Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 3

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Hitnar í kolunum hjá Frömurum í Reykjaneskjördcemi ■ Kómixamirað verða listform?M Löggubörum fjölgarM Grímur dœmdur til refsivistar Ei/ins og fram hefur komið stendur yfir hatrammur slagur um fyrsta sætið á lista framsóknarmanna í Reykjaneskjördæmi. Hjálmar Árnason skólastjóri stefnir ótrauð- ur á fyrsta sætið, meðal annars með fulltingi Steingríms Hermannsson- ar, sem veitt er við lítinn fögnuð annarra kandidata. Tvær mjög frambærilegar konur keppa hins vegar við Hjálmar um fyrsta sætið, þær Drífa Sigfúsdöttir og Siv Frið- leifsdóttir. Þeirra möguleikar þykja mjög hafa vænkast eftir þá út- reið sem framsóknarkonur hafa fengið í nýafstöðnum „prófkjörum“ flokksins. Flokknum þykir tæpast stætt á því að hafna konum enn og aftur. Það mun hins vegar vera að koma nýr og óvæntur keppinautur fram á sjónarsviðið, að sameigin- legu undirlagi þeirra Sigurðar Geirdal, bæjarstjóra í Kópavogi, og Jöhanns Einvarðssonar, fýrrver- andi alþingismanns, en honum þyk- ir sem Steingrímur hafi svikið hann í tryggðum. Nýi maðurinn er Helgi Laxdal, formaður Vélstjórafélags- ins, og mun Jóhann meðal annars hafa falast eftir stuðningi Halldórs ÁSGRÍMSSONAR VÍð vél- stjórann — við litlar undirtektir. Raunar er talið að Hall- dór muni halla sér að konum þar sem eftir er að stilla upp listum flokksins — hvar sem því verður við komið, enda ekki vanþörf á... ^M^yndasögur eru í mikilli uppsveiflu á ís- landi um þessar mund- ir. Ekki er langt siðan Bjarni Hinriksson opn- aði myndlistarsýningu sem byggir á teikni- myndasögunni. Flest bendir til þess að áður en langt um líður nái frægð myndlistar- mannsins og höfundar Silfurskottumannsins, SteingrIms Eyfjörð, út fyrir landsteinana. Myndasögur hafa hing- að til verið neðanjarð- arlist en er greinilega að ná upp á yfirborðið því Háskólinn, Endur- menntunarstofnun og Listasafh Reykjavíkur standa í sameiningu að námskeiði um mynda- sögur í fyrirlestarformi. Það hefst í dag og leið- beinandi verður Þorri Hringsson, myndlistar- maður... Hans Guðmundsson, handboltahetja og fyrr- um lögregluþjónn hefur nú ákveðið að snúa sér að veitingabransanum. Hann er nú að láta inn- rétta nýjan stað, pöbb og matsölustað, í hinu umdeilda nýja verslun- arhúsnæði í Hafnar- firði. Mönnum hefur löngum þótt vanta staði sem höfða eindregið til ákveðinna starfsstétta. Nú geta lögreglumenn og handboltamenn sameinast á nýja staðn- um hans Hansa en þess ber þó að geta að þessar stéttir eru meðal sára- fárra sem hafa bari sem eru einkum fyrir þær. 1 Skipholtinu mun vera að finna sérstakan löggubar og sögur herma að þar séu leigu- bílar sjaldséðir fyrir utan, vakthaf- andi starfsbræður sjái um að koma félögum sínum heim. Nú, og hand- boltamenn eiga sér griðastað á Laugaveginum í „Kofa Tóm- asar frænda“ en Dagur Sig- urðsson, Vals- ari, er einn eiganda hans... CjRÍMUR Vil- helmsson, sem nýlega var rek- inn úr starfi leiðbeinanda við Grunn- skólann á Sauðárkróld vegna gruns um kynferðis- afbrot gagnvart eigin börnum í Noregi, var á dögunum dæmdur í eins árs fangelsi af Héraðsdómi Reykjavíkur fyrir skjalafals. Níu mánuðir af refsivistinni eru skil- orðsbundnir. Grími var einnig gert að greiða 2,3 milljónir króna til fjögurra banka og stofn- ana á íslandi en málið í Nor- egi var látið falla niður. Eins og kunnugt er stofnaði Grímur nýlega samtök fólks sem lagt hefur verið í einelti en hann hefúr sakað Aðvent- istasöfnuðinn á íslandi um að láta sig ekki í friði... LEIKMYND OG BUNINGAR: Stígur Steinþórsson LÝSING: Ögmundur Þór Jóhannesson TÓNLIST: Þórólfur Eiríksson LEIKSTJÓRI: Hlin Agnarsdóttir LEIKARAR: Árni Pétur Guðjónsson, Benedikt Erlingsson, Ellert A. Ingimundarson, Jóhanna Jónas og Margrét Vilhjálmsdóttir BORGARLEIKHÚS LEIKFÉLAG REYKJAVÍKUR SÍMI: 680 680 verö frái 1. des MERUIINK IIM AIMNIEIM æst í næstu bókabúð Villtir svanir er í senn kvennasaga, fjölskyldusaga og mannkynssaga. Höfundurinn, Jung Chang, segir hér sögu fjölskyldu sinnar frá sjónarhóli þriggja kynslóða kvenna; sjálfrar sín, móður sinnar og ömmu. Lesandinn fær hér ómetanlega og óvenjulega innsýn í sögu Kína á þessari öld - en um leið er þetta nærfærin og áhrifamikil lýsing á örlögum einstaklinga sem urðu fórnarlömb maóismans. Villtir svanir er saga um mannlega reisn, hetjuskap og fegurð í miðri vargöldinni. Bókin hefur farið sigurför um öll Vesturlönd frá því hún kom út árið 1991 og hefur trónað á toppi metsölulista víða um lönd undanfarin misseri. Gagnrýnendur hafa hlaðið bókina lofi og jafnað henni við sögulegar skáldsögur eins og þær gerast bestar - nema hér er hvert orð dagsatt. Hjörleifur Sveinbjörnsson íslenskaði. R O R l_ A G I Ð M Á L OG MENNING

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.