Helgarpósturinn - 03.10.1994, Side 45
MÁNUDAGUR 3. OKTÓBER'19^1
MORGUNPÓSTURINN SPORT
45
Besti
dómarínn
Spjaldagjafir dómaranna
Bragi duglegastur
en ótrúlega rólegt
hjá Jóni
Sé litið yfir sumarið og kannað
hvaða dómarar lenda í erfiðustu og
grófustu leikjunum sést greinilega
að nokkrir dómarar skera sig veru-
lega úr hvað fjölda varðar.
Norðanmaðurinn Bragi Berg-
mann hefur verið iðinn við kolann
í sumar og alls hefur hann veitt 51
áminningu auk fjögurra brottvís-
ana. Þetta er nokkuð mikið hjá
Braga, jafnvel þótt haft sé í huga að
ásamt Guðmundi Stefáni Marías-
syni dæmdi Bragi
mest allra í fyrstu
deild, alls ellefu
leiki.
Bragi hefur skýr-
ingar á þessu. „Ég
held að sú staðreynd
að ég er milliríkja-
dómari skipti máli í
þessu sambandi.
Milliríkjadómarar
lenda oft í erfiðari
leikjum hér heima,
sérstaklega í sein-
ustu umferðunum,
og stundum hefur
maður þurft að fara
tíu sinnum í vasann
í einum leik.
Ég held að þetta
hafi að mörgu leyti
skilað sér í drengilegri knattspyrnu
og þá er auðvitað árangrinum náð.
Oft er það þannig að sum brotin
eru þess eðlis að jaðrar við brottvís-
un og þess vegna er tala áminninga
svo há sem raun ber vitni.
Auðvitað gerum við dómararnir
mistök eins og aðrir en samt verða
liðin að hugsa sinn gang. Þeir sem
horfðu á HM í sumar vita hvað er í
vændum næsta sumar og ef menn
fara ekki að róa sig eru litlar líkur á
að spjöldum fækki.“
Stjörnumaðurinn Jón Sigur-
jónsson hlýtur hins vegar titilinn
spjaldafæsti dómari landsins. Jón,
sem dæmdi sitt fyrsta tímabil í
sumar, dæmdi alls fjóra leiki og alls
veitti hann fjórar áminningar í
leikjunum, eða eina í hverjum leik.
Þetta er afar athyglisvert í ljósi þess
að þróunin hefur verið sú að
spjöldum fer fjölgandi almennt og
ekki getur eitt spjald í leik talist
mikið. Ekki eru miklar líkur á því
að Jón hafi lent á allra rólegustu
leikjum deildarinnar, þannig að
skýringa er þörf.
Jón var á öðru máli er blaðamað-
ur Morgunpóstsins spurði hann
álits: „Ég held ég hafi einfaldlega
lent á rólegri leikjunum í sumar.
Mér finnst ég eltki hafa leyft of
grófan leik og finnst ég hafa haft
góð tök á leikjunum, þannig að ég
hef ekki talið ástæðu til að lyfta
fleiri spjöldum. Annars hefur mér
fundist þetta rnjög svipað og und-
anfarin ár hvað varðar gæði knatt-
spyrnunnar og dómgæslunnar.“B
Fæstmörk
Þórður Þórðarson, markvörður
ÍA, fékk á sig fæst mörk í sumar,
aðeins ellefu. Þessi ungi og efnilegi
Skagamaður sýndi fádæma öryggi
milli stanganna í sumar og á stóran
þátt í velgengni Skagamanna. „-
Þetta er fyrst og fremst sterk liðs-
heild og geysilega öflug vörn sem
verður til þess að við fáum ekki
fleiri mörk á okkur en raun ber
vitni, en auðvitað leggur maður
alltaf sjálfur eitthvað af mörkum.“
Aðspurður um sumarið sagði hann
að meistararnir hefðu ekki spilað
eins góðan fótbolta og í fyrrasumar:
„Við höfðum talsverða yfirburði í
fyrra en í sumar spiluðum við svip-
að og hin liðin þó að við hefðum
töluvert forskot í stigatöflunni
rnegnið af mótinu. Við stefnum að
sjálfsögðu að því að verja titilinn og
vinna hann fjórða árið í röð næsta
sumar.“ ■
Kristinn Jak-
obsson kom út
sem besti dómari
sumarsins í könn-
un sem MORGUN-
PÓSTURINN Stóð
fyrir í september.
Kristinn, sem var
að dæma fyrstu
leiki sína í fyrstu
deildinni, þótti
sýna jafna dómgæslu í sumar og var
alveg laus við að setja sjálfan sig í
aðalhlutverk í leikjunum sem hann
dæmdi. I samtali við Morgunpóstinn
sagðist Kristinn vera mjög ánægður
með afstaðna knattspyrnuvertíð: ,,-
Þetta hefur verið alveg einstaklega
gaman og það er ekki hægt að segja
annað en dæmið hafi gengið upp
hvað mig varðar. Að vísu hefur oft
verið spilaður betri fótbolti en í
sumar, en það held ég að sé að
hluta til vegna aukinnar pressu á
leikmenn og þjálfara."
Aðspurður unt gæði dómgæsl-
unnar í sumar sagði Kristinn: „Mér
finnst umfjöllunin jákvæð og ég tel
að öll gagnrýni eigi rétt á sér, hvort
sem um leikmenn, þjálfara eða
dómara er að ræða. Ef dómarar fá
slæma umfjöllun er ekkert að gera
nema líta í eigin barm og reyna að
gera betur. Nú er að verða smákyn-
slóðabreyting; eldri og reyndari
dómarar eru að hætta og yngri
dómarar farnir að banka á dyrnar.
Nú stendur til að fækka dómurum
úr tólf í tíu og það finnst mér mjög
jákvæð breyting. Þannig fá starf-
andi dómarar fleiri leiki að dæma,
sem ætti að auka samræmi í dóm-
gæslu, og það er af hinu góða.“
Sigurður Guðmundsson
Stjörnumaður hlýtur þann vafa-
sama heiður að vera sá markvörður
sem fékk á sig flest mörk í sumar.
„Við misstum lykilmenn í meiðsl í
byrjun móts og það setti óneitan-
lega stórt strik í reikninginn. Vörn-
in, sem var okkar sterkasta hlið í
fyrra, var veikasti punkturinn í
sumar og við fengum á okkur fá-
ránlega klaufaleg mörk. Á undir-
búningstímabilinu töpuðum við
ekki leik og þarafleiðandi gerðum
við okkur kannski of rniklar vonir.
Við byrjuðum mótið illa og menn
misstu hreinlega trúna á sjálfa sig.
Það er hins vegar á hreinu að við
stöldrum stutt við í annarri deild-
inni og takmarkið að komast upp
næsta sumar.“ -BIH
Eyjamenn grófastir
Eyjamenn hafa mikla yfirburði yfir önnur lið
hvað varðar fjölda spjalda á nýliðnu Islandsmóti.
Liðið hlaut alls 49 áminningar auk fjögurra rauðra
spjalda. Þar að auki hefur iiðið innan sinna vé-
banda grófasta leikmann deildarinnar, miðju-
manninn Nökkva Sveinsson. Hann komst oftast
aljra í svörtu bókina hjá dómurunum, átta sinnum
með áminningu og einu sinni með rautt spjald. ■
Snorri Rútsson, þjálfari liðsins, einn fárra þjálf-
ara sem hlutu ániinningu, hefur þetta að segja um
frammistöðu dómaranna: „Ég er virkilega ósáttur
við þennan titil. Auðvitað hafa mínir menn nokk-
ur klaufabrot á samviskunni, en þetta hefur ekki
náð nokkurri átt. ■
Meðalmarkasumar
Fótboltasumrin eru afar misjöfn og margar leiðir til þess að leggja mat
á slíkt. Auðveldasta og algengasta aðferðin er einfaldlega að telja mörkin
og þegar það er gert kemur í ljós að þetta sumar var ekki nema í
meðallagi. Það stóðst engan samanburð við fótboltaveisluna í fyrra, en
var jafnframt langt frá hörmunginni 1989.
350 mörk-------------------
300
250
é 200
| '83 ’84 ’85 '86 '87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 '94
Markamínútur liðanna
Að neðan sést hvenær einstök lið í Trópídeildinni voru í mestu stuði.
Hver súla sýnir kortér í leiknum, sú fremsta hið fyrsta og svo koll af
kolli til síðustu súlu, sem táknar síðasta kortérið og þann tíma, sem
leikið var frarn yfir venjulegan leiktíma.
15 mörk--
12
FH IBK Valur KR Fram IBV UBK Þór Stjarnan
Flestar
áminningan
Spjöld G R
Þjálfarar:
Ingi Björn, UBK 1
Kristinn Björnsson, Val 1
Snorri Rútsson, ÍBV 1
Markmenn:
Hajrudin Kardaklíja, UBK 2 1
Kristján Finnbogason, KR 1 1
Stefán Arnarson, FH 3 0
Ólafur Pétursson, Þór 0 1
Varnarmenn:
Heimir Hallgrímsson, ÍBV 5 2
Júlíus ÞórTryggvason, Þór 5 2
Davíð Garðarson, Val 7 1
Helgi Björgvinsson, Fram 5 0
Zoran Miljkovic, ÍA 5 0
Goran Micic, Stjörnunni 7 1
Friðrik Sæbjörnsson, ÍBV 6 0
Miðjumenn:
Nökkvi Sveinsson, ÍBV 8 1
Drazen Podunavac, UBK 7 1
Baldur Bjarnason, 6 1
Heimir Guðjónsson, KR 6 1
Þórir Ólafsson, ÍBV, 7 0
Sigurður Jónsson, ÍA 5 0
Rastislav Lazorik, UBK 5 0
Framherjar:
Tómas Ingi Tómasson, KR 3 0
Mihajlo Bibercic, ÍA 3 0
Willum Þór Þórsson, UBK 3 0
Lokastaða
liðanna
Skoruð fengin Stig
ÍA 35 11 39
FH 26 16 36
ÍBK 36 24 31
Valur 25 25 28
KR 28 20 27
Fram 27 30 20
UBK 23 35 20
ÍBV 22 29 19
Þór 27 : : 38 14
Stjarnan 18 : : 39 11
Flest mörk skoruð: ÍBK 36
Flest mörk fengin: Stjarnan: 39
Fæst mörk skoruð: Stjarnan: 78
Fæst mörk fengin: ÍA: 11
Áminningar
liðanna
Spjöld G R
ÍBV
KR
Stjarnan
(A
FH
Valur
UBK
ÞÓR
ÍBK
Fram
49 4
38 2
37 2
36 0
28 4
30 3
32 1
26 4
23 1
24 0
ÍSLENSK
F0RRI1AÞR0UN
OG MICROSOFT
SAMSTARF
ÞER TIL GÓOA
Microsoft Corporation er stærsta
hugbúnaðarfyrirtæki heims ásviði
einmenningstölva. Það er þekkt
fyrir framúrskarandi hugbúnað á
borð við MS-DOS, Windows,
Word, Excel,
Access og Power-
Point.
Microsoft hefur nýlega útnefnt
íslenska forritaþróun hf., stærsta
íslenska hugbúnaðarfyritækið á
sviði einmenningstölva, sem
Microsoft Solution Provider. I því
felst að ÍF mun vinna náið með
Microsoft að því að bjóða við-
skiptavinum sínum bestu lausnir
sem völ er á á sviði upplýsinga-
tækni.
Microsoft Solution Provider er
alþjóðleg stöðluð viðurkenning
sem veitt er að vandlega athuguðu
máli þeim fyrirtækj um sem Micro-
soft telur besta samstarfskostinn á
hverjum markaði. Kaupendurgeta
treyst því að undir merki Microsofi
Solution Provider fá þeir bæði
staðlaðan hugbúnað Microsoft og
þá aðlögun og
samþættingu
sem þeir óska.
Sem Microsofi Solution Provider
hefttr íslensk forritaþróun hf. leyfi
og stuðning Microsoft til að selja
og þjónusta Microsoft hugbúnað
hér á landi, sérstaklega á sviði
heildarlausna í fyrirtækjum og
stofnunum.
Meðal annars hefur ÍF nú beinan
aðgang að upplýsingasöfnum og
tækniþekkinguMicrosoftoggetur
þjónað viðskiptavinum sínum
milliliðalaust, hvort sem um er að
ræða kerfishugbúnað, bókhalds-
og viðskiptahugbúnað eða
staðlaðan skrifstofuhugbúnað.
Microsoft
SOLUTION PROVIDER
Microsofi Ofifce
Á næstu mánuðum er von á mörg-
um spennandi nýjungum frá
Microsöft. Nefna má nýtt og
byltingarkennt Windows™, nýja
og enn öflugri útgáfu afWindows
NT™ stýrikerfinu, hugbúnað
fyrir stjórnun netkerfa og nýjan
SQL gagnamiðlara. Þessar
nýjungar mun íslensk for-
ritaþróun hf. kynna ítarlega
á næstu mánuðum.
í tilefni af útnefningunni býður
íslensk forritaþróun hf. viðskipta-
vinum sínum Microsoft Office
hugbúnaðarpakkann, sem inni-
heldur Microsoft Word, Excel,
PowerPointog Mail fauk Access í
Office Professional), á sérstöku
kynningarverði, kr. 51.953 með
VSK. Þetta ótrúlega lága verð er
tímabundið og full ástæða til að
panta eintak strax.
íslenskforritaþróun bf varstofnuð
1983. StarfiinennfyrirUekisins eru
nú 30 og starfa allir við þróun og
sölu viðskiptahugbúnaðar auk
þjónustu við notendur. ÓpusAlít,
semframleiddur er bjá ÍF, er latig- |
útbreiddastiviðskiptabugbúnaður- |
inn á íslandi, með um 1300 not- 1
endur.
íslensk
forritaþróun hf.
Suðurlandsbraut 4 • 108 Reykjavík
Sími (91) 881511 • Bréfsími (91) 888728