Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 12

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 12
12 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Utgefandi Ritstjórar Fréttastjóri Framkvæmdastjóri Markaðsstjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Kristinn Albertsson Þórarinn Stefánsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Ríkisjatan að fyllast Ef heldur sem horfir gerist það á allra næstu árum, að þeir ein- staldingar, sem þiggja framfærslu sína að mestu leyti frá ríkinu, verða orðnir fleiri en þeir einstaklingar, sem greiða tekju- og eigna- skatt til ríkisins. I afar athyglisverðri grein effir Þór Sigfússon, ráðgjafa fjármála- ráðherra, sem birtist í Vísbendingu í síðustu viku, kemur fram að á síðasta ári höfðu hvorki fleiri né færri en 55 þúsund manns, eða um 20 prósent þjóðarinnar, stærstan hluta framfærslutekna sinna frá ríkinu, og hafði þessi hópur þá stækkað um 17 þúsund einstaklinga, eða 45 prósent á níu árum. Á sama tíma fjölgaði þjóðinni um 22 þúsund einstaklinga. Þetta jafngildir sem sagt því, að um 80 pró- sent af þeirri fólksfjölgun, sem varð á íslandi á þessu níu ára tíma- bili, fór beint eða óbeint á framfæri hins opinbera. Á sama tíma lækkaði hlutfall þeirra einstaklinga, sem greiða tekju- og eignaskatt, úr 30 prósentum í 25 prósent. Á þessu tímabili fjölgaði eiginlegum opinberum starfsmönnum úr 19 þúsund í 25 þúsund, eða um 32 prósent. Þetta er ískyggileg þróun og við svo búið má ekki standa. Það er einna helst á þessu sviði, sem ríkisstjórnin hefur ekki stað- ið undir væntingum. Henni hefur ekki tekist að skera niður ríkisút- gjöld í þeim mæli sem vonir stóðu til, og henni hefur ekki tekist að minnka opinber umsvif. Fjármálaráðherra segir á móti, að tekist hafi að stöðva þensluna, eða með öðrum orðum - klaufalegri en réttari: það hefur ekki tekist að minnka sjálf umsvifin - einungis aukningu þeirra. Þessi málsvörn dugar ekki, - frammistaða ríkisstjórnarinnar í þessum málum er einfaldlega ekki nógu góð. Og til að bíta höfðuðið af skömminni á nú að fara að skattleggja skotsilfur blaðburðarbarna til að hala inn í hítina! Til hamingju DV! Síðdegisblaðið DV hefur nú breytt um siði og er nú orðið morg- unblað að þriðjungi. Það kom inn um blaðalúguna hjá undirrituð- um árla morguns á mánudaginn var, um svipað leyti og Morgun- pósturinn síðasta hálfan annan mánuð eða svo, og var mikill au- fúsugestur. Ritstjóri DV skýrði í leiðara ástæður þessa breytta útgáfutíma, sem einkum eru tvær. í fyrsta lagi liggur það nú loks fyrir, eftir rúmlega 80 ára reynslu, að Morgunblaðið kemur alls ekki út á mánudagsmorgnum, og DV ætlar nú að bæta landsmönnum skað- ann. I öðru lagi tókst DV einmitt í síðustu viku, eftir gott samstarf í hátt á annan áratug, að gera nýtt samkomulag við prentsmiðju Morgunblaðsins um breyttan útgáfutíma. Þessi skjótu viðbrögð DV, einkum og sér í lagi eftir að Moggalaus mánudagur í 80 ár rann upp fyrir þeim, sýna og sanna í eitt skipti fyrir öll, að þeir DV-menn láta einskis ófreistað þegar bætt þjón- usta við lesendur blaðsins er annars vegar. Þar á bæ er brugðist hart og hratt við nýjum upplýsingum, og ekki heldur verið að hangsa við hlutina þegar skyndilega birtast nýir fletir í annars afar flóknum og langdregnum prenttæknilegum samningaviðræðum. Það er rík ástæða til að óska DV til hamingju með þessi vinnu- brögð og mættu þau verða öðrum fyrirtækjum til fyrirmyndar. Páll Magnússon Miðill hf., Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, simi 2 22 11 Beinir simar eftir lokun skiptiborðs: Ritstjórn 24666, tæknideild 24777, auglýsingadeild 24888 og dreifing 24999 Símbréf ritstjórnar 22243 - Símbréf auglýsingadeildar 22241 - Simbréf afgreiðslu 22311 Sigur siðbótarinnar <í mmæ Pólitískt skáld er fætt „Betra er seint en aldrei, því versti kosturinn er, að svarthœrði fyrirlið- inn í stjórnarliðinu beri markmann- inn í eigin liði út af á hnjaskbörum Ríkisendurskoðunar. “ Magnús Jónsson, pólitískur veðurviti Óli blaðasali „Sjálfur seldi ég blöð og merki þegar ég var strákur á Isafirði. “ Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi skattmann Það var þó fjör! „Hœttu þessum skrípalátum eða þú verður alveg eins og ég. “ George Best, snillingur og gleðigjafi Það er svona að fá 20. öldina í hausinn „Þetta var mikil vél — mikil ma- skína — sem vann gegn mér.“ Eggert Haukdal frambjóðandi Mannréttindi - jöfnun atkvœðisréttar „Með þessu fyrirkomulagi yrði jöfnun atkvœð- isréttar mest ogþingmennirnir yrðu þingmenn allrar þjóðarinnar.“ Jafnrétti þegnanna er horsteinn samfélagsins. Jöfnun lífskjara og kosningaréttar eru þar lykilatriði. Mikilvægir þættir til að auka mannréttindi og efla lýðræði í landinu eru líka jafnrétti kynjanna á öllum sviðum þjóðlífsins, jafn- rétti fatlaðra á við ófatlaðra og jafn- rétti til heilbrigðis- og menntakerf- isins óháð kynferði, búsetu, fötlun, aldri og efnahag. Þessi grundvallar- mannréttindi verður að tryggja með markvissum hætti við endur- skoðun stjórnarskrárinnar. Jöfnun atkvæðisréttar Þó flestir séu sammála um að ekki verður lengur búið við það misrétti sem felst í kosningalögun- um, þá virðist hægt miða að ná frarn nauðsynlegum breytingum til að jafna atkvæðavægi landsmanna. Ólíldegt er því að nokkur niður- staða náist á þessu þingi, sem máli skiptir til að ná fram verulegri breytingu á jöfnun atkvæðisréttar. Þær breytingar sem ég tel heppi- legastar til að jafna atkvæðavægið væri að gera landið að einu kjör- dæmi og fækka þingmönnum til dærnis í 50. Samhliða því verði val- frelsi kjósenda aukið með því að tekið verði upp persónukjör og sveitastjórnarstigið eflt. Með þessu iýrirkomuiagi yrði jöfnun atkvæð- isréttar mest og þingmennirnir yrðu þingmenn allrar þjóðarinnar, en ekki bara einstakra kjördæma. Líklegt er líka að hlutur kvenna á þingi muni aukast og lýðræði fólks- ins fengi aukið vægi með því að taka upp persónukjör. Stjórnlagaþing í ljósi þess að þingmönnum hef- ur ekki tekist vel til unt breytingu á kosningalögunum, eins og síðasta breyting á kosningalögunum ber gleggst vitni urn, þar sem þing- menn tóku helst mið af að tryggja sín eigin þingsæti, er rétt að skoða af fullri alvöru nýja leið til þess að leysa þann hnút sem málið er kom- ið í. Ekki síst er rétt að huga að ann- arri skipan þessara mála, þar sem sama virðist gilda um heildarend- urskoðun á stjórnarskránni, sem árum saman Jtvælist fyrir þing- mönnum að gera nauðsynlegar Þunqaviqtin breytingar. Skoðanir eru mjög skiptar urn hvaða leiðir skuli fara í heildarendurskoðun stjórnarskrár- innar og draga verður í efa að sam- staða náist um nauðsynlegar og skynsamlegar breytingar á kosn- ingalöggjöftnni á næstunni. Að óbreyttu fyrirkomulagi er líklegt að ekki verði kosið eftir nýjunt kosn- ingalögum, ef samstaða næst um breytingar á annað borð fýrr en að fjórum áruni liðnum. Því er fullt tilefni til að gefa gaum hvort haldið skuli sérstakt stjórn- lagaþing, þar sem stjórnarskráin í heild sinni verði tekin til endur- skoðunar, ekki síst mannréttinda- ákvæði hennar og kosningareglur. Einnig væri rétt að fela stjórnlaga- þingi að skoða sérstaklega æskilegar breytingar á stjórnkerfinu, svo sem skýrari skil milli framkvæmda- og löggjafarvalds, og hvort rétt sé að breyta og setja skýrari ákvæði um þingrofsréttinn og setningu bráða- birgðalaga. Jafnframt yrði stjórn- lagaþingi sérstaklega falið að skoða, að auka rétt fólks til þjóðarat- kvæðagreiðslu í stærri málum. Vel kæmi einnig til greina að stjórn- lagaþingið fjallaði unt ráðherra- ábyrgð, og að til umfjöllunar yrðu teknar þær skráðu og óskráðu regl- ur sem í reynd ríkja urn embættis- færslur í opinberri stjórnsýslu, einkum varðandi embættisveiting- ar í æðstu stöður í stjórnkerfinu og ráðstöfun opinberra fjármuna, og þá hvort rétt sé að draga úr stjórn- málalegum afskiptum í sjóða- og bankakerfinu. Bindandi þjóðarat- kvæðagreiösla Ýmsar leiðir koma til greina um fyrirkomulag stjórnlagaþings og hverjir það væru sem sæti ættu á slíku þingi. Ein leiðin væri sú að stjórnlagaþing yrði undir forsæti forseta Hæstaréttar, en að öðru leyti yrði það skipað einum fulltrúa frá hverjum stjórnmálaflokkanna, fulltrúum aðila vinnumarkaðarins og frá mennta-, menningar-, fé- lags- og heilbrigðissviði, svo og frá Lagastofnun Háskólans. Vali á full- trúum til stjórnlagaþings yrði hag- að þannig að þeir kæmu frá öllum kjördæmum. Hægt væri að breyta stjórnarskránni á yfirstandandi Al- þingi, þar sem heimilt yrði að koma á slíku stjórnlagaþingi, til dæmis 30 ntanna, sem hefði það verkefni sem hér hefur verið lýst. Slíku stjórnlagaþingi væri hægt að koma á næsta sumar á Alþingi, en setja þyrfti sérstök þingsköp fýr- ir stjórnlagaþingið, sem sett yrði að ljúka störfum fyrir næsta haust. Til- lögur stjórnlagaþings yrðu síðan bornar undir þjóðaratkvæði sem yrði bindandi. Hugsa mætti sér að stjórnlagaþingið setti ákvæði urn að eftir að ný stjórnarskrá hafi verið staðfest, skuli þing rofið og efnt yrði til kosninga samkvæmt nýjunt kosningalögum þegar næsta haust. Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Steinar Gunnlaugsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.