Helgarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 17

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Qupperneq 17
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FÓLK 17 INGÓ & ÁRNI Þessir gömlu góðu fjölmiðlamenn — ja, fjöllistamenn liggur manni við að segja — sem hafa gefið landsmönn- um svo mikið í gegnum tíðina bjóða nú upp á sjóðbullandi heitan út- varpsþátt sem heitir „Þriðji maður- inn". Stórsnjallt og viðeigandi nafn því þeir tveir taka þann þriðja tali auk síteringarinnar í kvikmyndasög- una en Árni er, eins og mönnum er kunnugt, kvikmyndarýnir par exel- ance. Árni er góður kostur fyrir Ingó í staðinn fyrir Völu því auk þess að vera með sítt og fagurt hár, eins og Vala, þá toppar hann hana með því að vera með skegg. SVÍAVINIR Þeireru kannski ekki margirá íslandi í dag, sem gerir þá enn heitari. Það er hallærislegt að vera að setja sig upp á móti Svíum í einhverjum taps- árindum. Þeir komu hingað og sýndu drengilegan og góðan leik, einkum íaxi, sem dónalegir afdalamenn á pöllunum púuðu látlaust á. Svíar eru í raun gull af þjóð sem stendur í fremstu röð á hvaða vettvangi sem er og tilgangslaust að berja hausnum við steininn í því samhengi. Salome Þorkelsdóttir Hún er alveg við 0°. Þetta prófkjör er auðvitað áfall en er úr svo háum söðli að falla? í alvöru. Að sitja eins og uppstríluð lukkuhjóladrottning í eldri kantinum fyrir aftari Steingrím Joð, Geir Haarde, Stínu Ást., Rönnsu og þau öll, slá í bjöllu og segja: „Ekki gleyma að segja, hæstvirtur ráðherra!" er ekki eitthvað sem fólk almennt ætti að leggja fyrirsig. Sal- ome! Við mælum með skemmti- ferðasiglingu um Karabíska hafið. Þú átt það sicilið. „Levðu lívenu leee- vandeeee," eins og popparinn í Vin- um vors og blóma leggur þunga áherslu á þegar hann syngur fyrir æskulýðinn. Karlmenn MEÐ TAGL Heldur fer þetta síða sleikta hár, bundið í tagl, kólnandi. Það hefur reyndar verið lengi á niðurleið og jafnvel þó Arnór gúmmíönd sé orð- inn að helsta píslavotti þjóðarinnar þá hefur það engin áhrif á stígandi hallærisgang þessarar hárgreiðslu. (Arnór! Þú mátt þó ekki skilja þetta sem svo að þú eigir að farga taglinu. Nei, þetta er einmitt hárgreiðslan sem þú átt að hafa til að undirstrika það hvað þú stendur einn og ýtir undir samúð almennings.) En sem sagt, einhverjum fannst þetta töff þegar Jeff Bridges birtist svona útlít- andi í fischer King fyrir margt löngu en nú eru aðdáendur tagltískunnar teljandi. Ps. Glóðvolgarfregnir herma að Arnór hafi látið stífa taglið og er því á hraðferð til vinstri miðað við hitakvarðan hér að neðan. Hitamælirinn í Austurstræti Hvað er hann búinn að vera lengi bil- aður? Eðli málsins samkvæmt er hér um hagsmunamál þessa dálks að ræða sem setur það fram sem ský- lausa kröfu að þessu sé kippt í lag og það strax. Það er algjört „rnust" að það sé hægt að taka hitann á mið- borginni. GSM-símar Þessi uppatæki geta svo sem verið handhæg en nýtast flottræflunum þó best í því að sýnast bissí og ómiss- andi. Nú, uppismi er ekki bara kald- ur, hann er ekki einu sinni á kortinu. Menn sem eru að veifa þessu í tíma og ótíma eru greinilega ekki allir þar sem þeir eru séðir — það er ómögu- legt að svo margir séu þetta miklir viðskiptajöfrar að símalínan sé log- andi út í eitt. Þetta er svona svipað og þegar kærustupar er sleikjandi hvort annað og helst framan i aðra. Það er eitthvað bogið við það. Því er það svo að tíðir stuldir á GSM-símum eru jákvæðir á sinn hátt. Það má ylja sér við það að tuldra, þegar GSM- menn verða í veginum: Þjófur, þjóf- ur, þjófur. Spoon er að verða einhver heitasta hljóm- sveitin á markaðinum í dag. Það varð degin- um Ijósara þegar hijómsveitin með Emilíönu Torrini fremsta í fiokki sté á svið á útgáfu- tónleikum sínum í Tunglinu síðastiiðinn þriðjudag. Stappað var í húsinu og múgur- inn hátt stemmdur, hann hreinlega orgaði af fögnuði. Ekki er langt siðan stúlkan atarna var kjörin bjartasta vonin. Allt bendir til að sú von sé að rætast. Hárgreiðslu- meistarar ís- lands sýndu um helgina hvað tískan í þeim efnum hefur upp á að bjóða. Eins og glöggt má sjá var ekki frumlegheitun- um fyrir að fara. Strákarnir eru farnir að minna á Elvis Presley, enda náfölir í framan með bikasvart hár, og ekki spillti klæðnaðurinn fyrir. Öðrum þræði kom vax- myndasafn Ma- dam Tussaud í London upp í hugann. Stelp- urnar voru hins vegar stutt- hærðar og flest- ar rauðbirknar. Allt lítur því út fyrir að framfar- irnar felist helst orðið í því að skærin séu orð- in beittari og lit- irnir fari betur með hárið, og ekki síst hár- svörðinn. Nú hlýst víst engin flasa af sterku efnunum. Emilíana Torrint stjörf öllum fögnuðinum Bakraddir Spoon voru í fötum frá Sævari Karli og Frikka og dýrinu. Vinir Emilíönu úr Hár- inu spiluðu fyrir hana á bakraddir. Sunnudasskvöldín eru tj()lskyídukv()ld! Heiinilisleg þjónusta. Hollasti og ljúffengasti maturinn í bænum! Opið mánudaga-föstudaga frá kl. 11:30 - 14:00 og 18:00 - 22:00 sunnudaga frá kl.18:00 - 22:00.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.