Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Blaðsíða 13
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN 13 Geðsjúkur maður gekk berserksgang á gæsluvelli Þrjátíu og sex ára karlmaður olli nýlega mikilli skelfingu meðal barna á gæsluvellinum við Sæviðar- sund þegar hann braut rúðu í æðis- kasti. Maðurinn, sem á við geðræn vandamál að stríða, kom á gæslu- völlinn til að heimsækja móður sína, Katrínu Karlsdóttur, en hún er forstöðumaður leikvallarins. Að sögn Katrínar var erindi mannsins að falast eftir að fá bifreið hennar lánaða en hún neitaði þeirri beiðni. Skipti þá engurn togum að mikið æði rann á son hennar og sparkaði hann í gegnurn rúðu á húsi starfs- manna leikvallarins og gekk ber- serksgang þar innan dyra. Bergur Felixson „Þetta er með erfiðari málum sem hafa komið inn á borð hjá okkur. Það kemur ekki til greina að reka Katrínu". Þær upplýsingar bárust MORG- UNPÓSTINUM að maðurinn hefði lagt hendur á Katrínu að börnun- um ásjáandi en hún vill eldci gera mikið úr því. „Hann kom jú við mig en gekk ekki í skrokk á mér,“ segir hún. „Hann var óvopnaður en braut rúðu og skar sig illa og það blæddi mikið úr sárinu. Peysan mín varð blóðug og fólk hélt kannski þess vegna að ég hefði slasast." Á gæsluvellinum vinna að jafn- aði tvær konur og forstöðukonan bað starfsstúlku sína að fara með börnin út af leikvellinum á meðan ósköpin dundu yfir og beðið var effir sjúkrabíl. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem sonur Katrínar kemur á leikvöllinn og veldur usla og hafa foreldrar barna sem þangað sækja haft þung- ar áhyggjur af málinu um hríð. í þetta sinn keyrði þó um þverbak og höfðu foreldrarnir því samband við Dagvistun barna og fóru fram á úr- bætur. f kjölfarið var Katrín sett í leyfi en samstarfsstúlka Katrínar, Sigurborg Sigurbjörnsdóttir brást við því með því að safna stuðningsyfirlýsingum við for- stöðukonuna á meðal foreldranna og um 6o foreldrar skrifúðu nöfn sín á þann lista. Katrín var því sett í starf sitt aftur viku eftir atburðinn, en hún hefur unnið á gæsluvellin- Gæsluvöllurinn við Sæviðarsund. Sonur forstöðukonunnar er geðveikur og itrekaðar heimsóknir hans á völlinn hafa vakið ugg meðal foreldra barna sem þangað sækja. íbúð óskast Þriggja til fjögurra herbergja íbúð óskast til leigu í nágrenni Landspítalans eða í Vesturbænum. Öruggum greiðslum heitið og meðmæli útveguð ef óskað er. Upplýsingar í síma 812249 eða 14768. um í tæp 20 ár. „Auðvitað get ég ekki tryggt að svona komi ekki fyrir aftur,“ segir Katrín, aðspurð um hvort öryggi barnanna sé nú tryggt. „Maðurinn er búinn að vera svona í tólf ár. Mér finnst brotið á honum að hann skuli ekki fá þá hjálp sem hann þarf á að halda. Honum veitti ekkert af því að fá vistun á stofnun til lengri tíma. Þótt hann sé sviptur sjálfræð- inu og komið fýrir á Kleppi getur verið að hann sé kominn út daginn eftir. Ég er orðin dauðþreytt á þessu og finnst að kerfið mætti taka tillit til aðstandenda geðsjúkra. Maður þarf að lúffa fyrir svona fólki endalaust og mér finnst ég hafa rétt á að halda vinnunni." Bergur Felixson, fram- kvæmdastjóri Dagvistar barna, segir að þetta sé með erfiðari málum sem hefur komið inn á borð hjá honum en verið sé að reyna að finna viðunandi niðurstöðu fýrir alla aðila að því. „Það kemur ekki til greina af okkar hálfú að segja Katríiju upp vinn- unni af því að hún á geð- sjúkan son. Það væri brot á lögum. Hins vegar hefði komið til álita að útvega henni aðra vinnu hjá borg- inni ef hún hefði sætt sig við það sem hún gerði ekki. Þetta er hennar lífs- starf og hún hefur unnið mjög gott starf á þeim tveimur áratugum sem hún hefur verið hjá okkur. Við höfðum samband við heilbrigðiskerfið og fórum þess á leit að meiri ábyrgð yrði tekin á þessum manni. Þar höfum við fengið lof- orð um að strangara eftirlit verði haft með því að hann taki inn lyfin sín og einnig var sótt mjög ákveðið um að hann fengi vist á til- raunasambýli í öðru sveit- arfélagi. Hann er á sambýli hér í Reykjavík eins og er, en hann gengur þar út og inn þótt búið sé að svipta hann sjálfræði.“ Bergur segir ekki á valdi Dagvistar barna að leysa heilbrigðis- málin en skrifstofan beri að sjálfsögðu ábyrgð á starfsmönnum sínum og því starfi sem stofnunin standi fyrir. „Það er alveg á hreinu að við höfum hags- muni barnanna fyrst og fremst að leiðarljósi, en svo eru önnur lögmál sem einnig verður að hafa til hliðsjónar. Þú tryggir nátt- úrlega ekki effir á, en við getum aldrei verið þess fullviss að geðveik- ir menn komist ekki inn á gæslu- velli.“ Þeim foreldrum, sem hafa haft mestar áhyggjur af þessu máli, hef- ur verið bent á að leita til annarra gæsluvalla í nágrenninu eftir þjón- ustu fyrir börn sín, en eins og áður sagði skrifaði meirihluti foreldr- anna undir stuðningsyfirlýsingu við forstöðukonuna. Hundruð- barna á aldrinum tveggja til sex ára sækja gæsluvöllinn við Sæviðar- sund í hverjum mánuði. -lae SKEMMTANIR ÍSPRINSESSAN LEONCIE - HINN FRÁBÆRI SKEMIVITIKRAFTUR VILL SKEMMTA UM LAND ALLT. MEIRIHÁTTAR SKEMMTIATRIÐI. AUKÞESS KENNIÉGSÖNG 0G PÍANÓLEIK. SÍMI 4 28 78 Oþið til kl. 18 ' 1 egna gífurlegrar aðsé nar verða tllboðsdagar Bílahussin framlengdir fram a laugardag í húsi Ingvars Helgasonar hfað Sœvarhöfða 2. Þar fœrð þú á frábœru og jafnvel jyrstu 6-8 mánuðina. fyrsta hálfa árið fylgir bílnum og Ingvar Helgason hf. Sævarhöföa 2 Sími 674848

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.