Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 03.10.1994, Qupperneq 4

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Qupperneq 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 4+ MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Umboðsmaður Alþingis um mál Sævars Ciesielski Hallvarður vanhæfur Dómsmálaráðuneytið hefur tek- ið þá ákvörðun að Hallvarður Ein- varðsson, ríkissaksóknari, víki sæti þegar afstaða verður tekin til beiðni Saevars M. Ciesielski um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálanna. Þetta kemur fram í bréfí ráðuneytisins til Sæv- ars, sem dagsett er 16. september síðastliðinn. Frá því Sævar var lát- inn laus úr fangelsi hefur hann bar- ist fyrir því að fá mannorð sitt hreinsað en árið 1980 var hann dæmdur í 17 ára fangelsi af Hæsta- rétti fyrir að hafa átt aðild að hvarfi Guðmundar Einarssonar og Geirfinns Einarssonar. Til þess að fá mál endurupptek- ið, sem Hæstiréttur hefur dæmt í, þarf ríkissaksóknari að fjalla um beiðni þar að lútandi. Sævar hefur hins vegar krafist þess að skipaður verði sérstakur ríkissaksóknari til að taka afstöðu til beiðni hans þar sem Hallvarður var einn af stjórn- endum rannsóknarinnar á hvarfi Guðmundar og Geirfinns um miðj- an 8. áratuginn og málinu því ná- tengdur. A þetta hefur ráðuneytið nú fall- ist. I bréfi þess kemur fram að Sæv- ari beri að snúa sér til ríkissaksókn- ara óski hann eftir endurupptöku ntálsins. „Eítir að því embætti hef- ur borist slík beiðni, má gera ráð fyrir því með næstum óyggjandi hætti að núverandi ríkissaksóknari, Hallvarður Einvarðsson, víki sæti þar sem hann var svo verulega rið- inn við framangreind mál,“ segir svo orðrétt. Ráðuneytið muni þá skipa vararíkissaksóknara eða ann- an löghæfan mann í stað Hallvarð- ar til að fjalla um beiðnina. Eftir þá umfjöllun ber, samkvæmt lögum um meðferð opinberra mála, að senda beiðnina til Hæstaréttar ásamt skjölum málsins og tillögum. Sævar leitaði til Umboðsmanns alþingis, Gauks Jörundssonar, snemma í sumar til þess að fylgja eftir kröfu sinni og það var eftir þrýsting frá honum sem þessi nið- urstaða fékkst í málinu. MORGUN- PÓSTURINN hefur undir höndum bréf sem staðfesta það. Sævar sagði í samtali við MORG- UNPÓSTINN að hann myndi fljót- lega senda beiðni sína til ríkissak- sóknara ásamt ítarlegri greinargerð þar sem hann myndi færa rök fyrir máli sínu.B Framsóknarmenn samþykkja að greiða skipta- stjóra Mótvægis hlutafé Flokkurinn borgar og dómsmálið fellt niður Flest bendir tii þess, að sú nið- urstaða verði í deilu skiptastjóra Mótvægis hf. og forráðamanna Framsóknarflokksins, að sæst verði á greiðsiu til búsins. Skipta- stjórinn, Brynjólfur Kjartansson hæstaréttarlögmaður, hafði krafið flokkinn og þá ráðamenn hans sem skipuðu stjórn Ttmans um hlutafjárframlag sem Brynjólfur taldi að aldrei hefði verið greitt inn í Mótvægi hf. Á sínum tíma höfn- uðu stjórnarmenn Mótvægis kröf- unni en nú er líklegt að náist sátt um að þeir greiði hluta hennar. Samkvæmt heimildum MORGUN- PÓSTSINS munu Framsóknar- flokkurinn greiða hátt í eina og hálfa milljón til skiptastjóra. I staðinn fellir hann niður mál á hendur þeim sem hann hafði þingfest fyrir Héraðsdómi Reykja- víkur. „Ég held að þetta sé mjög ásættanleg niðurstaða fyrir alla að- ila og ég geri þá ráð fyrir að þetta sé að verða búið,“ sagði skipta- stjóri. Ekki er búið að undirrita samkomulagið. En hver borgar upphæðina? Skiptastjóri sagði að formlega væri það Framsóknarflokkurinn enda hefði málið fyrir héraðsdómi verið höfðað gegn honum. Það verða því ekki þeir einstaklingar sem skrifaðir voru fyrir hlutafjárlof- orðinu sem borga. Framsóknarmenn töldu sig hafa greitt inn hlutafé í Mótvægi með tækjum og tólum í eigu Tímans dagblaðs. Skiptastjóri samþykkti þetta ekki sem greiðslu og gerði kröfu um allt að 4,7 milljónir króna sem hann taldi vanta á hlutafjárloforðin. Jafnffamt hafði skiptastjóri kall- að til matsmenn út af greiðslu og notkun á nafni Tímans. Höfðu Steingrímur Hermannsson, fyrrum formaður Framsóknar og núverandi Seðlabankastjóri Krafa þrotabús Mótvægis á hend- ur Framsóknarfiokknum verður nú greidd að hluta. Framsóknarmenn innheimt greiðslu fyrir afnot af nafninu í formi auglýsingasamninga en skiptastjóri taldi að það hefði átt að felast í hlutafjárframlaginu. Taldi skiptastjóri að ekki væri hægt í senn að leggja fram við- skiptavild sem hlutafé og taka jafnframt út fé í formi auglýsinga- samninga fyrir þessa sömu við- skiptavild. Miklar umræður urðu um þessi mál fyrir kosningarnar í vor en þá sendu forráðamenn Framsóknar- flokksins frá sér yfirlýsingu þar sem sagði meðal annars: „Við telj- um okkur hafa gætt þess vandlega að staðið væri rétt að máli þessu samkvæmt Iögum. Kemur okkur mjög á óvart að það skuli véfengt.“ Undir þetta skrifuðu Steingrímur Hermannsson, Páll Pétursson, Jón Kristjánsson, Alfreð Þor- steinsson, Hrólfur Ölvisson, Finnur Ingólfsson og Sigrún Magnúsdóttir. Samkvæmt heimildum MORG- UNPÓSTSINS þá var það niður- staða Framsóknarmanna að reyna að losna við þetta mál enda töldu menn að mistök hefðu áttsér stað við orðalag á tilkynningu til Hlutafélagaskrár. Vildu ráðamenn í flokknum ekki hafa það hang- andi yfir sér í ljósi þeirrar umræðu sem nú fer fram í þjóðfélaginu urn siðferði í stjórnmálum. „Við telj- um að flokkurinn sé yfir það haf- inn að standa í svona máli og við viljum gera hreint fyrir okkar dyr- um,“ sagði ráðamaður í flokkn- um. Viðkomandi tók fram að það væri eigi að síður álit Framsóknar- manna að flokkurinn hefði borgað allt það inn í hlutafélagið sem hann hefði lofað að borga — í þessu væri eingöngu viðurkenning á mistökum í tilkynningu til Hlutafélagaskrár. „Ég hef ekki komið að þessu samkomulagi í sjálfu sér. Halldór Ásgrímsson tók að sér að ganga frá þessu fyrir Framsóknarflokk- inn því það var skilningur manna að það væri flokkurinn sem slíkur sem stæði að þessu. Mér finnst það hins vegar afskaplega skemmtileg tímasetning hjá vini mínum, skiptaráðandanum, sem hefur sof- ið á þessu máli í marga mánuði að koma með það upp núna,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir. Ekki náðist í Halldór Ásgrímsson út af málinu. -SMJ þeir seldu fyrirtækið á kjörum sem gömlu eigendunum buðust ekki. Það þykir þvi nokkrum tíðindum sæta að sonur hans, Jón Scheving Thor- steinsson, skuli enn starfa hjá Sól, þar sem hann er titlaður framleiðslu- stjóri. En reynsla Jóns, sem hefur unnið hjá fyrirtækinu frá unglingsár- unum, þykir dýrmæt og svo munu nýju eigendurnir, með PÁL Kr. Páls- son forstjóra í broddi fylkingar, vilja leggja sitt af mörkum til að draga úr sárindunum við cignaskiptin. Meðal annars er verið að athuga þann mögu- leika að Jón verði hluthafi. En Páll Kr. hefur inn- leitt nýjan stjórnun- arstíl miðað við það sem áður tíðkaðist þar á bæ og gerir miklar kröfur til Jóns og fleiri millistjórnenda. Davíð Scheving var þekktur fyrir að ganga gengið, en „nudd“ alla leið kostar fimmþúsund krónur. Staðurinn mun mjög vinsæll meðal minni spámanna í viðskiptalífnu, og svo veitinga- ogskemmtanastjórum hinna og þessa skemmtistaða í bænum. Um helgar er svo oft boðið upp á stripshow. Síðasta laugardagskvöld var troðið hús af fólki, að horfa á stripshow þar sem stúlkan, er birtist fyrir skömmu á forsíðu Samúels og „gerir það frítt“, var í aðalhlutverki... Fiin vinsælasta rokkhljómsveit heims, Pearl Jam, hefur undanfarnar vikur leitað sér að trommuleikara þar sem sá er gegndi þeirri stöðu í sveit- inni var rekinn úr henni fyrir skömmu. Þetta væri í sjálfu sér ekki í fr ásögur færandi ef hljómsveitin hefði eklci leitað hófanna hjá Sigtryggi Baldurssyni, fyrrum trommara Syk- urmolanna, öðru nafni Bogomil Font, Stjórnarandstaðan ætlar að hittast á Alþingi í dag til að fara yfir það hvern- ig brugðist verði við Guðmundarmál- inu. Er gert ráð fyrir að það verði þingflokksformennirnir sem hittast. Sem kunnugt erþá hefur Kvennalist- inn boðað vantrauststillögu á Guð- mund árna Stepánsson en það hefur í raun ekki fengið neinn sérstakan hljómgrunn hjá öðrum flokkum. Sumir hafa haft á orði að rétt sé að treina sér málið fram á vetur. Einnig eru menn að velta þvf fyrir sér að efna tU utandagskrárumræðu í vikunni um vandamál kratanna... Brottför DavIðs Sche- vings Thorsteinssonar frá Sól hf. gekk ekki sársauka- laust fýrir sig, cins og kunn- ugt er. Davíð fannst lánar- drottnar fyrirtækisins ekki hafa komið hreint fram þegar í öU verk og lagði sig í framkróka um að vera inni í sem flestum málum. Skilaboð Páls til millistjórnendanna eru hins vegar skýr - ef þeir standa sig ekki í stykkinu verða þeir miskunnarlaust látnir fjúka. Þannig mun hann hafa tilkynnt Jóni að ef vörur skorti einhvern tíma verði hann rek- inn og ef lagcrinn verði of stór verði hann líka rckinn... I Duggguvogi 12 hefur verið rekið i nokkurn tíma eins konar baðhús. Þarna er hægt að skella sér í ljós og gufu og slappa af. Áfengi er selt undir borðum og því ekkert mál að fá sér í glas eftir ljósatímann. Á staðnum mun einnig vera kvenmaður sem „nuddar“ menn ef þeir vUja. Verðið á „nuddinu" fer eftir því hversu langt er um að taka starfið að sér. Sigtryggi barst þetta tU eyrna frá hljómplötu- fyrirtækinu Electra sem höndlaði með mál Sykurmolanna í Bandaríkjunum. Þangað hafði borist fyrir- spurn frá umboðsskrif- stofu Pearl Jam í þá veru hvort Sigtrygg- ur væri á lausu. Sig- tryggur er eins og kunnugt er af- bragðs trommari en áhuga banda- rísku sveitarinnar má sjálfsagt lxka skýra með því að Eddie Vedder söngv- ari Pearl Jam er vinur Molanna frá gamaUi tíð. Hann býr í San Diego og hékk mikið í kringum hljómsveitina þegar hún dvaldi á vesturstönd Bandarikjanna við tónlcikahald. Fór meðal annars með Molunum i Sea World svo eitthvað sé nefnt. Sigtrygg- ur staðfesti að þetta væri rétt þegar blaðið hafði samband við hann vestur um haf þar sem hann dvelst um þess- ar mundir en sagði jafnframt að hann teldi litlar líkur á því að hann tæki sæti í Pearl Jam þar sem hann hefði ekki heyrt frekar frá sveitinni... Sambíóin og Hákólabíó munu á næstu dögum taka til sýninga myndina Forrest Gump með Tom Hanks í titilhlutverkinu en vel- gengni hennar kom verulega á óvart í Bandaríkjunum þar sem hátt í 50 miUjón kvik- myndahúsagcstir hafa séð myndina. FrIða AradöTTIR sá um hárið á leikur- um myndarinnar en hún hefur náð hvað lengst af þeim íslendingum sem reynt hafa fyrir sér í HoUywood. Fríða er engin nýgræðingur í bransanum því hún var einnig með hendur í hári þeirra sem léku í Jurassic Park, Ram- bling Rose og Dirty Dancing svo nokkrar myndir séu nefndar... Prestar vilja rýra vökl biskups Talsverð óánægja hefur verið meðalpresta vegna fyrirkomulags innan kirkjunnaren eins og málum ernú komið erbiskup einn til umfjöllunar um þau aga- og siðferðisbrot er upp koma innan kirkjunnar. Á fimmtudaginn var var langur fundur í biskupsstofu en hann sátu af hálfu biskups, Herra Ólafur Skúlason biskup, Þorbjörn Hlyn- ur Árnason biskupsritari og Ragnhildur Benediksdóttir, skrifstofustjóri Biskupsstofu, en hún er jafnframt lögmaður Bisk- upsstofu. Auk aðila Biskupsstofu sat stjórn Prestafélags Islands fund- inn, þeir: Séra Geir Waage, for- maður Prestafélagsins, séra Baldur Kristjánsson, Höfn, séra Kristinn Ágúst Friðfinnsson, Hraungerði, séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir, Grindavík og séra Bragi Skúlason, fangelsisprestur. Samkvæmt heim- ildum MORGUNPÓSTSINS var fundurinn gagnlegur en ýmislegt bendir til að tekist hafi verið á um valdafyrirkomulag. í fréttum RÚV á föstudag var sagt að biskup hafi verið knúinn til að skrifa undir samþykkt en eftir fréttina var gló- andi lína frá Biskupsstofu þar sem það var borið til baka: Biskup hafi ekki verið knúinn til eins né neins. Fundurinn skrifaði þó undir álykt- un sem send var til félagsmanna Prestafélagsins með fréttabréfi. Þar segir að aðilar Prestafélagsins og biskup séu sammála um að það verði að koma á úrræðum innan kirkjuskipanarinnar til að fjalla urn mál sem varða siðferði og aga í kirkjunni. Lagt er til að öll meiri- háttar aga- eða siðferðisbrot starfs- manna Islensku þjóðkirkjunnar sem og alvarlegum ágreiningsefn- um geti biskup vísað til sérstakrar nefndar og niðurstöður hennar megi skjóta til áfrýjunarnefndar sem kirkjumálaráðherra skipi. Með öðrum orðum^r verið að leggja til að komið verið upp kerfi sem bisk- up einn hefur ekki algerlega yfir að segja. Aðdragandinn er sá að Prestafé- lagið sendi fýrir rúmri viku biskupi Islands fyrirspurn varðandi með- ferð hans á máli séra Solveigar Láru Guðmundsdóttur, sóknar- prests á Seltjarnarnesi, og máli séra Gylfa Jónssonar safnaðarprests Grensáskirkju. Ljóst er að prestar eru ekki sáttir við málsmeðferð og krefjast þess að fundin séu úrræði til að taka á málum af þessu tagi innan kirkjuskipanarinnar. Biskup óskaði þá eftir því að fá fund með stjórn Prestafélagsins þar sem hann lagði fram skriflegt svar við fyrir- spurninni, ýtarlegar umræður áttu sér stað og ofangreind ályktun sam- þykkt. Einhverjum kynni að þykja greinagerðir er varða siðferðis- spursmál afstæðar og háðar tímun- um en svo er ekki í augum kirkj- unnar. Gagnrýni hefur verið sett fram innan prestastéttarinnar að úrræði sem kirkjan hafði áður, hefur verið kastað af ráðuneytinu, og þá vænt- anlega að undirlagi einhverra kirkjustjórnaraðila, án þess að nokkuð hafi komið í staðinn. Hér er um að ræða heilan lagabálk úr Norsku kirkjuorgenantsíunni sem gilt hefur hér frá árinu 1622 en þar má meðal annars finna kirkjulaga- bálk frá Kristjáni IV um legur presta og hórdómsbrot. Hann var tekinn úr gildi fyrir fáeinum árum sem og Sínódalrétturinn sem var eini dómstóllinn sem kirkjan átti eftir. Hann hafði að vísu ekki kom- ið saman síðan í byrjun aldarinnar en hann var eini aðilinn í kirkju- skipaninni sem var úrskurðaraðili Ólafur Skúlason biskup Vaxandi ónægja er með störf hans meðal presta. og bæri að taka á brotum sem ekki vörðuðu beinlínis refsilöggjöfina. Það sem eftir stendur er að biskup einn er fyrir svörum í málum sem þessum og sem dæmi, að væri bisk- up sjálfur ákærður fýrir meint brot, þá er enginn umsagnaraðili annar en kirkjumálaráðherra. Gert er ráð fýrir því í ályktun fundarins að áfrýjunarnefndinni beri að rann- saka slík mál, komi þau upp. -JBG Um helgina var ffamið spellvirki á rörahliði á veginum sem liggur um Rjúpnadal í Vatnsendalandi, skammt utan höfuðborgarinnar. „Hliðið hefur að öllum líkindum verið sprengt í loft upp árla á laugar- dagsmorgun,“ segir Hannes Thor- arensen, deildarstjóri hjá Rann- sóknarlögreglu ríkisins. Dínamít var notað við sprenginguna og segir Hannes að allt bendi til þess að þar sé um að ræða sprengiefhi sem hafi ný- lega verið stolið. Hannes telur ólík- legt að börn eða unglingar hafi verið viðriðin þennan verknað og segir að ummerki bendi til þess að þarna hafi fagmenn verið að verki. Spellvirkj- arnir eru ófundnir. ■ Rörahliðið sem var spengt upp um helgina í Rjúpnadal. Verksummerki benda til þess að þeir sem þarna voru að verki hafi kunnað vel með dínanmít að fara. Rörahlið sprengt í Rjúpnadal -4

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.