Helgarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 32

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 32
Spurt var Eru nýbúar vandamál á íslandi? [ hverju tölublaði leggur Morgunpósturinn spurningu fyrir lesendur, sem þeir geta kosið um í síma 99 15 16. Haustfundi frestað vegna afmœlis .Sigurðar Blöndal ■ Söngdagskrá byggð á lögum Hauks Morthens ■ Bílastríðið byrjað ■ Össurfœr að ráða Skógarverðir og aðrir starfsmenn Skógræktar ríkisins fjölmenntu í sjötugsafmæli Sigurðar Blöndai., fyrrum skógrækt- arstjóra hinn 3. nóvember síðast- liðinn. Daginn áð- ur höfðu þeir verið á árlegum haust- fundi Skógræktar- innar, sem haldinn var á Hallormsstað að þessu sinni. JóN Loftsson skóg- ræktarstjóri sagðist hafa tekið upp á þeim sið að halda haustfundi eftir að hann tók við stöðunni árið 1990. Þessir fundir eru yfirleitt haldnir undir lok októbermánaðar, eða þeg- ar nýtt fjárlagafrumvarp liggur fyr- ir. Að þessu sinni var fundinum frestað í tilefni af afmæli Sigurðar, svo sem flestir gætu nýtt sér fría ferð og fjölmennt í gillið. Ku veislan hafa lukkast hið besta, segir Jón hana hafa verið „alveg meiriháttar". Hjörleifur Guttormsson lét sig heldur ekki vanta í veisluna og skemmti sér víst hið besta með skógarvörðunum, Sigurði og sveit- ungum hans... Aslenskir áhugaleikarar eru líklega þrjóskasta tegundin sem gengur laus. Þeir berjast i bökkum og vinna þrotlausa sjálfboðavinnu við að koma upp leiksýningum í misgóð- um húsum. Á laugardaginn stendur Bandalag íslenskra leikfélaga fyrir degi áhugalciklistar á islandi. Þessi dagur hefur hingað til verið kallað- ur Bandalagsdagurinn en því er nú breytt vegna þess að það skildist hreinlega ekki, það eru svo mörg bandalög til. Þrjár frumsýningar v'erða í tilcfni dagsins: Leikfélag Fljótsdalshéraðs sýnir söngdag- skrána „Hér stóð álög- sem Haukur Morthens gerði fræg, Sel- fyssingar sýna „Við bíðum eftir God- ot“,leik- stjóri ogþýð- andi er Eyvindur Erlendsson og Hugleikur sýnir nýtt leikrit eftir Ingibjörgu Hjartardóttur „Aldrei fór ég norður". Það verða í sjálfu sér engin eiginleg hátíðarhöld, skrúð- göngur eða eitthvað í þeim dúr, heldur áhersla lögð á að vekja at- hygli á störfum félaganna. Djammið bíður til 19. þessa mánaðar en þá ætlar Leikfélag Hafnarfjarðar að standa fyrir sameiginlegu dansiballi í Straumi... Híö árlega stríð milli leigubíl- stjóra og sendibílstjóra er hafið og virðist ætla að fara fram með hefð- bundnum hætti. Leigubílstjórar láta kærunum rigna yfir sendibílstjóra fyrir ólöglega fólksflutninga og sendibílstjórar kæra leigubílstjóra fýrir að flytja pakka. Eins og venju- lega er lögreglan fljót að fara á kreik þegar leigubílstjórar kvarta og elta hina brotlegu sendibílstjóra uppi af lofsverðu kappi. Hinn hcfðbundni tregi lögreglunnar við að sinna klögumálum sendibílstjóranna er að sjálfsögðu einnig enn við lýði, en þegar slíkar kærur berast virðast laganna verðir ótrúlega oft vera önnum kafnir við eitthvað allt ann- að. Þess má að lokum geta að tölu- verður fjöldi Iögrcglumanna dund- ar sér við lcigubílaakstur í frítíman- um en það hefur varla nokkuð með þetta mál að gera.. I dag verður frumvarp Össurar Skarphéðinssonar umhverfisráð- herra, um breytingu á stjórnkerfi náttúruverndarmála, lagt fyrir Al- þingi og væntanlega samþykkt. f frumvarpinu er gert ráð fyrir að all- ur ríkisrekstur og stjórnsýsla nátt- úruverndarmála færist frá Náttúru- verndarráði inn í umhverfisráðu- neytið og kallast Landvarsla ríkisins upp frá því. Náttúruverndarráð mun starfa áffam sem sjálfstæður ráðgefandi aðili. Rikið mun þó áfram fjármagna starfsemi þess. Náttúruverndarráð hefur fram til þessa verið mikill þyrnir í augum ráðherrans. Hefur hann ekki verið sáttur við að hafa stjórn þessara mála í höndum ráðsins, sem að undanskildum formanninum er skipað af einhverjum félögum úti í bæ. En nú verður sumsé breyting þar á og Össur fær að ráða... [ wá teV :'**» ' v| 1 m Æ IjA— «3 Hljómsveitin Bong í nýjum bún- ingi stefhir á hringferð um landið í kjölfar nýrrar plötu, eða Release sem kom út á dögnunum. Fyrsta sveiflan verður tekin í 1929 á Akureyri á föstudagskvöld. Á laugardagskvöldið verður annað og nokkuð forvitni- legra uppi á teningnum en þá kemur Bong fram órafmögnuð í þætti Dóru Takefúsa, Konsert. Til þess að standa sig vel í stykkinu og sýna fram á hugmyndaríki, fékk hljómsveitin nokkra strengjaleikara til liðs við sig, eða réttara sagt til þess að Eyþór Arnalds gæti mannað sellóið sitt. Þá verður gítarúrval í meira lagi enda Guðmundur Jónsson sem fýrr fimur á gítarinn, Jakob Magnús- son leikur á kontrabassa í fyrsta sinn og Arnar Ómarsson spilar aðallega á indijánahristur og bjuða. Þá verður gamalt fótstigið harmoníum á vegi sveitarinnar sem gefúr angurværan tón og sautjándu aldar píanóið hab- sigord. En allt byggir á því að streng- ir verða plokkaðir, ekki slegnir. Sögum fer af því að hljómsveitin hafi æft með öll herlegheitin í ónefndri blokkaríbúð hér í bænum. En hvað um það, þá stendur valið um það að horfa á Ingva Hrafn í Bingo-lottó eða Bong. Leikhús Það eru alveg hreinar línur að efþú mætir ekki á Kirsuberjagarðinn hjá Frú Emilíu þá þýðir ekk- ert að gefa sig út fyrir að vera einhver leikhús- unnandi í næsta partýi. Myndlist Ásgerður Búadóttir er gift Birni Th. Hún er líka verulega góð í abstraktinu og er með sýn- ingu ÍLista- safni íslands. Og fyrst mað- ur er kominn af stað má taka hús á Hringi Jóhannessyni ÍLista- safni ASÍ og í Gallerí Fold á Laugavegi. §2Ur Popp Vilji fólk dansa þá ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi á Hótel íslandi á föstudagskvöld- ið á stórdansleik þriggja hljóm- sveita. Klassík Caput-hópurinn verð- ur með tónleika á Kjarvalsstöð- um sem ber yfirskriftina „Stigi upp úr tilverunni". Fjórðu og síð- ustu tónleikarnir í tónleikaröð. Bíó Mask er ein besta myndin sem er til sýninga núna og hana erað finna í Laugarásbíói. Sjónvarp Stöð 2 sýnirá föstu- dagskvöldið hina sprenghlægi- legu mynd Bleika pardusinn með Peter Sellers. Veðurhorfur næsta sólarhring Austlæg átt og stinningskaldi syðst á landinu en víðast gola eða kaldi annars staðar. Þokusúld á Austur- landi og annnesjum norðanlands og skúrir suðaustanlands og vest- ur með suðurströndinni. Víðast léttskýjað á Vesturlandi og í inn- sveitum norðanlands. Hiti 2 til 8 stig. Veðurhorfur næstu daga Fremur hæg austan og suðaustan átt á föstudag, dálítil súld eða rign- ing suðaustan og austanlands en að mestu úrkomulaust í öðrum landshlutum. Á laugardag verður austan og suðaustan gola eða kaldi og dálítil rigning sunnan og suðaustanlands, en þurrt annars staðar. Hiti 3-8 stig. Kjörkassinn MORGUNPÓSTURINN hefur sett á laggirnar Kjörkassann, símsvara þar sem almenningur getur svarað brennandi spurningum dagsins í dag. Það er einfalt að taka þátt. Þú hringir í síma 99 15 16, hlustar á spurninguna og greiðir síðan atkvæði með því að ýta á 1 eða 2 á símtækinu þínu. Á sunnu- daginn verður síðan talið upp úr Kjörkassanum og niðurstöðurnar birtar í mánudagsblaði MORGUNPÓSTSINS. Spurningin er... Á oðjrœða böm um samkynhndgð ískólum? Greiddu atkvæði f S Hlustum allan sólarhringinn Veðrið um helqina 39,90krónur mínútan 2 1900

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.