Helgarpósturinn - 31.10.1994, Side 8

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Side 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR Þ9fc. MÁNODAGUR 31. OKTÓBER 1994 smaa Jetrið Hvers vegna að kjósa verri helminginn? 1 Hann Guðmundur Hallvarðsson náði bara níunda sætinu í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík — sem er nú reyndar ágætis árangur. En þrátt fyrir að einir sex hafi náð lengra en Guðmundur þá var enginn þeirra með jafn gott slagorð og hann. Á einu veltiskiltinu í bænum mátti sjá glaðbeitta mynd af honum og undir henni stóð sjómaður dáðadrengur. Þetta er flott slag- orð. Og líklega flottara en hið marg- lofaða Einn, tveir og Geir sem stuðnings- menn Geirs H. Haarde beittu furðulega var- færnislega í kosninga- baráttunni. En hins veg- ar getur það ekki talist betra en Drifa Sigþórsdóttir beitir fyrir sig í prófkjöri framsóknarmanna í Reykjanesi. Drífa Sig. í fyrsta sæti er hreint ósigrandi. En þetta gefur tilefni til að velta fyrir sig slagorðum. Og hvort ekki sé til fólk sem geti telft fram slagorðum sem séu svo góð að þau tryggi þeim einfaldlega þingsæti. Þennan mann úr einkageiranum! er til dæmis fráþært slagorð fyrir Davíð Scheving —a*** Thorsteinsson og ætti að tryggja það að fólk flykktist á kjörstað til að -^Æ koma honum í vinnu hjá ríkinu. Fækkum miliiliðunum! ætti sömuleiðis að fara langt með að koma Hrafni Gunnlaugssyni í fjár- veitinganefnd, sem Sþarar bæði tíma og peninga. Hann getur þá sjálfur tekið þá styrki sem hann kærir sig um og þarf ekki að þlanda öðru fólki í þau mál. Ég ætla að ganga á þing, ég ætla að ganga á þing. Ég ætla að ganga á þing, ég ætla að ganga á þing o.s.fr.! er gott slagorð fyrir Valgeir Guð- jónsson sem á örugglega erindi — kannski ekki á þing en eitthvað er- indi samt. Fleiri slagorð: Verum hress, ekkert stress, kjósum Helgu Kress!. Og: Látum hlutina ganga!, stuðningsmenn Reynis Péturs göngugarps. Kjósum ekki verri helminginn — kjósum þann betri! fyrir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur. Ásgeir Stefánsson, bróðir Guðmundar Árna gæti notað þetta Kjósum litla bróður Guðmundar Árna — minni bróðir, minni skandalar!. Maður sem rekur hlutina áfram! er fínt slagorð fyrir Sigurð G. Tómasson og Heimir Steinsson gæti notað eitthvað óskiljanlegt, til dæmis: Um gnörrinn geri ég engan ágrein- ing! Árni Gunnarsson, íyrrverandi starfsmaður Bónuss Hyggsl stefha Bónus vegna vangreiddra launa Árni Gunnarsson, fyrrum starfsmaður Bónuss. „Ef undirborgunin reynist rétt í fleiri en mínu tilfelli liggur Ijóst fyrir af hverju Bónus getur haldið matvöruverðinu svona lágu.“ Samkvæmt útreikningum Versl- unarmannafélags Reykjavíkur á Árni Gunnarsson, fyrrum starfs- maður Bónuss í Iðufelli, inni 501 þúsund króna vangreidd laun hjá versiuninni eftir fimrn rnánaða vinnu. „Ég ætla í mál við Bónus enda var ég verulega undirborgður allan tímann. Ég veit um marga aðra starfsmenn Bónuss sem ekki hafa fengið laun samkvæmt kjara- samningum. Ég hef grun um það að Bónus stundi það í krafti stærðar sinnar og vegna atvinnuástandsins í þjóðfélaginu að svindla á starfsfólki sínu,“ segir hann, en auk þess að eiga inni yfirvinnu segir Árni VR hafa komist að því að Bónus hafi brotið á sér hvað varðar fleiri þætti í kjarasamningum VR. Alls telur fé- lagið að brotið hafi verið á honum í átta tilfellum, sem eru auk ógreiddrar yfírvinnu, ógreiddir frí- dagar, ógreiddir kaffitímar og mat- artímar sem hann vann, ógreitt stórhátíðarálag, ógreitt orlof og greiðsla vegna ófullnægjandi hvíld- ar, en í kjarasamningum segir að fái starfsmaður ekki tíu tíma hvíld eigi hann að fá aukaálag daginn eftir. „Ég veit að það eru margir mat- vörukaupmenn sem bíða spenntir eftir niðurstöðum úr þessu máli. Ef undirborgunin reynist rétt í fleiri en mínu tilfelli liggur ljóst fyrir af hverju þeir geta haldið matvöru- verðinu svona lágu.“ Ástæða þess að Árni fór að kanna málin er sú að eftir fimm nránaða starf hjá Bónus, á tímabilinu nóv- ember ‘93 til apríl ‘94, var honum fyrirvaralaust sagt upp störfum. í uppsagnarbréfinu var ástæðan ekki tilgreind heldur var honum bent á að tala við verslunarstjóra. „Þegar ég fór á fund verslunarstjóra var mér tjáð að ég væri lélegur starfs- kraftur og hefði staðið mig illa. Með þessar upplýsingar fór ég á fund framkvæmdastjórans, Ás- geirs Jóhannssonar, sem hafði það sama við mig að segja. Þessu vildi ég ekki una enda var það mál manna sem komu með kjötvörur og fleiri vörur í búðina að kælirinn sem ég hafði umsjón með hefði tek- ið miklum breytingum til hins betra.“ Árni segir að vinnuálagið hafi verið mikið. Oft hafi teygst veru- lega úr vinnutíma hans. Þótt ekki stæði það í starfsamningi var hon- um gert að vinna þrjá laugardaga í mánuði. „Mér fannst svosem allt í lagi að vinna mikið, svo framarlega sem ég fengi greitt fyrir það,“ segir hann. „Þegar ég fór hins vegar að kanna rétt minn var mér sagt upp störfum.“ Aðeins þrír starfsmenn voru í fullu starfi auk Árna á þessu tíma- bili, þar með talinn verslunarstjór- inn. „Jafnvel þótt VR hafi margít- rekað þá ósk sína að Bónus notaði stimpilklukku, hafa þeir ekki orðið að þeirri ósk. Það finnst mér skrýtið í Ijósi þess að verslanir þeirra búa yfir mjög fullkomnu tölvukerfi að öðru leyti. Vegna þess að það var engin stimpilklukka þurfti verslun- arstjórinn að sjá um að skrifa niður yfirvinnutíma mína. Ég túlkaði starfsamninginn minn svo að auk föstu launanna hefði ég átt að fá greidda mína yfírvinnu, sem ég fékk þó ekki nema að vissu marki.“ I starfsamningi Árna stendur að hann eigi að fá 112 þúsund á mán- uði fyrir vinnu frá átta á morgnana til sjö á daginn. „Þegar ég fékk hins vegar launin mín vantaði alltaf töluvert upp á að ég fengi borgaða alla þá yfirvinnu sem ég vann. Þeg- ar verst lét vantaði þrjátíu til fjöru- tíu tíma upp á. En ég á þetta allt rit- að í bók. Ég var sífellt að biðja verslunarstjórann um að leiðrétta launin mín sem hann sagðist alltaf ætla að gera en gerði svo aldrei. Ég er ekki búinn að fá það staðfest en ég hef heyrt að verslunarstjórar í Bónus fái bónus, takist þeim að halda yfirvinnu starfsmanna sinna undir ákveðnu marki.“ Að sögn Árna er málið nú þannig statt að Bónus hefur þegar boðið fram sátt í málinu sem hann gekkst ekki inn á eftir að hafa ráðlagt sig við VR. Það var aðeins brot af kröf- unni sem þeir vildu greiða. „Með þessari sátt hefur Bónus þó viður- kennt að ég eigi inni hjá þeim ógreidda yfirvinnu.“ Guðmundur B. Ólafsson, lög- fræðingur hjá VR, hefur umsjón með máli Árna. Að hans sögn verð- ur næsta skrefið að stefna Bónus vegna máls Árna. Hann segir fleiri sambærileg mál er varða Bónus liggja inni á borði VR. Látið verður hins vegar fyrst reyna á mál Árna Gunnarssonar. GK Bætifláki Skulda engum stjórnmálaflokki neitt í Vikublaðinu 28. október má lesa eftirfarandi í nafnlausum þætti, sem heitir „Pólitízkan“, um frægan pistil Egils Helgasonar í Al- þýðublaðinu um R-listann: „Egill afsakar afstöðu sina með tilvísun til þcss að hann var á launum þegar hann vann fyrir Reykjavíkurlist- ann. Þetta er sama afsökun og vœndiskonur nota. Fytrrverandi rit- stjóri Reykjavíkurlistans skrifar pistla í Alþýðublaðið tindir heitinu Silfur Egils. Heiðarlegra vœri að katmast við hlutskipti sitt og kalla dálkinn Þrjátíu silfurpeningar: Sannftering til sölu. “ Egill Helgason: „Þetta eru óskaplega gamaldags skrif og minna einna mest á Magnús Kjartansson sem var méstur sorp- penni á íslandi á sinni tíð. Hann brigslaði andstæðingum sínum gjarnan um að stunda vændi og Júdas Iskarí- ot var eins og fasta- gestur í greinum hans. Áð öðru leyti skil ég ekki hvað er verið að fara. Ég hef afar litla pólitíska sannfæringu, skulda engu stjórn- málaafli neitt og hef einskis slíks trúnaðar að gæta við stjórnmála- flokka að hann aftri mér frá því að segja það sem mér finnst. Eini trúnaður Sem ég hef er við fólk, persónur sem mér Iíkar vel við. Grein mfn held ég að hafi verið tímabær, þar er Reykjavíkurlist- inn varaður við því að hann sé að glutra nið- ur sigrinum frá því í vor. Eg held að hann hafi bara gott af því, enda skilst mér menn hafi farið að hugsa sinn gang í Ráðhúsinu eftir að greinin birtist. Loks verð ég að taka ffam að ég er ekki stjórnmálamaður heldur blaðamaður og er að reyna að lifa af skrifum mínum.“ ■ Jóhannes Jónsson í Bónus Tók drenginn að mér af vorkunnsemi „Ég tók þennan dreng að mér af vorkunnsemi vegna þess að ég var að gera vini mínum greiða. Hann hefði ekki verið hjá okkur nema í þrjár vikur ef þessi kunningsskapur hefði ekki komið til. Það er greini- lega mjög yndislegt að gera fólki greiða. Að öðru leyti ætla ég að svara þessum skít fyrir dómstól- um.“ Hann vill meina að það séu fleiri óáncegðir en hann? „Við höfum alls ekki orðið varir við óánægju. Við fylgjum kannski ekki alveg einhverjum reglum, en ég tel að við borgum mjög gott dag- vinnukaup. Ég vil að fólk geti lifað af temmilegum vinnutíma, sé ekki alltaf að bíða eftir aukavinnu. Það segir kannki mest að allir verslun- arstjórarnir eru búnir að vera hjá okkur frá upphafi, auk þess kernur hellingur af fólki til okkar aftur og aftur. Ég er ákveðinn og vill að fólk vinni á meðan það er í vinnunni, en við gerum líka vel við það í kjölfar- ið á því.“ Er það rétt að verslunarstjórar séu á sérstökum bónus við að halda yfir- vinnufólks niðri? „Þeir eru bara félagar í Verslun- armannafélagi Reykjavíkur eins og hinir. Náttúrlega eru ýmsir hvatar í gangi. Það er bara til að auka metn- að. En að rnenn sé að misnota að- stöðu sína er af og frá. Yfírleitt eru Jóhannes Jónsson í Bónus segist ekki hafa orðið var við óánægju. „Við fylgjum kannski ekki alveg einhverjum reglum en ég tel að við borgum mjög gott dagvinnu- kaup.“ þetta litlir vinnustaðir þar sem fólk verður kunningjar. Ég bendi bara á það að Bónus fór að sjá Bjögga Halldórs-sýninguna um helgina. Það er ekki meiri óánægja en svo að það var 100 prósent mæting.“ ■

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.