Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 10

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 10
10 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Engar samræmdar reglur eru til hér á landi um innheimtustarfsemi heldur er lögfræðingum í sjálfsvald sett hversu háa þóknun þeir reikna sér. Þetta er slæm staða fyrir skuldara því þeir hafa ekkert um það að segja hver fær skuld þeirra til innheimtu. Jón Kaldal skoðaði hvað tíðkast hér og bar meðal annars saman innheimtukostnað hér og í nágrannalöndunum. Innheimtukostnaður allt að fjórfalt hærri héren i Noregi Fyrr á þessu ári felldi Samkeppn- isráð þann úrskurð að Lögmanna- félagi Islands væri óheimilt að gefa út gjaldskrá til viðmiðunar fyrir fé- laga sína. Lögmenn geta því sjálfir, þar sem engin viðmiðunargjaldskrá er í gildi, ákveðið hversu háa þókn- un þeir reikna sér fyrir að sjá um innheimtu fjárkrafna. Þetta hlýtur að vera slæm staða fyrir skuldara því þeir hafa ekkert um það að segja hverjum er falið að innheimta skuld þeirra. Þannig getur kröfu- hafi, sem vill skuldunauti sínum miður gott, til dæmis farið til inn- heimtuaðila sem er með háa gjald- skrá og falið honum innheimtu skuldarinnar, vitandi það að skuldunauturinn þarf að bera allan innheimtukostnaðinn. Þegar sá innheimtukostnaður, sem skuldarar þurfa að bera hér á landi er borinn saman við inn- heimtukostnað í Noregi, kemur í ljós að íslenskir skuldarar borga mun hærri þóknanir til innheimtu- aðila en norskir kollegar þeirra. I sumum tilfellum getur munurinn verið allt að fjórfaldur. Lög verði sett um innheimtustarfsemi „Eins og staðan er í dag er inn- heimtumönnum í sjálfsvald sett hversu háa innheimtuþóknun þeir reikna sér. Þetta er að sjálfsögðu mjög slæm staða fyrir skuldara því þeir hafa ekkert um það að segja hvaða innheimtuaðila er falið að innheimta skuldina,“ segir Sigríð- ur Arnardóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna, en samtök- in hafa ályktað um að mjög brýnt sé að setja lög urn innheimtu gjald- fallinna fjárkrafna eins og eru nú við lýði í mörgum nágrannalanda okkar, til dæmis Noregi og Sví- þjóð. I ályktun Neytendasamtakanna er gerð tillaga um að sett verði samræmd lög um hversu inn- heimtuþóknun megi vera há svo skuldari geti vitað hvað innheimt- an eigi eftir að kosta hann en einn- ig er tekið á öðrum þáttum inn- heimtustarfsemi. „Það er líka brýnt að setja reglur um greiðsluaðvaranir til skuldara og hvernig haga eigi innheimtunni. Guðjón Ármann Jónsson lög- maður hafði rúmlega 1,2 milljónir í laun á mánuði í fyrra en lög- mannastofa hans rekur umfangs- mikla innheimtustarfsemi. Það gætir töluverðs misræmis í þessum efnum nú, þar sem hver og einn kröfuhafi getur ákveðið upp á sitt einsdæmi hvernig innheimt- unni skuli háttað, til dæmis hvort aðvara eigi skuldara áður en auk- inn kostnaður fellur á málið og um þá fresti sem skuldara er veittur til að ganga frá máli sínu,“ segir Sig- ríður. I júlí á þessu ári úrskurðaði áfrýjunarnefnd Samkeppnisráðs samhljóða að Lögmannafélagi Is- lands væri óheimilt að gefa út gjaldskrá til viðmiðunar fyrir fé- lagsmenn sína. Lögmenn höfðu óskað eftir undanþágu frá bann- ákvæði samkeppnislaganna, meðal annars á þeim forsendum að nauð- synlegt væri að hafa gjaldskrá til staðar vegna innheimtustarfa. Samkeppnisráð hafnaði þeim rök- um. Sigurður Heiðarsson, lög- fræðingur hjá Samkeppnisstofnun, tekur undir það að núverandi staða geti valdið vandamálum en hann leggur áherslu á að úrskurður áfrýjunarnefndarinnar hafi verið skýr. I úrskurði nefndarinnar kem- ur fram að hún telur að gjaldskráin sé ekki nauðsynleg til þess að stjórn Lögmannafélag Islands geti rækt sínar lagalegu skyldur. Sigurður segir að þarna sé verið að vísa til Lögfræðingar langflestir á íslandi íslendingar slá jafnvel hinum málsóknarglöðu Bandankjamönnum við. I október birti bandaríska dag- blaðið The New York Times athygl- isverða grein unt fjölda lögfræð- inga í heiminum. Blaðið komst að því að lögfræðingar hefðu tiihneig- ingu til að „safnast" upp í hinum vestræna heimi þar sem vinnan og viðskiptavinirnir eru. Það þarf í sjálfu sér ekki að koma á óvart en það sem vekur hins vegar óskipta athygli er sú staðreynd að á íslandi eru hlutfallslega langflestir lög- fræðingar rniðað við íbúafjölda. Á Islandi eru um það bil íooo lögfræðingar, sem gerir um það bil 38,5 lögfræðinga á hverja 10.000 íbúa. I Bandaríkjunum eru til sam- anburðar um það bil 30 lögfræð- ingar á hverja 10.000 íbúa. Þetta þykir ef til vill ótrúlegt þar sem al- ræmdur er áhugi og elja Banda- ríkjamanna á lögsóknum út aföllu milli himins og jarðar. Lögfræð- ingastóðið í Bandaríkjunum er líka ákaflega fjölmennt, það telur 777.100 manns, en ef þeir ættu að vera hlutfallslega jafn margir og hér á landi þyrftu þeir að vera 1.040.000 talsins. Ef fjöldi lögfræðinga hér á landi ætti hins vegar að vera sambærileg- ur og í Bandaríkjunum yrði að skera hressilega niður í íslenska lögfræðingahópnum, eða um rúm- lega 230 manns. Háskóli íslands útskrifar að meðaltali 50 lögfræð- inga á ári hverju. Ein leið til þess að ná fjölda lögfræðinga hér á landi niður væri að Háskólinn hætti að Eru Islendingar þrætugjarnastir? Hlutfall 120-38,5 110-20 Hæstl Háttl Meðal E3 5,3-10 Lágt □ 2,5-5,3 LægstlZD 0,1-2,5 lögfræðingar á 10.000 íbúa útskrifa lögfræðinga í að minnsta kosti fjögur ár. Ef íslenskir lög- fræðingar ættu að verða jafn marg- ir miðað við íbúa og hjá frændum okkar í Noregi, þyrfti öllu stórtæk- ari niðurskurður að koma til. Sam- kvæmt The New York Times er Noregur eitt þeirra landa heimsins þar sem lögfræðingar eru á bilinu tíu til tuttugu á hverja tíu þúsund íbúa. Ef við reiknum með því að Norðmenn séu í hærri kantinum og hafi 18 lögfræðinga á hverja tíu þúsund íbúa, þá þyrfti íslenskum lögfræðingum að fækka um rúm- lega helming. Þannig gæti laga- deild HÍ lokað hjá sér að ósekju í tíu ár án þess að lögfræðingum hér fækkaði hlutfallslega miðað við í Noregi. Fjöldi lögmanna miðað við íbúa er ennþá minni í Svíþjóð, eða á bilinu 2,5 til 5,3 og í Finnlandi ekki nema 0,1 til 2,5. Heimsmeðaltalið er 5,3 lögfræð- ingar á hverja 10.000 íbúa en til þess að ná því þyrftu íslenskir lög- fræðingar að vera ríflega sjö sinn- um færri en þeir eru núna, eða 138 í stað 1.000. Ef fækka ætti lögfræð- ingum þannig að heimsmeðaltal- inu yrði náð, mætti hæglega loka lagadeild Háskólans allt fram til ársins 2012. Baldur Guðlaugsson lögmaður hafði tæplega 1,4 milljónir í laun á mánuði í fyrra, en lögmannastofa hans rekur umfangsmikla inn- heimtustarfsemi. eftirlitsskyldu stjórnar Lögmanna- félagsins og að ef ágreiningur rísi, til dæmis vegna innheimtukostn- aðar, sé hægt að skjóta málinu til stjórnarinnar til umsagnar. Marteinn Másson, fram- kvæmdastjóri Lögmannafélags Is- lands, var spurður að því hvort ekki væri full þörf á því að setja samræmdar reglur um innheimtu- störf hér á landi. „Það hefur ekkert verið fjallað um þetta í félaginu. Það hafa verið í gildi ákveðnar reglur um inn- heimtukostnað í gjaldskrá Lög- mannafélagsins en það er kannski fátt um aðrar reglur. Nema þá að innheimtumál hafa verið í hönd- um lögmanna og lögmenn sæta eftirliti og agavaldi stjórnar Lög- mannafélagsins. Þannig má segja að það hafi verið ákveðið aðhaíd fyrir þá sem að mest stunda inn- heimtustörf að fara ekki út fyrir þau mörk.“ Það cr scm sagt liœgt að skjóta því til stjórnar félagsins cf incim telja inn- lieimtukostnað óeðlilcga háan? „Það er hugsanlega hægt að fá álit á því hjá stjórn félagsins hvort eðlilega sé að málum staðið. Það var mat manna hér að það auð- veldar störf stjórnarinnar að hafa svona tæki, sem gjaldskráin var, til þess að gefa álit sitt. En það má kannski segja að fyrst þetta er bannað núna munu álit stjórnar- innar væntanlega mynda smám saman ákveðna venju í þessu sam- bandi, og þar með smám saman einhverja gjaldskrá." Er eðlilegt að stjórn Lögmannafé- lagsins ákveði einhliða kjör félags- mantta sinna með þessum hœtti, vœri ekki eðlUegra að þetta vœri ákveðið með reglugerð eða lögum? „Hvers vegna skyldu þeir sæta því frekar en aðrar stéttir?“ Þar sem skuldarinn hefur ekkert utn það að segja hver fœr skuldina til innheimtu. „Nú hafa stjórnvöld ekki verið mjög viljug til að skilja hvaða kostnaður er að baki rekstri lög- mannastofa. Við óskuðum til dæmis eftir því, en án árangurs, við dómsmálaráðuneytið að gert yrði ákveðið samkomulag við Lög- mannafélagið um þóknun lög- manna þegar þeir eru skipaðir réttagæslumenn, og hugsanlega síðar verjendur í opinberu máli, vegna þess að á lögmönnum hvílir sú lagaskylda að taka að sér þessi mál, það er að segja þeir geta ekki hafnað þeim eins og hægt er þegar um einkamál er að ræða. Að mati Lögmannafélagsins er mjög óeðli- legt að þóknunin sé ákvörðuð ein- hliða af ráðuneytinu eða hinum ýmsu stofnunum. Sú afgreiðsla sem við höfum fengið í þessu hefur sýnt okkur að það er ekki mikill skilningur meðal stjórnvalda á því hvernig rekstri lögmannastofa er háttað. Þess vegna held ég að menn væru ekkert hrifnir af því ef farið yrði út í það að setja almennar op- inberar reglur eða viðmiðanir um jnnheimtustörf.“ Innheimtukostnaður óeðlilega hár? Þrátt fyrir að Samkeppnisráð hafi fellt gjaldskrá Lögmannafé- lagsins úr gildi síðasta sumar og úrskurðað að frjáls samkeppni ætti að ríkja milli lögmanna, hefur það ekki skilað skuldurum betri kjör- um. Það segir sig líka sjálft að þró- unin ætti frekar að vera í hina átt- ina þar sem skuldararnir hafa ekk- ert að segja um hver innheimtir skuldir þeirra. Samkvæmt heimild- um blaðsins hafa lögmenn al- mennt haldið sig við forsendur gjaldskrárinnar þegar innheimtu- þóknanir eru reiknaðar út, en einn ónafngreindur lögmaður benti á að það væri að sjálfsögðu mjög auðvelt að hækka þóknunina ef menn hafa á annað borð áhuga á því. Sú vinna sem liggur að baki inn- heimtu á fyrsta stigi er ekki ýkja mikil. I grófum dráttum er ferlið þannig að krafan er móttekin, hún skráð í tölvukerfí, undirskrifuð og bréf sent út til skuldarans. Það hef- ur vakið athygli hve háa þóknun ís- lenskir lögmenn reikna sér fyrir þessa tiltölulega einföldu aðgerð en ef þóknun þeirra er borin saman við þá þóknun sem tíðkast í Noregi fýrir sömu aðgerð, kemur í ljós að innheimtukostnaður er almennt mun hærri hér á landi en þar. I Noregi og Svíþjóð hafa verið í gildi samræmdar reglur um fjölda aðvarana til skuldara og einnig hversu háa þóknun innheimtuaðil- ar megi reikna sér vegna inn- heimtustarfa. Munurinn er í sum- um tilfellum svimandi milli land- anna. Þannig er innheimtukostn- aður vegna 100.000 króna kröfu 16.322 á Islandi en 9.500 í Noregi (opinber gjöld eru ekki reiknuð með í þessum dæmum). Inn- heimtukostnaðurinn hér á landi í þessu tilfelli er 71 prósent hærri en í Noregi. Af einni milljón króna

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.