjórða lagi geta breytingar seðlabankavaxta haft áhrif á framboð útlána. A undanförnum misserum hefur sveigjan- leiki gengisins aukist hér á landi. Virkar þá peningasteihan með ofangreindum hætti? Já, að verulegu leyti. Ahrif seðlabankavaxta á vaxtamun og gengi hafa birst skýrt á síðustu misserum. Seðlabankavextir hafa haft veru- leg áhrif á aðra óverðtryggða vexti en einnig nokkur á verðtryggða vexti. Margt bendir nú til þess að vaxtahækkanir Seðlabankans séu að skila sér í minni umsvifum á þeim sviðum sem eru hvað vaxtanæmust. Það er þó ýmislegt sem truflar þetta gang- verk. Aðgangur að lánsfé á erlendum kjörum er leið fram hjá aðhaldi Seðlabankans, en hún stendur þó ekki öllum til boða. Verðtryggðir vextir geta þróast með öðrum hætti en Seðlabankavextir. Breyt- ingar á jafnvægisgengi breyta sambandi vaxta- munar og gengis og áhrif gengisbreytinga á verðlag koma missterkt fram. Þannig má búast við að þau séu veikari ef óvissa ríkir um hversu varanleg- ar gengisbreytingar eru. Einnig er hugsan- legt að mikil eftirspurn valdi því að gengis- hækkanir komi treglegar fram í verðlagi en gengislækkanir. En að lokum virkar peninga- stefnan á verðbólguna, þvi hún er til lengdar peningalegt fyrirbæri. Það er hugsanlegt að einhver takmörk séu fyrir peningalegu aðhaldi í litlu opnu hagkerfi eins og þvi íslenska. Aukið aðhald gæti virkað síður ef það er ekki trúverðugt, t.d. vegna þess að vaxtastig og vaxtamunur eru miklu hærri en dæmi eru um frá öðrum löndum. Is- land hefúr hins vegar ekki enn náð þessum mörkum, enda ýmis dæmi um mun hærri seðlabankavexti og vaxtamun gagnvart út- löndum en er nú hér. Um þessar mundir er skammtíma nafnvaxtamunur gagnvart út- löndum 6% hér á landi, raunvaxtamunur er 4,5% og raunvextir Seðlabankans eru 6%. í kringum áramótin 1989-1990 fór nafiivaxta- munur Astralíu gagnvart Bandaríkjadal í 10%, raunvaxtamunur í 7,5% og raunvextir seðla- bankans í 10%. Annað dæmi er Nýja-Sjáland á seinni hluta árs 1990, en þá fóru þessar tölur í 7%, 8,5% og 10,5%. Þriðja dæmið er svo Bret- land 1990-1991 en þar varð nafnvaxtamur gagnvart þýska markinu 7%, raunvaxtamunur 6% og raunvextir 7,5.1 Bretlandi endaði þetta í gjaldeyriskreppunni 1992, enda fylgdu Bret- ar þá fastgengisstefnu. Hin löndin voru á verðbólgumarkmiði og aðhaldið skilaði sér eftir nokkurn tima í lægri verðbólgu og lægri hagvöxtur var aðeins tímabundinn. Peningastefnan og viðskiptahallinn Seðla- bankinn hefur ekki dregið dul á að aukið aðhald í peningamálum geti aukið viðskiptahalla til skamms tíma. Hækkun Seðlabanka- vaxta hækkar raungengið um hríð. Þegar frá líður minnkar hins vegar inn- lend eftirspurn og verð- bólga. Raungengi og við- skiptajöfnuður fara þá í sama far þar sem peninga- 58
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.