Helgarpósturinn - 31.10.1994, Page 2

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Page 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 I .fvrsta lagi... Hvers vegna á Markús Öm erindi á þing? i fyrsta lagi Markús hefur sýnt aö hann á ekki erindi í borgarstjórn. Hann átti heldur ekki er- indi í útvarpið. Og ’hugsanlega á hann ekkert erindi annað. Og þannig er það um svo margt fólk. Pað á ekkert sérstakt erindi. Þetta fólk vantar málsvara á Alþingi og Markús Örn er maður þessa fólks. í öðru lagi Markús bauð sig fram til borgarstjórnar- kosninga en hafnaði sér sjálfur. Nú býður hann sig fram til ’þingkosninga og sjálfstæðismenn ■ hafna honum. Það er því nægt framboð af Markúsi en ónóg eftirspurn. Hann þekkir því á sjálfum sér þá heilögustu af öllum heilögum kennisetningum kapítal- ismans. Þannig mann vantar á þing. í þriðja lagi Markús hefur sýnt að hann metur hags- muni flokksins ofar eigin hagsmunum ^og metnaði. Hann er r tilbúinn að standa upp og víkja ef ein- ' hver vill. Þannig mann vantar á þing — og það strax. Þannig maður gæti til dæmis sagt af sér fyrir Guðmund Árna eða hvern sem er. Ef einhver lendir í vanda þá tekur Markús ábyrgðina og fer. í fjórða lagi Ef Markús fær ekki þingsæti að launum fyrir hollustu sína við flokkinn sýnir það og sannar að slík ' hollusta borgar sig ekki. Og hvert leiðir það? Við sitjum uppi með eintóma ójsekktarorma á borð við Katrínu og Pétur. Tilvonandi uppvöðslu- og klofningsfólk. í fimmta lagi Það verður að finna færsæla lausn fyrir Markús. Þetta byrj- aði allt á því að hann fór úr Útvarp- ’inu og í Ráðhúsið. Og Heimir fór í Út- • varpið með þeim af- leiðingum sem það hafði og allir vita um. Það er hreint þjóðþrifamál að þeim farsa öllum linni. Og ef það þarf góðan endi fyrir Markús til aó það gerist þá verður að tryggja góðan endi. Ólafur Ragnar Grímsson hefur verið í viðræðum við stjórnarþingmenn um að leggja fram vantrauststillögu á Guðmund Árna og er staðráðinn í að leggja slíka tillögu fram Spuming um sam visku mgmanna Olafur Ragnar Grímsson, formaður Alþýðubandalagsins „Ég er Guðmundur Árni Stefánsson félagsmálaráðherra Ef hann segir þeirrar skoðunar að málið iiggi þannig að það sé orðið Ijóst að vilji ekki af sér á næstu dögum og forsætisráherra víkur honum ekki úr þingsins sé tvímælalaust á þann veg, ef menn tala eingöngu út frá eig- embætti verður borin fram vantrauststillaga á hann einan öðrum hvor- in skoðunum, að félagsmálaráðherra eigi ekki lengur að gegna emb- um megin við næstu helgi. ætti.“ Sonur lúber fbreldra sína Ólafur Ragnar Grímsson, for- maður Alþýðubandalagsins, hefur undanfarna daga átt í viðræðum við einstaka þingmenn stjórnarliðsins um að leggja frarn vantrauststillögu á Guðmund Árna Stefánsson, fé- lagsmálaráðherra, öðrum hvorum megin við næstu helgi. Ef ráðherr- ann segir ekki af sér á næstu dögum að eigin frumkvæði eða Davíðs Oddssonar, forsætisráðherra, telur hann óhjákvæmilegt að láta reyna á stuðning við vantraust. „Já, ég hef rætt við ýmsa stjórnar- liða,“ sagði Ólafur Ragnar í samtali við MORGUNPÓSTINN í gær kvöldi. „Ég er þeirrar skoðunar að málið liggi þannig að það sé orðið Ijóst að vilji þingsins sé tvímælalaust á þann veg að, ef menn tala ein- göngu út frá eigin skoðunum, að fé- lagsmálaráðherra eigi ekki lengur að gegna embætti. Ég tel að þetta sé orðin spurning um samvisku, bæði mína og annarra, að Iáta málið ekki iiggja-" Telurðu vísan stuðning frá ein- hverjum stjórnarliðum við vantraust- stillögu á ráðherrann? „Ég vil ekki fullyrða það á þessu stigi vegna þess að mér er alvara með því að vilja gefa félagsmálaráðherra möguleika á því að bjarga einhverju af sóma sínum með því að hafa frumkvæði í málinu sjálfur. Mér finnst það bæði manneskjulegt og eðlilegt. En það er blindur og heyrn- arlaus maður sem ekki skynjaði það á fimmtudaginn í þingsalnum hver vilji þingmanna var á þeirri stundu.“ Þar er ðlafur Ragnar að vísa til ut- andagskrárumræðu sem hann óskaði eftir vegna orða sem Guð- mundur Árni lét falla í umræðum í sjónvarpi í garð Magnúsar Jóns Árnasonar, bæjarstjóra í Hafnar- firði. „Félagsmálaráðherra hlýtur líka að leiða hugann að þeirri staðreynd að það kom enginn honurn til varn- ar í þingsalnum. Málið er þannig vaxið, að mínum dómi, að það er orðið grundvallarspurning um þær leikreglur og siðareglur sem menn eiga að fylgja hér, alveg óháð því hvorum megin flokkar sitja við rík- isstjórnarborðið.“ Myndir þií bera tillöguna fram í eigin naftii og þá á Guðmund Árna einan? „Ég mun velja formið í samræmi við þær viðræður sem ég á við ein- staka þingmenn. En ég mun ekki binda mig við samráð við þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna heldur mun ég beita mér fyrir því að slíkt frumvarp yrði lagt fram í nafni ein- stakra þingmanna en ekki flokka.“ Á hverju yrði vantraustið byggt, hvernigyrði tillagan orðuð? „Ég vil ekki lýsa því á þessu stigi en hún yrði á þann veg að enginn gæti gert neina formlega athuga- semd við hana.“ Hvað gefurðu Guðmundi Árna og Davíð langan tíma? „Ég mun gefa þeim tíma fram eft- ir þessari viku til að meta málið. Ef ekkert gerist undir lok vikunn- ar að þeirra frumkvæði mun ég hefja formlegar viðræður af alvöru við einstaka þingmenn því ég tel að málið sé orðið hafið yfir flokkaskipt- ingu í þinginu eða skiptingu manna í stjórn og stjórnarandstöðu. Og ég veit að margir þingmenn eru þeirrar skoðunar líka að þetta mál sé komið út fýrir þau hefðbundnu mörk. Síð- an mun ráðast hvort formleg tillaga kemur frarn í lok þessarar viku eða í þeirri næstu.“ -SG Fimmtugur maður gekk í skrokk á foreldrum sínum á heimili þeirra í Laugaráshverfi á laugardagskvöldið. Að sögn Kristleifs Guðbjartssonar, varðstjóra hjá Lögreglunni í Reykjavík, voru hjónin flutt á slysadeild, faðirinn með brákað rif og móðirin illa farin í andliti. Sérsveit lögreglunnar var kölluð á vettvang því talið var að mað- urinn væri vopnaður. Rann- sóknarlögregla ríkisins hefur hætt afskiptum af málinu þar sem engin kæra liggur fyrir. Maðurinn var færður undir læknishendur. ■ Nauðgari í ellefu daga varðhald Konan sem varð fyrir fólsku- legri Iíkamsárás af fyrrum sam- býlismanni sínum á heimili hans í Kópavogi á föstudagskvöldið, var útskrifuð af slysadeild í gær. Að sögn Jóns Baldurssonar, læknis á Borgarspítalanum, er hún talin úr allri lífshættu. í gær úrskurðaði Héraðsdóm- ur Reykjaness, manninn í n daga gæsluvarðhald en gerð hafði ver- ið krafa um 32 daga fangelsisvist. Málinu hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar. ■ Þorlákshöfn Tveir menn stórslasaðir eftir bílvettu Þyrla landhelgisgæslunnar var send til að sækja tvo menn sem slösuðust alvarlega eftir bílveltu skammt frá Þorlákshöfn rétt fýr- ir kl. 9 að morgni laugardags. Bíllinn sem er af gerðinni BMW fór margar veltur og er gjörónýt- ur. „Þeir hafa ekki séð annað eins og beltin björguðu öllu,“ sagði lögregluþjónn á Selfossi í samtali við MORGUNPÓSTINN. Talið er að bíllinn hafi verið á ofsahraða og ökumaðurinn er grunaður um ölvun. ■ Hvar endar hnéð á þér? Það fer eftir því hver spyr. Ef Linda Pé spyr þá endar það upp í nára. En ef þessi öku- kennari spyr þá endar það of- an í skóm. Keflavíkurflugvöllur Teknir með tæpt kílóaf hassi Á föstudag komst upp um tvo 18 ára pilta sem hugðust smygla 890 grömmum af hassi frá Kaup- mannahöfn. „Þarna voru tveir menn á ferð og annar þeirra var tekinn hjá okk- ur eftir að fíkniefnaleitarhundur fór í tösku sem hann átti,“ segir Gottskálk Ólafsson, aðalvarð- stjóri Tollgæslunnar á Keflavíkur- flugvelli. „Það fannst ekkert í tösk- unni en við nánari skoðun hjá honum kom í ljós að hann var með töluvert af kannabisefnum límd um mittið og að annar aðili hafi verið með honum á ferða- lagi.“ Allir farþegarnir voru farnir þegar þar var komið við sögu og hafði Tollgæslan samband við fíkniefnadeild lögreglunnar sem tók á móti rútunni frá flugstöðinni í Reykjavík. Þar náðist í hinn pilt- inn og var hann einnig með tölu- vert magn fíkniefna falið innan klæða. Piltarnir sem eru 18 ára hafa hvorugur áður verið staðnir að fikniefnasmygli og var þeim sleppt að lokinni yfnheyrslu þar sem málið var talið að fullu upplýst. -LAE íslandsmeistaramótið í skák Jóhann meistarí Jóhann Hjartarson, stórmeist- ari, varð í gær íslandsmeistari í skák eftir yfirburðasigur í sérstakri þriggja manna úrslitakeppni, sem fram fór í Vestmannaeyjum. Á Skákþingi Islands í sumar urðu þeir efstir og jafnir, Jóhann Hjart- arson, Helgi Ólafsson og Hannes Hlifar Stefánsson og þurftu því að tefla innbyrðis um Islandsmeist- aratitilinn í sérstakri úrslitakeppni, sem lauk í gær. Jóhann hlaut þrjá vinninga af fjórum mögulegum, - vann tvær skákir, gerði tvö jafntefli en tapaði engri. Helgi Ólafsson og Hannes Hlífar Stefánsson urðu jafnir með einn og hálfan vinning hvor. -SG Jóahnn Hjartarsson Vann tvær skákir og gerði tvö jafntefli.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.