Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 11

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 11
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 11 Sigríður Arnardóttir, lögfræðingur Neytendasamtakanna. „Eins og staðan er í dag er innheimtumönnum í sjálfsvald sett hversu háa inn- heimtuþóknun þeir reikna sér.“ kröfu er innheimtukostnaður 68.370 krónur hér á landi en í Nor- egi 23.750 krónur. I þessu tilfelli er munurinn hátt í þrefaldur. Af fimm milljóna króna kröfu er inn- heimtukostnaðurinn á íslandi 197.207 krónur en í Noregi 47.500 krónur og þá er innheimtukostn- aðurinn orðinn rúmlega fjórfalt hærri hér á landi. Aðspurður segir Marteinn Más- son hins vegar að hann sé ekki á því að innheimtukostnaður hér á landi sé óeðlilega hár. „Nú er erfitt að svara. En ég þyk- ist vita að Norðmenn telji sig frem- ur vanhaldna af þessum ákvæðum frekar en hitt. Og þó menn þurfi að sæta þessum reglum er ekki þar með sagt að þeir séu ánægðir með þær og telji það jafnvel ekki þess virði að standa í þessu. Og það verður einnig að athuga það að af þóknuninni er einnig greiddur brúttó kostnaður við þá rekstrar- einingu sem lögmannsstofa er.“ Til að taka af allan vafa um að innheimtur hafi ekki lagst af í Nor- egi, þrátt fyrir lægri þóknun til þeirra sem stunda innheimtustarf- semi, má geta þess að þessar reglur hafa verið i gildi að minnsta kosti frá árinu 1989 svo einhverjir þar sjá sér augsýnilega hag af því að inn- heimta gjaldfallnar fjárkröfur. Frá dómsmálaráðuneytinu feng- ust þær upplýsingar að það væri ekki í skoðun og hefði ekki verið í skoðun að setja samræmdar reglur um innheimtustarfsemi. Tekjuhæstu lögmenn- irnir I innheimtu Tekjuhæstu lögmenn hvers árs eru jafnan þeir sem leggja stund á innheimtustarfsemi. Þannig var Guðjón Ármann Jónsson, en lögmannastofa hans sér um því- næst alla innheimtu fyrir Islands- banka, til dæmis með tæplega 1,8 milljónir á mánuði árið 1992, árið þar á undan voru mánaðartekjur hans hins vegar rúmlega tvær milljónir. Guðjón var þó með heldur lægri tekjur í fyrra, eða rúmlega 1,2 milljónir á mánuði. Sá sem var tekjuhæstur lögfræðinga í fyrra var Baldur Guðlaugsson, sem var með tæplega 1,4 milljónir á mánuði. En lögmannastofa hans er Hvað kostar þjónustan? Grennslast var fyrir um hvað kostaði að láta lögfræðing rukka fyrir sig á íslandi og í Noregi. Þjónustan er talsvert dýrari hér en þar, en sem sjá má hækkar gjald íslenskra lögmanna mun hraðar en hjá kollegum þeirra í Noregi effir því sem upphæðin, sem rukka skal inn, hækkar. .000 krónur———— ^ Noregur| íslandj / 1 wmrnl 7 ■ B: 10.000 kr. 100.000 kr. 1.000.000 kr. 5.000.000 kr. 5 Forsætisráðuneytið endurskoðar starfsemi Húsameistara ríkisins Garðar Halldórsson Heildarkostnaður við embætti Húsameistara um Húsameistari hættir allri teiknivinnu Ekki vilji til að leggja embættið niður. Embætti Húsameistara ríkisins hefur verið afar umdeilt í gegnum tíðina og margir telja það full- komna tímaskekkju. Arkitektar hafa lengi barist fyrir því að hönn- unar- og teiknivinna fari ekki fram hjá embættinu, enda sé það í beinni samkeppni við einkaaðila, og þing- menn hafa lagt til að embættið verði lagt niður. Fljótlega eftir síð- ustu stjórnarskipti var nefhd sett á laggirnar til að endurskoða starfs- svið embættisins og í kjölfarið hef- ur forsætisráðuneytið unnið að til- lögugerð í því sambandi. Ólafur Davíðsson ráðuneytisstjóri segir að ákvörðun liggi fyrir um að emb- ættið hætti allri hönnunar- og teiknivinnu og von sé á þeim breyt- ingum fljótlega á nýju ári. Síðustu árin hefur heildarkostn- aður við embættið verið ríflega 50 milljónir króna á ári. Frá 1988 hafa sértekjur staðið straum af kostnaði embættisins en við embættið hafa starfað 25 manns, nær allir á teikni- stofunni, þótt reglugerð heimili að- eins 11 stöðugildi. Fyrir vinnu emb- ættisins er gerður reikningur sam- kvæmt gjaldskrá Arkitektafélagsins. í ársskýrslu embættisins 1991 seg- ir að embættið veiti ráðgjafaþjón- ustu arkitekts en starfsemin byggir á reglugerð frá árinu 1973. Þar segir að embættið skuli sjá um viðhald og breytingar á opinberum bygg- ingum auk frumathugun og áætl- unargerð (hönnun) varðandi ný- byggingar. Nýbyggingar vógu helming á umræddu ári. I árs- skýrslunni segir að verkefni felist í almennri ráðgjöf arkitekts varðandi húsakost ríkisins og þar sér fýrst og fremst unnin almenn hönnunar- störf. og yfir 50 milljónir króna og stöðugildi eru 25 þótt reglugerð heimili að- eins 11. Embætti Húsameistara var son og Hörður Bjarnason. Garð- stofnað 1904 og hafa einungis fimm ar Halldórsson hefur verið húsa- aðilar gegnt embættinu á þeim meistari frá 1979. tíma, lengst af Guðjón Samúels- -pj Slgurður Harðarson „Þarf að breyta eðli og verkefnum emb- ættis Húsameistara." Sigurður Harðarson, framkvæmdastjóri Arkitektafélagsins Embættið í beinni sam- keppni við einkaaðila „Arkitektafélagið hefur haft þá afstöðu almennt séð að ekki eigi að leggja embætti Húsameistara niður, heldur breyta eðli þess og verkefn- um. Þannig að það yrði meira stefnumarkandi og eftirlitsstofnun sem hefði ákveðna heildarsýn yfir byggingarmál ríkisins. Embættið á hins vegar ekki að stunda venjulega hönnunarvinnu.“ Teljið þið að embœttið sé í beinni samkeppni við einkaaðila? „Já þetta er náttúrlega bein sam- keppni. Menn hafa talið að í dag sé ekki lengur ástæða til að ríkisstofn- anir sinni svona verkuni sem sjálf- stæðar teiknistofur úti í bæ geta sinnt með mjög góðu móti. Það vantar frekar að einhver sjái um undirbúning mála, stefnumörkun, viðhaldi og eftirliti með byggingum ríkisins. Mér skilst að fyrirhugaðar breytingar sé í þá veru.“ Er þá embœttið orðið nátttröll að ykkar mati? „Já, tímarnir breytast og aðstæð- urnar með. Þessi stofnun er náttúr- lega barn síns tíma og átti eflaust fullan rétt á sér þá en síðan bara breytast hlutirnir. Það er bara tíma- spurning hvenær þetta gerist og vonandi verður það sem fýrst. Að okkar mati er mikið óskipulag á byggingarmálum ríkisins. Þetta er á mörgum höndum og núorðið er hvert ráðuneyti farið að vera með eigin byggingardeildir sem hefur ekki einu sinni fagfólk. Það ætti bara að vera ein stofnun sem hefði með þessi mál að gera.“ Ólafur Davíðsson, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu Breytingar á næstu mánuðum Það er litið á endurskoðun embættisins í tvennu lagi. Annars vegar varðandi ráðgjöf vegna hús- næðismála stjórnarráðsins sem nú er komið á nokkuð fastan grunn. Það var sett upp það sem kallað er húsnæðisnefnd stjórnarráðsins, sem í eru ráðuneytisstjórar forsæt- isráðuneytisins og fjármálaráðu- neytisins og húsameistari ríkisins. Annar þáttur sem hefur verið skoðaður er hvaða verkefnum embættið ætti einkum að sinna. Þar hefur aðallega verið litið á for- hönnun og yfirstjórn með hönn- unarvinnu. Útgangspunkturinn er að embættið hætti sjálft að hanna, það er að segja, teikna byggingar og þá jafnframt eiginlega að skil- greina verkefni þess upp á nýtt, Þar koma upp ýmis álitamál um sam- starf og samspil húsameistara við framkvæmdasýsluna sem er á veg- um fjármálaráðuneytisins. Þar koma upp álitamál um hvort nauðsynlegt sé að breyta lögum til að styrkja lagalegan grundvöll þessarar starfsemi embættis húsa- meistara og ýmislegt þess háttar. Þetta er enn til umfjöllunar innan ráðuneytisins.“ Er þá fyrst og fremst verið að skoða það sem lítur að hönnunar- og teiknivinnu etnbœttisins? „Já það liggur fýrir sú stefna að embættið hætti slíkri vinnu. Um það er ekki deilt. Þá er verið að líta á þetta sem nefnt er forhönnun og yfirstjórn með hönnunarvinnu." Þið hafið ekki skoðað þatm mögu- leika að leggja embœttið niður eins og sumir hafa viljað gera? „Það er ekki inni í því sem við erum að skoða en auðvitað hafa þær raddir heyrst. Við teljum að það sé þörf fyrir ákveðinni starf- semi á þessu forhönnunar- og yfir- stjórnunarsviði og umsjón og um- sýslu með húsnæði stjórnarráðsins sem embættið eigi að sinna. En við viljum skilgreina það betur og tryggja þá hugsanlega lagalegan grundvöll fyrir því.“ Hvencer eiga menn von á að þess- Ólafur Davíðsson „Embættið mun aðeins sinna forhönnun og yfirstjórn með hönnunarvinnu." ar breytingar komist til fram- kvœtnda? „Ég vona að það verði á næst- unni og þá er ég að tala um næstu mánuði. Fljótlega á nýju ári sjáum við hvað er heppilegast að gera í þessu.“

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.