Helgarpósturinn - 03.10.1994, Page 19
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
19
Bætifláki
1þróttafréttamenn í lélegri cefingu
í DVþann 30. september
skrifaði blaðamaðurinn
Gunnar Sveinbjörnsson í
fjölmiðlapistii:
„Stundum hefur mér nefni-
lcga þótt sem þcir [Bjarni Fel-
ixson og Arnar Björnsson]
séu í svo „lélegri œfmgu“ að
„skipting“ vœri fullkomlega
réttlœtanleg. Þar á ég við þegar
félagarnirþckkja ekki leikmenn
í sunditr ogfara rangt með
staðrcyndir. Þreytandi getur
líka vcrið að heyra í tíma og ótín
að annar haldi með Leeds United
og hinn Arsenal. „Giskari vikuttn-
ar“ ergott innlegg í þáttinn en von-
andi hœtta þeirfélagar að birta sín-
areigin spár.“
fengið svipaðar athugasemdir frá
greinarhöfundi og finnst rök-
stuðningur hans heldur peysu-
legur. Ég tel mig vera sæmilega á
heimavelli í knattspyrnufræðun-
um enda eyði ég miklum tíma í
undirbúning íþróttalýsinga. Ég
vísa þvi til Versala að ég þekki
ekki leikmennina á vellinum.
Mér er aldrei meira skemmt á
ferðum mínum erlcndis eftir
kappleiki en þegar margfrægir
spekingar í sparkinu þekkja lítið
til sumra þeirra leikmanna sem
þeir eru að fjalla um. Þeir eru
nefnilega til sem ekki stunda
heimavinnuna sína nógu vel.
Fjölmiðlarýnir DéVaff verður
að vera í betri æfingu næst þegar
hann lætur reiði sína bitna á mér.
Sjálfum finnst mér vera kominn
tími á innáskiptingu á blaðinu.
Áfram Völsungur! Með
kveðju.“ ■
Nefndaseta Jóns H. Karlssonar færir honum drjúgar aukatekjur í vinnutímanum
í fyrsta
lagi...
Aftur
hætftur
aðborða
Skrífaði afsökunarbréf til þeirrn sem töpuðu aurunum sínum
I apríl síðastliðnum var stofnsett
nýstárlegt fyrirtæki undir nafninu
Króna hf., en markmið þess var að
standa fýrir uppboðum á bílum og
bjóða biffeiðaeigendum nýjan val-
kost í ökutækjaverslun. Hug-
myndasmiður og eigandi Krónu hf.
er Hilmar Kristjánsson, en rekst-
ur fyrirtækisins stöðvaðist eftir að
það hafði verið rekið í þrjá mánuði.
Ljóst er að tapið á þessu ævintýri
nemur milljónum króna, en Hilm-
ar skrifaði þeim sem eiga um sárt
að binda vegna þessa eftirfarandi
bréf:
„Tilraun til að bjarga Krónu hf.
með samningum við skuldunauta
hefur ekki tekist. Afborganir og
vextir af skuldabréfum vegna kaupa
á Mýrargötu 26 nema tæpri milljón
á mánuði. Ekkert útlit var fyrir að
hægt væri að standa við þessa
skuldbindingu án samninga við
skuldunauta og endursamninga á
greiðslum skuldabréfa.
Samkomulag hefur náðst við
Granda hf. um riftingu á þessum
kaupsamningi. Eftir riftingu á
kaupsamningi Mýrargötu 26 eru
eignir Krónu hf. engar, en skuldir
fyrirtækisins eru ca. kr. 13.000.000.
I öllum viðskiptum er áhætta, en
aldrei óraði mig fyrir því að bíla-
umboð myndi gersamlega bregð-
ast. Ég fékk ættingja, vini, kunn-
ingja og fjölda annarra til að fram-
kvæma þau verk sem þurfti að gera.
Það hefði ég ekki gert nema hafa
fuila trú á að þetta fýrirtæki myndi
takast.
Fyrirtækið tókst ekki og því mið-
ur hef ég valdið fjölda fólks miklu
tjóni. Ég hefði óskað að geta greitt
hluta af þessu tjóni persónulega, en
ég hef lagt allar mínar eignir í fyrir-
tækið og gott betur.
Þótt þetta hafi farið svona vildi
ég þakka þeim sem stóðu með mér
af alhug.“
Morgunpósturinn spurði Hilmar
um viðbrögð fólks við bréfinu.
„Ég var nú búinn að tala við þá
alla áður en ég sendi bréfið,“ segir
Hilmar. „Það voru allir jafnundr-
andi og ég á að þetta skyldi ekki
ganga."
Það hefur enginn hafnað erindinu
og sagt að það þýddi lítið að biðjast
afsökunar?
„Nei, það hefur ekki verið gert.
Þetta er staðan og ég hef bara verið
að láta fólk vita af því hver hún er.
Það þýðir ekkert að stinga hausn-
um í sandinn þegar maður á í erfið-
leikum. Maður verður að standa
viðþað sem maður gerir.“
Attu þá ekki krónu eftir þetta œv-
intýri?
„Nei ég tapa nokkrum milljón-
um. Ég hafði fulla trú á að þetta
myndi ganga og lagði alla peninga
sem ég gat í þetta.“ -LAE
Hvers vegna erfjárlaga-
fmmvarpið hans Friðriks
Sophussonar allra besta
fjárlagafrumvarp sem
hægt var að leggja
fram?
í fyrsta lagi Frumvarpið er fallegt
og fer vel í skúffu,
enda er það fyrst og
fremst ætlað til
þess. Því er ekki
ætlað að verða að
fjárlögum frekar en
önnur fjárlagafrum-
vörp sem lögð hafa verið fram í
upphafi þings. Þeim er alltaf snúið á
haus um miðjan desember þegar
ráðherrar og þingmenn hafa velt
fyrir sér ríkisfjármálum um tíma. Til-
gangur þessa frumvarps er fyrst og
fremst sá að minna þingmenn og
ráðherra á að nokkuð er til sem
heitir ríkisfjármál.
í fjórða lagi Þrátt fyrir að frum-
varpið sé þykkt er
engin ástæða fyrir
nokkurn mann að
lesa það af fyrr-
greindum ástæðum.
Það er ekkert í því
og það mun enginn
taka mark á þvi. Það er því lítil!
vandi að leggja það frá sér ólesið.
í fimmta lagi Þrátt fyrir þetta er
ekki þar með sagt
að ekkert gagn sé
að bókinni. Þar sem
hún er þykk og
þung má nota hana
til að þurrka blóm,
hækka leslamþa
eða berja maka sinn með. Allt eftir
innræti þess sem á heldur.B
Jón H. Karlsson, aðstoðarmað-
ur Guðmundar Árna Stefánsson-
ar félagsmálaráðherra, sagði í sam-
tali við Morgunpóstinn að hann
hygðist hætta störfum í ellefu af
þeim tólf nefndum sem tengjast
heilbrigðismálum og hann hefur átt
sæti í. Drjúgur tími fór í fúndasetur
hjá Jóni meðan Guðmundur Árni
var heilbrigðisráðherra en nú verður
væntanlega breyting á því.
Eftir því sem næst verður komist
sat Jón vart færri en tuttugu fiindi á
mánuði í hinum ýmsu nefndum.
Lengd fúndartíma var að sjálfsögðu
breytilegur en ekki er ofætlað að
reikna með að hver fundur hafi
staðið í tvær klukkustundir að með-
altali. Sem þýðir að Jón hefur eytt
heilli vinnuviku á mánuði á fundum
sem heyra ekki beinlínis undir starf
hans sem aðstoðarmanns ráðherra.
Þegar Jón var spurður hvort hann
hefði góðar aukatekjur af nefnda-
starfinu vildi hann sem minnst gera
úr því. „Það liggur á borðinu hvað
ég fæ fýrir setu í stjórnarnefnd Ríkis-
spítalanna og samstarfsráði sjúkra-
húsanna og það er verulegur hluti af
þeim tekjum sem ég fæ fýrir nefnda-
störf. Hitt er „peanuts11 meira og
minna.“
Fyrir setu í stjórnarnefnd Ríkis-
spítalanna fær Jón rúmar 41 þúsund
krónur á mánuði, samstarfsráð
sjúkrahúsa í Reykjavík færir honum
21 þúsund og stjórn heilsuverndar-
stöðva Reykjavíkur og samstarfsráð
heilsugæslunnar í Reykjavík 13 þús-
und samanlagt. Ekki fengust upplýs-
ingar um greiðslur vegna hinna
nefndanna átta en þumalputtaregl-
an er sú að 824 krónur eru greiddar
á tímann fýrir setu í flestum nefnd-
ur staðið í tvær stundir, þá hefúr
hann fengið sem svarar rúmum 26
þúsund krónum á mánuði fyrir það.
Samtals hefur hann því að
minnsta kosti fengið rúmlega 101
þúsund krónur á mánuði fyrir
nefndastarfið. Reikna má þó með að
sú upphæð sé talsvert hærri. Þessar
tekjur koma ofan á laun hans sem
aðstoðarmanns ráðherra.
Sjö af nefndunum tólf eru fasta-
nefndir og flestir fundir þeirra
haldnir á hefðbundnum vinnutíma,
þannig að Jón var heila vinnuviku á
mánuði á tvöföldum launum hjá
rikinu.
Málið er þó ekki alveg svona ein-
falt því tvær nefndanna hafa lokið
störfum og ein hefur ekki enn verið
kölluð saman. Það breytir þó ekki
heildarupphæðinni sem neinu nem-
ur. -SG
Dían Valur vill póli-
tískt hæli utan íslands
Hilmar Krisljáns-
son á ekki kronu
Hilmar Kristjánsson, eigandi
Krónu hf. „Fyrirtækið tókst ekki
og því miður hef ég valdið fjölda
fólks miklu tjóni.“
Islenski Búlgarinn Dían Valur
Dentchev er enn á ný farinn í
hungurverkfall til að berjast fýrir að
umgengnisréttur hans og sonar
hans verði virtur. Eins og kunnugt
er gerðu lögfræðingar Díans Vals
og barnsmóður hans, samning um
umgengni feðganna í kjölfar 48
daga hungurverkfalls Díans 29. júní
síðastliðinn, en engu að síður hefur
ekki tekist að koma á eðlilegri um-
gengni þeirra á milli. I samningn-
um var farið fram á að Þjóðkirkjan
hefði milligöngu í málinu en til-
raunir hennar til að fá honum fýlgt
eftir hafa farið út um þúfur.
Þá var Dían Val einnig veitt gjaf-
sókn til að reka skilnaðarmál sitt og
Hönnu Ragnarsdóttur fyrir Hér-
aðsdómi en hann telur starfsmenn
dómsmálaráðuneytisins hafa blekkt
sig til að skrifa undir skilnaðarsátt-
mála þeirra á nrilli.
Eins og komið hefur fram í gagn-
rýni íslenska Búlgarans á stjórnvöld
telur hann þau hafa brotið mann-
réttindi þeirra feðga ítrekað og til
að undirstrika andúð sína á því hef-
ur Dían Valur nú afsalað sér ís-
lenskum ríkisborgararétti. Hann
hyggst reka mál sitt fyrir Mannrétt-
indadómstóli Evrópu og fara fram
á að dómstóllinn útvegi sér pólit-
ískt hæli í einhverju öðru landi en
íslandi. -LAE
í öðru lagi Frumvarpið hans Frið-
riks er eins og fjár-
lagafrumvörp eiga
að vera. í því eru
engar skattahækk-
anir, engin aukin út-
gjöld — ekki neitt.
Þetta er frumvarp
stjórnar eins og stjórnir eiga að vera
— stjórnar sem lætur fólk í friði.
í þriðja lagi í frumvarpinu eru eng-
ar kúvendingar boð-
aðar. Þar er allt við
það sama. Engin ný
stefnumörkun í ríkis-
fjármálum, landbún-
aðarmálum, heil-
brigðismálum,
menntamálum — eða nokkrum öðr-
um málum. í því eru engin tíðindi —
hvorki góð né slæm.
Jón H. Karlsson, að-
stoðarmaður félags-
málaráðherra: „Það
liggur á borðinu hvað ég
fæ fyrir setu í stjórnar-
nefnd Ríkisspítalanna og
samstarfsráði sjúkra-
húsanna og það er veru-
legur hluti af þeim tekj-
um sem ég fæ fyrir
nefndastörf. Hitt er „pe-
anuts“ meira og minna.“
um ríkisins. En þegar starf þeirra
felst í meiru en sjálfúm fundasetun-
um er tekið tillit til þess. Ákvörðun
um hversu háar greiðslurnar eru
umfram 824 krónurnar er þá í
höndum svokallaðrar þóknunar-
nefndar, sem skipuð er Þorsteini
Geirssyni, ráðuneytisstjóra í dóms-
málaráðuneytinu, og Þórhalli Ara-
syni, skrifstofustjóra í fjármálaráðu-
neytinu.
Ef gengið er út frá því að Jón hafi
fengið 824 krónur á tímann fýrir
fundasetuna í nefndunum átta, sem
er afar varlega áætlað, fundað hafi
verið tvisvar í mánuði og hver fúnd-
Heil vinnuvika í mánuði
fer í aukavinnuna