Helgarpósturinn - 03.10.1994, Page 32

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Page 32
32 MORGUNPÓSTURINN BÍLAR MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 Bájub)ý Mazda Engar breytingar verða á Mözdu, en verðið á þrennra dyra 323 er kr. 1.065.000 og fernra dyra kr. 1.149.000, sem er lítil hækkun frá síðasta ári. ■ Nissan 1995-zárgerðin af Nissan Primera verður með líknar- belg sem staðalbúnað og boðið verður upp á nýja liti, verð frá kr. 1.696.000. Nissan Micra, Terrano II, Patrol og Sunny verða óbreyttir en litaúrval meira. Nissan Terrano verður með breytt mælaborð og aukna hljóðeinangr- un. ■ Astra með nýju grilli, hliðánistum og áklæði, verð frá kr. 1.128.000. Opel Vectra verður fá- anleg standard með velúráklæði, verð frá kr. 1.595.000. Opel Omega kemur gjörbreyttur og nýr frá grunni, verð frá kr. 2.395.000. Opel Corsa kom gjörbreytt í fyrra en verður óbreytt í ár, verð frá kr. 1.049.000. ■ Peugeot Nokkrar breyt- ingar verða á Peugeot 306 þó að hann hafi komið nýr í fyrra. Meiri búnaður fylgir honum og verðið er lægra. Peugeot 306 fæst frá 1.088.000 upp í 1.590.000. Bílinn er einnig hægt að fá með 160 ha. vél og öllum hugsanlegum aukabún- aði. ■ Peugeot 405 kemur nú aftur í nýrri útgáfu með nýrri vél, innréttingum o.fl. Jöfur hefur m.a.s. tekið díselbíla inn á lager, enda bíll- inn í fullri leigubílsstærð. Hægt er því að velja um 1,6,1,8 eða 2,0 lítra bensínvél með beinskiptingu eða sjálfskiptingu, eða 1,9 lítra díselvél. Væntanlegar eru svo innan skamms skutbílsútgáfur af öllum þessum gerðum, þ.á m sendibíll. Allar aðrar gerðir Peugeot 405 má svo fá með skömmum fyrirvara, þ.m.t. 220 ha. fjórhjóladrifna út- gáfu. ■ Toyotu RAV 4 á að sameina kosti jeppa og fólksbíls RAV 4 GXi er nýr bíll úr röðum Toyota sem er ætlað að sameina kosti jeppa og fólksbíls. Hann hefur aksturseiginleika fólksbíls en um leið aksturseigin- leika jeppa með sítengdu aldrifi og slaglangri sjálfstæðri fjöðrun á öll- um hjólum. Staðalbúnaður RAV 4 er meðal annars tvær sóllúgur sem hægt er að taka úr, vökva- og veltistýri, samlæsing á hurðum, rafdrifnar rúður og speglar, stafræn klukka, 50/50-aftursæti sem hægt er að halla aftur eða leggja saman og 129 ha., 2000 rúmsentimetra, 16 ventla vél með beinni innsprautun. Toyota kynnir bílinn um þessar mundir en sala á honum hefst eftir áramót. Þó eru komnir til landsins þrír bílar sem hægt er að fá að reynsluaka hjá umboðinu. Bíllinn kemur til með að kosta kr. 2.289.000. ■ Óli H. Þórðarson, framkvæmdastióri Umferðarráðs Volvo 740, argerð 1990 Er hœgt að sjá útpersónuleika manna á því hvemig bíl þeir aka? „Já, ég hugsa að það sé oft hægt að lesa allmikið út úr því. Hvað mig sjálfan varðar býst ég við að það séu hugrenningar mínar til öryggis en ekki tilviljun sem gerir það að verkum að ég ek um á Vol- vo, sem ásamt öðrum bílum er þekktur fyrir að vera traustur og öruggur. En þó að menn keyri um á sterkum og öruggum bílum verða þeir að passa sig á að það komi ekki niður á öðrum vegfar- endum því þeir byrja að valta yfir þá.“ Hvernig lýsirðu karakter bíls- ins? „Hann er traustur og áreiðan- legur. Stundum dálítið þungur í taumi og stirðari en aðrir, en fýrst og fremst öruggur.“ Hvað skiptir mestu máli við bíl? „Að hann sé öruggur og þægi- legur og komi manni til skila. Það er mikilvægt að hann bili ekki oft og hægt sé að reiða sig á hann.“ Hefurðu aldrei verið með bíla- dellu? „Ég átti mér þann draum þegar ég var yngri að eignast Volkswag- en- bjöllu. Sá draumur rættist þó aldrei, en ég held að það sé óhætt að segja að ég hafi aldrei verið með bíladellu eða haft þann metn- að að eiga flottasta bílinn í göt- unni.“ Hefurðu einhvem tíma lent í árekstri? „Já, ég lenti í smávægilegu um- ferðaróhappi fyrir u.þ.b. 25-30 ár- um. Ég var staddur á gatnamótum og var að fara að taka hægri beygju og hélt að bíllinn sem beið fyrir framan mig væri farinn. Svo Peugeot 205 er væntan- legur og verður með stórri vél, raf- rúðum, samlæsingu með fjarstýr- ingu, topplúgu o.fl. Verð bílsins verður um 980.000 kr. ■ Peugeot 106 Rallye er væntanlegur um næstu mánaða- mót. Lítill og snaggaralegur bíll sem kostar 1.090.000 kr. ■ Óskar Björn Óskarsson afgreiðslumaður Skoda 120 LS, árgerð 1982 „Ég keypti bílinn 3. mars 1993 af afa mínum, sem keypti hann nýjan á sínum tíma. Ég er búinn að skipta um startara og kælikerfi, svo setti ég í hann nýja pústgrein og heddpakkningu.“ Vekur hann athygli? „Að sjálfsögðu. Að vísu sjá menn bara blossa, því bíllinner eins og elding sem kemur og fer. Þetta er skruggukerra." Hvað er mikilvœgast í sam- bandi við bíla? „Að leggja þeim þar sem fólk sér þá. Og það er lítið mál á mínum, því það kemst ekki nokkur maður hjá því að sjá hann.“ Er hœgt að segja til um persónu- leika manna útfrá því hvernig btl þeir eiga? „Ekki á mínum bíl. En á sumum bílum er það eflaust hægt. Til dæmis þegar menn keyra um á fínni merkjum og hafa bílana sína alltaf stífbónaða, - það getur verið merki um snobb.“ ■ FramtíBarbíHinn? var þó ekki og þegar ég ók af stað lenti ég aftan á honum. Það meiddist enginn sem betur fer. Ég hef aldrei orðið valdur að meiðsl- um annarra í umferðinni og það tel ég mikla guðsblessun.“ Ertu ánœgður með umferðar- menninguna á íslandi í dag? „Ég verð náttúrlega aldrei full- komlega sáttur, - þá gæti ég nú bara pakkað saman og farið. En umferðin á íslandi hefur lagast mikið enda er hópur fólks hjá Umferðarráði og annars staðar að láta gott af sér leiða í því sam- bandi.“ Nú hefur stundum verið talað um að það megi sjá einkenni þjóða útfrá umferðarmenningu þeirra, ertu sammála þessu? „Já, ég held að það sé eitthvað til í þessu. Það sést best þegar litið er til landa í Suður-Evrópu þar sem fólk er mjög örgeðja. Þar er mikill hamagangur, flaut og læti í umferðinni. Islendingar eru aftur frekar lok- aðir og feimnir og í umferðinni á íslandi mætti fólk vera tillitssam- ara; það nennir ekki að bíða. Þetta sést einnig á að það er engin biðr- aðamenning á íslandi og börn þurfa stundum að gjalda smæðar sinnar. Hugsanlega eru Islending- ar feimnir við að sýna öðrum til- litssemi.“ ■ Bílaframleiðendur hafa síðustu árin keppst við að gera bíla sína sparneytnari og umhverfis- vænni. Alvöru bíladellumenn labba með tárin í augunum út af hverri bílasýningunni á fætur annarri þar sem kynntir eru litlir, hentugir, vindmótstöðulausir, sparneytnir, umhverfisvænir og öruggir smábílar, í einu orði sagt kerlingabílar. Þessir sömu bíladellumenn sakna gömlu góðu daganna þegar bílarnir voru stórir og eyddu alveg hreint hellingi af bensíni með tilheyrandi spóli og látum; þegar bílar voru notaðir til að menn gætu verið töff en ekki til að komast á milli staða með sem ódýrustum og örugg- ustum hætti. Á meðfylgjandi mynd má sjá martröð bíladellumannsins, hinn fullkomna framtíðarbíl: Fullkomlega vindmótstöðulaus, mjög öruggur því óliklegt er að tveir svona fyrirferðarlitlir bílar hitti hvor á annan, og hann gengur ekki fyrir bensíni heldur er hann trekktur upp og af þeim sökum afskaplega sparneytinn og umhverfisvænn. ■ Rúnar JÚLÍUSSON tónlistarmaður: „Ég hef nú áttýmsa bíla í gegnum tíðina, svona minni spámenn í bílabransanum, nokkra japanska eins og Mözdur og svo Cortinur og einn ekta sænskan Volvo, mér fannst hann nú fullstífur, eins og þeir eiga til að vera þarna í Svíþjóð. En bílinn, sem ég keyrí um á í dag, hef ég átt langlengst, ein fjórtán ár. Þetta er 1980-módelið af Oldsmobile-skutvagni með alvöru átta cylindra vél og sándið sem hún gefur er eins og fínasta músík. Skutvagninn er keyrður 500-600 þúsund kílómetra og hentar mér mjög vel þar sem ég þarf oft að ferðast með mikið af græjum. Þetta er besti bíll sem ég hef átt og ég ætla að fá mér annan eins þegar ég sel þennan. Ég vil hafa bílana ameríska með rafmagni í öllu, sjálfskipta og með 8 cylyndra vél sem hljómar vel. Eins er ég hrifinn af gömlu og kraftmiklu bílunum. Að vísu hef ég aldrei átt Benz eða BMW, en þeir heilla mig eins og allt sem er vel byggt. “

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.