Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 26

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 26
26 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994: Við mælum meö með Hannesi Ásgerði Búadóttur er sýnir úrval verka sinna i Lista- safni Islands. „Heilsteyptasta og þokkafyllsta sýning á klassiskri abstraktlist, sem hér hefur sést í langan tíma. “ Opnanir Anna Sigríður Sigurjónsdóttir myndhöggvari opnar sýningu í Gerðarsafni, Listasafni Kópavogs á laugardag. Hún sýnir myndverk unnin úr íslensku grjóti og stáli. Ingimar Ólafsson Waage, sem numið hefur í Lyons í Frakklandi, opnar sýningu á eigin málverkum og teikningum í Gallerí Greip á laugardag. Aðrar sýningar Bjarni H. Þórarinsson i Nýlistasafninu. Erró á Kjarvalsstöðum. Hringur Jóhannesson í Listasafni ASÍ og í Gallerí Fold Laugavegi. Salon ‘94 lýkur á Akureyri um helgina. Steingrímur Eyfjörð og Torfi Franz ásamt Ástu og Möggu sýna ævintýri Silfurskottumannsins á Kaffi list. Birgir Snæbjörn Birgisson sýnir í Listhúsinu Þingi, Akureyri Árni Sigurðsson ÍListasafni Akureyrar. Bjarni Hinriksson sýnir teikni- myndir í Gallerí Greip. Lýkur á morgun. Alda Ármanna Sveinsdóttir sýnir í Sparisjóði Garðabæjar. Elísabet Jökulsdóttir sýnir á Mokka. Kristján Steingrimur Jónsson enn í gallerí Birgis Andréssonar. Samsýning fjögurra lista- kvenna i Gallerí Art-hún. íslenska einsöngslagið i Gerðubergi. Ásgeir Lárusson i Galleri einn einn. Höskuldur Harrý Gylfason sýnir dúkristur í Gallerí Úmbru. Ólöf Nordal sýnir sjálfsmyndir í Gerðubergi. Þorgerður Hlöðversdóttir sýnir pappirsmyndverk i Stöðla- koti. Erling Klingenberg er gestur í setustofu Nýlistasafnsins. Samýning sjö listamanna i Hafnarborg. Ástriður H. Andersen sýnir mál- verk i Menningarstofnun Banda- ríkjanna. Lyktsterkur eiginmaður Ég veit varla hvernig ég að koma orðum að því sem mér liggur á hjarta. En ef ég reyni að segja það beint út þá hljómar það einhvern veginn svona: Mér finnst fýla af manninum mínum. Hann lyktar hreint og beint illa. Þegar við kynnt- umst fyrst þá fannst mér sérkenni- leg lykt af honum en alls ekki vond. ÞettajraijTansJ^kb&ðan^giftumjhð^ okkur og eignuðumst börn. Ein- hvern tímann á leiðinni þá varð lykt- in af honum verri. Ef til vill vegna þess að hugur minn til hans breytt- ist. Hann var ekki lengur ungi mað- urinn sem ég varð ástfangin af, ekki elskhuginn sem ég þráði, ekki félag- inn sem ég gat eytt öllum mínum tima með. Hann varð að manninum ^semj^omjieim^úrvinm með mér borði og sæng. En ef til vill hefur hann bara breytt mataræðinu og er farinn að lykta öðruvísi. Ég veit það ekki, svei mér þá, en ég velti þessu mikið fyrir mér. Get ég þefað af manninum mínum og vitað hversu heitt ég elska hann? Á ég að skilja við manninn minn vegna þess að hann lyktar illa? Húsmóðir í Hlíðunum Einhverju sinni lýsti maður því að vera ástfanginn þannig að þá þætti manni jafnvel prumpufýlan af elsk- unni sinni góð. Það er rétt, en að- eins fyrst þegar fólk er mjög ást- fangið. Þegar fram liða stundir verð- ur prumpufýla bara prumpufýla. Það sem þú þarf að gera er að ákveða þig hvort þú viljir eyða meiri tíma með þessum manni og þessari lykt. Hvort þú fannst þessa lykt áð- ^un^ðajTvortJiúijeMT^j^skigtii^ekiú meginmáli Aðalatriði er hvort in er sterkari en ástin. verður að gera upp á milli. Fjóla Skrifiö fru Fjólu: Utanáskriftin er: Frú Fjóla Vesturgötu 2, 101 Reykjavík Viðmælandi minn í þetta skiptið er maður er matreiðir á meistaralegan hátt en má ekki kalla sig matreiðslu- meistara. Orsök þess er sú að hann er sjálflærður en ekki skólagenginn í fagi sínu. Þetta er Rúnar Marvins- son. Veitingahús hans, Við Tjörnina, hefur hlotið alþjóðiegar við- urkenningar og þykir erlendis eitt besta veitingahús í Noröur-Evrópu. Rúnar hefur ávallt þótt ákaflega frum- legur í hráefnisvali, svo ekki sé meira sagt, og sagt er að það sé ekkert sem hann geti ekki búið til mat úr, sem finnst í hafinu. Ég mælti mér mót við Rúnar niðri við Tjörn síðdegis í nóvember. Sólin hafði gefist upp þann daginn í sinni daglegu baráttu við hina norðlægu skýjabakka og var búin að vera í fel- um allan daginn. Þar að auki var farið að rökkva og værð að skríða yfir höf- uðborgina. Ég gekk áleiðis að öldnu húsi sem hýsir veitingastaðinn uppi á annarri hæð í Templarasundinu. Það er gömul hefð fyrir veitingarekstri í þessum húsakynnum. Þarna var rekin veitingastofa í ein 35 ár í kringum síð- ustu aldamót. Lögðu þá þingmenn það í vana sinn að snæða þar í há- deginu og þá við langborð eitt er við enda sat frúin sem rak stofu þessa. Hafði hún einar átta stúlkur í læri og létu þingmenn jafnt sem aðrir vel af þjónustu þessari. í dag láta þingmenn enn vel af þjónustunni og hafa þeir lagt undir sig herbergi eitt er hefur verið nefnt „pól- itíska herbergið". Þar hittast þeir yfir fiskréttum Rúnars til að ákveða þjóð- málin og skrafa um daginn og veginn. Staðurinn er heimilislegur með af- brigðum og maðurinn á bak við stað- inn er ekki síður viðkunnanlegur. Rún- ar er einn af þessum mönnum sem manni finnst að sé að fara að skella upp úr, það er kímni og spaug í aug- um hans. Við tyllum okkur i koníaks- stofunni og fáum okkur kaffibolla. Nú var staðurinn nefndur sem einn af fimm bestu stöðum á Norðurtöndum af víðlesnu, amer- ísku tímariti á sviði ferðamála. Hvaða þýðingu hafði það fyrir þig og hvernig varð þér um? „Ég tók það nú bara með ákveðn- um fyrirvara, þetta var bara einhver ein kona og ekki einhver fagleg kosn- ing, en vissulega hefur maður oft heyrt þetta og oftar en einu sinni. Það var haft eftir konu erlendis, á þingi neytendasamtakanna síðastliðinn vetur, að þetta væri það besta sem hún hefði komist í. Ég veit það alveg að þetta er góður veitingastaður og er örugglega nokkuð sérstakur. Því að hér er ekki farið eftir troðnum slóðum, þetta er ekki eitthvað eftir bókinni. Við förum bara eftir okkar kenjum og vinnum þetta alit öðruvísi en á öðrum stöðum. Þetta er svosem miklu dýrari matreiðsla. Við vitum þetta sem erum orðnir svona gamlir eins og ég að það býr enginn til góðan mat úr vondu hráefni. Bæði það að fiskurinn er ferskur og eins líka það að við notum ferskar kryddjurtir, töluvert mikið vín í sósur sem krydd. Við byrjum ávallt daginn á því að búa til soð fyrir allar okkar sósur, jafnt fyrir fiskinn, villi- bráðina og fuglinn. Allar sósur búnar til jafnóðum en ekki vatn, smjörbolla, ein matskeið af kjötkrafti og tvær doll- ur af sveppum. Gjörðu svo vel.“ Nú vorum við að mynda út við Tjörnina. Það er nú lítið annað að hafa en hornsíli. Gefðu mér nú uppskrift að hornsílum í fljótu bragði. „Ætli það sé ekki bara best að grípa í sporðinn á því, renna því beint niður og fá sér gott hvítvín á eftir. Ég hef nú aldrei borðað hornsíli en ég gæti trúað að það væri vafasamt að éta það heilt, út af hornunum. Það gæti staðið einhvers staðar fast. Ég ráðlegg þér að taka hausinn af. En ég veit ekki hvort að hornsílin úrTjörninni væru mjög spennandi, þau eru nú ekki í mjög heilnæmu umhverfi, held ég. En aftur á móti er ábyggilega ekk- ert því til fyrirstöðu að borða þau ef þau eru alin upp í heilbrigðu vatni. Það er ég alveg klár á.“ Er eitthvað í sjónum sem þú ekki getur búið til mat úr? „Ég reyndi við marhnút. Búinn að reyna ítrekað við marhnútinn og það var svo mikið af hringormi í honum að það var bara ekkert eftir nema hrygg- urinn þegar búið var að týna maðkinn úr. Þessi marhnútur sem ég hef feng- ið hefur allur verið hérna að sunnan, úr Garðsjónum og í kringum Sand- gerði. Mér er sagt að marhnútur sé borðaður í Eyjafirði. Hann er kannski hreinni þar og það er enginn vafi að það er hægt að borða hann ef maður er laus við hringorminn. Það mætti sjálfsagt éta þennan hringorm, það er ekki það, gott eggjahvítuefni. En þetta er einhvern veginn ekki mjög lystugt. Ég held að það sé yfirhöfuð ekki nokkuð sem ekki er hægt að borða upp úr sjónum nema gömul stígvél og hjólbarða." Nú henda íslendingar gífurlegu magni af sjávarafurðum. „Við erum ótrúlega vitlaus að mörgu leyti. I það fyrsta þá verður maður að henda smáfiskinum, þess- um undirmálsfiski. Þú sérð það að þú ert að veiða hér fyrir utan einhvers staðar og ert búinn að draga trollið í þetta sjö, átta tíma. Síðan er híft og helmingurinn er undirmálsfiskur. Þú mátt ekki koma með hann inn í land, þá ertu kærður. Þú mátt heldur ekki henda honum í sjóinn, þá ertu kærð- ur. Ég skil ekki alveg röksemdarfærsl- una í þessu. Þessi fiskur er dauður hvort eð er. Sjálfsagt að sleppa smá- fiski ef hann er lifandi, en þegar búið er að drepa hann þá er ég ekki alveg með á þessu. Mér hefur dottið í hug hvort það væri ekki sniðugt að setja bara stóra hakkavél um borð, snyrta fiskinn til og hakka svo bara. Menn róa, koma svo inn með fimm tonn af fiski og þrjú tonn af hakki. Það ætti ekki að vera meira mál að selja það. Þetta er nú eitt af því sem við hend- um, nú svo eru það tegundimar. Það eru ýmsar tegundir sem eru alls óþekktar og þeim er hent. Að vísu hefur þetta batnað, okkur hefur fleygt fram á síðustu árum í þessu en samt finnst mér það ganga allt of hægt. Tindabikkju er hægt að selja til dæm- is verkaða í Frakklandi fyrir 200 til 300 krónur kílóið. Ég hef horft upp á að fleiri tonnum af þessum fiski hefur verið fleygt.“ Nú framleiðum við aðallega þorsk, sem fæstir íslendingar líta við á matardisknum, fyrir skyndi- bitastaði, fangelsi og skóla í Bandaríkjunum. Er þetta ekki rangþróun, ættum við ekki að hækka gæðin á framleiðslunni og koma henni í hágæðasölu annars staðar erlendis? „Ég hef alltaf haft þá skoðun að í Mynd og viðtal: Baldur Bragason staðinn fyrir að taka, hvort sem það heitir þorskur, ýsa, karfi eða langa, við erum að taka þetta beint upp úr sjón- um, henda þessu í kassa, strá yfir það ís, svo seljum við þetta á tvöhundruð- kall og bingó! Á sama tíma erum við að klóra okkur í hausnum yfir því að svo og svo margir séu að drepast úr atvinnuleysi. Það er verið að rífast um að setja stóriðju þarna eða stóriðju héma. Af hverju setjum við ekki upp stóriðju í fullvinnslu fiskafurða? Við veiðum ekki það mikið. Markaðurinn er svo stór og við hreinlega ættum að geta fullunnið allar okkar fiskafurðir. Þetta hlyti þá að skapa störf fyrir hundruðir fólks. Nóg eigum við af raf- magni. Við erum búin að virkja miklu meir en við höfum not fyrir en samt erum við að kaupa þetta á okurverði, þó við eigum nóg til af þessu. Ég held að það þurfi að taka til í hugsunar- hætti þess fólks sem stjórnar landinu og verðmætunum. Ég tel að það sé meira vit í þessu en að ætla sér að setja upp einhverjar álverksmiðjur eða sinkverksmiðjur eða annan svipaðan óþverra." Hvað finnst þér um að senda fisk- veiðiskip okkar í Smuguna á þessum árstíma þegar það er svo mikil ísingarhætta, er þetta ekki vanvirðing við líf og limi sjó- manna, að senda þá þama lengst norður í ballarhaf? „Já, mér finnst það nú. Ég var nú sjómaður alveg fram að þrítugu og mig langar ekki aftur á sjó, en að senda þessa stráka þarna norður, þar sem allra veðra er von og ísing sest á skipið þannig að þeir verða berja af ís sólarhringunum saman til að halda dallinum á floti, það finnst mér óeðli- legt. En þegar aðstæður leyfa þá sé ég ekkert því til fyrirstöðu að við veið- um hvar sem er í heiminum þess vegna, og sem (slendingur læt ég ekki Norðmenn segja mér til eða frá.“ Svo við víkjum nú að öðru. Veit- ingabransinn hérna heima, hvað finnst þér um hann? „Ég á dálítið efitt með að skilja eitt í sambandi við þennan bisness. Það virðist ekkert síður fara allt á hausinn hjá þeim sem alltaf er fullt, heldur en hjá þeim sem alltaf er tómt.“ Eru íslendingar svona nýríkir, eða hvað? Það fer annað hvert veit- ingahús á hausinn, allir skulda öllum og starfsfólk fær ekki borg- að. Veitingahús halda ekki nafni né eigendum út árið. Engin stað- festa, hvað er í gangi? „Það eru nú líklega margar ástæð- ur fyrir því. En sumir eru orðnir ríkir áður en þeir byrja og þeir byrja á vit- lausum enda. Þeir kaupa sér fína bíla og berast á. Síðan kemur aldrei það mikið inn í fyrirtækið að það geti borið sig. Það er líka eitt sem er mjög eftir- tektarvert í þessum bransa og það eru menn sem byrja aftur og aftur í þessu. Þeir eru með einn staðinn og hann fer á hausinn. Þeir eru með næsta stað og hann fer líka á hausinn og svona fram eftir götunum. Þessir menn búa miklu fínna og aka um á mun fínni bílum en ég, til dæmis. Þetta finnst mér afskaplega skrýtið og kemur óorði á þessa veitingahúsa- flóru okkar. Það, hvemig menn geta hagað sér, þeir em ekki ábyrgir fyrir neinu. Það eru dæmi þess að sami maður hafi farið á hausinn með sama staðinn þrisvar sinnum. Ef að veit- ingahúsið Aldan, til dæmis, fer á hausinn þá er það bara Báran næst og Unnur í þriðja skiptið. 20, 30 millj- ónir afskrifaðar í hvert skipti og alltaf sami maður sem situr við sama borð- ið og lifir góðu lífi. Við erum búin að vera að í átta ár og erum enn með sömu kennitölu. Oft verið djöfulsins bras, en samt. Og þessir stóru kallar láta bara gera allt upp og borga aldrei sín launatengdu gjöld né nokkuð ann- að. Borga svo laun þegar þeim dettur í hug. Ég er ekkert að titla mig heiðar- legri en annan en þetta er leikur sem ég hef ekki áhuga á að taka þátt í. Yngri sonur minn, sem er núna byrj- aður að vinna hjá okkur sem kokkur, hann var að læra á veitingastað hér í bæ sem hefur allar diplómur og skrautrituð meistarabréf sem þykja þurfa, en eftir rúmt ór er ekki enn búið að borga honum nemalaunin sín, sem ég held að séu 30 þúsund krónur á mánuði. Þetta eru menn sem aka um á þriggja, fjögurra milljóna króna bíl- um. Þetta skil ég ekki. Ekki svona hugsunarhátt. Þetta eru í margra aug- um menn sem eru klárir. Töffarar. Kunna sig sko.“ Stjórnmálaspilling, Guðmundur Ámi og þetta allt saman, er þetta svona inngróið í íslenskt þjóðfé- lagslrf? „Það virðist vera ákaflega ríkt í okk- ur að það sé engin ábyrgð tekin á neinu. Ég veit að Guðmundur Árni er ekkert verri en margur annar, það er ég alveg viss um. Ég þekki manninn ekki persónulega en það litla sem ég hef haft saman við hann að sælda þá finnst mér hann mjög indæll maður. Hann lá bara svona vel við höggi og hann er líklegast ekkert betri en hinir. Það virðist vera svo óskapiega djúpt á ábyrgðinni og sómatilfinningunni." Við látum þetta verða lokaorðin í bili en líklegast er þetta ekki það síðasta sem Rúnar Marvinsson hefur að segja. Það er vetrarkvöld í Reykjavík og rigning er ég stíg út úr hlýjunni og geng áleiðis heim. Ánægður eftir vel heppnaða kvöldstund.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.