Helgarpósturinn - 10.10.1994, Síða 19
MÁNUDAGUR 10. OKTÓBER 1994
MORGUNPÓSTURINN SKOÐANIR
19
Bréf til blaðsins
Varðandi „Hringborð dauðans
U
FriðrikH. Ólafsson skrifar
Ágætu Morgunpóstsmenn og minn
konur!
Til hamingju með nýtt blað, sem
vonandi verður bæði ykkur og
þjóðinni til heilla! Ekki efa ég að
fæðingarhríðirnar hafi tekið á, en
víst megið þið vera stolt af afkvæm-
inu.
Hitt er það, að ég varð var við
minniháttar fæðingargalla á 2. tölu-
blaði, í annars ágætri umfjöllun um
„Hringborð dauðans“. Þar eð málið
snertir mig, hlýt ég að biðja um
skjóta lagfæring, raunar tvær.
Sú fyrri er, að raunveruleg skýr-
ing á nafni borðsins, (sem er í sjálfu
sér mjög dramatískt), kemur ekki
fram í myndatexta eins og til var sáð
og ætlast. Vil ég því biðja um, að
myndin birtist aftur með texta sín-
um undir, svohljóðandi: „Á þessari
mynd sitja þrír menn, sem allir hafa
staðið við dauðans dyr. Einn fékk
heiftarlegt krabbamein, annar var
barinn nær til dauðs og hinn fékk
hrossaflugu í höfuðið".
Hitt annað er, að í ljóðkorni eftir
„Dr. Fritz“-hluta minn, kemur heiti
þess ekki fram, en er þó ekki þýð-
ingarminnst frá mínum ljóðbæjar-
dyrum séð: „Upphaf listahátíðar
með upsiloni“; líka vantar eitt lítið a
í fyrstu línu, þannig að „skaut“
breytist í „skut“, sem virkar tor-
kennilega á mig sem hluthöfund.
Vil ég því góðfúslegast, þar sem mér
er líka annt um afkvæmi mín, beið-
ast þess, að ljóðkorn þetta verði birt
undir heiti og rétt stafsett.
I framhaldi af þessu gefst mér
færi á að leiðrétta misskilning lítiis-
háttar, sem hjá sumum hefur gætt í
garð: Ég lít
ekki á mig sem ljóð-
skáld. Og varðandi
það, að í nefndu
ljóðkorni læt ég
ríma saman kven-
kyn og karlkyn (flú-
in - búinn), þá get
ég upplýst, að það er
með vilja gert og
fullri vitund: Þótt ég
sé algerlega gagn-
kynhneigður (het-
erosexual) á þeim
vettvangi, sem það á
við, þá er ég nefni-
lega samkynhneigð-
ur málfræðilega.
Þetta hef ég upp úr
dálæti mínu á Dön-
um og danskri
tungu, en fleira
kemur til. Ég sé enga
ástæðu til að kyn-
greina í nafnorðum,
því það heyrist ekki í
framburði nútíma-
fólks. Auk þess hefur margur svita-
dropinn fallið, bæði af kennurunt
og nemendum', yfir skipan hlutanna
í þessari grein. Fornöfn myndu eftir
sem áður kyngreina, svo og sam-
hengið hverju sinni. Mín tilfinning
og tillaga er sem sagt sú, að öll nafn-
orð (og viðeigandi grein(ir)ar skuli
skrifuð með einu n-i, hvort sem þau
eru kvenkyns eða karlkyns. Vera má
að þetta komi við reisn einhverra
eða öllu heldur, að þeim þætti
minnka reisnin yfir tungunni. Um
slíkt má deila. En að mínu viti gaéti
þetta reynst verulegur og ekki
OBVIOUS
by CkxirOf $ C6m.jLcLKy<,
Á þessari mynd sitja þrír menn, sem allir hafa staðið við dauðans dyr, að sögn
þréfritara. Einn fékk heiftarlegt krabbamein, annar var barinn nær til dauðs og
hinn fékk hrossaflugu í höfuðið.
ómerkur áfangi að jafnrétti kynj-
anna á Islandi.
Með kveðju,
Friðrik H. Ólafsson
altas „Dr. Fritz“
P.s. í umfjölluninni um Hring-
borðið gleymdist vissulega að geta
Ólafs Einarssonar „Óla Eina“, sem
er Prímus mótor og gerðarmaður í
stofnun félagsskaparins F.I.F.L.
Þetta.var mjög miður, nánast algert
„sköll“, eins og ungdómurinn segir
svo ágætlega.
Sami
Ljóðkornið rétt:
Upphaf listahátíðar
með upsiioni:
Hún opnar skaut sitt hægt og
mjúkt og hljótt
og hispurslaust og burt er
kvíðinn flúin.
En stundin líður alltof, alltof
fljótt
og áður en varir er hún farin,
búin.
Árni Johnsen Segist
taka persórtulega af-
stöðu til vantrausts á
Cuðmund Árna.
Athugasemd
frú Árna
Johnsen
Árni Johnsen alþingis-
maður hringdi og vildi
leiðrétta það svar sem sagt
var haft eftir honum í
MORGUNPÓSTINUM 3.
október þegar hann var
spurður hvort hann
myndi verja Guðmund
Árna Stefánsson félags-
málaráðherra gegn van-
trausti verði tillaga þess
efnis borin upp á Alþingi.
I blaðinu sagði að svar
Árna hefði verið: „Það er
ekki tímabært að svara
því fyrr en öll atriði máls-
ins liggja fyrir. Fyrst þarf
að taka alla umræðuna en
ég mun mynda mér per-
sónulega afstöðu til henn-
ar burtséð frá afstöðu
Sjálfstæðisflokksins.“
Árni bað um að eftir-
farandi athugasemd kæmi
fram í blaðinu. „Ég vil
einfaldlega segja varðandi
þessa spurningu að mín
afstaða liggur ekki fyrir
fyrr en umræðan hefur
tekið enda og öll atriði
málsins komið fram og ég
tek mína afstöðu per-
sónulega eins og í öllum
málum. I mínu svari til
blaðsins notaði ég ekki
orðin „burtséð frá afstöðu
Sjálfstæðisflokksins". ■
QUATTRO sHigateppi
HENTUG - SMEKKLEG - ÓDÝR
Þola hreinsun með klórblöndu!
LITRIKUR
SPRETTHLAUPARI
Innlæst litakorn tryggja varanlega og samfellda litun.
EKKERTBERGMÁL
Ágj Hljóðeinangrandi eiginleikar Imprel-CR tryggja
gott hljóðísog.
ENGAR TROÐNAR SLÓOIR
Þristrend bygging Imprel-CR nylonþráðanna tryggir
frábært fjaðurmagn og endurreisn á teppaflosinu. Hinn
þétti svampbotn er gerður úr Baysal T — hágæða
latexi frá Bayer.
AUOÞRIFIÐ
Teppin eru auðþrifin án þess að litir láti á sjá —
jafnvel á miklum álagssvæðum.
BRUNAPOLIÐ
BS 4790 brunaþolspróf: Imprel—CR teppi á
actionbotni sýna lítinn íkveikjuradíus (WIRA-prófað).
ORKUSPARANOI
Imprel-CR teppi eru mjög einangrandi og draga því
úr hitunarkostnaði.
IIIKXÍ
fL
GLEÐUR AUGAÐ
Samræmdir og skýrir litir gera teppið
eins og gamalt málverk í nýjum
ramma. Litir falla saman í eina heild á
stórum sölum.
SANNURHARÐJAXL
Þrístrenda formið í nylonþræðinum tryggir
frábært álagsþol.
BLÁSIÐ Á BLETTI
Flestir óhappablettir hverfa auðveldlega.
Á erfiðari bletti má nota klórefni.
ENGIN RAFSTUÐ
BEKINOX leiðandi málmþráður ofinn í
garnið gerir teppið varanlega
afrafmagnað.
Engin óþægileg stuð
vegna
stöðuspennu.
Sfigahúsatilboð til 1. nóv.
20% afsláttur af Quattro
stigateppum en það samsvarar
ÓKEYPIS LÖGN
á stigahúsið. Leitið tilboða.
Við mælum, sníðum og leggjum, fijótt
og vel. Fjarlægjum gömul teppi.
TRPPARIIÐIN
SUÐURLANDSBRAUT 26 - SÍMI 681950
ÞJALFUniARSTOÐ KVENNA
Þann 1. oktðbep opnum viD
Mán Skipholti 50 A
STÖÐIN ER ÆTLUfl KONUM
Viö bjóðum uppó:
Sjúkpajijálfun Fullkominn tækjasal Böð IATTARKORT
Siúkranudd Kjörliyngdarnám- Heitan pott
(JJUIll UIIUUU skeið Gulubað GILOA BÆDI
Leiklimi og lifikun morgun-, hádegis, Byrjendanámskeiö í KRIPALUJÓGA Heita bakstra í SKIPHOLTI
eltir hádegis- og kvöldtímar Gigtarhúpa — Háls og herðar slökun Gigtarlampa Ljósabekk OG FAXAFENI
FAXAFENI
Sími689915
SKIPHOLTI
Sími814522