Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 15
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 15 Jón Viðar Guðmunds son „Það kom upp hjá mér tímabil þar sem ég vissi ekki hvort ég væri hommi eða „bisexual" eða hvað. Það er mjög algengt að lenda í slíkri óvissu með kynhneigð sína ef maður hefur verið misnotaður kynferðis- Jón Viðar Guðmundsson er talsmaður samtaka karla sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku. islegri misnotkun og eru sjálfir farn- ir að misnota aðra kynferðislega. Þá eru þeir oft að reyna að réttlæta for- tíðina fyrir sér vegna þess að þeir voru skemmdir í æsku og þekkja ekkert annað. Þannig að það er mjög erfitt fyrir karlmann að vinna svona vinnu með konu. Við erum ekki eins, tilfinningalega, og þær en það kerfi sem við vinnum eftir er ekki ósvipað 12 spora kerfi AA samtak- anna.“ Hefur þú talað við manninn sem misnotaði þig eftir að þú fórst að vinna íþínutn málum? „Nei ég hef ekkert við hann að tala. Hann er náttúrlega sjúkur en ég hef fyrirgefið honum. Það fylgir þessu ofsaleg reiði og sú spurnig hef- ur oft komið upp í huga mér af hverju hann gerði mér þetta. Ég hugsa stundum til þess að fram- koma mín gagnvart mínum nán- ustu hefði getað verið betri því þetta bitnaði mest á þeim sem mér fannst vænst um. Ég hef unnið mikið til að bæta þau samskipti undanfarið ár og það er ekkert hægt að líkja því saman við hvernig þau eru í dag, enda eyði ég um 10 tímum á viku bara í að vinna með sjálfan mig.“ Jón segir vímuefnaneyslu algeng- an fylgifisk kynferðislegrar misnotk- unar. „Menn brynja sig oft fyrir þessu með vimugjöftim og setja upp grímu,“ segir hann. „Ég var til dæm- is mjög góður í þessu. Ég átti stóran kunningjahóp en enga vini því ég treysti engum og ef einhver komst of nálægt mér þá lét ég mig hverfa. Ég var mikið úti á lífinu og snillingur í að láta allt líta vel út á yfirborðinu þótt ég væri alveg í klessu innra með mér. Annað atriði, sem er kannski ein- kennandi fyrir hvernig ég var, er að ég á tvær sambúðir að baki og báðar konurnar spurðu mig einhverju sinni hvort ég væri hommi. Það sýn- ir best hvað maðúr var skemmdur og vandamálið var djúpstætt.“ Jón segir að engar kannanir hafi verið gerðar hérlendis á tíðni kyn- ferðislegrar misnotkunar á karl- mönnum. I Bandaríkjunum hafi hins vegar farið fram einhverjar at- huganir en niðurstöðurnar séu vart marktækar því þær sveiflist á bilinu 3 prósent til 30 prósent svarenda. Stráið er enn sem komið er rekið af sjálfboðaliðum sem eru í fullu starfi annars staðar en samtökin hafa einnig sálfræðing sér til full- tingis. Þegar hefur verið komið á laggirnar sjálfshjálparhópi þar sem þátttakendur deila reynslu sinni, styrk og vonum eftir að hafa fengið perónulegt viðtal frá leiðbeinanda samtakanna og hugmyndin er að fjölga þessum hópum á næstunni. Jón segir þátttakendur vera karl- menn á öllum aldri en börnum og unglingum sem eru yngri en 15 ára sé vísað til Stígamóta enn sem kom- ið er. Hann teiur næsta ómögulegt að reka samtökin áfram án fjár- stuðnings einstaklinga og yfirvalda og vonar að í framtíðinni muni verða eitt og hálft stöðugildi á veg- um samtakanna. „Við erum með símatíma á milli kl. 19.00 og 21.00 á mánudögum og fimmtudögum í síma 621400 en símsvara á öðrum tímum. Þetta eru bara svo viðkvæm mál að fólk þorir ekki að tala inn á símsvarann," segir hann. Samtökin hafa leitað til borg- aryfirvalda eftir fjárhagslegum stuðningi og verður það erindi væntanlega afgreitt um leið og fjár- hagsáætlun þeirra liggur fyrir. Stráið hyggur á mikið kynningar- starf á næstunni og vonir standa til að þegar fram í sækir muni samtök- in einnig beita sér fyrir forvarnar- starfi í skólum. -LAE bara eftirað gangaí sjóinnC( Stráið er heiti á nýstofnuðum fé- lagsskap karla sem orðið hafa fyrir kynferðislegri misnotkun í æsku en talsmaður þeirra er Jón Viðar Guð- mundsson. Hann leitaði til Stíga- móta, samtaka kvenna gegn kyn- ferðislegu ofbeldi, fyrir um ári síðan en þá var hann á barmi örvæntingar og „átti bara effir að ganga í sjóinn," eins og hann orðar það. „Ég var 11 ára þegar ég varð fyrir kynferðislegri misnotkun af karl- manni á þrítugsaldri sem bjó í hverf- inu, en hann var að mörgu leyti fyr- irmynd okkar krakkanna sem þar bjuggu,“ segir hann. „Ég man ekki nákvæmlega hvern- ig þetta bar að en mjög off eiga óbeinar fyrirmyndir hlut að máli og þær vinna sér inn traust þolandans. Vinátta okkar þróaðist um tíma og ég fór að fara á rúntinn með honum. Það endaði með því að hann fór með mig út á Álfíanes og þar átti þetta sér stað. Þetta gerðist nokkrum sinnum og hann lét mig hafa munn- mök við sig og þar fram eftir götun- um. Hann lét mig alltaf fá pening á effir og það gaf mér þau skilaboð að ég ætti að þegja yfir þessu.“ Jón segir algengt að kringum- stæður kynferðislegrar misnotkunar séu í þessum dúr og gerandinn geti verið hver sem er sem vinnur sér inn traust barnsins eða unglingsins sem á í hlut. „Gerendur eru oft frændur, stjúp- feður eða bræður fórnarlambsins en ekki endilega gamlir og subbulegir karlar eins og oft virðist vera haldið úti í þjóðfélaginu," segir hann. „Sá misskilningur er einnig algengur að þolendum kynferðislegrar misnotk- unar sé alltaf nauðgað. Það þarf ekk- ert endilega að vera. Þetta getur al- veg eins verið káf, andleg kúgun, munnmök, sjálfsfróun og ýmislegt annað. Það er þó í raun sama sem nauðgun því það hefur enginn leyfi til að fara inn á það yfirráðasvæði sem líkami manns er.“ Hélt éq værí hommi Hvernig upplifðir þú þetta, tilfmningalega, á meðan á þessu stóð? „Það er mjög erfitt að svara því vegna þess að það er varla hægt að setja sig í þau spor aftur. Krakkar upplifa kynferðislega misnotkun oft sem spennandi leik og hafa ekki dómgreind til annars. Ég þekki til þolenda sem eru kannski allt að 18 ára gamlir og í mörgum tilfellum er þar einnig andlegt ofbeldi á ferðinni. Ef maður lendir í kynferðislegri misnotkun hefur það áhrif á alit líf manns, sérstaklega sjálfsvirðinguna, og manni finnst maður vera mjög ómerkilegur pappír. Þetta er mis- jafnt hjá fólki en flestir verða fyrir varanlegum tilfinningalegum skaða, lokast og eiga erfitt með að treysta öðrum og sýna væntumþykju. Það verður til dæmis mjög þungbært að taka utan um fólk og tjá ást sína, hvort sem það er í samböndum eða út á við. Menn verða oft kynferðis- lega brenglaðir og það kom til dæm- is upp hjá mér tímabi! þar sem ég vissi ekki hvort ég væri hommi, bi- sexual eða hvað. Það er mjög algengt að lenda í slíkri óvissu með kyn- hneigð sína en ég tel ekki að sam- kynhneigð eða tvíkynhneigð sé al- gengari hjá okkur en öðrum. Sumir balda aftur á móti að þeir séu að verða geðveikir og einangra sig eða fremja sjálfsmorð.“ Fórstu strax að upplifa afleiðingar þessarar reynslu svona? „Ég skynjaði þetta náttúrlega ekki strax á þennan bátt en þegar ég lít til baka sé ég að þessar tilfinningalegu breytingar fóru að skjóta upp kollin- um strax eftir atburðinn. Það tók mig 15 ár að gera mér grein fyrir þessu og átta mig á að eitthvað meira en lítið væri að hjá mér. Þá loksins fór ég að tengja þetta en áður hafði ég reynt að gleýma þessu.“ Að sögn Jóns hefur hann haft spurnir af fólki sem er að uppgötva, allt að 30 árum eftir að það varð fyr- ir kynferðislegri misnotkun, hversu mikil áhrif það hefur haft á líf þess og samskipti við annað fólk. „Maður er alla ævi að vinna úr þessu en það sem ég hef fram yfir marga aðra er að ég er búinn að sætta mig við þetta og veit ástæðuna fyrir vandamálum mínum,“ segir hann. „Það er mikill áfangi að gera sér grein fýrir því. Ég hef notið áð- stoðar hjá Stígamótum í rúmt ár og konurnar þar hafa reynst mér of- boðslega vel. Ég væri ekki áð reyna að koma fótunum undir Stráið ef ég hefði ekki orðið aðnjótandi þeirrar hjálpar sem þær veittu mér. Það er mikil þörf á þessum samtökum en þessi mál eru ennþá viðkvæmari fyr- ir karla en konur. Siðferðið segir okkur að við megum ekki sýna til- finningar okkar og hina viðkvæmari hlið, en sem betur fer er þetta að breytast. í dag þykir ekkert tiltöku- mál að leita til sálfræðings en áður urðu þeir sem þurftu á slíkri þjón- ustu að halda að ganga með veggj- um.“ Vímuefnaneysla og kynferðisleg misnotkun Heldur þú að þú komist einhvern tíma yfir þá kynferðislegu misnotkun sem þú 'varðst fyrir? „Ég ger: það örugglega því annars gæti ég ekkert verið að standa í þessu. Hins vegar á maður eftir að vinna mikið í sér og maður er alla ævi að læra og þroskast." Af hverju eruð þið að stofna sér samtök fyrir karla? Gátuð þið ekki unnið að ykkar málum innatt veggja hjá Stígamótum? „Það er hægt að vissu marki en í flestum tilvikum er gerandinn karl- maður. Það koma líka til okkar menn sem hafa orðið fýrir kynferð- iðtal við Layfeyju Jakobsdóttur um aðstöðuna í íbúðum aldraðra við Lindargötu vakti nokkra athygli og hafa margir aldraðir hringt inn út af því. Það stendur upp úr vegna viðtala við þetta fólk, að það er mjög hrætt við að koma fram og segja frá. Það telur að Laufeyju sé óhætt þar sem hún sé sloppin út! Þetta hlýtur að vera nokkurt áhyggjuefni þeim sem halda þarna um stjórnvölinn, sérstaklega í Ijósi þess að nú verður líklega áframhald á þessum byggingum þar sem verk- takafyrirtækið Gunnar og Gylfi hef- ur fengið vilyrði fýrir 70 íbúða húsi uggandi vegna hugmynda hjá ráða- mönnum borgarinnar um að spara sér lofaða skólabyggingu í Vestur- bænum. Fyrirsjánlegt er að það þarf að stækka skólarými í Vesturbæn- um verulega en ekki er Ijóst hvernig það verður gert. Á fundi pólitíkusa og skólamanna á mánudaginn var vöknuðu umræður um að Granda- skóli yrði gerður að 700 barna skóla. Yrði þar um að ræða heilstæðan skóla sem hefði 1. til 10. bekk innanborðs. Ef þetta yrði horfa margir til þess með skelfingu því þarna yrði um mjög stóran skóla að ræða. Þetta mun vera enn eitt málið sem R- listinn og Ingi- BJÖRG SÓLRÚN GfSLADÓTTIR er bakka með vegna slæmrar fjárhags stöðu. Hefur Árni Þór Sigurðss formaður skólamálaráðs, verið sendur út af örkinni til að kanna viðbrögð fólks... .A.thygli vekur hve yfirlýsingaglað- ir fallistar úr prófkjörum og vali uppstillinganefnda eru. Hafa þeir gjarnan á orði að þeir séu bara farn- ir út úr viðkomandi flokki. Þetta hefur mátt heyra úr Framsóknar- flokknum þar sem Ásta Ragnheið- UR JÓHANNESDÓTTIR, HELGI PÉTURS- SON og Karen Erla Erlingsdóttir hafa öll sagst vera hætt. Segja menn að þetta sé Jóhönnu Sigurdardótt- ur að kenna þar sem margur von- biðillinn hugsar gott til glóðarinnar að detta þar inn á lista. Það sé minni áhætta en áður að loka dyrum því nóg sé af opnum dyrum nú... oœSSSBSiaeSii

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.