Helgarpósturinn - 03.10.1994, Síða 29
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN BÍLAR
29
Flosi Ólafsson leikari:
„Fyrsti bíllinn sem ég eign-
aðist var Volkswagen-bjalla
sem ég keypti svo gamlan að
ég sá í gegnum gólfið á hon-
um. Þetta var áður en mér óx
fiskur um hrygg og ég varð
auðugur maður.
Næst kom ágætis blöðru-
Skódi. Svo eignaðist ég gaml-
an og bláan Fíat. Eftir það hafa
allir mínir bílar verið Subaru.
Ég er afskaplega hrifinn af Su-
baru og hefátt eina sex slíka,
einn tvennra dyra og einn
fernra dyra og svo hafa hinir
verið station- bílar.
Ég er hrifinn af Subaru
vegna þess að þeir eru „four
wheel drive" og ígamla daga
voru þeir næstum eins og
jeppar. Ég er ekki alveg nógu
ánægður með hversu mikið
þeir eru að breytast íhighway-
biia, það hentar mér ekki nógu
vel því ég bý ísveit.
í dag á ég ‘89-módel af Su-
baru og þeir segja mér á verk-
stæðinu að það sé sterk og
góð árgerð. Svo á ég líka Toy-
otu Hilux, sem er minn fjalla-
bíll. “ ■
Valtýr Björn Valtýsson
fÞRÓTTAFRÉTTAMAÐUR:
„Ég átti Carinu ‘88 og það
var alveg hreint ágætis bíll.
Svo keypti ég mér Galant ‘91
EXE. Sá bíll var svona einn
með öllu; alveg ofboðslega fal-
legur með spes innréttingu,
topplúgu og allt. Það er
skemmtilegasti bíll sem ég hef
átt, enda var hann sérinnflutt-
ur.
Næst fékk ég mér Carinu
‘93 en líkaði ekki við hana, of
mikið veghljóð, svo ég seldi
hana og keypti mér Mitsubishi
Lancer, og það er bíllinn sem
ég á í dag.
Draumurinn er að fá sér
annan Galant, auðvitað langar
mann íjeppa eða Benz en þeir
eru bara svo fjandi dýrir. Það
er mun praktískara að fá sér
einn japanskan með öllu en
hráan BMW þar sem maður
þarfað rúlla upp rúðunum
sjálfur. “ ■
Fyrsta kínverska bflafyrirtækið
Kínverjar hafa hingað til látið sér nægja reiðhjól til að
komast á milli staða, enda væri það ekkert grín ef sá
milljarður manna sem þar býr tæki upp á að ferðast um
á bílum. Menn myndu líklega leggja af stað ungir að ár-
um í vinnuna einn daginn, en lenda svo í hrikalegri um-
ferðarteppu sem þeir losnuðu ekki úr fyrr en mörgum
árum seinna, gráhærðir og biótandi því aö hafa nokk-
urn tíma lagt frá sér reiðhjólið.
Kínverjar eru þó um þessar mundir að eignast sína
fyrstu bílaverksmiðju. Hún ber það virðulega nafn Beij-
ing Golden Thunder Classic Motors og mun framleiða
dýra lúxusbíla í ætt við Merzedes Bens 300 SL og
Austin Healy 3000. Kínverjar þurfa líklega ekki að hafa
áhyggjur af því að umferðin aukist og það að komast til
og frá vinnu verði blóðug barátta, því laun í landinu eru
mjög lág og á fárra færri að eignast lúxusbíl. ■
Við
æðsta
Stýri á
Islandi
Þegar fólk mætir forsetabílnum
lítur það aftur í bílinn og athugar
hvort þar sitji nokkuð forsetinn.
Fáir taka hins vegar eftir mannin-
um við stýrið, sá heitir Þorvaldur
Ragnarsson og hefur verið einka-
bílstjóri forseta íslands undanfarin
fimm ár.
„Ég byrjaði sem bílstjóri fyrir
ráðherra, og keyrði bæði þá Magn-
ús Kjartansson og Geir Hall-
grímsson í ráðherratíð þeirra. Það
er töluverður munur á að keyra
ráðherra og forsetann. Erillinn er
miklu meiri í kringum ráðherrana;
þeir eru alltaf á fartinni, en hjá for-
setanum eru hlutirnir skipulagðir
lengra fram í tímann,“ segir Þor-
valdur.
Hann segir að starfið felist í fleiru
en að keyra forsetann á milli staða
og bíða svo í rólegheitunum þess á
Guðbergur Guðbergsson, Islandsmeistari í rallíkrossi
uuODergur uuöDergsson, isian<
Porsche 964, árgerð 1
„Þetta er 964-týpan, þó að þessi gerð sé yfirleitt bara
kölluð 911. Ég keypti hann nýjan 1990 en er samt bú-
inn að bæta við hann 30 hestöflum, — ég læt aldrei
neitt óhreyft."
Vekur hanti mikla athygli?
„Ég er nú eiginlega hættur að taka eftir því
enda búinn að eiga svona bíla það lengi. En
það er þannig með þennan bíl að annað-
hvort finnst fólki hann mjög
eða þá hræðilega ljótur. Hann í
úrulega ekki venjulegur í útliti og því
auðvelt að skilja þessa ákveðnu af-
stöðu til hans.“
Hvernig mundirðu lýsa karakter
bílsins?
„Hann er svona eins og lítill froskur
sem manni þykir vænt um. Þá, sem hafa
einu sinni eignast Porsche, langar alltaf í
annan; þetta verður hálfgerð sýki eða jafn-
vel trúarbrögð. Enda er það þannig að Por-
sche-bílarnir hérna heima ganga kaupum og sölum innan
ákveðins hóps manna.“
Eru það þd ákveðnar týpur sem keyra um á Porsche?
„Ég veit það nú ekki. Ætli þessir menn eigi það ekki sameiginlegt að þeir
vilja hafa bílana sína í pottþéttu standi og nostra mikið við þá. Auðvitað þurfa
menn líka að eiga eitthvað af peningum og ætli það sé ekki misjafnt hvort þeir eru
ríkir eða eyða bara öllum peningunum sínum í bílana." ■
Mondeo. Ný V6 2,5 1170 hö. vél
er nú fáanleg í Ghia-útfærslu
og eftir áramót kemur Mon-
deo með aldrifi á markað-
inn. (Ghia-útfærslunni hef-
ur nú verið lagt meira í inn-
réttingar, meðal annars við-
arklætt mælaborð og krómað
grill. Ford Mondeo 2.0 GLX
árgerð 1995 kostar frá
1.886.000 og innifalið
í verði er ryðvörn og
skráning. ■
milli. „Það þarf að sjá um ýmsar út-
réttingar fyrir forsetann og stjórn-
arráðið, því er ég mikið á ferðinni.
Þegar lítið er að gera fer ég svo inn í
stjórnarráð og svara í símann eða
reyni að hjálpa eitthvað til,“ segir
Þorvaldur.
Hann segir það fínt starf að keyra
forsetann og þau séu orðnir góðir
vinir eftir fimm ára samstarf. „Við
spjöllum mikið saman ég og forset-
inn og það er auðvitað trúnaðarmál
hvað okkur fer á milli, en við erum
miklir vinir og afskaplega þægilegt
að vinna fyrir hana. Til dæmis er ég
með lykil að heimili hennar þar
sem ég get hleypt sjálfum mér inn
og fengið mér kaffisopa í eldhúsinu
meðan ég bíð eftir að hún hafi sig
til.“
Forsetabílarnir eru tveir, nýr
Mercedes Benz og ‘90-árgerðin af
Cadillac. Yfirleitt eru þeir geymdir
á Bessastöðum, en þar sem viðgerð
stendur yfir á húsinu um þessar
mundir eru þeir hafðir hér í bæn-
um.
„Benzinn sem keyptur var í sum-
ar er S-320 L-gerðin. Það var ekkert
bruðlað og eini aukabúnaðurinn í
bílnum er jafnhæðarbúnaður og
sérstakt sætisáklæði, einnig var sett
í hann nýtt útvarp. Þó að Benzinn
sé notaður meira en Kadiljákinn
var ákveðið að hafa hann forsetabíl
númer tvö, því að hinn bíllinn er
notaður þegar eitthveð mikið
stendur til og því við hæfi að hann
sé númer eitt,“ segir Þorvaldur.
Fyrir þá sem eru að velta fyrir sér
hvort forsetinn sé á ferðinni næst
þegar þeir mæta forsetabílnum er
auðveldast að líta á fánastöngina á
húddinu. Fáninn er bara hafður
uppi þegar forsetinn er í bílnum. ■
.V—•—•*r
Chrysler -samsteypan er
um þessar mundir að Ijúka við að
endurnýja alla fólksbílalínu sína.
Chrysler Vision er hluti af nýju lín-
unni og er m.a. búinn 215 ha. fjöl-
ventlavél, verð bílsins er tæpar 4
milljónir.
Chrysler Neon er einnig hluti af nýju
línunni og er ætlað að keppa við
japönsku smábílana. Neon er útbú-
inn 2 lítra 130 ha. fjölventlavél.
Loftpúðar eru bæði fyrir ökumann
og farþega og stuðararnir eru á
höggpúðum.
Eftir áramót kemur svo þriðji nýi
Chrysler-bíllinn. Hann heitir Crysler
Stratus og er stærð hans einhvers
staðar á milli Vision- bílsins og Ne-
on. ■
Fiat
kynnir þess dagana nýjan
bíl, Fiat Punto. Lögð var mikil
áhersla á árekstraröryggi við hönn-
un bílsins og er hann útbúinn högg-
deyfandi stýrishjólum, stýri sem
gengur saman við högg, styrktar-
bitum í hliðum og gólfi, bæði lang-
sum og þversum, og ýmsu fleiru.
Verð Fiat Punto er frá kr. 945.000.
Aðrar tegundir Fiat koma óbreyttar
í ár. ■
Ford Vélarstærðir í Escort
verða áfram 1,4 EFI og 1,6 16
ventla EFI en engar breytingar
verða á árinu 1995. Eftir áramót er
bíllinn þó væntanlegur sjálfskiptur
og þá með 1,6-vélinni. Verð á
1995-árgerð liggur ekki fyrir. ■
Ford
Ýmsar nýjungar eru
væntanlegar á 1995-árgerðinni af