Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 18

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Blaðsíða 18
18 MORGUNPÓSTURINN VIÐTAL FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 Margeirssonar Að fá útrás í tónlist Litið inn hjá Ólafi Stephensen tríóhaldara ogmarkaðsráðgjafa Skrifstofa Ólafs Stephensen djassgeggjara, markaðsráðgjafa og fyrrum auglýsingamógúls er nokk- uð lýsandi fyrir manninn og per- sónuna: Undir slútandi þaklofti stendur virðulegt rokkokóskrifborð og framan við það bjóða hlussulegir rósasóffar í breskum sveitasetursstíl gestinn velkominn til setu. Á veggj- unum hanga verðlaunaskjöl fyrir auglýsingagerð og markaðsafrek innan um myndir af vinum og fyr- irmyndum í erlendum viðskipta- heimi. Og stundum glyttir í myndir af persónum úr íslenskum og út- lenskum djassheimi. Skjalabunkar, auglýsingarit, bækur af allri gerð og ýmist kram er að finna víðs vegar um þessa vinnustofu sem er í senn persónuleg og bisnessleg, líkt og húsbóndinn sjálfur sem kýs að láta bresku sóffana ónotaða en tyllir sér á rauðan skrifstofustól á hjólum. Ég gleymdi að segja af hverju mér finnist skrifstofan dæmigerð fyrir Ólaf: Hinn hraði heimur almenn- ingstengsla liggur í loftinu en um leið einhver blær af horfnum dög- um fyrirfólks. Því Ólafur er enginn venjulegur og ódannaður auglýs- ingapoppari heldur ekta Stephen- sen, (samt gjörsamlega ósnobbað- ur) ættaður og að hluta uppalinn í Viðey sem einkabarn Stephan Stephensen kaupmanns og eigin- konu hans Ingibjargar. Og áfram hlykkjast Stephensenættin hans 01- afs allt aftur í Magnús Stephen- sen sem var sennilega fyrsti djassgeggjarinn í Viðey og þótt lengra væri leitað. - Magnús Stephensen djöflaðist á orgeli sem hann flutti út í Viðey, segir Ólafur með pókerfési og af- hjúpar nýja hlið á forföður sínum, konferensráðinu, sem reyndar er þekktari í sögunni sem dómstjóri og stiftamtmaður. En reyndar gaf Magnús út Messusöngs- og sálma- bók 1801 sem varð þjóðþekkt undir heitinu Leirgerður þar sem nótur voru fyrst prentaðar á íslandi með nútímasniði. Þannig að tónlist- aræðin er bein og ómenguð frá konferens- ráðinu og í markaðsráð- gjafann Ólaf Stephensen. - Afi og langafi fengust einnig við nótnaskrift, bætir Ólafur við jafn al- varlegur meðan ég læt hugann reika aftur til Viðeyjarára Magnúsar Stephensen. Og mitt í þönkum mínum rennur upp fyrir mér ljós: Magnús var helsti boðberi upplýs- ingastefnunnar á íslandi. Það er ekki nema von að afkomandi hans í beinan karllegg leggi stund á upp- lýsingu og almenningstengsl. Fyrir utan að báðir hafa haft gaman af því að djöflast á hljóðfær- um. Og nú er komin út plata eða réttara sagt geisladiskur með Tríói Ólafs Stephensen. Diskurinn heitir því einfalda nafni Píanó, bassi og tromma og hlýtur að segja til um hljóðfæraskipan hljómsveitarinnar. - Þarna eru lög sem eru dæmi- gerð fyrir tríóið okkar, segir Ólafur sem enn situr með pókerfés. Þetta bara small saman. Við spiluðum lögin inn í svo að segja einni lotu í stúdíói. Tónlistin er þverskurður af því sem við höfum verið að spila á undanförnum mánuðum. Það hef- ur stundum verið orðað við okkur að það sæist langar leiðir að við hefðum svo gaman af að spila sam- an. Það er rétt og ég vona að það gaman skili sér á disknum okkar. Tónlistin sem slík er sígræn, eftir okkar eyra og okkar hljómagangi og svo bætum við við sveiflu sem allri djasstónlist er nauðsynleg, segir Ól- afur og gott ef hann brosir ekki út í annað. Fyrir þá sem ekki vita staðreyndir málsins, þá hefur Tríó Ólafs Steph- ensens á skömmum tíma orðið eitt vinsælasta djassband hinna nýju öldurhúsa bæjarins. Tríóið varð til nánast fyrir tilviljun á Sólon fsland- us fyrir tveimur árum þar sem djassleikararnir léku á mánudags- kvöldum lengi framan af. Nú hafa þeir teygt anga sína í ólíklegustu króka kráa, matsölustaða og pöbba auk þess sem menn geta átt von á þeim grúfa sig yfir hljóðfærin á opnunum listverkasýninga eða öðr- um menningaruppákomum bæði í Reykjavík og út á landi. - Eitt það skemmtilegasta sem hefur hent tríóið var þegar við lék- um á Listasumri á Akureyri og á Bakkanum, pínulitlum veitingastað á Húsavík. Það voru frábærar við- tökur og stemmningin eins og mað- ur gæti helst óskað sér, segir Ólafur stuttlega með minnkandi brosvipr- ur í munnvikinu. En hvernig skyldi vera að spila á pöbbunum í Reykjavík? - Það er mjög gaman að spila á þessum stöðum yfirleitt alla aðra daga en föstudaga og laugardaga. Á öðrum dögum hefur okkur tekist vel að ná upp stemmningu og finn- um að áhorfendum er vel að skapi að hafa okkur og hlusta á okkur. Á föstudögum og laugardögum er drykkjuskapurinn hins vegar þann- ig, að tríó eins og okkar á ekkert er- indi á slíkar samkomur, segir Ólafur og hefur nú slakað á brosinu til fulls. En hvernig skyldi tónlistarferill Ólafs Stephensens hafa byrjað? - Ég byrjaði fimm ára gamall að læra píanóleik hjá móðursystur minni, Guðrúnu Elísabetu Guð- mundsdóttur, segir Ólafur. (Þá vit- um við að músíkæðin er líka úr móðurættinni.) Hún hafði það að atvinnu að spila undir þöglu mynd- unum í Gamla bíói. Síðan lá leiðin til Jóhanns Tryggvasonar píanó- kennara sem kenndi mér í nokkurn tíma uns hann flutti með undra- barnið, dóttur sína Þórunni, til Englands og lauk þar með tilsögn- inni. (Þórunn varð síðar eiginkona Vladímirs Ashkenazys.) Carl Billich tók mig þá að sér en aðeins í faa tíma, því hann sendi mig frá sér með þeim skilnaðarorðum að ég yrði aldrei píanisti. Það var rétt hjá honum: Eg hefði aldrei getað orðið píanisti í þeim skilningi sem hann lagði í orðið. Það breytti hinu ekki að mig dreymdi um að verða tónlistarmaður allt frá því að ég var smákútur. En örlögin hög- uðu því að ég varð allt annað. Lífið og draumurinn geta hins vegar ekki án hvors annars verið. Ég fór í aug- lýsingabransann en þegar ég kvaddi hann þá var ég svo heppinn að eiga tónlistina að. Þar sem Ólafur er aðeins búinn að svara spurningunni um tónlist- arferilinn með því að segja frá hinni brokkgengu tónlistarmenntun er spurningin áréttuð. - Þetta viðtal á ekki að vera end- urminningar mínar, svarar Ólafur dauflega en heldur áfram: Fyrsta tríóið varð til í Miðbæjarskólanum. I því voru Hrafn Pálsson síðar deildarstjóri í heilbrigðisráðuneyt- inu, Stefán Stefánsson, sonur Is- landi, og undirritaður. Þeir völdu sér gítara en ég lék á harmonikku. Við spiluðum á dansæfingunum hjá stelpunum í eldri bekkjunum þann- ig að snemma kom hinn göfugi til- gangur danstónlistarinnar í ljós hjá hljóðfæraleikurunum. I reynd held ég að okkur Krumma hafi alltaf langað til að verða píanista. Hrafn kunni vel að beita vinstri höndinni í hljómaganginum en ég var mun lið- ugri á hægri höndina í laglínunni. Þegar við lögðum saman varð úr því viðunandi píanisti. Við Krummi héldum saman í gegnum þykkt og þunnt og lékum í alls kyns tríóum. Það frægasta var kannski Leik- hústríóið. Það lék í Þjóðleikhús- kjallaranum og samanstóð af Krumma sem lék á basssa, Kristni Vilhelmssyni á trommur og mér sem spilaði á harmonikku. Með tríóinu fylgdi kolsvört nætur- drottning frá Kúbu sem hét Númedia; hún var sex fet á hæð, klæddist skósíð- um, aðskornum samkvæmiskjói- um, spilaði á píanó og söng hárri röddu. Við vorum hins vegar klæddir hvítum smókingfötum og í hvítum skóm við. Við lékum aðeins lög ættuð úr Karabíska hafinu. Við sungum undir: „Uno, dos, tres, maaaabóóó!!" Og þess á milli tók- um við hið taktfasta „Úgh!!“ Mig dreymdi mambótakt í mörg ár eftir þetta. fívenær skyldi þetta hafa verið? - Æ, spurðu mig ekki um það... stynur Ólafur. Ég minnist sérstak- lega Hljómsveitar Andrésar heitins Ingólfssonar. Þar mynduðum við Guðjón Ingi og Árni Egilsson hrynsveitina (ryðmaseksjónina). Svo hætti ég í miðju kafi til að flytj- ast aftur til New York til náms og starfa. Ólafur menntaði sig í almenn- ingstengslum, fjölmiðlun og mark- aðsfræðum. Líkt og forfaðir hans, Magnús Stephensen, sem hafði komið með upplýsingaöldina til Is- lands, kom Ólafur með auglýsinga- öldina til landsins. Auglýsingaheim- urinn varð til á Islandi og skyndi- lega uppgötvuðu íslensk fyrirtæki mátt augíýsingarinnar og nauðsyn almenningstengsla. Auglýsingaveldi Ólafs varð umtalsvert. - Það var gaman í auglýsinga- bransanum því það er einfaldlega gaman þegar vel gengur, segir Ólaf- ur og heldur áfram að vera afslapp- aður. En eftir 20 ár í bransaum þarf maður að skoða hug sinn. Ég kaus að gera það. Og þá komst ég að því að ég var farinn að gera allt annað en ég hafði lagt af stað með. I stað þess að stunda hugmyndasmíði og textagerð var ég farinn að stjórna fyrirtækjum. Svo ég ákvað að stokka lífi mínu upp. Ég seldi fyrirtækin og tók að starfa við það sem ég hafði lært í háskóla í Bandaríkjunum: Al- menningstengsl. I dag er ég einyrki og veiti örfáum viðskiptavinum markaðsþjónustu, flestum erlend- um en einnig íslenskum útflytjend- um. Það tekur allan minn tíma auk tónlistarinnar sem sækir meira og meira á, segir Ólafur. Kannski endar hann sem aldrað- ur djasspíanisti í horni einhvers pöbbsins? - Ég enda kannski ekki sem tón- listarmaður, segir Ólafur hugsi, en ég get vel hugsað mér að ljúka starfsferlinum á einhverjum kantin- um í tónlistarbransanum. Þegar Ólafur hafði lagt auglýs- ingabransann á hliðina, skaut tón- listinni aftur upp í lífi hans. Hvernig var að byrja aftur eftir 30 ára hlé? Andlitið á Ólafi glæðist upp. - Rosalega gaman. En það var ekki það auðveldasta sem ég hef gert um ævina. Það er gífurlegt átak að koma sér af stað eftir svona langan tíma. Ég þurfti að koma mér upp rútínu; æfa, þjálfa fingurna, búa sie unair að vera aftur á sviði og horfast í augu við áheyrendur. Hleypa einhverju út sem hafði blundað innra með þér svo lengi. Að fá að lokum útrás í tónlist. Þetta tekur sinn tíma. Ég spila allt öðruvísi í dag en ég gerði í gamla daga sem strákur. Lagavalið er líka orðið annað. Ég spila í dag það sem mér þykir skemmtilegast að spila og ég held mest upp á: Það er ákveðin kynslóð af djasspíanist- um sem var upp á sitt besta þegar ég dvaldist í New York á sjötta ára- tugnum. Að byrja að spila aftur er eitt það ánægjuíegasta sem ég hef gert, segir Ólafur Stephensen. Og nú brosir hann út að eyrum.B i I i i

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.