Helgarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 22

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 22
22 MORGUNPÓSTURINN SPORT FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Eins og greint hefur verið frá í fréttum, hefur knattspyrnumaður- inn Andri Marteinsson verið ráð- inn sem leikandi þjálfari Fjölnis fyr- ir komandi keppnistímabil. Fjölnis- menn leika, sem kunnugt er, í þriðju deild og eru með stóra drauma varðandi framtíðina enda er aðstaðan, sem félaginu hefur ver- ið sköpuð, mjög góð... etta er að sama skapi auðvitað mikil blóðtaka fyrir FH- inga sem enn á ný þurfa að sjá á eftir góðum leik- manni í haust. Það fer að verða heldur þunnskipaðurhópurinn sem eftir stendur hjá félaginu og enn eru menn sem ekki hafa gert upp hug sinn varð- andi framhaldið en eru allt eins lik- legir til að hleypa heimdraganum og reyna fyrir sér annars staðar... 1 il dæmis er Hörður Magnússon enn óráðinn með sína framtíð hjá fé- laginu. Hann setlar reyndar að kanna aðstæður hjá svissnesku 2. deildar liði en hefur samkvæmt ör- uggum heimildum MORGUNPÓSTS- INS mestan áhuga á að leika með KR liðinu næsta sumar... Ef allar mannaráðningar KR-inga ganga eftir á næstu dögum er ljóst að um firnasterkt lið verður að ræða. Næsta öruggt þykir að Ant- hony Karl Gregory leiki i framlínu félagsins og jafnvel Hörður líka. Þá er reynt eftir öllum leiðum að kló- festa Þórsarann Guðmund Bene- diktsson og ef þetta gengur allt saman eftir verður allt í einu Lyftingar Atli með glæsilegt met Atli Brynjarsson setti nýtt Islands- met í flokki hreyfihamlaðra á Reykja- víkurmótinu í lyftingum fatlaðra sem haldið var um síðustu helgi í íþrótta- húsinu við Hátún. Atli lyfti 157,5 kg sem er mesta þyngd sem fatlaður ein- staklingur heíur lyft hér á landi. Orslit í bekkpressunni urðu þau að íyrstur varð Atli, eins og áður sagði, annar varð Þorsteinn Sölvason og þriðji Reynir Kristófersson. í keppni þroskaheftra í réttstöðu- lyftu og bekkpressu varð Gunnar Öm Erlingsson hlutskarpastur en Ás- grímur Pétursson varð annar og Magnús Komtop þriðji. -Bih England Walker rekinn frá Everton Forráðamenn enska úrvalsdeildar- liðsins Everton hafa loks misst þoln- mæðina og nú heftrr Mike Walker, framkvæmdastjóri Everton, verið rek- inn sem framkvæmdastjóri félagsins. Gengi liðsins hefur verið afar slakt það sem af er leiktíðarinnar og vermir það nú botnsæti deildarinnar með að- eins einn sigurleik á bakinu. Þetta þyk- ir alveg óviðunandi árangur í ljósi þess að forráðamenn félagsins hafa verið duglegir við að dæla til þess peningum til kaupa á leikmönnum og hafa margar stórstjömur gengið til iiðs við félagið að undanförnu.-Bih Útsendingar frá Meistarakeppni Kostnaður of mikill Vegna fréttaskýringar MORGUN- PÓSTSINS á mánudag um Meistara- keppnina í knattspyrnu, vill Heimir Karlsson, íþróttasfréttamaður Stöðv- ar 2, taka það fram að Stöðin hafi gert úttekt á kostnaði við beinar útsend- ingar frá stórleikjum sem þessum og komist að því að ekki væri verjandi, kostnaðarlega séð, að hrinda þeim I framkvæmd. Þá kvaðst hann ósam- mála því sem fram kom í greininni að þar með gæfist fólki ekki tækifæri til að fylgjast með knattspymunni eins og hún gerðist best. Heimir benti á að um árabil hefði verið sýnt frá ítölsku knattspyrnunni á sunnudögum og þar með heíði fólki verið gefinn kostur á að sjá knattspyrnu í hæsta gæða- flokki. Þessu er hér með komið á framfæri. Alþjóðlega Reykjavíkurmótinu í handknattleik lauk um síðustu helgi með næsta auð- veldum sigri Svía. íslenska liðinu vegnaði vel framan af en tapaði síðan úrslitaleikn- um með miklum mun, og höfðu menn á orði að leikmenn íslenska liðsins væru í afar misgóðu líkamlegu formi, og sumir þeirra væru hreinlega í lélegu formi. Rafn Mar- teinsson hafði samband við þá Þorberg Aðalsteinsson landsliðsþjálfara og Alfreð Gíslason, þjálfara KA-manna, og spurði þá álits. Ekki í nægilegri æfíngu? Þorbergur Aðalsteinsson, landsliðsþjálfari: „Ég held að almennt sé líkamlegt form leikmanna gott. Við létum gera prufur á einstökum leikmönn- um meðan keppnin stóð, en það var megintilgangur með mótinu að komast að því hvernig menn stæðu. Óneitanlega spilar það inn í að við þurftum að keyra rnikið á sama mannskapnum þar sem okkur vantaði fjóra fastamenn í liðið, þá Júlíus Jónasson, Héðin Gilsson, Valdimar Grímsson og Ólaf Stef- ánsson. Það er erfitt að bjóða sömu tíu leikmönnunum að spila aila íjóra Ieikina á jafnmörgum dögum á meðan Svíarnir gátu hvílt sína sterkustu menn í leiknum við Sviss, daginn fyrir úrslitaleikinn.“ Varðandi frammistöðu einstakra leikmanna í mótinu, hverjir voru björtustu punktarnir að þínu mati? „Ég er sérstaklega ánægður með Þorbergur: „Það kom í Ijós að leikmenn liðsins eru í mjög mis- jöfnu líkamlegu formi.“ frammistöðu þeirra Dags Sig- urðssonar, Patreks Jóhannes- sonar, Konráðs Olavssonar og Bergsveins Bergsveinssonar. Þeir komu inn með fullum þunga, stóðu sig mjög vel, og virðast vera í feikna góðu formi. Patrekur lék lykilhlutverk og stóðst það fyllilega. Annars stóð liðið í heild sig vel og það er ekki hægt annað en að vera ánægður með annað sætið í jafn sterku móti og raun ber vitni.“ Verður eitthvað gert til að ná fram meira samrœmi í líkamlegu formi leikmanna? „Við munum halda áfram að gera prufur á leikmönnum fram að HM á næsta ári. Leikmenn fá skýrslur í hendurnar þar sem fram kemur líkamlegt form þeirra og hvað þarf að bæta. Þannig höfum við nægan tíma til samræmingar og stefnum á að allir verði í sínu besta formi þegar keppnin hefst.“ Alfreð: „Það er alveg klassískt hjá þjálfurum að varpa því fram eftir mót, að leikmenn séu í lélegu formi, og ég man ekki eftir þeirri túrneringu sem Bogdan, fyrrver- andi landsliðsþjálfari, kom ekki með þetta.“ Hvert verður framhaldið á undir- búningi landsliðsins? „Við hittumst næst 17. desember, verðum saman til 8. janúar, og leik- um á því tímabili átta landsleiki. Síðan hittumst við aftur 27. mars og verðum saman fram að fyrsta leik okkar í mótinu, 7. maí.“ Alfreð Gíslason, þjálfari KA: „Ég er ekki sammála þessu en þó get ég ekki dæmt um alla. Menn geta verið að koma úr meiðslum og hafa ekki náð eins löngu undirbún- ingstímabili og hinir. Þeir sem hafa sloppið við meiðsl geta tæplega ver- ið í lélegu formi, allavega ekki svo ég viti. Éflaust hafa menn eitthvað til síns máls en hafa skal í huga að búið er að spila stíff og þannig er þreyta off tekin sem lélegt form. Það er búið að vera mikið álag á strákunum, margir deildarleikir og stífar æfingar með landsliðinu á skömmum tíma. Á mótinu spiluð- um við fjóra leiki á jafnmörgum dögum á tiltölulega fáum leik- mönnum og því er eðlilegt að menn hafi verið orðnir þreyttir. Mér fannst margir eiga töluvert meira inni, eins og til dæmis Bjarki og Einar Gunnar, en hann missti mikið úr undirbúningstímabilinu vegna meiðsla. Einar er mjög öflug- ur varnarmaður og mikilvægur fyr- ir landsliðið. Ég er einna ánægðast- ur með Patrek, Dag og Bergsvein á mótinu. Þá kom Konráð á óvart, en ég á von á Geir sterkari. Annars gekk þetta bara eins og við var að búast og ég held að við séum á réttri leið með liðið.“ Patrekur Jóhannesson Einn þeirra sem kom vel út á mótinu og virðist vera í góðri þjálfun. Islenski hóp- um svægig Qg allir athyglisverð- urinn glað- ustu staðirnir sýndir. Síðan var beittur ásamt farið á golfvöllinn glæsilega sem er kylfingnum í einkaeign hins heimsfræga kylf- heimsfræga, ings Cristy O’Connor og hópn- Cristy um, alls um fjörutíu manns, gefinn O’Connor. kostur á að ræða við hann.“ Höfðingleaar móttökur sem íslenskir kytfmgar fengu é Iriandi. Hópur íslenskra kylfinga er ný- kominn heim frá velheppnaðri golfferð til Irlands. Ferðin sem skipulögð var af írska ferðamála- ráðinu í samvinnu við íslenska að- ila, tókst vel í alla staði og voru móttökurnar sem íslensku gestirn- ir fengu vægast sagt eftirminnileg- ar. Þegar íslenski hópurinn kom til Galway beið þeirra rauður dregill og afar glæsilegur viðbúnaður. Þingmaður héraðsins tók á móti gestunum og var greinilegt að álit- ið var að mikilvægur markhópur væri á ferðinni. Karl Hólm og Kjartan L. Páls- son voru á meðal kylfinganna og segir Kjartan þetta hafa verið með ólíkindum. „Farið var með hópinn Fótbolti Eiður Smári tít PSV Nú er talið nær fullvíst að efnilegasti knattspyrnumaður 1. deiidar, Eið- ur Smári Guðjohnsen, muni ganga til liðs við hið heimsfræga lið PSV Eindhoven á næstu dögum. Umboðsmaður Eiðs, hinn heimsfrægi Cor Coster, er væntanlegur til landsins í dag ásamt forráðamönnum hollenska liðsins og þá verður líklega gengið frá samningum tfl undirritunar. Eiður verður þar með yngsti atvinnumað- ur Islands ífá upphafi og fetar einnig í fót- spor föður síns, Arnórs Guðjohnsens, sem lengi hefur verið atvinnumaður í Evrópu. PSV er eitt þekktasta lið Evrópu og hafa margar heimsfrægar stjörnur leikið með því og nægir þar að nefna BrasUíumanninn Ro- mario. Nú er liðið í efri hluta hoUensku deildarinnar en hefur átt í erfiðleikum og um daginn var Aad De Mos rekinn sem þjálfari. Éiður yrði ekki eina unga stjarnan með liðinu, því einn efnilegasti leik- maður heims í dag, Brasilíumaðurinn Ronaldo hefur verið að gera allt vit- laust með tækni sinni upp á síðkastið. -Bih

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.