Helgarpósturinn - 03.10.1994, Side 37

Helgarpósturinn - 03.10.1994, Side 37
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 37 Thor Vilhjálmsson Tvílýsi ★★★★ Thor er á skáldlegu flugi í einstaklega góðu verki. Aðdáendur hans eiga eftir að hrópa húrra. Kristinn Sigmundsson JÓNAS INGIMUNDARSON Vetrarferðin ★ ★★★ Hina þunglyndislegu vetrarferð eftir Schubert íflutningi Kristins og Jónasar skortir einstöku sinnum nœgilega sannfœringu. Sarnt voru hér frábœrir listamenn á ferð. Kannski er það bara ekki í eðli þeirra að vera langt niðri. Magnús PáLSSON Yfirlitssýning ★★★★ Frágangur og framsetning sýningar Magmisar Pálssonar er til fyrirmyndar. Verkin spanna óvanalega vítt svið þó iðulega með persónulegum einkennum, sérstœðri stríðni oggamansemi Magnúsar: sem nú hefur endanlega sýntfram á að hann er einn frjóasti og frumlegasti listamaður þjóðarinnar. Þorsteinn Jónsson Skýjahöllin ★★ Tilþrifaleysi er höfuðeinkenni Skýjahallarinnar. £áið þið það stundum á tilfinninguna að allt sem þið hugsið komi út á einhverjum tölvuprentara út í bæ - og sé settbeint í bréfatætarann? Emil er enginti ET Skýjahöllin Sambíóin Barn plús dýr plús reiðhjól sama- sem ET. Nei, samasem Skýjahöllin. Og það er allt annar handleggur. Því í ET var kvikmyndalistin töfr- andi sem sjaldan fyrr og síðar, en í Skýjahöllinni ríkir tær meðal- mennskan. Áhorfendur á frumsýningu Skýjahallarinnar þökkuðu helst fyr- ir það að hér hefði verið gerð ein- föld og látlaus mynd með hollu innihaldi. Því hvað vekur betri kenndir en sögur um drengi og hunda? Og ekki vantar að myndin er nógu einföld. Það er varla hægt að hugsa sér að lengra verði komist frá því taumlausa myndsukki sem auglýsingar og poppvídeó hafa fært inn í kvikmyndahúsin. Hér er varla gert annað en að setja upp mynda- vél, ein sena tekin upp, svo önnur, áður en haldið er í hina næstu. Eitt leiðir svo óhjákvæmilega af öðru að ekkert kemur á óvart. Teiknimynd- ir sem eru felldar inn í frásögnina breyta engu þar um; þær eru kannski ekki beint út úr kú, en mestanpart óþarfar. Það er þetta tilþrifaleysi sem er höfuðeinkenni Skýjahallarinnar. Þetta er einfalt, en máski ekki að sama skapi einlægt. Ég er hræddur um að einhverjir bíógestir hafi fall- ið í þá gryfju að rugla þessu tvennu saman. Besti partur myndarinnar eru krakkarnir. Aðalleikarinn, Kári, stendur sig með prýði og lítil vin- kona hans er ferlega sæt og skemmtileg. 1 sjálfu sér er þetta ágætur árangur þegar litið er til þess að yfirleitt hefur gengið erfið- lega að fá íslensk börn til að leika óþvingað. Hundurinn er líka góður. Hins vegar ætlar að ganga seint að skrúfa svo niður í ís- lenskum sviðsleikurum að þeir séu brúklegir í kvikmynd. Foreldrar drengsins eru náttúrlega ekkert annað en klisjur, einhvers konar samsömun Sigtúnshópsins, og hefði að ósekju mátt reyna að búa til persónur úr þeim (svona til dæmis eins og faðir Emils í Katt- holti var persóna en ekki bara stere- ótýpa). Máski er leikurum vorkunn að þurfa að reyna að kreista líf út úr „Barn plús dýrplús reiðhjól samasem ET. Nei, samasem Skýja- höllin. Ogþað er allt annar handleggur. Því í ET var kvik- myndalistin töfrandi sem sjaldan fyrr og síðar, en í Skýjahöll- inni ríkir tœr meðal- mennskan. “ svona fólki. Það tekst Guðrúnu Gísladóttur og Hjalta Rögnvalds- syni ekki og því bregða þau á nær hömlulausan ofleik í staðinn. Gamlir menn í heimi Emils og Skunda eru góðir og vingjarnlegir og tala með þýðum rómi og ná há- mörkun manngæskunnar með því að segja væni og hananú. Þessa karla leika gömlu mennirnir úr leikhúsunum á engu nema göml- um lummum og töktum sem þjóð- in nauðaþekkir. Ég verð að viður- kenna að ég hrökk við í sætinu þeg- ar Gísli Halldórsson líkt og boðaði komu sína í myndinni með háværu dæsi. Sigurður Sigurjónsson er sætur fyllikall í rútu eins og svo oft áður og má spyrja hvort þar sé hið raun- verulega samhengi í íslenskum kvikmyndum. Framleiðendur Skýjahallarinnar hafa stært sig af því hvað myndin hafi kostað mikla peninga, meira en hundrað milljónir. Raunar virðist það núorðið lenska að básúna hvað íslenskar myndir hafi verið dýrar - sem á þá væntanlega að þýða að áhorfendur fái meira fyrir pening- ana sína, eins og það sé eitthvað af- rek (eða dyggð?) í sjálfu sér að eyða miklum peningum. Ég verð hins vegar að segja að mér er fyrirmun- að að sjá hvar eða hvernig þessum peningum var eytt. Að minnsta kosti ber myndin þess engin merki að hún hafi kostað svona mikið. En kannski er þetta tal um pen- inga í fullu samræmi við þann anda bókhalds fremur en sköpunar sem hér svífur yfir vötnunum - eins og reyndar er alltítt með kvikmyndir sem eru styrktar í bak og fyrir af norrænum og evrópskum sjóðum. • Strákurinn ergóður og líka hundurinn. Fullorðna fólkið reynir að komastþetta á ofleikn- um. Þetta er einfalt og ábyggi- lega ekkert óholltfyrir böm, en mjög tilþrifalítið. 13 Erótísk tundur dufl Forlagið sendir frá sér erótískar smásögur eftirþrettán íslenska höfunda. Ein umtalaðasta bók síðari tíma, án þess þó að margir hafi enn lesið hana, kom út á laugardag. Þetta er bókin Tundur dufl sem hefur að geyma erótískar smásögur þrettán skálda. I hópi höfunda eru Sús- anna Svavarsdóttir, Árni Bergmann, Hallgrímur Helgason, Sjón og Kristín Ómarsdóttir, en leitað var til um helmingi fleiri en þeirra um að skrifa sögu í bókina. Þar sem bókin varð strax afar umtöluð á vinnsl- ustigi komust margar sögur á kreik. Ein var sú að senda hefði í; þurft nokkra karlhöfúndana heim þar sem þeir skrifuðu allir um það sama, fyrstu uppáferðina. Þessi sögusögn er þó orðum auk- in. Eftir því sem næst verður komist er hið rétta í málinu að einn höfundanna á að hafa spurt rit- stjóra bókarinnar um hvað hann ætti eiginlega skrifa. Hafi þá ritstjórinn sagt honum að skrifa ekki um fyrstu uppáferðina, því tvær slíkar sögur hefðu þegar verð skrifaðar af karl- kyns kollegum hans. Ritstjóri bókarinnar er Soffía Auður Birgisdóttir. Við spurðum hana hvort sögurnar væru forvitni- legar? „Sögurnar eru margar mjög góðar að mínu mati og skemmtilega ólíkar. Sumar eru fýndnar, aðrar alvarlegri og enn aðrar jafnvel óhugnanlegar og ofbeldiskenndar. Og svo er þarna saga sem er bara erótísk í stílnum. Það ekki fyrr en í síð- ustu setningunni að plottið rennur upp fýrir manni.“ Fylgja þessar sögur einhverri formúlu? „Enginn höfundanna lætur njörva sig niður. Meðal annars skrifa karlar út frá kvensjónarhorni og konur út frá fyrstu persónu karlmanns og allt þar á milli.“ Hvað er annars smásaga? „Það er ekki til nein lengdarein- ing sem gildir ef þú ert að spyrja um það. Það er fremur efnislega sem smásagan er skilgreind. Hún verður að snúast um einhvern einn ákveðinn atburð og takmarðan persónuþölda á móti því sem skáldsaga getur verið flókin og far- ið í margar áttir. Smásagan verður að hafa mjög hnitmiðað plott.“ Grípum inn í smásöguna hennar Súsönnu. Hún ber nafnið Hróp í óbyggðum. „Rauðhærða stúlkan strauk líkama hennar; lét hendur sínar leika um axlir og brjóst, renndi þeim niður eftir sléttum kviðnum; lét varir sínar og tungu fylgja eftir_“ Súsanna Svavarsaóttir er ein þrettán höfunda sent skrifa erótíska sinásögu í Tundurdufl. T^arlfft^fifF^ irnir vildu flestir skrifa umfyrstu uppáferðina. óra Kuistín ásgeirsdóttir blaða- maður sendir frá sér eina af forvitni- legri bókum komandi jólabókaflóðs. I þetta sinn ræðir Þóra Kristín við „ástandskonur" og munu þær greina hispurslaust frá kynnum sínum af breskum og bandarískum hermönn- um í stríðinu. Fyrir nokkrum árum kom út viðtalsbók hennar þar sem viðmælandinn var Guðbergur Bergs- son rithöfundur og hlaut hún tals- vert lof. Forráða- menn Fróða hf., sem gefur bókina út, gera sér mildar vonir um að bókin seljist í stóru upp- lagi... Myndlistin er skemmtileg Magnús PAlsson Kjarvalsstöðum, SEPT.-OKT. 1994 Fyrir nokkrum árum sló Gunnar Kvaran, forstöðumaður Kjarvals- staða, því fram í gríni við undirrit- aðan að eiginlega væri engin þörf á öðrum sýningarstöðum í Reykjavík en Kjarvalsstöðum, en þeir væru ígildi fimm venjulegra gallería. Þetta grín er ekkert grín lengur því segja má að undir stjórn hins kappsfulla Gunnars hafi Kjarvals- staðir eða Listasafn Reykjavíkur kveðið nær alla aðra sýningarstarf- semi í kútinn - og ætti fáum að koma á óvart með óþrjótandi sjóði stærsta sveitarfélags landsins að Myndlist bakhjarli. Eftir því sem harðnað hefur á dalnum hafa fleiri og fleiri listamenn líka uppgötvað mikil- vægi þess að umgangast Listasafn Reykjavíkur með varúð og vinsemd og jafnvel smjaðri ef annað þrýtur, — hið sama á reyndar einnig við um samskiptin við aðrar opinberar menningarstofnanir þar sem lista- menn sjá einhverja bjargræðisvon. Á sama tíma og almennum tæki- færum og afkomumöguleikum Magnús Pálsson „Mér segir líka svo hugur að um þessar mundir ættu allir aldurshópar að geta fundið eitthvað við sitt hæfi á Kjarvalsstöðum og að hin yfir- lýsta stefna um „fjölskylduvænt" safn standi nú undir merkjum,“ segir Hannes Lárusson í gagnrýni sinni á sýningu Magnúsar.

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.