Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 4

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 4
4 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Bréf til blaðsins Beðið um aðgátí nœrveru sálar Mikið óskaplega varð ég sorg- mæddur þegar ég sá forsíðu Morg- unpóstsins, mánudag. Þar er á for- síðu mynd af Jennýju Önnu Bald- ursdóttur. Þar er tilvísun á stórtíð- indin inni í blaðinu þar sem er enn mynd af Jennýju svo það fari ekki fram hjá neinum hvað hér er á ferð- inni. Það var ekkert fallegt við þessar „fréttir“ nema myndirnar af Jennýju Önnu. Að öðru leyti var hér verið að blása út mál langt umfram stærðar- mörk þess svo munurinn er hróp- andi í himininn - á annars vegar þeim milljónum sem menn eru að sópa saman og hins vegar þessum tíðindum. Ef tíðindi skyldi kalla. Jenný Anna Baldursdóttir hef- „Jenný Anna Baldurs- dóttir hefur unnið um nokkurra ára skeið í Kvennaathvarfinu. Hún hefurgefið því af líkama sínum og sál langt umfram raun- verulega getu. Það bitnar nú á henni með þeim hœtti að hún er um sinn á sjúkrahúsi sem bœtist ofan á persónulega erfiðleika. Sú saga verður ekki sögð hér því hún á ekki heima í blaði.(< ur unnið um nolckurra ára skeið í Kvennaathvarfinu. Hún hefur gefið því af líkama sínum og sál langt um- fram raunverulega getu. Það bitnar nú á henni með þeim hætti að hún er um sinn á sjúkrahúsi sem bætist ofan á persónulega erfiðleika. Sú saga verður ekki sögð hér því hún á ekki heima í blaði. Hér er heldur ekki skrifað orð á blað að biðjast vægðar fyrir Jennýju Önnu Baldurs- dóttur, hins vegar má gjarnan hugsa um Kvennaathvarfið og mikilvæg verkefni þess sem verða vonandi ekki fyrir hnjaski. Þessi athugasemd er skrifuð handa þeim blaðamönn- um sem ganga um dyr samfélagsins inn á hvers manns gólf svo að segja. Hér með eru þeir beðnir um að huga að því hvert erindi þeirra ber- ast og beðnir um að sýna aðgát í nærveru sálar. Alltaf. Alltaf. Undan- tekningarlaust. Því skaðinn verður oft ekki bættur. Ég verð að játa að mér komu í hug forverar Morgunpóstsins þegar ég sá þessar myndir af henni Jennýju. Ég hef tekið eftir því að Páll Magnússon vill ekki gefa út svoleiðis blað. Ég óska þess sannarlega að honum tak- ist ætlunarverk sitt. Svavar Gestsson alþingismaður Sótt að Kvennalistanum með sameiningarhugmyndum og Sigríður Dúna Kristmundsdóttir komin í hægri-kvennahreyfinguna Situr nú samráðsfundi með siálfstæðiskonum í Valhöll Anna Ólafsdóttir Björnsson hafnar gagnrýninni um að Kvennalistinn byggi eingöngu á kúgun kvenna. 15,9 prósent. Það er mun lægra hlut- fall en á flestum hinum Norður- löndunum, en þar eru konur um og yfir helmingur flestra þingmanna og ráðherra. Hvergi erfiðara en hjá Sjáifstæðisfiokknum Siv Friðleifsdóttir, bæjarfulltrúi á Seltjarnarnesi og fyrsti kvenfor- maður Sambands ungra Framókn- armanna, hefur ákveðið að berjast fyrir fyrsta sætinu á lista Framsókn- arflokksins á Reykjanesi í komandi prófkjöri. Hún segir nú ríkja pólit- íska stöðnun í kvennabaráttunni. Siv segist hafa merkt það á bæjar- stjórnarkosningunum í vor, en þar til þá hafa konur verið að auka hlut sinn í bæjar- og sveitarstjórnum á Islandi. Bent hefúr verið á að Lands- amtök framsóknarkvenna hafi verið mjög öflug samtök undanfarin tíu ár, en það hafi ekki skilað sér í próf- kjörunum að undanförnu. Siv segir hins vegar ekkert útséð með hvort fleiri konur komist inn á þing hjá Framsóknarflokknum, þrátt fyrir orð Ragnheiðar Ástu og Karenar Erlu. En sú fyrrnefnda hélt því fram að Framsóknarflokkurinn væri að verða að „karlamiðjudreifbýlis- flokki“. „Ég tel konur eiga mikla möguleika á að komast í fyrsta sætið á Reykjanesi. Ef það gerist munu tvær konur leiða listann hjá Fram- sóknarflokknum, en sú sem þegar gerir það er Ingibjörg Pálmadóttir í Vesturlandskjördæmi. Það er meira en nokkur hinna flokkanna - fýrir utan Kvennalistann - getur státað af.“ Siv segir óforsvaranlegt að svo fá- ar konur sitji á Alþingi. „Það leikur Kenningin um hringrás kvennabaráttunnarfærenn og afturbyr undirbáða vængi. Þegar Rauðsokkumar liðu undirlok varsá endir upphafið að nýrri kvennahreyfingu. íkjötfar nýafstaðins klofnings í Alþýðuflokknum>, prófkjara og dvínandi fyigis Kvennalistans, vetta menn því fyrir sér hvort bakslag sé eina ferðina enn komið í kvenna- baráttuna. Á meðan kviknar neisti með nýjum áherslum hjá ungum sjáifstæðiskonum sem dr. SigríðurDúna Kristmundsdóttir, fyrrum þingmaður Kvennalistans, erþegarfarin að starfa með. „Já, það er rétt, ég hef verið að starfa að undanförnu með Sjálf- stæðum konum,“ segir Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, mann- fræðingur og fyrrum þingkona Kvennalistans, sem fyrir um það bil mánuði gerði „hreint“ fyrir sínum dyrum og sagði sig úr Kvennalistan- um. I kjölfarið hefúr því verið spáð úr herbúðum sjálfstæðismanna að nú sé það bara tímaspursmál hve- nær hún skrái sig í Sjálfstæðisflokk- inn. Aðspurð vill Sigríður Dúna lítið um það segja. „Ég er utan flokka og mér líkar það ágætlega. Hugmyndir Sjálfstæðra kvenna falla hins vegar vel að mínum. Þær eru á móti mæðrahyggjunni, sem ég er einnig. Ég hef ævinlega lagt frelsi kvenna til grundvallar; eða frelsi kvenna til að velja. Það gera þær einnig.“ Um það bil tvö ár eru síðan ungar konur í Sjálfstæðisflokknum tóku sig saman um að vinna að réttinda- málum kvenna. Upp úr þeim hópi starfar nú stór hópur sem byggir hugmyndir sínar á grunni um frelsi einstaklingsins. En að þeirra dómi byggja baráttuaðferðir Kvennalist- ans á „vinstri" hugtakinu að konur séu kúgaðar. Samkvæmt auglýsing- um í Morgunblaðinu eru réttinda- mál karla Sjálfstæðum konum einn- ig hugleikin. Eftir mikla vinnu var þann 22. október svo haldinn eftirminnilegur fundur á Hótel Borg þar sem af- rakstur hópsins var kynntur. Sigríð- ur Dúna segir engan vafa á því að hreyfingin í Sjálfstæðisflokknum sé byrjuð að skila sér, en auk sjálfstæð- isfólks munu margir óflokksbundn- ir hafa komið á fundinn. Einnig mun flokksforystan fýlgjast grannt með og af áhuga. „Ég var á þessum fundi á Hótel Borg. Það var eitthvað í loftinu sem ég hef fúndið fýrir nokkrum sinn- um áður, þar á meðal þegar stofnun Kvennalistans var í bígerð. Ég gæti trúað að þetta væri upphafið á ein- hverri vakningu.“ Eins og komið hefur fram var það hinn nýfengni vinstri stimpill Kvennalistans, í kjölfar borgar- stjórnarkosninganna í vor, sem gerði það að verkum að Sigríður Dúna sagði sig úr flokknum, en hún var þá þegar byrjuð að starfa með Sjálfstæðum konum. Að hennar mati og margra annarra sem MORG- UNPÓSTURINN ræddi við, telur hún töluverða þreytu komna í kvenna- baráttuna. „Það er lífsnauðsynlegt fýrir kvennabaráttu að umræðan þróist og endunýi sig. Konur þurfa að fara að líta á sig sem gerendur ekki þiggjendur. Við getum ansi margt!“ Hún segir þrátt fýrir það að eng- inn vafi leiki á því að það, að félags- leg staða kvenna og karla sé jöfn, sé útspiluð plata. „Ójöfnuðurinn er Sjálfstæðar konur samankomn- ar á fundi í Valhöll nú í vikunni. Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, sem starfað hefur með þeim undanfarna þrjá mánuði, segist finna þar fyrir sama andrúmsloft- inu og var þegar Kvennalistinn var í burðarliðnum. Siv Friðleifsdóttir segir vanmátt kvenna í pólitík hafa með inn- byggða tregðu að gera sem felst í því að það er mjög erfitt fyrir kon- ur að fella sitjandi þingmenn. staðreynd sem við leggjum til grundvallar. En síðan er bara spurn- ing með hvaða tækjum við ráðumst á ójöfnuðinn til þess að breyta hon- um. Ég held að fórnarlambsafstað- an, sem Kvennalistinn hefur tileink- að sér, sé ekki lengur rétta tækið.“ Líkt og fleiri, telur Sigríður Dúna að kvennabaráttan sé að dreifast; „Kvennalistinn hefur aldrei haft einkarétt á kvennabaráttunni. Mín skoðun er sú að því víðar sem kvennabaráttan er háð, því betra.“ Konur í kreppu I nýlegum skoðanakönnunum kom í ljós að fýlgi Kvennalistans hefur dalað töluvert. Samkvæmt könnun Félagsvísindastofnunar er fylgi Kvennalistans nú 9,2 prósent en var í september 14,1 prósent. Anna Ólafsdóttir Björnsson, þingmaður Kvennalista, bendir hins vegar á að nú sé listinn með kjör- fýlgi, en venjan hefúr verið sú að fýlgið hafi farið upp á milli kosn- inga. Einhver vildi þó meina að hluti skýringarinnar væri sú að nú hefðu kvenréttindakonur til hægri loks fundið sig. En það er fleira en fýlgi Kvennalistans sem bendir til þess að konur eigi undir högg að sækja í stjórnmálum á Islandi. Jóhanna Sigurðardóttir sagði sig sem kunnugt er nýverið úr Al- þýðuflokknum. Miðað við sömu könnun Félagsvísindastofnunar hefur það þó varla orðið henni til trafala, en frá því í september hefur hún aukið fylgi sitt um nærri því helming, eða farið úr 10.1 prósenti í 19.7 prósent. Á meðan mælist AI- þýðuflokkurinn ekki með nema 5.8 prósent fylgi. En það er þó langsótt skýring að bendla fylgi Jóhönnu við kynferði hennar. Þá hefúr hallað nokkuð á konur úr öðrum flokkum. Sjálfstæðisflokkurinn missti eina konu úr öruggu þingsæti í Reykja- nesi er Salome Þorkelsdóttir féll úr öðru sæti í neðsta sætið. En bent hefur verið á, að á móti hefur Sig- ríður Anna Þórðardóttir færst upp um eitt sæti. Salome hefúr í senn viljað kenna kynferði og aldri um. Einnig vildu framsóknarkonurn- ar tvær, Karen Erla Erlingsdóttir og Ásta Ragnheiður Jóhannes- dóttir, að einhverju leyti kenna kyn- ferði sínu um að þær náðu ekki til- teknum sætum í prófkjörinu á Austurlandi og Reykjavík um síð- ustu helgi. Þá viðurkenna Alþýðu- bandalagskonurnar að þær hafi sofnað á verðinum og ekki beitt nógu markvissum aðferðum til þess að auka hlut sinn í flokknum. Sam- þykkt var ályktun á aðalfúndi Sell- anna, sem er hreyfing Alþýðu- bandalagskvenna, þar sem þess er krafist að Alþýðubandalagið sýni í reynd þá stefnu flokksins að tryggja jöfú áhrif karla og kvenna með því að minnsta kosti annað að tveimur efstu sætum lista hvers kjördæmis verði skipað konum. Hlutur kvenna nú á þingi er 23,8 prósent. Ef frá er talinn Kvennalist- inn er hlutfall kvenna á Alþingi nú enginn vafi á því að konur og karlar eru jafnhæf í einu og öllu. Við verð- um auðvitað sjálfar að taka okkur taki. En það virðist einnig eins og þetta hafi með innbyggða tregðu að gera sem felst í því að það er mjög erfitt fýrir konur að fella sitjandi þingmenn. Það er þó fátt eins erfitt fyrir konur og að komast í öruggt sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Þar hefur kona að auki aldrei verið for- maður í ungliðahreyfingunni.“ Meiri þörf yfir Kvenna- listann Anna Ólafsdóttir Björnsson segir augljós merki um bakslag innan flestra flokka sem séu að velja á lista um þessar mundir. Ekki er langt síðan svipað bakslag í kvennabarátt- unni átti sér stað í Svíþjóð. „Konur brugðust þar hratt við með því að stofna kvennaflokk. I kjölfarið var svo vel á málunum tekið að Ingvar Carlsson, forsætisráðherra Svíð- þjóðar, hafði á orði að það væri ekki vandamál að stilla upp ríkisstjórn með konum. Það væri hins vegar vandamál að finna hæfa karla. Hér á landi virðist ekki vera brugðist við. Það þýðir einfaldlega að þörfin fyrir lista eins og Kvennalistann er meiri.“ í gangrýni Sigríðar Dúnu kemur fram að mceðrahyggjan og kúgunar- kenningin séu hafðar að Ieiðarljósi i Kvennalistanu m ? „Já, það er ríkandi mæðrahyggja í Kvennalistandum, en þar eru líka ýmsar aðrar áherslur. Að horfa til aðstæðna kvenna með börn er alveg fullgilt baráttumál. Sumum finnst meira að segja að við ættum að leggja meira upp úr því að hugsa um ungu konurnar með börnin. Mér finnst umræðan um mæðrahyggj- una afar jákvæð því með henni kémur í ljós að konur hafa mismun- andi áherslur í kvennabaráttunni. Við sinnum þó auðvitað mörgu öðru, eins og til dæmis launamálum sem varða 80 til 90 prósent kvenna. Það eru mörg önnur baráttumál sem tengast konum enda konur mjög misjafnar innbyrðis. Við fögn- um því að fleiri séu að vakna til vit- undar um kvennabaráttuna og séu farnir að sinna henni enda fáir gert það hingað til. En ég bendi á að við höfum alltaf haft valffelsi kvenna að markmiði. Ég hafna því gagnrýn- inni um að við leggjum eingöngu upp úr kúgunarhugtakinu. Á hinn bóginn getum við ekki lokað aug- unum fýrir því að margar konur eru enn beittar misrétti.“ Sameiningar- hugmyndir Landsþing Kvennalistans verður haldið um næstu helgi og er stefnu- skrá listans helsta mál á dagskrá. Það ásamt bónarbréfi Birtingar til listans gerir það að verkum að kon- urnar munu verða að taka grund- vallarspurningar varðandi tilveru hans til umræðu. Samstarfið í R- listanum hefur einnig gert það að verkum að sameiningarhugmyndir eru nú metnar raunhæfari augum inni 1 flokknum sem um leið skerpir á andstæðunum. Enn eru þó margar konur sem telja að hlutirnir hafi ekkert breyst síðan stofnað var til hans fýrir rúmlega tíu árum. „Þessar sameiningarhugmyndir sem komn- ar eru frá Alþýðubandalaginu sýna bara tilvistarkreppu þess. Þetta er sami hópur ofurróttækra stráka sem þykist bera hag kvenna fýrir brjósti sér en er í sama pólitíska leiknum og aðrir. Ég tel að Alþýðubandalagið vilji Kvennalistann feigan," sagði forystukona úr Kvennalistanum sem í eina tíð var í Alþýðubandalag- inu. Viðhorf hennar sýnir að sam- einingarhugmyndir eiga enn langt í land innan listans. -GK

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.