Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Síða 70

Frjáls verslun - 01.11.2000, Síða 70
ÁRAMÓTAVIÐTÖL Martha Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Veftorgs: Uppstokkun og sameining fyrírtækja jr Arið 2000 einkenndist á Islandi af mikilli grósku og fjölbreytt- um hugmyndum í þessum geira. Framan af árinu voru fjöl- mörg ný fyrirtæki stofnuð með það að markmiði að hasla sér völl á Internetinu og mörg ný og vönduð vefsvæði litu dagsins ljós. Verslun á Netinu hefur þó farið mun hægar af stað en menn gerðu sér vonir um í upphafi og ljóst er að enn á sú starf- semi töluvert langt í land. Minnisstæðast hjá okkur sem stöndum að Torg.is er auðvit- að opnun vefsvæðisins í júlí sl. og þær góðu viðtökur sem við höfum fengið meðal þjóðarinnar. Við höfum fest okkur ræki- lega í sessi með um 11.000 heimsóknir á dag og það líður varla sá dagur að við fáum ekki þakkarbréf frá notendum þar sem þeir lýsa ánægju sinni með þá fjölbreyttu þjónustu sem þeir hafa aðgang að á Torg.is," segir Martha Eiríksdóttir, framkvæmdastjóri Veftorgs. - Hvernig metur þú horfurnar á árinu 2001? „Netviðskipti eru ung atvinnugrein og mörg þeirra fyrirtækja, sem stofnuð voru, eru smá og óhagkvæm. Því sé ég fram á sam- einingu fyrirtækja og nokkra uppstokkun á þessum markaði. Þá skiptir miklu að menn nái að mynda heildstæðar einingar með öflugum bakhjörlum og fjölbreyttum tekjumöguleikum. Eg á einnig von á því að töluverð Netviðskipti muni eiga sér stað milli fyrirtækja í margs konar mynd á næsta ári og ætlum við okkur að taka virkan þátt í þeirri þróun.“ H5 Frosti Sigufjónsson, forstjóri Nýherja: Upplýsingatæknin eykur framleiðni Arsins 2000 verður trúlega minnst fyrir miklar verðsveiflur tæknifyrirtækja. í upphafi ársins var slegist um hlutabréf allra fyrirtækja sem tengdust Netinu á einhvern hátt. Frum- kvöðlar gátu valið úr íjárfestum og löðuðu til sín eftirsótta starfsmenn með hlutafé. Allt virtist geta gengið og sjaldan var spurt um hagnað. Nokkrum mánuðum síðar var bólan sprungin, sprotafyrirtækin fóru á hausinn hvert á fætur öðru. Miklir fjármunir og starfsorka fóru í súginn en ekki má samt gleyma að út úr þessu komu líka fáein fyrirtæki sem eiga bjarta framtíð. Stóru upplýsingatæknifyrirtækin gengu sinn vanagang á árinu og héldu flest áfram að vaxa. Sala tölvubúnaðar var vonum framar og íslensk fyrirtæki fjárfestu 25% meira í tölvubúnaði á árinu 2000 en árið á undan. Þetta var líka ár fartölvanna en sala þeirra þrefaldaðist milli ára,“ segir Frosti Sigurjónsson, forstjóri Nýherja. - Hvernig metur þú horíúrnar á árinu 2001? „Horfur á næsta ári í rekstri upplýsingatæknifyrirtækja eru góðar þó vöxtur geti orðið eitthvað minni en á liðnu ári. Arið gæti hugsanlega orðið erfitt þeim fyrirtækjum sem ekki náðu að byggja upp sterka eiginfjárstöðu í góðærinu en á móti kemur að þau sterku gætu átt ýmis tækifæri til að kaupa upp og sameinast smærri fyrirtækjum. íslendingar eru nú með fremstu þjóðum í hagnýtingu upplýsingatækni og upp úr þvi umhverfi halda áfram að spretta lausnir sem eiga erindi á erlendan markað. Margir munu ætla sér vinninga í þeim efnum á næsta ári. Hagvöxtur á Islandi hefur verið góður en héðan í frá mun hann verða knúinn áfram af framleiðniaukningu. Ekki er hægt að reikna með sífellt meiri fiskafla eða skapa fleiri störf því vinnuafl landsins er fullnýtt. Aukin hagnýting upplýsingatækni er kjörin leið til að auka framleiðni og óhætt að reikna með að áhugi íslenskra fyrirtækja á upplýsingatækni muni verða mikill og vaxandi á næstu árum.“ 33
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.