Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 2

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Hefurðu lesið fréttina um að GuðmundurÁrni sé Nei, ég ætla að bíða eftir myndinni. I nýjasta hefti Frjálsrar verslunar er sagt frá byltingu sem á að hafa orðið í notkun markaðsupplýsinga þegar auglýsingastofan Gott fólk tók á dögunun í notkun umfangs- mikla neyslu- og lífsstilskönnun Gallups á tölvutæku formi með svo- kölluðum Memphis-hugbúnaði. Þessi hugbúnaður er mærður mjög í grein blaðsins, sem og framtakið, og lætur Skúli Gunnsteinsson fram- kvæmdastjóri ÍM Gallups jafnvel hafa það eftir sér að stjómendum ís- lenskra fyrirtækja hafi ekki áður ■ Gallup aðeins ofseint að bjóða upp á nýjungar Hrafn segir Hörð telja menningu hús og metnað líka hús Ma boðist markaðsupplýsingar sem þessar á jafn aðgengilegan hátt og nú með tilkomu Memphis. Nú væri þetta svo sem allt gott og blessað ef auglýsingastofan Ydda hefði ekki tekið í notkun fyrir meira en hálfu ári síðan lífshátta- og neyslukönnun sem Félagsvísindastofnun Háskól- ans gerir. Könnun Félagsvísinda- stofnunarinnar er töluvert viða- meiri en könnun Gallups og að auki keyrð í mun öflugri hugbúnaði. Það er því ekki laust við að bylting Góðs fólks sé heldur seint á ferðinni... Lannlíf er komið út og flaggar sjálfum Hrafni Gunnlaugssyni á forsíðu og eru birtir valdir kaflar úr bókinni hans og fyrrum ritstjóra Mannlífs, Árna Þórarinssyni „Krummi“ í blaðinu. Fróði gefur bókina út. Kaflarnir eru frá ýmsum tímapunktum í lífi Hrafns en einn helsti kaflinn í Mannlífi fjallar um erjur hans við Hörð Vilhjálmsson, fjármálastjóra Ríkisútvarpsins, og Hrafn gefur honum ekki góða ein- kunn: „Hörður Vilhjálmsson er fulltrúi fyrir þann hóp af fólki sem trúir að menning sé hús og metnað- ...fær Eggert Skúlason fyrir eink- ar glæsilegt „kombakk". Þessi snaggaralegi og snöfurmannlegi fréttamaður á Stöð 2 á tvímæla- laust spurningu vikunnar - þá sem hann lét flakka á Helga Pé eftir að sá síðarnefndi hafði gefið skít í Framsóknarflokkinn: „Og er þetta þitt bæ, jabb, bæ, bæ, bæ, bæ í pólitík?" ...fær Árni Mathiesen fyrir að af- saka sig sundur og saman vegna kosningasigursins og þverneita því að það hafi verið með vilja gert að sækja svona á Ólaf G. Einarsson. Fyrsta yfirlýsingin var eitthvað á þá leið að honum þætti ægilega leitt þetta með hana Sal- ome. Það vita allir að Árni er góð- ur drengur en öllu má nú ofgera og þessi góðmennska keyrir um þverbak og fer að virka öfugt á mann. F immtíu fjöllistamenn frá Ríkisíjöl- leikahúsinu í Peking eru væntanlegir til íslands um miðjan mánuðinn. Hópurinn mun sýna listir sínar í Reykjavík, Vestmannaeyjum, Akur- eyri og Selfossi dagana 21. til 26. nóv- ember. Það er TKO fsland sem stend- ur fyrir komu hópsins og í kynningu frá TKO kemur fram að sýningarat- riðin verða af margvíslegum toga. Meðal annarra mun liðamótalaus kona koma fram og halda á fjórum margarma kertastjökum í ýmsum ein- kennilegum stellingum... Irving Oil ætlar að hefja bensínsölu á nýju ári. Innlendu olíufélögin þrjú segja engar lóðir á lausu en óttast lægra bensínverð þar sem Irving Oil verði aðeins á hagkvæmustu þéttbýliskjörnunum Geir Magnússon, forstjóri Olíu- félagsins. „Ég veit ekki hvort lóðir sem ekki eru á lausu verði boðnar út til þess að útlendingar sem hafa fulla vasa af peningum kom- ist fram fyrir þá aumingja sem eru fyrir á markaðinum." Fleyta rjómann af söl- unni „Það er þekkt erlendis að olíufé- lög komi inn sem eru bara á höfuð- borgarsvæðinu,“ segir Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. „Ef borgarstjórn Reykjavíkur ætlar að auðvelda þeim að koma hér og fleyta rjómann af sölunni með því að sjá þeim fyrir lóðum í snarhasti sem öðrum stendur ekki til boða, þá er náttúrlega við ramman reip að draga. Þeir ætla sér væntanlega að vera með allan kostnað í lágmarki en bjóða sína þjónustu þar sem eft- irspurnin er mest. En við erum ekki búnir að sjá þetta gerast og ég hef enga trú á því að þeir geti komið hingað og fengið betri fyrirgreiðslu en íslensku fýrirtækin.“ Kristinn segir að þeirra reynsla hafi verið að það tæki lágmark 3-5 ár að koma upp bensínstöðvum og allt upp í 8 ár, svo ólíklegt sé að Kristinn Björnsson, forstjóri Skeljungs. „Ef borgarstjórn ætlar að auðvelda þeim að koma hér og fleyta rjómann af sölunni með því að sjá þeim fyrir lóðum í snar- hasti sem öðrum stendur ekki til boða, þá er náttúrlega við ramm- an reip að draga.“ bensín verði afgreitt af nýjum aðil- um á allra næstu misserum. Hann segist hins vegar taka fyrirhugaða samkeppni alvarlega og honum detti ekki í hug að vanmeta Irving Oil. Kristinn sagði að væntanlega væri hér um fjárfestingu upp á vel á annan milljarð króna ef gert er ráð fyrir að hér verði reist fullkomin ol- íubirgðarstöð, löndunaraðstaða og minnst átta nýjar bensínstöðvar. Geir Magnússon tók í svipaðan streng og sagði nýja birgðastöð kosta mörg hundruð milljónir króna og átta nýjar bensínstöðvar kosti varla undir 3-400 milljónum króna. Hann bætti við að 50 af þeim 70 krónum sem bensín kosti fari í skatta og því sé lítið svigrúm til verðlækkana. -þj „Vonandi getum við farið að af- greiða bensín sem fyrst, það er alveg hægt að hafa hraðar hendur ef vilj- inn er fyrir hendi,“ segir Othar Örn Petersen, lögfræðingur og fulltrúi Irving Oil á tslandi, og vonast til þess að afgreiðsla á bensíni geti haf- ist strax á næsta ári. Félagið ætlar að reisa hér dreifingarstöð, olíubirgða- stöð og vilja að hafnaryfirvöld reisi hér löndunaraðstöðu fyrir allt að 30-50 þúsund tonna olíuskipum. Að auki hafa þeir sótt um lóðir undir bensínstöðvar í Reykjavík en þeir vilja reisa að minnsta kosti átta bensínstöðvar á höfuðborgarsvæð- inu. Samkvæmt skipulagi er ekki gert ráð fyrir neinum slíkum lóðum og þeim var því bent á að koma óskum til borgarskipulags hvað það varðar. Othar sagði þá vera að líta í X-Itgáfupartý vegna nýrrar plötu Helga BjöRNS og félaga úr SSSól verð- ur haldið um alla Islensku óperuna í kvöld, fimmtudagskvöld. Veislustjóri er Hallur Helgason, foringinn úr Hafnarfjarðarklíkunni, en í samvinnu vinna Ingvar Þórðarson, Lars Emil og Vilborg HalldórsdOttir, eigin- kona Helga, að veislunni, en Vilborg hélt meðal annars eftirminnilega upp á afmæli bóndans í sumar. Boðið hef- ur verið fjögur hundruð manns til veislunnar. Eftirþvísemnæst verður komist eru ráðherrar á gestalist- anum, ekki síður en popparar og leikarar landsms. Drykkur kvöldsins verð- ur rauðleitur, enda við hæfi. Heiti plötunnar er Blóð... kringum sig og í framhaldinu muni þeir sækja um lóðir víðar um land- ið. „Hann er svo stór aðalmarkað- urinn hér og hitt kemur svo bara í kjölfarið.“ Aðspurður um hvort þeir muni bjóða lægra bensínverð sagði Othar: „Ég get ekki svarað því öðru vísi en þannig að við hefðum vel getað ákveðið fyrir 20 árum að ekki væri pláss fyrir nema 20 veit- ingastaði í Reykjavík. Þá færum við ekki á þá úrvalsstaði sem hér eru og værum enn að borga yfir 2000 krónur fyrir vonda fiskrétti." Hann vildi ekkert tjá sig um fyrirhugaða markaðshlutdeild eða hugsanlega veltu fyrirtækisins. Frumkvöðlarnir eiga að hafa forgang „Við þurfum að spyrja yfirvöld í Reykjavík hvort það séu virkilega einhverjar lóðir á lausu ef einhverjir útlendingar, sem aldrei hafa verið hérna, biðja um það,“ segir Geir Magnússon, forstjóri Olíufélags- ins. „Og ef þær verða á lausu, hvort eigi að úthluta þeim fram fyrir okk- ur sem höfum verið hérna í áratugi og borgað okkar skatta. Ég hlýt að spyrja borgaryfirvöld hvort við höf- um ekki einhverja forgöngu um út- hlutun lóða. Hins vegar er ekkert framboð á lóðum samkvæmt gild- andi skipulagi og þeir sem fyrir eru á markaðinum hafa slegist um hverja lóð sem hefur boðist. Sjálfur er ég þeirrar skoðunar að þeir eigi ekki að fá úthlutað neinni lóð nema að því frágengnu að enginn okkar hinna vilji það. Ég veit heldur ekki hvort eigi að bjóða lóðir út til þess að útlendingar, sem hafa fulla vasa af peningum, komist fram fyrir þá aum- ingja sem eru fyrir á markaðinum," sagði Geir Magnússon jafn- Othar Örn Petersen, fulltrúi Ir- ving Oil. „Við hefðum vel getað ákveðið fyrir 20 árum að aðeins væri pláss fyrir 20 veitingastaði í Reykjavík. Þá værum við enn að borga yfir 2000 krónur fyrir vonda fiskrétti." Það sem íslensku olíufélögin ótt- ast mest er að Irving muni „fleyta rjómann“ af markaðinum með því að bjóða sína þjónustu aðeins á höfuðborgarsvæðinu og allra stærstu þéttbýliskjörnum landsins þar sem fiskiskipaflotinn hefur mest viðskipti. „Við gætum þurft að skera af okkur rekstur sem er óhagkvæmur til þess að mæta og verja stærri hagsmuni. Ég er ekki tilbúinn að fullyrða að Olíufélagið yrði eins uppbyggt í dag ef það þyrfti að byggja það upp frá grunni. Ef einhver ætlar að koma inn nýr á markaðinn, óbundinn af þeirri þró- un sem hefur verið í gegnum ára- tugina, þá er spurningin hvernig hann gerir það og hvernig hinir svara því.“ Geir sagði hins vegar að tilvonandi samkeppni hefði engin áhrif haft á verð hlutabréfa eða eft- irspurn sem væri enn mun meira en framboð.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.