Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 76

Frjáls verslun - 01.11.2000, Page 76
VINNUIVIARKAÐUR I fæðingarorlofi etta er algjör bylting fyrir okkur strákana. Löggjölin er ótrúlega framsækin og hún nánast tryggir að karlmenn munu nýta sér þennan rétt Hér hefur verið algengt að karlar hafi tekið hálfan mánuð í launalaust leyfi eftir fæðingu barns en reynslan af fæðingarorlofi karla erlendis sýnir að karlmenn munu grípa það tækifæri að vera minnst þijá mánuði með börnum sínum eftir fæðingu. Sækja verður um orlofið sex vikum fyrirfram og þegar hefur fríður flokkur sótt um. Það sýnir áhugann meðal karla,“ segir Jón Schev- ing Thorsteinsson, framkvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Baugi. Efl er barnakarl Jón og eiginkona hans, Ragnheiður Harðar- dóttir saksóknari, eiga tvö börn, Veru, 4 ára, og Ara, 10 mán- aða. „Eg hef verið í þeirri aðstöðu að semja við vinnuveitand- ann á þriggja til ijögurra ára fresti og hef getað samið um þann rétt að geta farið í fæðingarorlof. Þegar dóttir okkar fæddist tók ég sex vikna orlof og þegar strákurinn flýtti sér í heiminn fór ég í sex vikna leyfi. Eg er í launalausu leyfi að tveimur þriðju en fæ þriðjungs launagreiðslu frá vinnuveitanda. I staðinn er ég sítengdur við vinnuna í gegnum tölvu og síma og vinn þegar sonur minn sefur og dundar sér. Það eru auðvitað ekki allir í þessari aðstöðu en ég hef viljað nota tækifærið og fylgjast með börnunum. Ég er svo mikill barnakarl," segir Jón. - Hvernig hefur fæðingarorlofinu verið tekið? „Þetta var miklu meiri nýjung fyrir fjórum árum en það þykir nú. Munur- inn er ótrúlegur. Mörgum fannst þetta fáránlegt áður en núna þykir þetta al- veg sjálfsagt. Þegar dóttir okkar fædd- ist var ég sölu- og markaðsstjóri hjá Sól hf. og tók sex vikna launalaust fæðingarorlof. Hildur Petersen var þá stjórnarformaður fyrirtækisins og Páll Kr. Pálsson var framkvæmda- stjóri. Þetta er mjög gott fólk þannig að það var auðvelt að koma þessu við í mínum samningapakka," svarar Jón. Hann bendir á að rannsóknir sýni æ betur hve mikilvægir fyrstu mánuðirnir og árin séu fyrir samband foreldra og barns. Hann líkir þessum tíma við „langtíma fjárfestingu" fyrir for- eldra og börn og telur að karlmenn hafi fram að þessu ekki tek- ið nægan þátt í uppeldi barna sinna, þeir hafi ekki náð að mynda nógu góð tengsl við börnin og orðið því nokkurs konar „hornrekur á heimilinu". Þetta telur hann að hafi haft slæmar afleiðingar fyrir karla og börn þeirra og t.d. valdið félagslegri einangrun karla. Mörg lítil verkefni Algengt hefur verið að karlmenn taki sér viku til hálfan mánuð í launalaust leyfi eða sem sumarleyfi við fæðingu barns en fari síðan á fulla ferð á vinnustað sínum. Það er því mjög óvenjulegt að karl taki sér heilar sex vikur í fæðingarorlof, hvað þá karl í stjórn- unarstarfi! En hvað gerir það að verkum að Jón getur tekið sér sex vikna fæðingarorlof og í hveiju felst starf hans eiginlega? I fyrsta lagi er þar forsjálninni fyrir að þakka og framsýnum vinnuveitendum. Fæðingaror- lofið er, eins og áður segir, bundið í starfs- samningi Jóns. I öðru lagi er starfið þannig vaxið að Jón getur sinnt því að einhveiju leyti að heiman. Það er þríþætt og mörg lítil verk- efni eru í gangi á hverjum tíma. Undir Jón heyra m.a. öll sprotafyrirtæki Baugs, þar með er talin öll starfsemi á Netinu, útrás fyrirtækis- ins á Norðurlöndum ásamt framkvæmda- og hönnunar- og mannvirkjasviði en í því felast framkvæmdir í verslunum, t.d. framkvæmd- irnar við nýju verslunarmiðstöðina í Smára- lind. Vísitölumælingar koma inn á borð Jóns en hann átti einmitt von á slíkri sendingu þeg- ar viðtalið átti sér stað og hafði því kveikt á tölvunni. Loks sinnir þróunarsviðið ijölmörg- um hagræðingarverkefnum á sviði birgða- fræði og flutningatækni. „Ég vona að þessi nýju lög hvetji karla til að taka sér fæðingarorlof ekki síst karla í stjórnunarstörfum því að þeirþurfa ekkert síður en aðrir karlar að mynda góð tengsl við börn sín og stýra þeim vel til manns,“ segir Jón Scheving Thorsteinsson. Jón Scheving Thorsteinsson, fram- kvæmdastjóri þróunarsviðs hjá Baugi, er íþeirri óvenjulegu aðstöðu að vera karl- maður í stjórnunarstöðu hjá stóru fyrir- tæki og taka samt fæðingarorlof Slíkt hejur ekki verið daglegt brauð en von- andi breytistþað með nýjum lögum sem koma til framkvæmda nú um áramótin. Eftir Guðrúnu Helgu Sigurðardóttur Myndin Geir Ólafsson 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.