Helgarpósturinn - 31.10.1994, Qupperneq 4
4
MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR
rvopr m -, -
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994
Hveiju
munaði?
Að neðan má atkvæðafjöldann,
sem tryggði frambjóðendum sæti
og atkvæðafjölda þess, sem næst
kom í það sæti.
6000-------------------------
2500-
2000-
1500-
1000-
500-
3500-
3000-
2500-
2000-
1500-
1000-
500-
Katrín Fjeldsted
Björn Bjarnason
Prófkjör sjálfstæðismanna í Reykjavík
Pétur Blöndal með
öruggt þingsæti
Enginn þingmannanna felldur. Katrín Fjeldsted í hokkuð öruggu sæti. Markúsi Emi hafnað.
1. sæti Upps. 2. sæti Upps. 3. sæti Upps. 4. sæti Upps. 5. sæti Upps. 6. sæti Upps. 7. sæti Uppsa. 8. sæti Upps. 9. sæti Upps. 10. sæti Upps.
1. Davíð Oddsson 5.376 5.376 328 5.704 128 5.832 110 5.942 88 6.030 81 6.111 80 6.191 62 6.253 75 6.328 152 6.480
2. Friðrik Sophusson 302 302 4.330 4.632 367 4.999 340 5.339 181 5.520 200 5.720 171 5.89 1.184 6.075 199 6.274 132 6.406
3. Björn Bjarnason 247 247 694 941 2.362 3.303 1.144 4.447 540 4.987 424 5.411 346 5.757 278 6.035 187 6.222 176 6.398
4. Geir H. Haarde 146 146 367 513 2.089 2.602 1.644 4.246 766 5.012 563 5.575 370 5.945 302 6.247 283 6.427 140 6.567
5. Sólveig Pétursdóttir 67 67 149 216 668 884 690 1.574 709 2.283 870 3.153 775 3.928 792 4.720 704 5.424 489 5.913
6. Lára M. Ragnarsd. 59 59 148 207 218 425 619 1.044 1.187 2.231 1.102 3.333 924 4.257 768 5.025 670 5.695 443 6.138
7. Guðm. Hallvarðsson 36 36 88 124 202 326 377 703 1.333 2.036 740 2.776 662 3.438 760 4.198 724 4.922 604 5.526
8. Pétur H. Blöndal 196 196 216 412 208 620 458 1.078 713 1.791 800 2.591 644 3.235 675 3.910 654 4.564 693 5.257
9. Katrín Fjeldsted 296 296 334 630 349 979 526 1.505 505 2.010 657 2.667 537 3.204 667 3.871 706 4.577 564 5.141
10. Markús Örn Antonss. 112 112 153 265 178 443 699 1.142 477 1.619 709 2.328 647 2.975 696 3.671 711 4.382 651 5.033
Pósturínn ©1994
Aðeins 6.885 manns tóku þátt í
prófkjöri sjálfstæðismanna í
Reykjavík á föstudag og laugardag.
Þetta er minna en helmingur
flokksbundinna sjálfstæðismanna í
borginni og eru niðurstöður próf-
kjörsins því ekki bindandi. Ólíklegt
er þó talið að kjördæmaráð muni
leggja fram lista sem er frábrugðinn
niðurstöðum prófkjörsins.
í stuttu máli urðu úrslit próf-
kjörsins þessi: Allir þingmenn
flokksins tryggðu sér örugg þing-
sæti. Pétur H. Blöndal lenti í átt-
unda sæti sem verður að teljast ör-
uggt sæti og Katrín Fjeldsted í því
níunda, sem dugði Guðmundi
Hallvarðssyni í síðustu kosningum
til að komast á þing. Ef hægt er að
tala um að einhver hafi tapað í próf-
kjörinu þá er það Markús Örn An-
tonsson. Hann stefndi á fjórða sæt-
ið en lenti í því tíunda, en flokkur-
inn þarf að vinna stóran sigur í
næstu kosningum ef það á að fleyta
Markúsi á þing. Ari Edwald lenti
síðan í ellefta sæti en hann lagði
töluvert undir í þessu prófkjöri og
getur því varla verið ánægður með
þessa niðurstöðu.
Geir H. Haarde
stekkur upp
Efstu þrjú sætin í prófkjörinu eru
eins og í síðasta prófkjöri. Davíð
Oddsson fékk glæsilega kosningu í
fyrsta sætið eða 78 prósent atkvæða.
Friðrik Sophusson fékk góða
kosningu í annað sætið eða 67,3
prósent atkvæða. Og Björn Bjarna-
son sigraði slaginn um þriðja sætið.
Hann fékk 3.303 atkvæði í þrjú efstu
sætin. Næstur á eftir honunt kom
Geir H. Haarde með 2.602 atkvæði
og munaði því 701 atkvæði á þess-
um aðalkeppinautum um þriðja
sætið. Það var síðan langur vegur í
næsta mann, Katrínu Fjeldsted, en
hún fékk 979 atkvæði í fyrstu þrjú
sætin.
En þrátt fyrir að Geir hafi ekki
náð þriðja sætinu getur hann verið
ánægður með útkomuna. Hann
lendir nú í fjórða sætinu en var í því
sjöunda. 1 þessu prófkjöri skýst
hann fram fyrir Sólveigu Péturs-
dóttur sem var í sjötta sætinu í síð-
asta prófkjöri.
Þetta eru einu breytingarnar á
röðun þingmannanna. Þar sem Eyj-
ólfur Konráð Jónsson, sem var í
fjórða sæti síðast, og Ingi Björn Al-
bertsson, sem var í því fimmta,
gáfu ekki kost á sér mjakast þing-
mennirnir upp um þessi tvö sæti.
Geir stekkur upp urn þrjú, Sólveig
um eitt og þau Lára Margrét
Ragnarsdóttir og Guðmundur
Hallvarðsson upp um tvö.
Pétur og Katrín
í þingsætum
Miðað við úrslit prófkjörsins og
stöðu flokksins samkvæmt skoð-
anakönnunum eru þau Pétur H.
Blöndal og Katrín Fjeldsted líklegir
þingmenn sjálfstæðismanna eftir
næstu kosningar. Katrín verður þó
að teljast í baráttusæti flokksins.
Pétur fékk 3.910 atkvæði í átta
efstu sætin en Katrín 3.873. Það
munaði því aðeins 37 atkvæðum á
þeim tveimur og er það minnsti
munur á milli tveggja sæta í próf-
kjörinu.
Næst minnstur var munurinn á
milli Sólveigar Pétursdóttur og Láru
Margrétar Ragnarsdóttur í keppn-
inni um fimmta sætið. Sólveig fékk
2.283 atkvæði í fimm efstu sætin en
Lára Margrét 2.231. Munurinn var
52 atkvæði.
Markús tapar
Markús Örn Antonsson fékk
4.382 atkvæði í níu efstu sætin og
beið því lægri hlut fyrir Katrínu
með 195 atkvæðum. Markús stefndi
á fjórða sætið en fékk aðeins 1.142
atkvæði í fjögur efstu sætin. Fyrir
utan Geir H. Haarde, sem hreppti
sætið, fengu Katrín Fjeldsted og
Sólveig Pétursdóttir fleiri atkvæði
en Markús í það sæti. Og Markús
var síðan enn fjær því að hreppa
önnur sæti á leiðinni niður í það tí-
unda.
Sjálfstæðisflokkurinn gefur ekki
upp atkvæði þeirra sem lentu neðar
en í tíunda sæti en samkvæmt
heimildum MORGUNPÓSTSINS
fékk Ari Edwald um 3.900 atkvæði
eða um 1.100 atkvæðum færra en
Markús Örn. Það verður að teljast
slælegur árangur miðað við hversu
mikið Ari lagði undir í prófkjörs-
slagnum.
Asgerður Jóna
Flosadóttir fékk síð-
an um 3.300 atkvæði í
tólfta sæti, Ari Gísli
Bragason um 1.600 í
það þrettánda og rest-
ina rak Guðmundur
Kristinn Oddsson
með um 1.130 atkvæði
í fjórtanda sæti. -SG
Pétur H Blöndat fagnar
niðurstöðum prófkjörsins
með syni sínum.
Pétur H. Blöndal
„Kjósendur vilja
sjá nýja menn og
nýjar skoðanir“
„Mér finnst þetta ágæt niður-
staða og ég er ánægður með hana,“
segir Pétur H. Blöndal sem
hreppti áttunda sætið í prófkjör-
„Ég túlka árangur minn þannig
að kjósendur viji sjá nýja menn og
nýjar skoðanir. Ég veit ekki hvað
olli því öðru fremur að ég náði 8.
sætinu en ég er náttúrlega tiltölu-
lega vel þekktur. Fundirnir sem ég
hélt á meðan á kosningabaráttunni
stóð voru nokkuð fjölmennir og
það var greinilegt á þeim að kjós-
endur vilja umræður og að heyra
skoðanir frambjóðenda. Menn
voru mjög þakklátir fyrir að fá að
vita mína skoðanir jafnvel þótt þeir
hafi ekkert endilega verið sammála
þeim. Ég á von á því að flokkurinn
fái kannski níu þingmenn í Reykja-
vík í kosningunum og aðalatriðið
er að vera í þeim hópi frekar en að
vera ofar á listanum. Ég held að það
sé einmitt gott að hafa fólk eins og
mig og Katrínu í 8. og 9. sætinu.
Við erum bæði tiltölulega ný og
með fjölbreyttar skoðanir á lands-
málunum.“
- LAE
Jr að vakti nokkra athygli að sá
kaldhamraði stjórnmálamaður, Ól-
afur Ragnar GrImsson, virtist full-
ur hluttekningar þegar hann talaði
um þau vandræði, sem Guðmundur
Árni STEFÁNSSON hefði ratað í.
Hann sagði með guðsóttasvip eitt-
hvað í þá veru, að þetta væri synd
með svo góðan dreng að lenda í
slíku og þvílíku, en það yrði
þó tæplega hjá því komist
að leggja fram vantraust-
stillögu á hann ef hann
segði ekki af sér af sjálfs-
dáðum.
Þá varð einum þingmanni
á orði, að alltaf væri
Ólafur Ragnar
samur við sig, -
hann mætti ekkert
aumt sjá...án þess
að sparka í það...
■ Ólafur Ragnar sparkar enn í það auma ■ „Ert þú þessi Carpe diem?“
Guðmundur Árni einn úti í horni á meðan krataráðherrarnir skemmtu sér saman í hóp
^íýlega var opnaður í Reykjavík ættu ekki rétt á því að sitja einir að
veitingastaðurinn .................. 1 nafninu. Yfirvöld
Carpe diem. Þetta er veltu vöngum og
latina og þýðir orðrétt ■ komust að þeirri nið
„gríptu daginn“, en mmma ■ urstöðu að þessi
varla þarf að efast um Mj S^H ■ rekstur, annars
að það er komnið úr H H| H vegar latínunám
bíómyndinni Dead HLJh oghinsvegar
Poets Socicty þar scm veitingabisness,
mjög var fjölyrt um væri svo ólíkur að
þessa lífsspeki. Þegar 111 ■■ j* I ■ ekki myndi
fréttist afvcitinga- UJLAZ4LJL2JJb valda
hver töf varð á afgreiðslu, greinilega
vegna þess að bankagjaldkerinn,
ung kona, var þungt hugsi. Úr þvi
greiddist þó fljótt þegar gjaldkerinn
leit upp, horfði á latínustúdent-
inn og spurði: „Ert þú
staðnum greip um sig nokkur
óánægja rncðal fatínunema í Há-
skólanum, en þeir hafa haft með
félagsskap sem einmitt
heitir Carpe diem. Lat-
ínunemarnir létu ekki
þar við sitja heldur
höfðu samband við við-
eigandi yfirvöld og leit-
uðu álits á því hvort þeir
vandræðum þótt hvor-
ir tveggju notuðu nafn-
ið. Það kemur þessu
svo ekkert við, en er þó
skylt, að nokkrum dög-
um síðar fór gjaldkeri
latínufélagsins Carpe di-
em í banka og hugðist
leggja inn peninga á
reikning félagsins. Ein
ystumenn Alþýðuflokksins auk gam-
alla krata og fólks úr fjölmiðlaheim-
inum. Sundurleysið í þingliði flokks-
ins fór ekki framhjá samkvæmisgest-
um og var kostulegt að fýlgjast með
hvemig ráðherramir dönsuðu
um salinn. Össur, Sighvatur
og Jön Baldvin héldu sig í
hnapp í öðrum enda hans á
meðan Guðmundur Árni
stóð einangraður í hinum end-
anum. Effir því sem leið á
samkvæmið færðist hóp-
urinn og skipti um staði í
salnum en hvað sem á
dundi hélt þríeykið hóp-
inn á meðan Guðmund-
ur mátti láta sig hafa að
húka eirrn úti í homi án
þess að samráðherrar
hans virtust taka eftir
honum...