Helgarpósturinn - 03.10.1994, Síða 14
14
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
I návígi
Matthías Á. Mathiesen, formaður Þjóðháta'ðamefndar
„Hér hjá mér er ekkert
aðfinna á neinu borði
Samkvæmt upplýsingum MORG-
UNPÓSTSINS gerði þjóðhátíðar-
nefnd kostnaðaráætlun vegna lýð-
veldisafmælisins upp á 8o millj-
ónir. Nú hefur hins vegar komið í
Ijós að kostnaður sem varðaði
störf nefndarinnar fór upp í 130
milljónir. Hvað veldur?
„Ef þú vilt vita eitthvað um þjóð-
hátíðargjöld þá er Guðmundur
Árnason, deildarstjóri í forsætis-
ráðuneytinu, með þetta allt hjá
sér.“
Þú varst formaður þjóðhátíðar-
nefndar, berð þú ekki ábyrgð á því
að kostnaðurinn fór fram úr áætl-
„Nefndin var ekkert með þetta.“
Hún gerði kostnaðaráætlun, ekki
satt?
„Jú, fyrir forsætisráðuneytið. Það
fór algerlega með fjármálin ásamt
framkvæmdastjóra nefndarinnar,
Steini Lárussyni.“
Ber formaður nefndarinnar enga
ábyrgð á störfum hennar?
„Hún ber ekki ábyrgð á þessu. Hún
lagði einungis fram kostnaðartil-
lögur til forsætisráðuneytisins.“
Hver gerði kostnaðartillögurnar?
„Nefndin gerði þær. Þær voru upp
á 112 milljónir. Þú skalt tala við
Guðmund Árnason deildarstjóra.
Nefndin lauk störfum 1. ágúst.
Guðmundur Árnason er með þessi
mál og hefur verið með þau. Hann
og framkvæmdastjórinn fóru með
fjármálin varðandi hátíðina en
nefndin fór ekkert með þau.“
Þú varst formaður nefndarinnar
og yfir framkvæmdastjóranum og
hlýtur því að bera einhverja
ábyrgð á kostnaði?
„Einhverja ábyrgð, hvað ert þú að
tala um ábyrgð? Talaðu við forsæt-
isráðuneytið, talaðu við Guðmund
Árnason, hann er með þessi mál.
Ég svara ekki neinu af því nefndin
hefur lokið störfum.“
Af hverju gerði þá nefndin kostn-
aðaráætlun ef hún kemur ekki ná-
lægt fjármálahliðinni?
„Af því að beðið var um það.“
Af hverju var ekki farið eftir
henni?
„Auðvitað var farið eftir henni.“
Það var farið fimmtíu milljónir
fram úr áætlun ekki satt?
„Guðmundur Árnason deildar-
stjóri fer með þessi mál. Hér hjá
mér er ekkert að ftnna á neinu
borði.“
Er nefndin laus undan öllu af því
að hún hefur lokið störfum?
„Nei, nei. Hún lauk störfum 1. ág-
úst og hefur afhent forsætisráðu-
neytinu allt er þetta mál varðar."
Nú varst þú formaður nefndar-
innar, Guðmundur Árnason er
deildarstjóri í ráðuneytinu. Þú
sem formaður nefndarinnar hlýt-
ur að geta svarað fyrir það af
hverju ekki var farið eftir þeirri
áætlun sem nefndin gerði?
„Þú misskilur hluti. Það voru settar
fram hugmyndir um kostnaðar-
áætlun. Þær voru lagðar til forsæt-
isráðuneytisins og það hafði með
öll útgjöld að gera ásamt með
fram kvæmdast j ó ra n u m. “
Hver ber ábyrgðina á þvi að farið
var fram úr kostnaðaráætlun?
„Forsætisráðuneytið fer með þessi
mál. Þjóðhátíðarnefndin var skip-
uð af ráðherranum og nefndin
lagði fram tillögu að útgjöldum til
ráðuneytisins og það ásamt fram-
kvæmdastjóranum sér síðan um
peningamálin.“
Hvers vegna fór kostnaðurinn úr
böndum? Þú fylgdir málinu alla
leið og hlýtur því að vita það?
„Jú, út af fyrir sig vissi ég hvað var
að gerast allan tímann en ég hafði
ekkert með fjármálin að gera. Við
hættum störfum 1. ágúst og í ágúst
og september hefur þetta verið gert
upp.“
Hvað starfaði nefndin lengi?
„Frá 17. september 1993 til 17. júní
1994.“
Myndirðu ekki segja að um van-
áætlun hafi verið að ræða af hálfu
nefndarinnar?
„Einhverja ábyrgð,
hvað ertþú að tala um
ábyrgð? Talaðu viðfor-
sætisráðuneytið, talaðu
við Guðmund Árnason,
hann er með þessi mál.
Ég svara ekki neinu af
því nefndin hefur lokið
störfum.“
„Nefndin hafði ekkert með út-
gjöldin að gera. Hún gerði út-
gjaldaáætlun sem hún var beðin að
gera og skilaði henni í nóvember
og svo var unnið samkvæmt henni.
Nú, einhver útgjöld voru ekki
nógu hátt áætluð o.s.frv. Aðrir liðir
höfðu ekki verið teknir með í
reikninginn.“
Gerði ráðuneytið einhverjar at-
hugasemdir við ykkur í nefndinni
vegna aukins kostnaðar?
„Ekki hef ég fengið neinar athuga-
semdir frá ráðuneytinu því það
vissi auðvitað enginn hvað þetta
myndi kosta.“
Þannig að kostnaðaráætlunin var
til einskis gerð?
„Áætlunin var ekki byggð á neinu
öðru en því sem þeir menn sem
ætluðu sér að gera dagskrána og
umgjörðina í kringum hana voru
að reyna að meta.“
Út frá hverju var metið?
„Út frá því sem menn héldu að
hlutirnir myndu kosta og eftir því
sem menn best gátu áttað sig á.“
Voru þetta mistök?
„Nei, nei, nei. Þetta er ekki svo
mikill munur þegar ofan í þctta er
farið.“
Samkvæmt tölum sem ég hef 50
milljónir!
„Nei, nei, nei. Þú ert að tala um Al-
þingi og þjóðhöfðingjana líka.
Þjóðhöfðingjarnir komu nefndinni
ekkert við. Nefndin valdi hana fyrir
Alþingi og Alþingi borgar það. Ef
þú skoðar greinina um þetta í
Morgunblaðinu áttarðu þig á því að
ellefu miiljónir fóru í vegafram-
kvæmdir, fimm í niðurgreiðslur á
fargjöldum.“
Hvert var hlutverk formanns
nefndarinnar?
„Hann vann ásamt framkvæmda-
stjóranum að því að gera dagskrá
fyrir þjóðhátíðina og gera kostnað-
artillögur í sambandi við hana.“
Er það þá ekki hann sem á að sjá
til þess að kostnaður fari ekki
fram úr þeirri tillögu?
„Okkur var falið að bæta inn atrið-
um sem ekki var reiknað með í
upphafi."
Bera nefndir almennt enga ábyrgð
á verkum sínum?
„Þetta er ekki réttur útreikningur
hjá þér. Af 130 milljónum borgar
t.d. ríkið tilbaka 13 milljónir og þá
ertu kominn niður í 117 milljónir.
Þú verður að leita til Guðmundar
Árnasonar um skýringar."
Ertu að segja mér að Guðmundur
Árnason beri ábyrgð á málinu?
„Ég er ekkert að segja það.“
Hver þá?
„Það skaltu spyrja Guðmund
Árnason um. Ég hef ekki upplýs-
ingar hér hjá mér, eins og ég er
margbúinn að segja þér.“ -GB
Hjalti Vésteinsson, einn þeirra sem veikst hefur af heilahimnubólgu
Hétl að þetta værí
bara venjuleg flensa
Hjalti Vésteinsson er alinn upp
á Fellsenda í Miðdölum og býr þar
enn ásamt foreldrum sínum og
bróður. Hann starfar sem húsa-
smiður. Aðfaranótt 29. ágúst vakn-
aði hann upp með mikinn hita og
beinverki.
„Ég hélt að þetta væri bara venju-
leg flensa, sem ég hef alltaf fengið
við og við. Þar að auki var umræð-
an um heilahimnubólguna ekki
hafm,“ segir Hjalti.
Þegar tók að bera á uppköstum
og höfuðverk var Þórður Ingólfs-
son, læknir á Búðardal, kallaður til.
Hann sá að ekki mátti tæpara
standa og sendi Hjalta með flugi
suður á Borgarspítalann 30. ágúst.
„Ég leið svo miklar höfúðkvalir
að ég hafði ekki rænu á að vera
hræddur. Verkjalyfm voru hætt að
hafa nokkur áhrif,“ segir Hjalti. „Ég
var samstundis færður í rannsókn.
Mænuvökvi var tekinn og sendur í
rannsóknfStaðfest var að um heila-
himnabólgu væri að ræða og mér
var strax sagt frá því.“
Fyrstu dagana dvaldi Hjalti á
einsmannsstofu vegna smithættu.
Foreldrar hans komu í bæinn og
dvöldust þar rneðan honum leið
sem verst.
„Þeir voru mér til halds og
trausts og hafa eflaust verið mjög
skelkaðir. Sjálfur gerði ég mér ekki
grein fyrir hættunni fyrr en mér fór
að líða betur. Þá varð ég mjög sleg-
inn.“
Þegar Hjalti hafði legið inni í
viku var hitinn að mestu horfinn og
tveimur vikum síðar var hann út-
skrifaður.
„Mér finnst ég vera mjög hepp-
inn. Ég missti til dæmis hvorki sjón
né heyrn eins og þeir sem fá heila-
himnabólgu geta orðið fyrir. Ég hef
enn ekki náð mér eftir veikindin og
er dálítið máttlaus. Mér var sagt að
mánuður gæti liðið áður en ég gæti
mætt til vinnu.“ -GKG
Hjalti Vésteinsson „Ég leið svo
miklar höfuðkvalir að ég hafði
ekki rænu á að vera hræddur.
Verkjalyfin voru hætt að hafa
nokkur áhrif.“
Grétar Hannesson, 22 ára, fékk heila-
himnubólgu fyrir tveimur árum.
Óhugnanlegt
að heilahimnu-
bólga
stinga
Grétar Hannesson, 22 ára, fékk
heilahimnubólgu fyrir tveimur ár-
um. Það var að hausti til og hann
hafði nýlega hafið lögfræðinám í
Háskólanum.
„Ég lagðist í rúmið með höfuð-
verk og hita,“ segir Grétar. „Flensa
var að ganga svo ég tengdi veikind-
in við hana. Ég hringdi þó á lækni
en hann reyndist vera á ráðstefnu.
Fimm dögum síðar sneri hann til
baka og skoðaði mig. Að því loknu
hringdi hann á sjúkrabíl og mér var
ekið á spítala. Ég var hafður á gjör-
gæslu og svæfður í eina viku. Ég
man ekkert fyrr en tveimur vikum
eftir að ég var lagður inn.“
Veikindi Grétars höfðu óhjá-
kvæmilega áhrif á fjölskyldu hans.
að
niður
Faðir hans sneri samstundis frá út-
löndum og bróðir hans, frændi og
amma dvöldu langdvölum hjá
honum á spítalanum.
„Ég man að þegar ég vaknaði aft-
ur stóð fjölskyldan við rúmið mitt.
Ég var alltaf viss um að ég myndi ná
mér. Annað hefði verið of slæmt til
að vera satt. En það var búist við
því versta. Bunurnar af læknanem-
um birtust við rúmið mitt til að
klípa mig í tærnar og láta mig segja
hvað ég héti. Mér finnst mjög
óhugnanlegt að heyra talað um að
heilahimnubólga sé nú að stinga sér
niður á nýjan leik og vona innilega
að enginn eigi eftir að fara illa út úr
henni." -GKG
Heilahimnubólgan sem borið
hefur á að undanförnu er af völd-
um bakteríunnar meningococcal.
Hún byrjar oft með særindum í
hálsi, höfuðverk, hita og hnakka-
stirðleika. Þá fer að bera á sljóleika
sem getur endað með meðvitund-
arleysi. Heilahimnubólgusjúkling-
ar finna gjarnan fyrir ljósfælni og
einstaka sinnum krömpum. Þessi
einkenni geta verið mjög óljós í
ungbörnum og því er oft erfitt að
greina sjúkdóminn hjá þeim. Út-
brot, svokallaðar húðblæðingar,
geta myndast og hverfa ekki við
þrýsting eins og flest önnur útbrot
gera. Þengli finnst ástæða til þess
að fólk sé vel vakandi fyrir ein-
kennurn heilahimnubólgunnar
því ekki er vitað hvenær hún getur
brotist út í faraldur.
Sjúkdómurinn getur versnað á
mjög stuttum tíma og oft þarf að-
eins einn sólarhring til. Ef sjúk-
lingurinn fær ekki rétta meðferð
sem fyrst dregur sjúkdómurinn
hann yfirleitt til dauða. Mikilvægt
er að hann hafi ekki misst meðvit-
und eða sé kominn í svokallað
sjokkástand. Þegar sjúklingurinn
hefur verið lagður inn á sjúkrahús
er mænuvökvinn rannsakaður. Ef
meningococcal-baktería er á ferð-
inni dugar pensilín í stórum
skömmtum best til að ráða niður-
lögum hennar. Venjulega eru að-
standendur sjúklingsins einnig
látnir í tveggja daga meðferð á sér-
stöku fúkkalyfi til að drepa bakter-
íuna ef þeir skyldu ganga með
hana. Hún getur leynst í hálsinum
án þess að fólk veikist.
Heilahimnubólga leggst frekar á
ungt fólk en það sem eldra er. Ekk-
ert bóluefni finnst við men-
ingococcal en aftur á móti er það
til við heilahimnubólgu af annarri
tegund sem kölluð er haemothil-
usin fluensa. Við henni hafa öll
ungbörn á íslandi verið bólusett
undanfarin fimm eða sex ár og síð-
an farið var að bólusetja við henni
hefur ekkert tilfelli komið upp hjá
íslenskum börnum. Áður fyrr
stakk heilahimnubólga sér oft nið-
ur í hermannakömpum þar sem
þröngt var búið, en í raun og veru
er ekki mikil smithætta af sjúk-
dómnum.
Afleiðingar heilahimnubólgu
geta verið heilaskemmdir og voru
þær algengar áður en lyf bötnuðu.
Börn sem fengu haemothilusin
fluensa gátu orðið þroskaheft og
stundum fýlgdi heyrnardeyfa í
kjölfarið. ■
Banvæn ef sjúklingurinn fær ekki rétta meðferð
Síðastliðna tvo mánuði hafa tíu til tólf tilfelli af
heilahimnubólgu komið upp á landinu. Tveir hafa látist.
Þrátt fyrir það segir Þengill Oddsson, læknir á Borgarspítalan-
um, að ekki sé hægt að tala um faraldur.