Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 20

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Page 20
20 MORGUNPÓSTURINN FÓLK FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 Oqeð- feJJaustu fréttir vi k- 'WWr Landið Lands- blaðamenn funda Ógeðfelldasta frétt vikunnar er að þessu sinni í Morgunblaðinu á þriðjudaginn undir þessari fyrir- sögn. Fréttin er ekki löng né að hún láti mikið yfir sér. Hún er í fréttatil- kynningastíl en þannig var að aðal- fundur Samtaka bæjar- og héraðs- fréttablaða var haldinn á Neskaup- stað fyrir skömmu. Fundurinn var ágætlega sóttur og gott til þess að vita að menn komi saman, geri sér glaðan dag og ræði svona það helsta sem að þeim snýr í hita og þunga dagsins. En lungi fréttarinnar er þessi: „Engin sérstök ályktun var send frá fundinum að þessu sinni en á honum fræddi Sigrún Stefánsdótt- ir, fjölmiðlafræðingur, þátttakend- ur um ýmislegt sem betur mætti fara við útgáfu þessara blaða. Sig- rún haíði fengið blöðin send að undanförnu og látið nemendur sína í Háskólanum gefa umsagnir urn þau ásamt því að hún gaf þeim ákveðna umsögn.“ Sigrún Stefánsdóttir var fyrst ís- lendinga til að krækja sér í doktors- nafnbót í fjölmiðlafræði. Það gerði hana sjálfkrafa að helsta átoríteti í Háskólanum þegar hann tók upp á því að setja fjölmiðlun á námsskrá. Enda er hætt við því að Hl hefði fengið jafnréttisráð af fullum þunga í hausinn ef það hefði ekki gengið eftir. Eftir því sem MORGUN- PÓSTURINN kemst næst hefur Sigrún lítt sem ekkert starfað á prentmiðli enda er hún doktor í fræðslusjónvarpi á Jótlandi. Henn- ar vettvangur hefur því verið Ríkis- sjónvarpið eins og þjóð veit og ekk- ert upp á hana að klaga þar nema síður sé. Þær fréttir sem hún flytur gefa sjaldnast tilefni til snarpra skoðanaskipta. Það sætir nokkrum tíðindum að blaðamenn bæjar- og héraðsblaða, sem eru margir hverjir þrautreynd- ir í faginu, hafi séð ástæðu til þess að fá þessa drottningu átakalítilla frétta á skjánum til að vega störf þeirra og meta og segja þeim til. Og ekki bara hana heldur voru nem- endur hennar í fjölmiðlun fengnir til umsagnar! Það bendir ekki bein- línis til þess að þeir séu að sækjast eftir krítík eða úttekt á því sem þeir eru að gera. Hvers vegna? Ja, spyr sá sem ekki veit. En óvart dettur manni í hug að það hefði verið heiðarlegra að hafa fréttatilkynn- inguna: Blaðamenn bæjar- og hér- aðsfréttablaða komu sarnan á Nes- kaupstað. Það var voða gaman. All- ir voru fullir og flottir á því. Sam- dóma álit fundarins var að við- staddir væru að gera góða hluti. MORGUNPÓSTURINN bað nokkra reykvíska fasteignasala að nefna flottustu einbýlishúsin á stór-Reykjavíkursvæð- inu að þeirra mati. Hér á opnunni eru allar helstu upplýsingar um húsin tólf, sem offast voru nefhd. , £ Elottslot, &jynrmannleg Hver á þau, hver átti þau, hvað kosta þau, hvar eru þau, hver teiknaði þau, hve stór eru þau.. ? Allir þurfa þak yfir höfuðið, segir gamalt máltæki — eða var það slag- orð? Þetta á ekki síst við hér á ís- landi, þar sem rokið, rigningin, snjórinn og frostið eru oftast í einu allsherjar samsæri um að hrella bæði menn og skepnur sem mest. Enda eru íslensk hesthús með þeim flottari í heiminum. íbúðarhúsin eru ekkert síðri, mörg hver, og er íslenska fasteignaflóran fjölskrúðug með eindæmum. Á höfuðborgar- svæðinu má flnna fjölda fallegra húsa og nýverið fór MORGUN- PÓSTURINN á kreik og bað fróða menn í fasteignabransanum að til- nefna flottustu slotin á svæðinu. Niðurstöður þessarar óformlegu könnunar gefur að líta hér á opn- unni. Reyndar voru fleiri hús til- nefnd og eflaust eru til miklu fal- Iegri hús en þessi tólf, sem hér er fjallað um, að margra mati. Og jafnvel dýrari, þó varla séu þau mörg. Við gefum upp brunabóta- mat húsanna tólf, en þess ber að geta að það verð, sem raunhæft er að ætla að fengist fýrir viðkomandi hús á fasteignamarkaðnum í dag, er töluvert miklu lægra. Sem dæmi um það má nefna húsið að Brekku- gerði 8, sem metið er á rúmar 6o milljónir, en var selt nýlega fyrir 35 milljónir, og Öldugötu 16, sem metin er á tæpar 40 milljónir en er til sölu núna fýrir 30 milljónir eða jafnvel minna. Samtals eru húsin tólf metin á 569.758.518 krónur. Þau eru samtals 5674,6 fermetrar að flatarmáli. Með bílskúr, að sjálfsögðu. Hver fer- metri er semsagt metinn á tæpar eitt hundrað þúsund krónur. f hús- unum tólf búa 34 manneskjur sam- kvæmt þjóðskrá. Það þýðir að hver íbúi hefur tæpa 170 fermetra fýrir sig. Að meðaltali, vel að merkja. Gísli Örn Lárusson býr til dæmis einn í 425 fermetra húsi á meðan fimm skipta með sér jafn stóru húsi á Valhúsabrautinni. Og enginn íbúi er skráður á Öldugötu 16 um þessar mundir. Hér á opnunni er að finna nánari upplýsingar um þessa tylff húsa, sem að mati reykvískra fasteigna- sala bera af öðrum húsum á stór- Reykjavíkursvæðinu. ...Salome var ekki hafnað vegna þess að hún væri ekki nógu góð heldur orðin of gömul... ...er hægt að reka Guðmund Árna fyrir hvað hann er vitlaus, frekar en hversu siðlaus hann er. ...er hægt að losna við Heimi Steinsson fyrir hvað hann talar óskiljanlega, frekar en hversu óhæfur hann er. ...er hægt að veita Hrafni Gunnlaugssyni kvikmyndaverð- laun vegna þess að hann sárvantar viðurkenningu, frekar en að myndirnar hans séu góðar. ...er hægt að fá Salome aftur inn á þing vegna þess hversu lekker hún er í tauinu. Laugarásvegur 20 Stærð: 667,8 m2 Fjöldi íbúa: 3 Brunabótamat: 63.788.260 krónur Árið 1986 lét Guðjón B. Ólafsson af störfum sem forstjóri dótturfýr- irtækis Sambandsins í Bandaríkj- unum, Iceland Seafood Corporati- on, til að taka við stjórnartaumun- um hjá móðurfyrirtækinu hér heima. Hófst hann þegar handa við byggingu þessa veglega húss í Laugarásnum undir sig og sína. Hann fékk Kjartan Sveinsson til að teikna húsið og var byggingu þess lokið árið 1987. Þrátt fyrir að Brekkugerði 8 Stærð: 674,8 m2 Fjöldi íbúa: 2 Brunabótamat: 60.675.555 krónur Þetta hús gengur í daglegu tali undir nafninu „Ashkenazy- húsið“ og breytist það varla í bráð þótt sá sem það er kennt við sé löngu fluttur af landi brott. Píanósnill- ingurinn Vladimir Ashkenazy og kona hans, Þórunn Jóhannsdótt- ir, byggðu húsið árið 1972. Það voru arkitektarnir Bjarni Mar- teinsson og Gísli Halldórsson sem teiknuðu húsið og vakti það feikna athygli, enda eitt alstærsta einbýlishús sem reist hefur verið á landinu fyrr og síðar. Árið 1985 keypti Axel Einarsson hæstarétt- arlögmaður húsið af þeim hjónum og flutti inn í það ásamt konu sinni, Unni Óskarsdóttur kaup- konu. í húsinu er lítil aukaíbúð, upphaflega ætluð fyrir þjónustu- fólk, sem Jóna S. Hannesdóttir keypti af Ashkenazy-hjónunum. Fyrr á þessu ári var húsið sett á sölu og farið fram á 40 milljónir króna fýrir það allt. Ásgeir Bolli Kristinsson og Svava Johansen, eigendur tískuverslunarinnar 17, keyptu húsið og munu hafa borgað í kringum 35 milljónir fýrir herleg- heitin. Síðan þau fluttu inn hafa þau unnið að miklum endurbót- um, en eignin ku hafa verið í nokk- urri niðurníðslu hin síðustu ár. Má telja víst að ný úttekt muni síst lækka brunabótamatið, en húsið hefur ekki verið metið síðan 1973. þetta sé dýrasta húsið á þessari opnu, ef ekki á öllu landinu, þá lætur það ekki mikið yfir sér. Það er nánast ómögulegt að gera sér grein fyrir stærð þess nema maður horfi á það neðan úr Laugardaln- um - í kíki. Núverandi eigandi hússins er Guðlaug B. Guðjóns- dóttir, ekkja Guðjóns, og býr hún þar ásamt tveimur yngstu börnum þeirra hjóna, þeim Ásu Björk og Ólafi Kjartani. Brunabótamat: 55.520.165 krónur I næsta nágrenni við Ashkenazy- húsið er hús Jóns Ó. Ragnars- sonar, sem nú er líklega þekktast- ur fyrir að reka Hótel Örk í Hvera- gerði, en var áður kenndur við kvikmyndahúsið Regnbogann. Þetta er eitt af minni húsunum í hópnum, en brunabótamatið er þó hið þriðja hæsta, enda íburðarmik- ið í alla staði. Það sem kannski vek- ur mesta athygli gestkomandi er dyrasíminn, en hann minnir frekar á dyrasíma í fjölbýlishúsi en ein- býli. Hægt er að ná sambandi við bílskúrinn, eldhúsið, svefnherbergi og nokkurn veginn hvern krók og kima í húsinu með því að ýta á við- eigandi hnapp á apparatinu. Það var Guðni Þórðarson, fýrrum ferðakóngur í Sunnu, sem byggði þetta ágæta hús á árunum 1975-1977, en Jón keypti það árið 1980. Kjartan Sveinsson hannaði húsið.

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.