Frjáls verslun - 01.11.2000, Qupperneq 62
ÁRAMÓTAVIÐTÖL Texd: Vigdís Stefánsdóttir Myndin Geir Ólafsson_
Kt?aá segja þau um
Guðrún Arnadóttir, formaður Félags fasteignasala:
Þarf að byggja
ódýrari íbúðir
Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík:
Árið 2001 verður
ár tækifæranna
Liðið ár einkennd-
ist framan af jafnri
og mikilli eftirspurn
eftir hvers konar
fasteignum og
óhætt er að segja að
eftirspurn hafi verið
töluvert umfram
framboð eigna.
Vegna þess hélt fast-
eignaverð áfram að
hækka. Framboð
nýbygginga hefur í
töluverðan tíma
ekki svarað eftir-
spurn og er verð á
nýbyggingum á
vissum svæðum
orðið mjög hátt. Það
má því segja að
beinlínis skorti á að
byggðar séu ódýrari íbúðir til að mæta þörfum ákveðins hóps
kaupenda. Aukin afföll húsbréfa og hækkandi vaxtastig hafa án
efa haft áhrif á fasteignaviðskipti. Vissulega má halda því fram að
viðskiptin hafi dregist saman miðað við árið á undan en þess
verður að minnast að þá er verið að miða við söluhæsta ár í lang-
an tíma. Það er því nær sanni að meta stöðuna þannig að mark-
aðurinn sé að komast í meira jafnvægi," segir Guðrún Arna-
dóttir, formaður Félags fasteignasala.
- Hvernig metur þú horfurnar á árinu 2001?
„Margt bendir til þess að eftirspurn eftir fasteignum muni
áfram verða töluverð. Fólksflutningar af landsbyggðinni á höf-
uðborgarsvæðið virðast ætla að halda áfram og ungt fólk, sem
er að að kaupa sína fyrstu íbúð, kemur nú fyrr inn á markaðinn
en verið hefúr auk þess sem stórir árgangar fólks á fertugs-
aldri eru nú mjög virkir á fasteignamarkaði og kaupendur hafa
betri fjármögnunarmöguleika en áður var. Það má hins vegar
velta því fyrir sér hvaða áhrif breytingar á ytri aðstæðum kunna
að hafa á fasteignaviðskipti, s.s. hækkandi vaxtastig, kaupmátt-
ur o.fl. Nú eru allar líkur á því að íbúðalánasjóður breyti við-
miðunarreglum sínum varðandi lánveitingar, þ.e. lánveiting
miðist við kaupverð eigna (en ekki brunabótamat, sé það
lægra) og eru margir þeirrar skoðunar að það muni hleypa
auknu lífi í eftirspurn eftir litlum og meðalstórum eignum.“B!l
Arið 2000 var Háskólanum í Reykjavík (HR) sérstaklega
gott. I vor útskrifuðum við í fyrsta sinn nemendur með BS
próf í tölvunarfræði frá skólanum. Þá hefur alþjóðlegt sam-
starf aukist í Símennt HR og í báðum deildum skólans. Hæst
ber alþjóðlegt samstarf við níu virta háskóla, beggja vegna
Atlantshafsins, um MBA nám með áherslu á rafræn viðskipti.
Það að vera í flokki með Háskólanum í Köln og Erasmus há-
skólanum í Rotterdam um nákvæmlega sambærilegt nám er
mikil viðurkenning fyrir okkur í Háskólanum í Reykjavík og
sýnir, ásamt þeim mikla ijölda mjög hæfra einstaklinga sem
sótti um að komast í námið, að við erum á réttri leið. Það
sannfærir mig líka um að við séum að ná árangri hér við skól-
ann að við höfum fengið til liðs við okkur mjög hæfa og vel
menntaða einstaklinga úr atvinnulífinu til að kenna við skól-
ann. Það er fullvissa mín að besta fólkið eigi að vinna við rann-
sóknir og að mennta unga fólkið okkar - til að geta uppskorið
ríkulega verða menn að sá af kostgæfni. Verkfall framhalds-
skólakennara veldur mér því miklum áhyggjum.
- Hvernig metur þú horfurnar á árinu 2001?
,Arið 2001 verður ár tækifæranna. Það verður stór stund í vor
þegar við útskrifum í iyrsta sinn nemendur með BS próf í við-
skiptafræðum. I ágúst tökum við í notkun nýja skólabyggingu
en þá stækkar húsnæði skólans um helming. Á stefnuskránni
er að efla kennslu í
tölvunarfræðum og
ijölga útskrifuðum
nemendum. Við
ætlum að auka veg
rannsókna við skól-
ann og stefnum að
því að efla enn frek-
ar samvinnu við at-
vinnulífið og erlenda
háskóla. Allt þetta
snýst um að veita
sem besta menntun
og að útskrifa fram-
úrskarandi fag-
menn. Þannig
fryggjum við best
það hlutverk skólans
að auka samkeppn-
ishæfni íslensks at-
vinnulifs.“ ffl
62