Helgarpósturinn - 31.10.1994, Side 26

Helgarpósturinn - 31.10.1994, Side 26
26 MORGUNPÓSTURINN SPORT tWlOÖAGUR 31. OKTÓBER 1994 Meiddur og fjarri góðu gamni þessa dagana. Verður því að láta sér nægja að sitja og fylgjast með félögunum. Hvenær getur Óli Stefáns byrjað að spila aftur? Stefni á HM‘95 Það var í Opna Reykjavíkurmót- inu í handknattleik sem Valsmað- urinn Ólafur Stefánsson meidd- ist illa. Hann hefur hvorki æft né spilað með liðinu síðan og byrjar að öllum líkindum ekki að spila aftur fyrr en í febrúar. Sú spurning, sem brennur helst á mönnum þessa dagana, er hvort Óli verður orðinn góður af meiðslunum fyrir heims- meistaramótið í handknattleik sem hefst í vor. Hann er tvímælalaust einn af bestu handknattleiksmönn- um sem Islendingar eiga þessa stundina og mikið skarð fyrir skildi ef hann verður ekki með í keppn- inni. En hvað er Óli að gera þessa dag- ana? „Ég er á fyrsta ári í læknisfræði og nánast allur minn tími fer í námið. Svo fer maður náttúrlega á leiki liðsins.“ Hvernig fórstu að því að meiðast svona illa? „Þetta var fjórði leikurinn á tveimur dögum í Reykjavíkurmót- inu og búið að vera mikil törn. Sig- urður Bjarnason kom á móti mér, ég fór í of hraða fittu til hægri, og allt í einu fann ég fyrir miklum sársauka í hnénu. Við hliðarhreyf- ingu rifnaði fremra krossband í hnénu á þverveginn. Ég fór í aðgerð á hné og í dag er liðinn rúmur mánuður síðan ég kom af spítalan- um. Vanalega líða sex mánuðir þar til maður getur byrjað að spila aft- ur, en þó er það persónubundið og getur orðið miklu lengra. Núna er ég nýfarinn að labba án þess að hafa spelkur. Þetta eru ein þau verstu meiðsli sem hægt er að lenda í, og ég er ekki sá eini í Valsliðinu sem hef lent í þessu.“ Hver heldiir þú að sé ástceðan fyrir svona góðu gengi Valsmanna? „Við erum með góðan þjálfara og breiðan hóp, það skiptir mestu máli. Það eru margir sem geta tekið við hverri stöðu og menn þurfa aldrei að keyra sig út. Við státum af mjög góðri breidd í liðinu.“ Hvernig er með landsliðið, áttu von á að vera með á HM ‘95? „Ég er ennþá inni í myndinni hjá Þorbergi landsliðsþjálfara, og ef endurhæfingin gengur vel er aldrei að vita hvað gerist. Eg lyfti mikið og reyni að styrkja mig eftir mætti, og verð á séræfmgum. Ég á von á því að verða kominn í þokkalegt form í febrúar. Mín helstu takmörk núna eru að klára prófin og vera með á HM.“ Áttu von á erfiðri samkeppni við Sigga Sveins um sæti í landsliðinu? „Mér finnst klassi að hafa hann í liðinu, en það eru fleiri en hann og ég. Jason Ólafsson og Júlíus Gunnarsson koma einnig til með að vera sterkir, þannig að það er ekkert sjálfgefið. Ég þarf að gera meira en bara lagast ef ég ætla að komast í hópinn. Ég þarf að sýna mikið þá tvo mánuði sem ég ætla að spila fyrir keppnina.“ Stefnirðu á atvinnumennsku? „Vissulega hef ég áhuga á því en ekki fyrr en í fyrsta lagi 25 ára gam- all. Ég tel mig ekki hafa nægan þroska fyrr, og það yrði slæmt að fara út og geta síðan ekki neitt.“ Áttu þér uppáhalds leikmann? „Ég tek þann kostinn að blanda saman sex leikmönnum til að búa til hinn „ekta“ handboltamann: Júlíus Jónasson fyrir kraftinn, Sigurður Sveinsson fyrir tækn- ina, Dagur Sigurðsson fyrir út- sjónarsemi, Valdimar Grímsson fyrir snerpuna, Þorbjörn Jensson fyrir grimmdina, og Bjarki Sig- urðsson fyrir mýktina." ■ Hlutur kvenna í íþróttum hefur verið nokkuð til umræðu upp á síð- kastið og finnst konum sem skilningur sé ekki nægilegur á að breyt- inga sé þörf. Rafn Marteinsson kannaði hug þriggja aðila til málsins og spurði einfaldlega: Ingimar Jónsson Lovísa Einarsdóttir Er baráttan vonlaus? Ingimar Jónsson, doktor í íþróttasögu „Nei, alls ekki. Við vitum að hlutur kvenna í íslensku íþróttalífi hefur aukist gífúrlega á síðustu 20 árum. Almenn þátttaka kvenna hefur aukist, og eru stór hluti innan ISl, en rúmar 30 þúsund konur eru skráðir iðkendur innan sambands- ins. Þar fyrir utan vitum við að þús- undir kvenna stunda íþróttir og lík- amsrækt ýmiss konar utan ÍSl til að mynda á heilsuræktarstöðvum, og þá eru ótaldir alls konar skokkhóp- ar og vinnustaðahópar sem stunda íþróttir reglulega. I dag held ég að þátttaka kvenna í íþróttum á Is- íandi sé meiri en víðast hvar annars staðar og samanborið við hin Norðurlöndin held ég að þátttakan sé mest hér á landi. f keppnisíþrótt- um kvenna hafa einnig orðið mikl- ar framfarir hér á landi. Bæði hefur þátttaka aukist, og árangur hefur batnað mikið. Hins vegar hefur konum gengið erfiðlega að auka áhrif sín innan íþróttahreyfingar- innar, einkum og sér í lagi innan forystunnar. Til að mynda var íþróttasamband íslands stofnað 1912, en það var fyrst árið 1986 sem konur voru kosnar í stjórn sam- bandsins. Þá hafa konur tekið sér forystu í nokkrum sérsamböndum og staðið sig vel, og má sérstaldega í því sambandi nefna Fimleikasam- band fslands. Ég tel æskilegt að fá fleiri konur í ábyrgðarstöður innan íþróttahreyfmgarinnar. Viðhorf þeirra þurfa að koma skýrar fram. Þá þurfa þær að þjappa sér saman og móta betur sínar skoðanir og óskir. Kvennabaráttan snýst tölu- vert um að auka áhrif kvenna innan íþróttahreyfingarinnar og þar þurfa þær að bæta hlut sinn og hreyfingin þarf að sýna því skilning.“ Lovísa Einarsdóttir, íþróttakennari og stjórnarmaður ÍSÍ „Baráttan er ekki vonlaus meðan við trúum á málstaðinn, en kannski þurfum við að breyta um aðferðir. Það er bæði uppsveifla og lægðir í þessu og spurning á hvaða tímamót- um við stöndum nákvæmlega núna. Það er alveg ljóst að konur þurfa meiri hvatningu. Fyrir nokkru nokkru var gerð könnun á því af hverju stelpur í 8. bekk í grunnskóla sinna íþróttum minna og hugsan- legum ástæðum fyrir meira brott- falli úr íþróttum hjá stelpum en hjá strákum. Könnunin var hluti af þró- unarverkefni, unnin á vegum nefiidar fyrir menntamálaráðuneyt- ið og var ein af niðurstöðum hennar sú, að stelpur fái miklu minni hvatningu en strákarnir og því end- ist þær síður í íþróttunum. Úmræðan hefur breyst að því leyti að nú er meiri barátta en áður. Vissulega fáum við stuðning karl- anna en það er meira í orðum en minna í verki. Til dæmis kom fram tillaga á þingi fþróttasambandsins frá framkvæmdastjórn fSÍ. Hluti af þessari tillögu gekk út á að þingið samþykkti að stjórnir og nefndir hafi fulltrúa beggja kynja. Ég barð- ist fyrir þessari málsgrein en það kom enginn úr framkvæmdastjórn til að styðja mig í verki, og því var þessi málsgrein felld úr tillögunni. Þrátt fyrir allt höfum við náð ár- angri í þessari baráttu, og til að mynda fékk íþróttahreyfingin verð- laun Jafnréttisráðs 1993. Én betur má ef duga skal, og nú er aukin þörf fyrir að konur láti heyra meira í sér til að berjast fyrir jafnréttisgrund- velli í íþróttum.“ Sigríður Jónsdóttir, formaður Badminton- sambands íslands „Nei, hún er alls ekki vonlaus. Þó að það séu fáar konur í fremstu stöðum, þá eru fjölmargar konur sem starfa innan hreyfingarinnar í öðrum stöðum. Ég hef rætt mikið við konur sem vinna í íþróttafélög- um í störfum sem lúta að barna- og unglingastarfi, og þær segjast vera í þessu af því að þær hafi gaman af því. Þær vilja það, margar hverjar, frekar en að standa í stjórnunarstöð- um.“ segir Sigríður Jónsdóttir, sem er eina konan sem gegnir for- mennsku sérsambands innan íþróttasambands Islands þessa stundina. Hún berst fyrir aukinni þátttöku kvenna í íþróttum innan íþróttahreyfingarinnar en telur ekki rétt að festa það í lög að kona skuli vera í sérhverri nefnd og stjórn inn- an ÍSf. Tillaga, sem fól meðal annars í sér málsgrein sem hljóðaði svo, var borin fyrir síðasta þing ÍSf, sem haldið var 15. og 16. október síðast- liðinn, og var Sigríður ein þeirra sem studdu tillögu þess efnis að fella þessa málsgrein úr upprunalegu til- lögunni: „Ég tel ekki rétt að vera með „kvóta“ á konum og körlum, og vil ekki að það sé ákveðið fyrir- frarn að það verði að vera svo og svo margar konur innan nefnda og stjórna. Ég lít svo á að það gæti orð- ið „kvöð“ á íþróttasambandinu að finna konur til að sitja í þessum stjórnum og nefndum. Staðreyndin er sú að það eru ekkert allar konur sem kæra sig um að gegna ábyrgðar- stöðum innan íþróttahreyfingarinn- ar. Maður getur ekki gert meira en að hvetja konur. Ég hef, í starfi mínu, ekki enn orðið vör við að konum sé hafnað, ef þær gefa kost á sér til stjórnunarstarfa, eingöngu af því þær eru konur, enda tel ég að menn og konur séu fullkomlega metin að verðleikum.“ ■ Það fer oft mikið fyrir „stóru“ mönnunum í boltanum. Þeir eru klunnalegir á vellinum og í skallaboltunum þykjast þeir eiga heiminn eins og hann leggur sig. Þá er eins gott að vara sig ef maður er smávaxinn og eins gott að sleppa öllum hugarórum um möguleika á að ná til knattarins. Ef það er ekki gert þá sést hér hvern- ig getur farið... Ítalía Berlusconi áfram hjá Milan Enn kemur Mikkelsen Númeð Norð- mönnum Hinn kunni danski handbolta- þjálfari, Leif Mikkelsen, kemur með landsliði Norðmanna á Reykjavíkurmótið sem aðstoðar- þjálfari. Mikkelsen er öllum hnút- um kunnugur í boltanum og látið er að því liggja að það sé í raun hann sem stjórni öllu í norska lið- inu, en hann geti ekki kallast aðal- þjálfari liðsins þar sem reglur í Noregi segi að menn geti ekki kall- ast aðalþjálfarar nema þeir hafi til þess menntun. ■ Silvio Berlusconi, forsætis- ráðherra ftalíu og forseti AC Mil- an, lét hafa eftir sér á dögunum að hann hygðist halda áfram sem forseti félagsins. „Milan skipar stóran sess í lífi mínu og það mun aldrei breytast. Það hefur aldrei hvarflað að mér að fara frá félag- inu, og ég efast um að ég fari.“ Það eru meira en átta ár síðan Berlus- coni tók við félaginu og undir hans stjórn hafa þeir orðið meist- arar síðustu þrjú ár í röð. Milan hefur þó ekki gengið vel það sem af er þessu keppnistímabili skemmst er að minnast tapleiks gegn nýliðum Padova á dögun- um. Berlusconi er með ástæður slæms gengis liðsins á hreinu: „Sumir lykilmanna liðsins eru farnir að eldast. Þá höfum við ver- ið mjög óheppnir með meiðsli og það er dýrt fyrir félagið." ■

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.