Helgarpósturinn - 03.10.1994, Side 23

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Side 23
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 23 lands til að leysa málið. Þegar upp var staðið reyndist málverkið eftir nemanda þessa málara og því í það minnsta tíu sinnum verðminna! Þrátt fyrir allt er bent á nokkur atriði í tíð Valgeirs sem allmörgum þykir mikið til koma. Er þá fyrst og fremst litið til þess að hann fékk borgaryfirvöld á sitt band með að koma byggingunni fyrir í Ingólfs- garði við höfnina. Þá vann hann skýrslu í samvinnu við sérfræðinga þar sem rökstudd er arðsenri þeirr- ar fjárfestingar að byggja tónlistar- hús í samvinnu við Ráðstefnuskrif- stofu Islands. En það er of langt mál að rekja hér. Nefnd á koppnum Þeir sem þekkja söfnunarsögu Borgarleikhússins muna sjálfsagt flestir eftir því þegar Leikfélag Reykjavíkur stóð fyrir miðnætur- sýningum í Austurbæjarbíói ár eftir ár, en þegar upp var staðið áttu samtökin aðeins brotabrot upp í kostnaðinn. Svo virðist sem örlög Samtaka um byggingu tónlistar- húss ætli að verða þau sömu, — miðað við að húsið eigi að kosta 3.000 milljónir að lóð meðtalinni hefur aðeins tekist að safna 1,6% En greina má mikla bjartsýni um Valgeir Guðjónsson fyrrverandi formaður félags um stofnun tónlistarhúss Það tók 50 ár aðbyggja Grieg-höllina í Bjövgvin í stjórnartíð Valgeirs Guð- jónssonar sem formanns Sam- taka um tónlistarhús datt félaga- fjöldinn niður um helming og gerðar^voru ýmsar fjáröflunartil- raunir sem ekki skiluðu sér. Eins og fram hefur komið hefur söfn- unarfé samtakanna undanfarin fímni ár allt farið meira og minna í rekstur samtakanna. Gagnrýnin sem beinist að for- mennsku þintii er helst sú að ekki hafi safnast meiri peningar en raun ber vitni, auk þess sem þú fékkst laun fyrir starfþitt, semforveri þinn hefur að eigin sögn aldrei þegið. „Þetta voru söfnunarsamtök í upphafi en þegar ég tók við for- mennsku sagði ég í fyrstu ræðu minni að ég liti á það sem mitt verk að halda samtökunum lif- andi. Það er ekki hægt að bera saman að vera með nýtt og spenn- andi félag í höndunum, þar sem allir eru tilbúnir að leggja á sig sjálfboðavinnu, og félag sem allur vindur er úr. Það þurfti að byrja nánast á núllpunkti. Því var sam- þykkt að gera tilraun með að hafa mig í launuðu starfi. Ef eitthvað átti að gerast var ljóst að það gerð- ist ekki af sjálfu sér. Ég varð líka að fá laun fyrir vinnu mína, enda ekki forstjóri úti í bæ. Ég hætti hins vegar þegar mér fannst starfið farið að éta allan minn tíma og kraft. Ég vann miklu meira en ég fékk greitt fyrir. Þetta hlutastarf vann ég í nokkra mánuði í senn.“ Forveri þinn er ósammála þér; hann segir tilganginn tneð samtök- unutn að safna fyrir tónlistarhúsi, ekki bara halda samtökunum lif- andi. „Auðvitað vorum við alltaf að reyna að snúa vörn í sókn. Að það skyldi lokað á samtökin dyrum þegar stemmningin var hvað mest var Ármanni Erni auðvitað þung- bært eftir alla þá vinnu og kraft sem hann var búinn að leggja í málið. Við megum ekki gleyma því að þetta er mikið tilfmningahita- mál fyrir þá sem að þessu standa. Um gagnrýni utan úr bæ vil ég annars segja að því fólki væri nær að leggja hönd á plóginn í verki. Þrátt fýrir sterkan mótvind tókst okkur að koma ýmsu til leiðar. Helsti árangurinn undir minni stjórn er að mínu mati að hafa komið tónlistarhúsinu niður í miðbæ — þar lá heils árs vinna að baki — og mikil undirbúnings- vinna ásamt Guðmundi Jónssyni arkitekt. Hugmyndin hleypti nýju lífi í samtökin. Samtök um tónlist- arhús eru grasrótarsamtök; maður tekur engar geðþóttaákvarðanir sjálfur." Þegar þið kynnið tilgang samtak- atina í söfnunum segist þið vera að safnafyrir tónlistarhúsi, ekki satt? „Við erum auðvitað að vinna að því að þetta hús fari upp. Slíka vinnu vinnur enginn nema tónlist- arfólk og tónlistarunnendur, en á endanum munu peningarnir koma frá hinum sameiginlegu sjóðum - ekki frá samtökunum. Peningarnir sem þaðan koma eru bara dropi í hafið. Ákvörðunin um byggingu hússins verður pólitísk ákvörðun.“ Hver er skýringin á öllum þessum söfnunarmistökum ogþessum mikla rekstrarkostnaði samtakanna? „Ég var formaður þau ár sem kreppan var dýpst. Við lögðum t.d. feiknavinnu í upplýsingabækling, sem síðan var ákveðið að gefa ekki út. Ástæðan var sú að menn töldu hann geta komið illa við stjórn- málamenn á tímum sem þessum. Við lögðum líka mikla undirbún- ingsvinnu í happdrættisþáttinn, sem átti að vera mánaðarlega í Sjónvarpinu og var á síðustu stundu sleginn af. Við reyndum ýmislegt, en þetta var virkilega erf- iður tími til að kveikja í fólki. Við misstum einnig húsnæðið og þurftum að koma okkur upp okk- ar eigin með tilheyrandi skrifstofu- áhöldum. En þótt ekki sjáist það á reikningum samtakanna settum við ýmislegt í gang sem sumt er að skila sér fyrst nú og á eftir að skila sér í framtíðinni.“ Er forsvaranlegt að samtökin Valgeir Guðjónsson. „Við megum ekki gleyma því að þetta er tilfinn- ingamál fyrir þá sem að þessu standa." kosti til þess stórfé að standa fyrir tónleikum og upptöku á plötu þegar Ijóst er að þeir peningar skila sér ekki til baka? Og er Lifun eitthvert agn tveimur árum eftir stemmning- una í kringum þá tónleika? „Það hafa verið settir upp mjög glæsilegir tónleikar til styrktar byggingu um tónlistarhús trekk í trekk, hér á landi sem erlendis. Við höfum hins vegar komist að því að þeir trekkja ekki nóg. En það að gera reglulega vart við málefnið er þó mikils virði. Hvað Lifun varðar var ætlunin að fara strax eftir tón- leikana út í símasöfnun og nota plötuna sem agn, en við komumst að því að útvarpsupptakan gerði verkinu ekki nægilega hátt undir höfði. Þá var farið í það að taka verkið upp aftur. I það fór heilt ár. Það var ekki auðvelt að ná öllu þessu fólki aftur saman, enda er upptakan sú flóknasta sem gerð hefur verið á íslandi. Peningarnir fóru að mestu í að borga tækni- mönnum, róturum og nokkrum listamönnum. Það gáfu ekki allir vinnu sína.“ Ekki gekk jólakortasalan '92 held- ur sem skyldi hjá ykkur, í það minnsta varð enginn gróði af þeirri sölu. „Okkur voru gefin þessi kort bæði of seint og hitt er að markað- urinn fyrir jólakortin er mettur. Við seldum þó einhverjar þúsund- ir korta og reyndum að fá fólk til að selja fyrir okkur. Þessi tilraun er dæmigerð fyrir hvernig samtökun- um hefur gengið að fjármagna starfsemi sína.“ Það sama má segja utn Gala- dinnerinn í Perlunni í fyrra, ekki náði sú samkoma að skila neinum peningum til félagsins. „Gala-dinnerinn heppnaðist vel að öllu leyti nema hvað hann stóð í járnum. Við hefðum þurft tvö til þrjú hundruð manns í viðbót til að hafa eitthvað upp úr þessu. En við töpuðum þó ekki peningum. Fyrir okkur vakti fyrst og fremst að vekja athygli á starfsemi samtak- anna. Við héldum glæsilegasta dansleik á Islandi fyrr og síðar og fólk var ánægt. Okkur tókst þar með að brjóta ísinn. Og meiningin er að hafa árlegan Gala-dinner.“ Hvaða upphlaup var þetta með málverkið á sínum tíma? „Maður slær ekki á hönd þess sem réttir svona fram. Þetta var bara það sem þurfti að gera og sýn- ir í raun hvað samtökin eru fólki mikils virði. Miðað við það sem samtökin hafa mátt kyngja - - Korpúlfsstaðir og fleira — finnst mér vel af sér vikið að við skulum enn vera lifandi og enn með nærri tvö þúsund félagsmenn. Ég bendi á að það tók fimmtíu ár að byggja Grieg-höllina í Björgvin og annað eins að byggja konserthúsið í Os- ló.“ ■ Ármann Örn Ármannsson, fyrrverandi formaður Samtaka um tónlistarhús, og Ingi R. Helgason, núverandi formaður. Þeir til- heyrðu báðir þeim hópi sem ýtti samtökunum úr vör. voru tónleikar og gefm út hljóm- platan „Við byggjum hús“ á kostn- að samtakanna, en allir tónlistar- mennirnir ku hafa gefið vinnu sína. Reykjavíkurborg lagði til lóð í Laugardalnum undir bygginguna með vilyrði um frágang. Allt leit út fýrir að vera að ganga upp þegar fýrsta reiðarslagið kom: „Þegar við vorum um það bil búnir að tala þá Jón Baldvin Hannibalsson, þá- verandi fjármálaráðherra, og Birgi ísleif Gunnarsson menntamála- ráðherra til, sprakk stjórnin," segir Ingi R. Helgason. Hann segir þó að það áfall hafi lítt tekið á menn sam- anborið við þegar Ólafur Ragnar Grímsson sem varð fjármálaráð- herra í næstu stjórn, neitaði sam- tökunum alfarið um peninga til að reisa húsið. Sagan hermir að Ólafur Ragnar hafí bókstaflega skellt hurð- inni á nefið á þeim Erlendi Einars- syni og Ármanni Erni Ármannssyni þar sem þeir voru á biðilsbuxunum við dyr skrifstofu hans í ráðuneyt- inu. Lenti næstum á svörtum lista Frá 1988 til 1989, eftir að fyrsta orrustan var yfirstaðin, var stólasal- an enn að skila sér inn og segir Ár- mann þau fyrirtæki, sem ekki höfðu gengið frá stólakaupunum, hafa greitt eftirstöðvarnar með hangandi hendi. „Þeir sem áttu eft- ir að greiða fyrir stólana borguðu á endanum. Litlu munaði að ég lenti á svörtum lista,“ segir Ármann, meira í gamni en alvöru. Mikill hagnaður varð á milli að- alfúnda samtakanna árin 1988 og 1989, eða fimmtán milljónir að nú- virði. Gróðinn hefði hins vegar get- að orðið allt að þriðjungi meiri ef ekki hefði komið til fýrsta söfnuna- róhapp samtakanna. Happdrættis- peningunum var nánast öllum stol- ið af óprúttnum aðila sem tók að sér að halda utan um happdrættið fyrir samtökin. Um þau mál vill Ár- mann lítið ræða. Á þessu tímabili, eftir að Ólafur Ragnar lokaði hurðinni, dregur Ár- niann sig smátt og smátt út úr sam- tökunum en við daglegu skrifstofu- amstri taka þær Rut Magnússon og Kristín Sveinbjarnardóttir, sem skiptu með sér einni stöðu. Söfnuðu þær fyrir meginhluta launa sinna með Kringlukasti, sem byggðist á því að safna hlutum frá hinum og þessum fyrirtækjum og halda svo tombólu í Kringlunni. I fáein skipti hefur Kringlukastið verið hluti af fjárhagslegu baklandi samtakanna sem og símasafnanirn- ar, sem fundið var upp á árið 1990. Af fýrstu símasöfnuninni gátu menn þó dregið mikinn lærdóm, því kostnaður við hana var óheyri- lega hár. Þurftu samtökin að borga fýrir viðvikið rúm 40% af innkom- unni samanborið við 3% árið eftir. Af ársreikningum samtakanna að dæma var, þrátt fyrir stóra áfallið, enn vonarneisti í samtökunum allt til ársins 1991, ársins sem Valgeir Guðjónsson tók við. Það ár hrundi félagafjöldinn um helming, úr 4.000 í 2.000. Kreppan var skollin á og menn sáu hvergi vin í eyðimörk- inni. Margir sem teljast í hópi menningarvita þjóðarinnar höfðu stjórnað samtökunum til þessa. Ekki er hægt að horfa framhjá því að mörgum þeirra fannst lítið til þess koma að poppari stjórnaði nú hugarfóstri þeirra, enda höfðu að minnsta kosti nokkrir þeirra hugs- að sér að halda í mesta lagi djassin- um innan hússins. Þeir gátu ekki hugsað sér að þar færu fram rokk- tónleikar í stórum stíl. Upphaflega og áður en hugmyndin tók að þró- ast var tónlistarhús eingöngu hugs- að sem þak yfir Sinfóníuhljómsveit íslands. Síðan bættist óperan við og svo koll afkolli. Niistök á mistök ofan Þá taka við árin sem eru hvað skelfilegust að dómi margra við- mælenda MORGUNPÓSTSINS; árin 1992 og 1993. Samtökin fluttu í nýtt húsnæði, úr fríu húsnæði Tónlist- arfélags Reykjavíkur í leiguhúsnæði á vegum borgarinnar. Launakostn- aður hækkaði upp úr öllu valdi samanborið við fyrri ár. Mest hafði verið borgað 1,5 milljónir á ári í laun en þessi ár fór launakostnaður upp í liðlega 3 milljónir. Mun sú upphæð einkum hafa farið fyrir brjóstið á fyrrverandi formanni, sem aldrei þáði laun fýrir starf sitt. Leit hann á það sem brot á upp- byggingunni. Árið 1992 stóð til að samtökin fengju ágóðann af fjórðu Lifunartónleikunum sem haldnir voru í Háskólabíói, en mikil hippa- nostalgía gekk þá yfir landið. I þess- ari uppfærslu ægði öllum tegund- um tónlistar saman; allt frá klassík upp í popp. En þar sem afar fáir mættu á styrktartónleikana varð gróðinn enginn. 1 kjölfarið var ráð- ist í mikinn kostnað að margra mati vegna upptöku á verkinu, en alls kostaði umstangið í kringum þá tónleika félagið hátt í 800 þúsund krónur. Gala-dansleikurinn sem haldinn var á síðasta ári skilaði ekki heldur hagnaði, en fyrir honum stóð hið nýstofnaða Tónlistarráð íslands ásamt samtökunum. Þess má geta að verið er að undirbúa annan Gala-dinner í Perlunni á vegum sömu aðila. Þá slapp sala jólakorta á vegum samtakanna rétt fyrir horn og svo mætti áfram telja, síðast en ekki síst var ferðakostnað- ur á þessu tímabili sá hæsti í sögu samtakanna. Auk þess sem Runólf- ur Birgir Leifsson og Valgeir Guðjónsson tókust á hendur ferð á kostnað samtakanna til að funda með framkvæmdastjórum nor- rænna tónlistarhúsa fékk félagið hingað til lands erlendan sérfræð- ing. Er það mál ekki síður neyðar- legt en mörg önnur sem viðkomið hafa samtökunum í seinni tíð: Ónefndur einstaklingur ákvað að arfleiða samtökin að eigum sínum. Þar á meðal var málverk, sem flestir stóðu í trú um að væri 10 milljóna króna virði og eftir þekktan þýskan nítjándu aldar málara. Til að skera endanlega úr um það var haft sam- band við erlendan sérfræðing og honum sendar myndir af verkinu. Ekki treysti hann sér til að kveða upp úr um verðmæti verksins af ljósmyndunum einum saman og var því afráðið að fá hann hingað til Frá skrifstofu samtakanna við Vesturgötu. Fastur starfsmaður samtakanna er Þórhallur Vilhjálmsson, sem jafnframt er yfir Tónlistar- ráði íslands. Hann er sá eini um þessar mundir sem fær greidd laun frá samtökunum. Þeir sem keyptu stóla af Samtökum um tónlistarhús árið 1988 . Hver stóll er u.þ.b. hálfrar milljónar króna virði í dag. Kaupendur Fjöldi stóla Verð1988 Ármannsfell 5 1.650.000 Dagblaðið/Vísir 4 1.320.000 Félag ísl. stórk. 1 330.000 Félag ísl. hljóm. 1 380.000 STEF 1 330.000 Hljómsv. Magga Kj. 1 330.000 Verslunin Bangsi 1 330.000 Skífan hf. 1 330.000 íslenskir aðalv. 12 3.960.000 Pr. Oddi 1 330.000 Borgarvirki 1 330.000 Gunnar Guðjónsson 1 330.000 Birgir og Anna E. 2 700.000 Eiríkur Sæm. 2 760.000 11.410.000 Verð ‘94 skv. lánskjaravísitölu 18.150.000 þessar mundir hjá samtökunum. Búast margir viðmælenda Morgun- póstsins við að ákvörðun um bygg- ingu hússins verði tekin innan tíð- ar. Þeir bjartsýnustu veðja á að búið verði að taka ákvörðun íýrir næsta vor. „Ég á von á að bráðum verði nefnd skipuð um byggingu tónlist- arhúss. Um þessar mundir er verk- fræðingur að at- huga með samnýt- ingu hússins milli ferðaiðnaðarins og tónlistarfólksins,11 segir Ingi R. Helga- son - einn hinna bjartsýnu. Haft var einnig á orði að allt gamla gengið, sem áður barðist fýrir samtökin, væri aft- ur að rísa upp á aft- urlappirnar. Ekíd er hægt að láta svona umfjöll- un lokið án þess að greina frá þriðju hliðinni, en hún snýr að þeim sem lítinn áhuga hafa á byggingu tónlistar- húss. Marga óar hreinlega við að byggja eigi yfir tónlistina á Islandi fýrir heila þrjá milljarða, þar sem borgin og/eða ríkið eigi allan hlut að máli, og rýna því til stuðnings til „minnisvarða arkitekta“ á borð við Perluna og Ráðhúsið, sem fóru langt fram úr áætlun. ■

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.