Helgarpósturinn - 31.10.1994, Page 21

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Page 21
MÁNUDAGUR 31. OKTÓBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 21 inni. Ef ég reyni að velta fyrir mér hvort siðferði gamals fólks hafi versnað eða viðhorfið til þess breyst, þá dettur mér í hug langafi minn í Húnavatnssýslunni en hann bjó með tveimur konum, eigin- konu sinni og systur hennar. Þær deildu honum í mesta bróðerni allt til dauðadags og þótti engum mik- ið. Þær hvíla síðan við sitthvora hlið hans í kirkjugarðinum. En þetta fólk var uppi löngu fyrir alda- mót.“ Nína Björk segir að sín kyn- slóð sé nýrík og skammsýn og hugsi ekki til ellinnar. „Ég á hins vegar gamalt fólk að sem er einmana og þá kemst maður ekki hjá því að hugsa til þess þegar maður verður sjálfur í þeirra sporum.“ Réttur mannsins til letinnar „I hugum vinstrimanna var vinnan áþján og þeir létu sig dreyma um rétt mannsins til let- innar því að í henni gæfist mannin- um kostur á að sinna andlegum hugðarefnum,“ sagði Guðbergur. „Það gleymdist hins vegar að ekki eru allir hæfir til að sinna andlegum störfum eða iðka letina á uppbyggi- legan hátt. Þegar þessi draumur gengur hægt og bítandi í uppfyll- ingu á efri árum fólks situr þjóðfé- lagið uppi með biturt fólk sem fæst ekki út úr húsi eða situr í hópum inni í félagsmiðstöðvum og límir baunir á pappa." Sjálfur segist Guð- bergur ekki hafa neina trú á því að siðferði gamals fólks hafi hrakað frá því sem áður var, né heldur siðferði unga fólksins. „En gömlu fólki hættir til að gera siðferðiskröfur til unga fólksins sem það ekki gerði til sjálfs sín og það líkist að því leyti unglingum sem gera slíkar kröfur til fullorðinna en undanskilja sjálfa sig. Vegna þess að gamalt fólk lifir á aldursskeiði gleymskunnar fyrir- gefst því þessi sérviska, jafnvel þó að það hafi vísvitandi varpað sér í faðm gleymskunnar án þess að lík- amleg hrörnum kæmi þar nærri. Unglingarnir eru hins vegar hirtir svo að þeir verði að mönnum. En ungt fólk bæði drakk og stal áður en unglingsárin voru fundin upp sem sérstakt og einstætt tímabil í þroskasögu einstaklingsins, og það sama á við um gamla fólkið. En þetta veldur óhjákvæmilega því að fólki bregður í brún ef það heyrir að gamalt fólk hafi verið staðið að til dæmis hnupli en það er ekki vegna þess að slíkt sé nýtt af nálinni. Heldur vegna þess að það er aðgengilegra að hnupla í nútíma- samfélagi heldur en það var þegar kaupmaðurinn var bak við lokað búðarborð og teygði sig aftur til að sækja umbeðnar vörur án þess að hönd kaupandans kæmi þar nærri. Þegar almenningi var hleypt inn í vörurnar á þeim tíma þegar verið var að arðræna jörðina og gnótt var til af öllu var ekki verið að taka svo ýkja hart á búðarhnupli hvorki hjá ungurn né öldnum. En eftir því sem hefur harðnað á dalnum hafa versl- unareigendur fjölgað búðarlöggum eða fengið sér rafeindastýrð þjófa- varnarkerfi.“ Hægðir þrisvar á dag „Þó að stuðuil og staðalfræðingar hafi fundið það út að best sé að gamla fólkið sé lokað inni á stofn- unum og taki þar tangóspor og syngi sálma,“ sagði Indriði G Þor- steinsson, „þá er ekki þar með sagt að það eigi jafn vel við alla. Sann- leikurinn er sá að viðurværið, fatn- aðurinn og tæknin, bílar, sjónvörp og annað það sem auðveldar fólki lífið, hefur að miklu leyti tekið ell- ina af fólki í þeirri mynd sem áður þekktist. Sem barn kynntist ég ell- inni eins og hún var en þá var alsiða að fólk legðist í kör, sökum hús- kulda og gigtar, og á stöndugri heimilum var það látið óáreitt þó að það væri í bælinu. Stundum rjátlaðist þetta af gömlu fólki og það reis upp úr körinni og lagðist í ferðaiög. Nú leggst fólk ekki lengur í kör en allar tilraunir til að staðla tilvist gamals fólks og marka þeim bása geta gert það sérkennilegt og viðut- an við venjulega tilveru. Að öðru leyti er það ekkert sérstakt bara ör- lítið eldra en á stundum erfitt með að bera sig um og situr þá við rúm- stokkinn og er eitt með hugsunum sínum. Þá er um að gera að það komi ekki aðvífandi einhver „bess- erwisser,“ með töflur eða gröf til að finna út þann stuðul eða staðal sem hæfir tilefninu því að þær hug- myndir fólks um ellina að þetta sé einhver þjóðflokkur sem vilji heyra harmónikkutónlist og föndra er að rnestu leyti hugarburður. Fólk þiggur bara það sem að því er rétt. Hver kærir sig um að það komi ein- hver helvítis féiagsfræðingur með þykka bók og töflureikni og heimti að viðkomandi hafi hægðir þrisvar á dag, á fyrirfram ákveðnum tím- um, því að það segi í bókinni að það sé hollast og öllum fyrir bestu?“ Gamalmennasprengja „2010-20 munu aldurshlutföllin sprengja af sér alla rökrétta niður- röðun og ellibelgir verða svo marg- ir að þeir munu sprengja lífeyris- sjóðina og alla öryggisventla nú- tímans. Þá verða eftirhreytur 68 kynslóðarinnar með eilíf setuverk- föll inni í ellimálaráðuneytinu sem þá verður búið að stofnsetja, mót- mælagöngur og ræðuhöld. I stað- inn fyrir „sit in,“ og „love in,“ verð- ur komið „roll in,“ þegar baráttu- jaxlarnir verða mættir í hjólastól- unum. Það verða þó aðeins þær fáu hræður sem ekki náðu að tryggja sig þannig í bak og fyrir með eigna- söfnun og valdabrölti heldur héldu áfram að eiga hugsjónir og baráttu- mál þrátt fýrir að hinum stórhættu- lega þrítugsaldri væri náð sem markaði skilin milli lífs og andlegs dauða hjá forkólfum kynslóðarinn- ar og breytti fólki í, „seníl“ gamal- menni.“ Þannig spáir Gestur Guð- mundsson félagsfræðingur um ör- lög sinnar kynslóðar og bendir jafnframt á að jafnaldrar sínir hafi snemma orðið gamalt fólk og það megi að hluta til rekja til þess að kynslóðin leit aldurinn hornauga og þráði eilífa æsku sér til handa. Skýrt dæmi um afturhvarf kynslóð- arinnar til hefðanna segir Gestur vera ball 68 - kynslóðarinnar sem sé algerlega staðnað og taki engum breytingum frá ári til árs utan þess að hafa flutt sig úr Þjóðleikhúskjall- aranum yfir á Hótel Sögu. Hann segist auk þess þekkja dæmi um mann af 68 - kynslóðinni sem var enn á fertugsaldri þegar hann var byrjaður að safna liði í baráttusam- tök aldraðra. „Fólkið, sem sleit barnsskónum í öryggi neyslusamfélagsins, eftir 1950 þoldi illa þann lífsstíl sem fylgdi frjálsræði og hömlulausu líf- erni sinnar eigin kynslóðar og sótti aftur í öryggi bernskuáranna,“ segir Gestur. „Það tók ríkan þátt í SAÁ og stjórnaði öllu meðferðarbatter- íinu í landinu sem að hjálpaði fólki að snúa baki við fortíðinni og byrja á byrjunarreit í samfélagi sem setti veraldleg gæði í öndvegi.“ Blóðhreinsun og hrein samviska Guðbergur Bergsson segir að 68 - kynslóðin hafi þegar siglt inn í gleymskuna og skapað sér viðlíka örlög og bankastjórar á fimmta og sjötta áratugnum sem brugðust við fallvöltu veraldargengi og eigin mistökum með því að fara í blóð- hreinsun til Sviss og koma fílelfdir til baka ekki bara með hreint blóð í æðum heldur einnig hreina sam- visku. Þessi kynslóð ráði nú lögum og lofum í samfélaginu og hafi gleymt öllum sínum hugsjónum um jafnrétti og bræðralag. Guðbergur lýsti efri árum alda- mótakynslóðarinnar á ógleyman- legan hátt í Tómasi Jónssyni en ekki horfir betra við. „Öfugt við afa og ömmuvald aldamótakynslóðar- innar þusa áfram, menntaðar en tækifærissinnaðar eftirhermur með sitt innflutta siðferði og núna er það siðvæðingin sem á hug þeirra allan. Sukk og svínarí á Listahátíð í Hafnarfirði er skotspónn hinnar nýju siðbótar svo og íjölskylda sem býr í grasagarðinum. Það var í grasagarðinum sem lærisveinarnir sofnuðu og afneituðu loks Jesús og það endaði svo illa að hann var krossfestur,“ segir Guðbergur. „Núna þegar félagshyggjufólk hefur fundið sinn Messías og gert hann að borgarstjóra, þá vil ég spyrja. Er ekki næsta skrefið að krossfesta íjölskylduna í Grasagarðinum?“ Síðmiðaldra og 68 kynslóðin Inn í samfélag sjálfsupphafning- arinnar sem reis upp úr rústum 68 -kynslóðarinnar kom innflutt tíska frá Bandaríkjunum, uppakynslóðin spratt fullsköpuð fram á síðum dagblaðanna, vel snyrt, með blásið hárið, í Boss - jakkafötum eða dragt og hlaupaskóm svo hún kæmist hraðar áfram í lífsgæða- kapphlaupinu. Meðan 68 - kyn- slóðin og þeir sem á eftir komu höfðu sett allt sitt traust á ríkið og forsjá samneyslunnar hafði uppa- kynslóðin í heiðri slagorðið „pabbi borgar." Pabbi sem var ýmist af eft- irstríðsárakynslóðinni eða „Rock and Roll“ - kynslóðinni hafði kom- ið sér vel áfram í skjóli hermangs eða eftirstríðsáragróða þegar ís- lendingar nutu góðs af hersetunni og Marshallaðstoðinni sem átti að draga Evrópu upp úr eymd stríðs- ins. Það er of snemmt að horfa fram til þess þegar uppakynslóðin verður komin á efri ár ef hún nær svo langt og verður ekki étin í gamalmenna- sprengingunni áður. En Gestur Guðmundsson segir að í þessu róti hafi orðið til nýtt æviskeið, hvor- tveggja innflutt en líka hannað og tilbúið af fyrstu tveimur kynslóð- unum eftir stríð, nefnilega síðmið- aldra. „Þrátt fyrir að foreldrarnir vildu afkvæmum sínum vel þá voru þeir ekki tilbúnir að helga sig því að hossa barnabörnunum eftir að af- kvæmin voru flogin úr hreiðrinu, þeir voru líkamlega vel á sig komn- ir og gátu vel hugsað sér að fresta ellinni og sigla um karabíska hafið eða sniglast um sandstrendur á Spáni, gista á lúxushótelum og láta aka sér um í límósínum. Þessi kyn- slóð sem hafði eytt sparifé foreldra sinna og veðsett framtíð barnana sinna upp í topp var ekki tilbúin að sleppa liendinni af veskjunum alveg strax og jafnvel litlu upparnir sem áttu ríka foreldra gátu rekið sig á veggi úti í samfélaginu.“ Silfurhvítt hár og falskar tennur Uppalífstíllinn vék fyrir örlítið fjölskylduvinsamlegri lífssýn. Þær konur sem hugðu á frægð og frama gátu ekki lengur fengið til þess barnagæslu. Mæður þeirra og ömmur neituðu að verða gamlar en urðu þess í stað síðmiðaldra. „Fyrir peningana sína vill þessi kynslóð síðan kaupa meira eða minna verð- fallandi en dýrar elliíbúðir og fá sér þannig farmiða inn í áhyggjulaust ævikvöld án þess að láta of mikið af hendi til aíkomendanna,“ sagði Gestur. „Fólk getur verið dauðeinmana þótt það eigi að heita síðmiðaldra og það geta ekki allir verið á stöð- ugum ferðalögum,“ sagði Nína Björk Árnadóttir. Það skapast helj- armikið tóm þegar börnin eru löngu farin og fólk hættir auk þess að vinna. Þótt einhverjir ellismelli- hópar séu í boði eru þeir ekki við allra hæfi. Ég held að það ætti að bjóða gömlu fólki sem er heilsu- hraust og vel á sig komið vinnu inni á barnaheimilunum. Ég held að það yrði bæði þeim og gamla fólkinu til góðs.“ „Það er ekki sér íslenskt fyrirbæri að gamalt fólk ferðist," sagði Indr- iði G Þorsteinsson. „Þar sem maður kemur á ferðamannastaði sér mað- ur mikið af gömlu fólki. Ekki síst gamlar konur með silfurhvítt hár og falskar tennur, þær eru kannski ekkjur og hafa eignast peninga á lífsleiðinni og nýtir þá á ferðalög- um frá sjötugu til áttræðs. Það er gott að þetta fólk á kost á því að verja ellinni öðruvísi en í staðalum- hverfi fáviskunnar.“ Hornlaus í horni Aðspurður um hvernig hann ætlaði sjálfur að hlaupa af sér gömlu hornin þegar áttræðisaldrin- um væri náð sagði Indriði G. þau vera orðin svo slitin og gömul að sjálfsagt yrðu þau alveg dottin af og ekkert eftir nema ósýnilegir hnúðar á enninu. „Ég vona að einmanaleiki gamla fólksins í dag verði til þess að mín kynslóð taki sig á í að hugsa um aldrað fólk og bíði því ekki sömu örlög,“ sagði Nína Björk Árnadótt- ir. „En ég hef aldrei hugsað út í þessi breyttu aldurshluföll sem koma til með að verða nokkrum áratugum eftir aldamót. Mér finnst það í raun skelfileg tilhugsun að allt fyllist af gömlu fólki. „Ég held að ég vilji eldast stand- andi og deyja þannig líka,“ sagði Guðbergur. „Það á fyrir öllum að liggja að gleymast bæði sjálfúm sér og öðrum eða mara í kafi hálf- gleymskunnar. Enginn vill raun- verulega deyja með skömm og allir vilja að eftir þá liggi virðingarvott- ur. En ég myndi ekki vilja að það væri login eða tilgerðarleg vinsemd. Að deyja standandi það er farsælast íyrir allar kynslóðir.“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.