Helgarpósturinn - 31.10.1994, Blaðsíða 20
20
MORGUNPÓSTURINN FÓLK
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994
Hálfsjötugur gjaldkeri stingur undan peningum og er kærður til rannsóknarlögreglunnar. Efnaðir og
aldraðir góðborgarar lenda í heiftugum nágrannadeilum út af ósiðlegum sundskýlum og bjórsölu í elli-
blokk. Eru þetta fyrirmyndirnar? Gamla trausta fólkið sem ekkert virtist geta haggað á meðan heimur-
inn var að umturnast? Eða er gamla fólkið að breytast? Er komin ný gerð af gömlu fólki fram á sjónar-
sviðið, fólk sem komst aldrei í tæri við hógværð og sparsemi kreppukynslóðarinnar en er þess betur að
sér í taumleysi og yfirgangssemi eftirstríðsáranna? Þóra Kristín Asgeirsdóttir ræddi við nokkra tilvon-
andi ellibelgi um hvort gamla, góða fólkið væri að breytast í ekkisens skítapakk.
Er ellivandamálið
unglingavandamál
framtíðarinnar?
Verða foreldrarnir fortíðarvandi
68 - kynslóðarinnar þegar ellibelg-
ir verða komnir í fullkomlega órök-
réttan meirihluta og allar öldrunar-
stofnanir verða kjaftfullar? Með
aukinni hreysti og heilbrigði fram
eftir öllum aldri gæti farið svo að
garnla fólkið gangi ekki bara í barn-
dóm heldur fái unglingavandamál
að því loknu og fari að hanga reykj-
andi úti í sjoppu og safnist saman í
miðbænum um helgar. Það er þó
ósennilegt að svo verði en stundum
heyrast þær raddir að gamla fólkið
sé að verða herskárra og láti elli-
fræðingana ekki ræna sig einstak-
lingseðlinu. Einstaka sinnum koma
fréttir þess efnis að gamalt fólk hafi
verið staðið að hnupli eða öðrum
afbrotum. Surnir segja að þjófar séu
á öllum aldri, aðrir að gamla fólkið
geri þetta að illri nauðsyn og enn
aðrir að því hreinlega leiðist. En
það næddi líka um gömlu millana
sem ætluðu að fara inn í ellirökkrið
með nýjustu dansplöturnar, bjór
og vín og það sem hleypti þeim
öllum saman í hávaðarifrildi, ósið-
legar sundskýlur. Þeim hefði verið
nær að vera síðmiðaldra örlítið
lengur. Þá hefði draumur þeirra og
fall síður prýtt forsíður blaðanna.
En hvernig eldast hinar ólíku
kynslóðir? Á hverju má fólk eiga
von þegar eftirstríðsárakynslóðin
verður gömul eða Rokk og roll
kynslóðin? Er gamla fólkið jafn gott
og saklaust og það vill vera láta eða
er siðferði gamals fólks breytilegt
eftir kynslóðum og fer það þá
versnandi? Hrjáir kannski hagnýt
gleymska allar kynslóðir á efri árum
og óraunsætt siðferðismat?
Staðlar um
slæma hegðun
Indriði G Þorsteinsson rithöf-
undur segir alveg óhugsandi að
gamalt fólk geti fengið unglinga-
vandamál. „Fólk urn tvítugt hleyp-
ur af sér tvítug horn og fólk um þrí-
tugt hleypur af sér þrítug horn og
gamalt fólk gæti því aldrei tekið
upp á því að ganga með horn ung-
linga á sér.“ Indriði var ungur pilt-
ur á stríðsárunum og átti foreldra
af aldamótakynslóðinni. Kynslóð
Indriða varð fyrst til að kynnast
umheiminum að einhverju leyti en
áður voru það forréttindi fárra að
kynnast útlöndum í gegnum nám
og störf. Þetta var kynslóðin sem
græddi á hersetunni og var að hefja
lífsbaráttuna í upphafi lýðveldisins.
„Við höfðurn fengið nasasjón af
kreppunni í bernsku, þó að við
fengjum að borða þá komu önnur
heimsins gæði ekki fyrr en með
hernámsliðinu," sagði Indriði. „Við
héldum stillingu okkar því að við
þekktum til annarra tíma en kyn-
slóðin á eftir varð mun nýríkari því
að hún þekkti engan samanburð.
Að þó með þeim formerkjum að
hlutirnir hafa alltaf verið upp og of-
an í íslensku samfélagi og allar kyn-
slóðir því haldið sönsum af ein-
hverju marki. Foreldrar okkar
kenndu okkar sína siði og prédik-
anir þeirra fóru mikið til inn um
annað eyrað og út um hitt. Þeirra
siðir voru heldur ekki endiiega það
vegnanesti sem til þurfti inn í þá
nýju tíma sem voru að renna upp.
Ég hugsa að mín kynslóð hafi elst
nokkuð vel. Hún nýtur góðs af
þeirri velferð sem aldamótakyn-
slóðin kom á fót með tryggingalög-
unum 1934. Við eigum sjálfsagt ekki
eftir að upplifa fall velferðarkerfis-
ins. Ef að einhverjir staðlar eða
stuðlar eru til sem segja að hegðun
gamals fólks hafi versnað er sjálf-
sagt að taka ekkert mark á því frek-
ar en öðru bulli sem rykfellur í
skúffu einhverra fræðinga. Eftir
þrjátíu ár þegar aldrað fólk verður
búið að sprengja utan af sér vel-
ferðarkerfið og í raun komið í
meirihluta í þjóðfélaginu dugir ekki
lengur að Ioka það inni á elliheimil-
um. Það verður úti í þjóðfélaginu
og freistar þess að standa þar á eigin
fótum.“
Eftirstríðsára-
kynslóðin og siðferðið
„Áður fyrr voru byrðar siðferðis-
ins einkum lagðar á herðar fátæks
fólks og kvenna," sagði Guðbergur
Bergsson rithöfundur sem var tví-
tugur árið 1952 og telst því til eftir-
stríðsárakynslóðarinnar. „Kirkjan
prédikaði að fátæklingar ættu að
vera vinnusamir og skylduræknir,
iðnir og umfram allt skyldu þeir
þegja og með því að fylgja þessum
reglum áttu þeir kost á himnaríkis-
vist. Konur áttu að vera fórnfúsar
og lifa í hvívetna fyrir heimilið og
börnin. Aðrir, til dæmis kaupmenn
og embættismenn, lutu sínum eigin
siðalögmálum. Þetta var veganesti
aldamótakynslóðarinnar og síðar
kreppukynslóðarinnar og hún
brýndi það fyrir börnunum sínum,
næstu kynslóðum, sem slitu barns-
skónurn í skjóli hermangs og stríðs-
gróða. Ungt fólk um og eftir stríð
gat valið á milli þess að gleypa lygi
hinna ríkjandi stétta og skella sér af
fullum krafti í hermangið og taka
síðan að sér að móta samfélagið
með hendurnar fullar af stríðs-
gróðafé eða gleypa aðra lygi sem
var pólitísk vinstristefna eins og
hún hafði verið framkvæmd í aust-
antjaldslöndunum. Mörg okkar
kusu að halda að sér höndunum og
trúa á þá lygi sem tilheyrði framtíð-
inni en var ekki njörvuð niður á
hagsmunaklafa ríkjandi stétta.
Það er hermangskynslóðin, íyrir
og eftir stríð, sem bjó til þjóðfélagið
eins og það er í dag og samdi leik-
reglurnar. Þegar að jafnaldrar
þeirra sem höfðu aðrar hugsjónir
komust á valdastóla stund og stund
höfðu þeir ekki rænu á eða voru
orðnir of samdauna til að fletta of-
an af þeirri spillingu sem var und-
anfari velferðarsamfélagsins. Nú á
gamals aldri eru þeir sjálfir orðnir
fórnarlömb innfluttrar siðvæðingar
sem eftirhermusamfélagið flutti
inn, spilling þessa fólks hefur verið
blaðamál síðustu árin þrátt fýrir að
sök þeirra hafa einungis verið trú-
girni og leit að andsvari við löngu
úreltri hugmyndakúgun ríkjandi
stétta. Þess vegna eru vinstri menn
af þessari kynslóð hættir að þusa
um músarholusjónarmiðin. Þeir
eru skriðnir ofan í músarholurnar
og þora varla að reka fram trýnið af
ótta við vöndinn."
Siðferði í fortíð
og framtíð
Nína Björk Árnadóttir rithöf-
undur tilheyrir kynslóð rokksins
sem kreppukynslóðin ól við brjóst
sér. En þessi kynslóð ólst upp við
þjóðfélagslega velsæld þó að hinn
nýfengni auður hafi að sjálfsögðu
ekki skilað sér til allra þegnanna
áttu nú fleiri kost á menntun og
mannsæmandi kjörum en áður.
„Ég fór ekki alveg hefðbundnar
leiðir eins og flestir aðrir á þessum
tíma og snéri baki við borgaralegri
tilveru, vildi bara skrifa og og vera
bóhem," sagði Nína Björk. „Jafn-
öldrum mínum þótti ég þess vegna
dálítið skrítin. Eg held að gamalt
fólk í dag sé gífurlega einmana. Það
ólst upp við að hafa fólk í kringum
sig. í dag er það síðan einangrað
inni á stofnunum þar sem það
verður leitt og einmana og suðar og
sífrar sér til hugarhægðar. Ég held
að fólk sem stelur úr búðum geri
það í leiðindum sínum til að vekja á
sér athygli. Það er jákvætt að mörgu
leyti ef að það er hætt að gera aðrar
siðferðiskröfur til gamals fólks en
þeirra sem yngri eru. Núna getur
fólk hellt sér út í rómantíkina og
jafnvel gifst inni á elliheimilum. Ég
er ekki að stinga uppá því að elli-
heimiium verði breytt í ástarhreið-
ur en þetta er rómantískt fólk með
kynhvöt og það ætti frekar að
stunda ástina en margt annað. Það
er til að mynda ekki óalgeng sjón í
Danmörku að sjá ellilífeyrisþega
sem hanga signt og heilagt í spila-
kössunum líkt og unglingar hanga í
tölvukössum. Konur, sumar hverj-
ar fínar með hatta og aðrar fátæk-
legri, eru þar í meirihluta og raða
sér á kassana hlið við hlið án þess
að skiptast á einu orði. Dagurinn
fer svo í að snúa sveifinni á 25 aura
kössunum eða veiða ódýrt skran
upp með járnkrumlu. Þetta er sjálf-
sagt ekki ósvipað kikk og fæst við
að stela úr búðum en það er ólíkt
notalegra að hugsa til ástafars í ell-