Helgarpósturinn - 10.11.1994, Side 27

Helgarpósturinn - 10.11.1994, Side 27
FIMMTUDAGUR 10. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MENNING 27 Það má ekki gleyma nöfnum, það getur endað með ósköpum — segir Bjarni Þórarinsson, meðlimur Hringborðs dauðans og sjónháttar- fræðingur, í viðtali við Jakob Bjarnar Grétarsson sem hefur ekki verið samur maður eftir I friði ryrir ojjiopum sem þykjast vita bet Stiklur úrsögu Bjama Þórarinssonar—í stómm dráttum. Bjami Þóraríns er fæddur við Grettisgötu 40B í kjaliaramúsaholu 1947 — er 47 ára gamall en við hefjum leikinn í gaggó aust. „Ég var náttúrlega orðinn þvílíkur stórsnillingur í myndlistinni þá að það fór gæsahúð um kennarastofuna. Og þegar leit út fyrir að ég gæti orðið menntamaður fór maður að mæta kennaraliðinu með svip: „Þessi, huhh, menntamaður!" En maður fór í gegnum landsprófið á einhvern undraverðan hátt. Svo lágu leiðir í menntaskóla, í MR, ég lít nú á mig sem Emmeyring. Maður kemur þama beint inn í rosalega, djöfulsins menntaskólaklíku: Hrafn Gunn- laugsson, Siggi Páls og Viðar Vík- ingsson, Ólafur Torfason, Pétur Gunnarsson, Steinunn Sigurðar- dóttir og hvað þeir heita nú allir þessir menningarvitar. Það var varla sprottin grön á þessa menn og þeir voru orðnir slíkir menningarvitar strax þá að manni stóð bara ógn af þessu liði, skal ég segja þér. Fyrr en varði var þetta búið að hirða öll helstu embætti, láta kjósa og svona, og maður stóð bara úti í horni og fylgdist með eins og á áhorfendapöll- um. Svo gerist ævintýrið, ég útskrifast með þessu ginnheilaga liði sem er kraftaverk. Svoferðu þaðan — hvert í ósköpun- um — hlýtur maður að spyrja? „Ha? Já. Ég var búinn að fá skóla- vist í Þýskalandi í arkitektúr. Með einhverjum kraftaverkatrixum var búið að koma mér þar inn með að- stoð góðra manna. Nema það að þeg- ar ég er alveg kominn að þvi að yfir- gefa hjartfólgna flæðiskerið þá bara segir minn maður eins og Gunnar á Hlíðarenda: Fer ekki rassgat og hætt- ur við allt saman. Ég gerist bara bó- heim og lífsspekúlant og kaffihúsa... - - ég hef nú alltaf verið mikill kaftfi- húsamaður og líkað vel við þann lífs- stíl. Sjáðu til, þá var almennt andóf gegn helstefnu. Atómvopnabúrið og það allt, sem sagt mjög lífræn um- ræða í gangi en þó hálfgert tabú hér, menn voru kallaðir blómabörn, hippar, kommúnistar — ja, ég veit ekki hvað. Maður beið bara eftir því að vera kallaður Sturlungur, eða eitt- hvað þaðan af verra, Kurlungur eða... ja, menn höfðu nú ekki hug- myndaflug til þess. Það var alveg kjörið fyrir kaffihús, eins og Kaffi Tröð, að taka á móti þessu fólki. Það þurfti engan bjórkrana til að halda mannskapnum gangandi, neinei- neinei. Menn fóru bara í ríkið og keyptu sína bokku og svo var bland- að undir borðum. Þegar best lét var blandað undir hverju einasta borði!“ Þá var ég ágætlega vel dottinn inn í karektatúr og sumir segja að ég hafi verið orðinn þriðji besti skopteiknar- inn í heiminum á eftir Mortdracher og frænda mínum Pétri Bjarnar- syni.“ En hvað með lifibrauðið, var ekkert hœgt að telja þig inn á að vinna hefð- bundna vinnu? „Jú á surnrin og ákveðinn tví- skinnungsháttur í því, maður var nú ekki meiri bóheim en það og lét sig hafa það að stjóma heilu steypihræri- vélunum ef því var að skipta. Það er hlutur sem maður tæplega gæti í dag og svo má ekki eyðileggja þessa leik- andi léttu skriffinna, þetta eru ekkert annað en skriffinnar (segir Bjarni og fingur hans fara á fleygiferð með miklu látbragði). Það er ekkert hægt að eyðileggja þá með einhverju steypukjaftæði.“ Bíddu, er þetta bara beiti lína eftir stúdentinn, þú setn bóheim á kaffiln'ts- utn? „Nei, þegar ég var farinn að trúa því að ég væri þriðji besti skopteilcn- ari í heimi fór að hvarfla að mér hvort ég ætti að tékka betur á þessu. Og eft- ir mikla pressu frá velunnurum og aðdáendum er mér nánast hrundið í inntökupróf í Myndlista- og hand- íðaskólanum, helstu vísindastofnun íslands í dag. Þá voru inntökuprófin tekin að hausti og þetta er í eina skiptið á ævinni sem ég hef þurft að taka róandi, ég var svo stressaður enda hefði ég trúlega hengt mig ef ég hefði ekki komist inn og þá væri 3. sætið alveg fokið út í veður og vind. En minn maður flaug inn og ég frétti það síðar að ég hefði verið talinn efni í góðan auglýsingateilcnara. Þarna er ég á ámnum ‘73 til ‘77 sem er einhver mesti blómatími á mínum lífsferli og ég hamingjusamur. Sko, við skulum ekld gleyma því að þegar maður er kominn inn í svona fram- úrstefnuskóla þá er maður kominn í eins konar griðland. Þarna er maður kominn eins og gæs í Þjórsárver og getur haft sín varplönd í ffiði. Alveg yndislega verndaður og verpir sínum gulleggjum í friði fyrir einhverjum óþokkum eða ojjíöpum sem að alltaf þykjast vita betur með sínar riffil- hleypur og tilbúnir í hvaða aftökur sem er.“ Hvað tekur svo við? „Á síðasta ári í M&H verð ég fyrir hugljómun og hugmyndin að Gallerí Suðurgötu 7 verður til. Ég, ásamt Friðriki Þór Friðrikssyni, stefnum saman flokkum manna og kvenna og höldum stofnfund. Húsnæðið var í algjörri niðurníðslu og það þurffi að taka til hendinni get ég sagt þér. Við, þessir hörðustu, dembum okkur bara í vinnugallann. Þetta var glimr- andi tími og mildð að gerast. Árið 1981 missum við húsið og það er flutt upp á Árbæjarsafn þar sem það stendur sem einhvers konar minnis- varði um gömlu Reykjavík.“ Hvar ertþú þá staddur í tilverunni? „Ég get nú ekld neitað því að vind- urinn fer svolítið um Bjarna Þórarins við þetta, að missa vettvang, fótfestu, félagsskap og samböndin. Þetta rýkur út í veður og vind og ég dreg mig til hlés og við tekur fremur kyrrlátt tímabil í ævi minni. En nú verðum við að negla niður alveg einstakan tímapunkt sem er 21. júlí 1988. Það er örlagapunktur í mínu lífi, gjörsam- legur umsnúningur — vendipunktur kallast það á góðri íslensku.“ Allt hefur leikið á reiðiskjálft? „Já, þá er ég staddur heima hjá mér í yfirgengilegu reiðikasti. Daginn áð- ur hafði ég verið staddur, þá sem off- ar, á heimili fóstbróður míns og sam- stúdents úr M&H, Birgi Andrés- syni, myndlistarmanni. Við vorum svona að taka púlsinn á myndlistinni. Sameiginlegur vinur okkar, Guð- mundur Oddur frá Glerá á Akureyri, kemur í heimsókn til Birgis. Það verða fagnaðarfundir. Það er greini- legt á Guðmundi að það er ferð á honum og það var eins og hann skynjaði að það væri eitthvað magn- þrungið í loftinu. Guðmundur Odd- ur sér i bókahillu Birgis kilju sem reynist vera bókin „Northen Poles of Art.“ Hún er eftir fimm höfunda, jafn marga og Norðurlöndin og maður að nafni Aðalsteinn Ingólfsson skrifar fyrir ísland. Bókin íjallar um það nýjasta frá hverju landi, meðal annars kafli um Gallerí Suðurgötu 7. Guðmundur flettir og flettir, les og les og les og svo segir hann og lítur á mig. (Það vottar fyrir þótta raddhæðinni hjá hon- um og jaðraði við fyrirlitn ingu — það var hneykslunar- tónn í röddinni — honum var misboðið.): „Hvernig í árans and- skotanum má það vera að þú, Bjarni Þórarinsson, ert ekki nafn- greindur í þessari bók?“ Ég þríf af honum bókina og trúi ekki mínum eigin augum og eyrum. Bjarni Þórarinsson, helsti höf- uðpaur og hvatamaður að Gall- eríi Suðurgötu 7, hann er ekki nafngreindur. HANN ER EKKI NAFNGREINDUR! Og það er verið að gera úttekt á hans eigin fyrirtæki! Það er eins og það fari einhver kvoða — froða — ein- hver reiðikvoða — einhver reiðikviða — eitthvert reiðideig fari um mig, því sé þrýst upp eftir bringspjöiunum á mér, uppundir þind, alveg uppí herðar og uppundir höku og al- veg upp í haus. Einhver reiði- kvika leikur um allan mann- ganginn í sálu minni. Ég byrja allur að titra, verð gersamlega kjaftstopp og rýk út úr húsi og æði heim alveg gersamlega vit- stola af reiði.“ Þegarþarna er komið sögu var ekki gott að hemja viðmœland- ann sem fœrist allur t aukana við þessa upprijjun. „Ég ædaði að svara þessu á opinberum vettvangi og skrif- aði hverja greinina á fætur ann- arri en fleygði þeim í körfuna jafnóðum. Ég var alveg skít- hræddur við sjálfan mig og hafði aldrei upplifað það áður — hræðslu við eigin reiði. En þá yrki ég: Oss í té lékíbé gyðju sé síðarfé Þetta kallast ljóðsmælki og er ort í tvennum skilningi. Ég er að reyna að sigrast á eigin reiði með að hugsa aðeins á jákvæðu nótunum. Ég fer að hugsa á ensku og rýni í ljóðið. Visual constructive poetry — eins konar byggingarljóð. Hvað get- ur það eiginlega verið á íslenskri tungu? Hvað þýðir þetta? Ég brýt heilann um þetta og vaki alla nóttina. Æði síðan niður í kunningjahópinn daginn effir og legg þetta fyrir þá. Eg tala við Hannes Lárusson í síma og hann segir þetta sé myndháttur. Það liggur eitthvað í loftinu og ég geri mér grein fyrir því að þetta voru einhverjar hríðir. Það var skollið á með hríðum. Ég held áfram að glíma við þetta og fyrr en varir skellur á mér: Já, sjónháttur! Auðvitað. Þeir hjá fslenskri málstöð segja mér: Nei, aldeihs ekki. Þetta er ekki til í málinu. Né heldur sjónþing, mér til mikillar undr- unar. Aha, sjónhátturinn fædd- ur og ég dæmdur í lífstíðarfang- elsi og örlög mín ráðin upp frá því. Sjónháttarfræði og ég verð sjálfkrafa hinn fyrsti sjónháttar- fræðingur, sjálfskipaður, það er ekki um annað að ræða. Ég spyrst fyrir um hugtakið benda og fæ staðfestingu á því að það er til í málinu. Mér þótti það sjálf- sagt mál nema ég hringi síðar í þrjá menn. Og nú er ég að segja svolítið sérkennilega sögu um fyrstu skref sjónháttarfræðinn- Til hvaða snillinga leitað- irðu með ráðleggingar? „Ég hringi í Bjöm Th. Björnsson fyrstan manna og segi honum að ég sé búinn að uppgötva hug- takið sjónhátt og sé að hugsa um að nota hug- takið bendu til að ein- kenna þá. Mér til mik- illar hrellingar bregst andjöfurinn Björn hinn versti við og skammar mig eins og hund fyrir það að gera mig líklegan til að reyna að breyta 900 ára merkingu hugtaksins bendu. „Það merkir bara þetta; flækja og bara éttu skít,“ og hann hálf- partinn skellti á mig. Mér leið eins og ég hefði framið morð, þó ekki væri nema á Birni Th. Mér leist í hreinlega ekki á blikuna. Næst | hringi ég í Thor Vilhjálmsson I sem ég hef alltaf haff talsvert dá- [ læti á. Segi honum tíðindin og ég man það eins og það hefði gerst hér og nú að hann sagði: „Bendill...", bíddu, hvað sagði hann aftur? Djöf- ulan sagði hann aftur? Hann sagði, banda, bendill eða eitthvað svoleiðis og ég leit á það sem jákvæðar undir- tektir af Thors hálfu og hvatningu að halda áfram. Hér er ekki öll sagan sögð, staðan er 1 -1, ég lít á mig sem hlutlausan aðila og er að fiska undir- tektir. Þá hringi ég í gamlan skóla- bróður, dúx úr menntaskóla, Helga Skúla Kjartansson, og hann greinir mér, af sinni alkunnu visku og snilld, frá einum fjórum merkingum. Þá var það ekki aldeilis eins og var á Birni að skilja að þarna væri aðeins ein merk- ing. Síðan hef ég haldið áfram og nú er ég korninn á áttunda hundrað merkingar bendunnar." Og síðan hefur lífþitt helgastþessu? „Já, uppgötvun sjónháttarins neyðir mig út í að vera nýr heimspek- ingur, það er óumflýjanlegt hlutskipti sjónháttarfræðings. Það er með ólík- indum hvað ljóðsmælkið „oss í té“ hefur getið af sér,“ og Bjarni þylur upp óendanlega möguleika heim- spekikerfis síns sem tekur til allra þátta lífs og Iistar. „Ég er fyrstur manna til að leggja ffarn nýjan Úststíl, lífsstíl og akademíu — allt samhliða." SIEMENS Alltaf-alls staðar með Siemerts Það er engin tilviljun að Borgarspítalinn, Landsvirkjun, ÍSAL, Vegagerð ríkisins, LÍN, Hreyfill, Mjólkursamsalan, AmmaLú, ýmsar lögmannsstofur, stofnanir og fyrirtæki treysta á Siemens símabúnað í rekstri sínum. Siemens framleiðir einfaldlega afburða tæki og sé horft á þjónustu- og rekstrar- kostnað eru þau sérlega hagkvæmur kostur fyrir allar stærðir fyrirtækja. Siemens S3 er GSM farsíminn. Hann er nettur, léttur og alltaf tiltækur. Ýmis aukabúnaður fáanlegur. Vandað tæki á góðu verði. HicomlOO eru símstöðvarnar og símkerfin frá Siemens. Glæsileg, traust og örugg kerfi sem sinna þörfum stórra sem smárra fyrirtækja. Verð frá kr. 42.000,- ; SIEMEftts, miniset 300 símarnir eru nettir, sterkir og passa alls staðar. Sérlega mikil talgæði. Vinsælir símar. Verð frá kr. 5400,- s c i i euroset 800 eru hin fullkomnu símtæki. Þýsk völundarsmíð eins og hún gerist best. Ýmsar stærðir og gerðir. Verð frá kr. 5600.- SMITH& NORLAND NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Viljirðu endingu og gæði -J veiurðu Siemens

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.