Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 61

Frjáls verslun - 01.11.2000, Side 61
Stefán Snorri Stefánsson er framkvæmdastjóri Landsnets ehf. stöðugleika og höfum ýmsa framtíðarmöguleika, t.d. að bjóða starf- semi erlendis. í tengslum við samninginn við KPNQwest hefur fyrir- tækið tekið í notkun nýjan hátæknibúnað frá Cisco Systems, sem er stærsti framleiðandi netbúnaðar í heiminum. Cisco hefur mikla breidd í sínum búnaði en leggur mikia áherslu á þá framleiðslu sem aðlagar net- og símtækni. Þessi búnaður er jafnframt fyrsta skrefið í innan- landsþjónustunni en hún mun að stórum hluta verða veitt gegnum Ijósleiðaranet Línu.nets, sem fyrirtækið hefur átt gott samstarf við, ásamt loftneti Skýrr. Þá er Landsnet einnig í samstarfi við Tæknival um kaup á Cisco búnaði og þjónustu. Skýrt samband um allan heim Landsnet býður símtöl til allra helstu viðskiptalanda íslands á 16,50 krónur mínútuna. Viðskiptavinir velja annað hvort 00 eða 1080. Lands- net hefur samið við Landssímann um fast forval þannig að viðskipta- vinir Landssímans geta valið 00 til útlanda í gegnum Landsnet í stað Landssímans. Forvalið 1080 verður virkt eftir sem áður og nýtist einnig þeim viðskiptavinum sem velja 00 hjá öðrum símafélögum en vilja samt nýta sér millilandaþjónustu Landsnets þegar hentar. Þeir við- skiptavinir sem velja 00 þurfa fyrst að hafa samband við Landsnet áður en þjónustan verður virk. Ekki skiptir máli hvenær sólarhringsins sfmtalið á sér stað, hvort hringt er í erlendan GSM síma eða venjulegan hemilissíma. Viðskipta- vinir þurfa ekki að bæta neinum innanlandsgjöldum við gjaldskrána í Landsnetinu nema þegar hringt er úr farsíma. Þegar hringt er úr hefð- bundnum síma er endanlegt gjald til neytenda 16,50 krónur á mínútu. Öll símtöl á vegum Landsnets fara yfir Cantat-3 sæstrenginn. Með Landsnet hefur smám saman fært út kvíarnar, fyrir ári síðan bætti fyrir- tækið við sig símaþjónustu milli landa og upp úr áramótum er stefnt að því að veita símaþjónustu innanlands með búnaði frá Cisco Systems. nýja búnaðinum frá Cisco og samningnum við KPNQwest fara símtöl- in óþjöppuð milli landa með fullri 64 kbps bandbreidd og tryggir það skýrt og gott samband um allan heim. Samruni síma og tölvu Tækninni fleygir hratt fram og síminn færist hratt inn í tölvuna. „Fyr- irtæki, og jafnvel heimili með gott örbylgjusamband eða Ijósleiðara inn til sfn, getur fengið alla þá þjónustu sem það þarf, síma og Inter- netið, hugsanlega vídeó líka þegar tækninni fleygir fram með aukinni bandbreidd. Ef símstöð fyrirtækisins er nýleg getur fyrirtækið haldið henni áfram með því að tengja hana við IP netið en ef hún er meira en 2-3 ára borgar sig að skipta beint yfir í IP síma. Þá er síminn á Netinu og tölvan tengist símanum sem er með lítinn, innbyggðan Ethernet rofa. Þetta hefur þann kost að þurfa aðeins einfalt lagnakerfi en áður voru símalagnir og tölvulagnir sitt í hvoru lagi." segir Stefán. Cisco Systems selur í dag nokkur mismunandi IP borðsímtæki sem ætluð eru t.d. í fundarsali, fyrir almenna starfsmenn og eins fyrir þá sem sinna mikið viðskiptum. Markmið þeirra er ekki að sitja einir að þeim markaði, heldur eru þeir nú þegar í viðræðum við önnur fyrirtæki sem hafa áhuga á framleiðslu þessara tækja og veita þeim tæknilegar upp- lýsingar. Þeir selja líka svokallaða hugbúnaðarsíma, sem eru að halda innreið á markaðinn, og er einstaklingurinn þá laus við símtækið sjálft; hefur bara mynd af síma á tölvuskjánum hjá sér og hringir með lykla- borði tölvunnar, eða, eins og fyrr segir, með músinni beint frá t.d. Out- look. Venjulegt hljóðkort með heyrnartólum og hljóðnema er allt sem þarf til. Hvaða starfsmann dreymir ekki um samruna síma og tölvu? Flún er spennandi framtíðin á síma- og tölvumarkaðiISQ 61

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.