Helgarpósturinn - 24.11.1994, Síða 25

Helgarpósturinn - 24.11.1994, Síða 25
FIMMTUDAGUR 24. NÓVEMBER 1994 MORGUNPÓSTURINN MANNLÍF 25 Eitt skrýtið ljóð eftir Garra Garri skrifar hrollkaldar, írónískar greinar um menn og málefni í Tímann. Garri er að sjálfsögðu skáldanafn sem hæfir vel þessum nöturlega penna. En að baki kyrkingslegu yfirbragðinu slær rómantískt hjarta sem enn hefur ekki fengið notið sín sem skyldi. Þessari lýrík skaut hann inn í grein á þriðjudaginn (lína hér og lína þar) og það þarf ekki að rýna lengi í Ijóðið til að sjá að hér fer ófullnægt skáld sem þráir ást og hlýju. / n Með brjóstið þrútið afsjóðheitum tilfinningum Hinar björtu vornœtur gekk hann með grasið í skónum a a ö Að leggja allt í sölurnar œttmóðirin og œttfaðirinn þau saman gœtu myndað „one big happy family“ u r a Draumur eldhugans, að vinna hjarta hinnar „hreinu meyjar“ / a s t Ef inaður reynir viðfleiri en eina konu á sama ballinu eftir að hún hryggbraut hann hún vildifrekar alla aðra Helgi Björnsson var ekki skakka tíu sentimetrum að lögreglubíllinn keyrði inn í miðjan bílinn. Þá hefði líklega bíllinn klippst í tvennt. Þeir enduðu hins vegar við framhjólið og við dróg- umst í nokkra hringi. Ég held að það séu enn verksummerki á rauða húsinu þarna við hornið þegar lög- reglubíllinn, sem var nýr Volvo, klesstist á húsið inn að mælaborði. Við Pétur enduðum á spítala og vorum þar í nokkra daga en sem betur fer slösuðumst við ekkert al- varlega. Þetta var kolólöglegt athæfi hjá lögreglunni sem keyrði enda var henni vikið úr starfi." Fá útrás fyrir minnimáttarkennd svona samskipti við annað fólk. „Það virðist sem sumir lögreglu- menn velji sér þetta starf til þess að fá útrás fyrir minnimáttarkennd.“ Áttir þú eða lögreglan frumkvœði að því að þú áttir íþessum eilífu úti- stöðum við lögregluna? „Það biðja nú ósköp fáir um að láta handtaka sig. Þetta var ekki af rnínu frumkvæði. Ég fæ ekki séð að það sé einhver ögrun fólgin í því að taka þátt í leyfilegum mótmælaað- gerðum. Við töldum það á þessurn tíma og teljum enn að við höfum verið í fullum rétti til að konta til leiðar skoðunum okkar á framfæri á þann hátt sem við gerðum.“ Nú var það þekkt þegar þú spark- aðir einhverju sinni í punginn á einhverjum lögregluþjóni? „Þetta tilvik átti sér stað í miklum stympingum á Aust- urvelli þar sem samankomið var bæði'mikið af lögregluliði og öðru fólki. Ég datt í götuna og bara eins og fólk gerir til að forða sér frá því að vera troðið undir sparkaði ég frá mér. Hvort ég sparkaði í ein- hvern veit ég ekkert um. Ég ætlaði mér í það minnsta ekki að meiða nokkurn mann, enda held ég að það sé ekki sniðug bardagaaðferð að eiga það á hættu að vera troðið undir þegar maður sparkar frá sér.“ Birna segir lögregluna ekki hafa verið á vettvangi í öllum þeim fjöl- mörgu mótmælaaðgerðum sem hún tók þátt í. „Trúlega hef ég verið farin að pirra einhverja lögreglu- þjóna sem í kjölfarið beittu mig frekar valdi.“ GK keyrður í klessu aflögreglunni. Birna Þórðardóttir blaðamaður sem sjálfsagt er enn herstöðvarand- stæðingur, var í hópi þeirra öflugri á árum áður og barðist lengur en flestir á opinberum vettvangi fyrir brottför herliðsins úr Keflavík. Af þeim sökum hefur hún átt ýmislegt saman við lögguna að sælda. Birna sagði það þó ekki hafa verið að sínu frumkvæði. „Ég var tekin oftar en einu sinni og oftar en tvisvar í mót- mælaaðgerðum. Ég hef lent í því að hafa verið handjárnuð, auk þess sem ég var einhverju sinni lamin af löggunni með þeim afleiðingum að það þurfti að sauma um tuttugu spor í höfuðið á mér.“ Hún segir að þótt það séu margir ágætismenn í lögreglunni veljist einnig inn í þessa starfstétt þeir sem BÍma ekki eiga að koma Þórðardóttir „Það biðja nú ósköpfá- nálægt því að hafa fr „m flð /4ffl handtaka Sig. “ Birgir „Curver'1 Thoroddsen og Baldur Helgason eru forsprakkar tón- leikanna. Birgir sér um tónlistarmennina en Baldur um skólastjórnina. Helmingur rjómans í neðan- jarðartónlist í undirheimum Fjölbrautaskólans í Breiðholti verða stórtónleikar á föstudagskvöld. Þó að það sé mótsagnarkennt að tala um „nöfn“ í „neðanjarðartónlist" þá verður þessi setning látin flakka: „Þar gigga mörg helstu númerin í undergrándinu." Að sögn Birgis „Curver“ Thoroddsen hefurtónleikahald í FB verið í ákveðinni lægð að und- anförnu en hann er ekki í vafa um að þessir tónleikar muni breyta þar nokkru um og á von á hörku aðsókn en allur ágóði rennur til styrktar Alnæmissamtakanna. Þær hljómsveitir sem koma fram eru eftirfarandi: Maus, Olympia, Curver (en þessar hljómsveitir eru allar með nýjar plötur), Tjalz Gizur, Wool, Sigurrós, Drome, MuleSkinner og Hafdís. Þessi nöfn eru óneitanlega torkennileg en Birgir bendir á að mörg þeirra eigi rætur í íslensku auk þess sem það sé áberandi í neðanjarðartónlist hve íslenskan er að verða algengari i textum tónlistarmanna. Það sé frekar að þær hljómsveitir sem eru að míga utan í vinsældarpoppið sem beiti fyrir sig enskunni. Stórtónleikar undir sundlauginni í Breiðholti Varið í bíó með AqJi Gangið niður dimma ganga kvíkmyndahúsanna með Agli Bióborgin Sérfræðingurinn The Specialist ★ Gengur út á aó sýna líkamsparta á Stone og Stallone. Þeirenj flestir góðir en sólgleraugun eru best. I blíðu og stríðu When a Man Loves a Woman ★★ Nákvæm og afarlöng lýsing á alkóhólisma f væmnum thirtysomething-stíl. Fæddir morðingjar Natural Bom Killers ★★ Boðskapurinn er að Am- eríka sé gegnsýrð afofbeldi. En Oli- ver Stone er jafn hugfanginn af of- beldinu og hinir. Bióhötlin Sérfræðingurinn The Specialist ★ James Woods ersvo góðursem vondi karlinn að maður kemst ekki hjá þvíað halda með honum. Forrest Gump ★★★★★ Annað hvort em menn á móti eða með. Ég ermeð. Villtar stelpur Bad Girls ★ Þrjár flottar dömurog eitt bimbó ívillta vestrinu. Leifturhraði Speed ★★★ Keanu Fteeves er snaggaralegur og ansi sætur. Sannar lygar True Lies ★★ Schwarzenegger kann ekki að dansa tangó en finnur ótal brögð til að nið- urlægja konuna sína. Háskófabió Blown Away iloft upp ★★ lllmennið er besta lýsing á IRA-manni sem hef- ur sést f kvikmynd. Ferðin að miðju jarðar ★★ Skóla- mynd sem byrjar í ágætum ömurleika en endar f glansmynd afjökli. Nifi ★★★ Draugasaga sem kallar fram moldarkeim i vitum. Þrír litir: Hvítur Trois couleurs: Blanc ★★★★ Mynd sem segir frá þvíhvað er mikill vandi að vera maður, og vandarsig viðþað. Bein ógnun Clear and F>resent Danger 0 Strákar, passið ykkur ef þið ætlið að bjóða stelpu á þessa. Þið megið vita að hún fer út í hléi og þið sjáið hana aldrei framar. Forrest Gump ★★★★★ Gump er heilagur bjáni. Fjögur brúðkaup og jarðarför Four Weddings and a Funeral ★★★ Breska yfirstéttin makar sig íágætri kómedíu. Laugarásbío Gríman The Mask ★★★ Myndin er bönnuð innan tólfára og þvítelst lögbrot að þeir sjái hana sem hafa af henni mest gaman — tíu ára drengir. Ögrun Sirens ★★ Hugh Grant er sætur og þarna eru Ifka sætar stelpur sem eru til iað fara úr fötunum. Dauðaleikur Surviving the Game ★ Ekta „freeze motherfucker“-mynd með hinum óviðfelldna lce T. Regnboginn Reyfari Pulp Fiction ★★★★★ Tar- antino er séní. Lilli er týndur Baby’s Day Out ★ Verst að óheppnu þrjótamir eru ekki vitund fyndnir. Ljóti strákurinn Bubby Bad Boy Bubby ★★ Bubby er einn Ijótasti aft- urúrkreistingur sem sést hefur á hvita tjaldinu. Allir heimsins morgnar Tous les matins du monde ★★★ Músikin er falleg. Svikráð Resevoir Dogs ★★★★ Frá- bært blóðbað. Sögubíó íloft upp Blown Away ★★ Stóra sprengingin ílok myndar erglæsileg. Skýjahöllin ★★ Fyrirbörn sem gera ekki miklar kröfur um persónusköp- un. Stjörnubío Einn, tveir, þrír Threesome ★★★ Allt snýst um uppáferðir og er fullt af galsa og laust við tepmskap. Það gæti hent þig It Could Happen to You ★★ Rikt fólk heldurað ástin veiti lífshamingju en fátæklingar vita að það em peningar. Úlfur Wolf ★★ Glottið á Jack Nichol- son er voða staðlað. Biódagar ★★★ Margt fallega gert en það vantar þungamiðju. Næturvörðurínn Nattevagten ★★★ Mátulega ógeðsleg hrollvekja og á skjön við huggulega skólann idanskri kvikmyndagerð. Fékkstu almennilegan mat í hádeginu, krúttið mitt? Erna Indriðadótt ir, fréttamaður: „Já, vinur.“ Kristín Ástgeirsdóttir, alþingismaður: „Já, ég fékk soðna lúðu með grænmeti og kartöflum, alveg sómamatur.“ Sigurður Hróarsson, leikhússtjóri: „Já, já, ég fékk alveg rosalega góð- an mat. Það var heilt kíló af skepnufóðri, það er að segja, grænmeti með hálfu kílói af fljótandi hvít- lauk. Enda hef ég lokað mig inni síðan. Gott fyrir leikhússtjóra, því þetta er svona fjandafælumatur.“ Örn Clausen, hæstaréttarlög- maður: „Já, ég borðaði súpudisk á Skrúði á Hótel Sögu í mjög góð- urn félagsskap. Konan nrin er nefnilega erlendis — þess vegna var ég nú á Skrúðnum." Hvenœr vill strákur sofa hjá stelpu? Threesome Stjörnubíú ★★★ Resevoir Dogs Regnboginn ★ ★★★ Boborðin tíu Hreyfimyndafélagið ★ ★★★★ Þegar ég kom inn í sal Stjörnu- bíós á þriðjudagskvöldið var hann fuilur af unglingum. Ég fékk ekki betur séð en ég væri langelsti bíó- gesturinn — sem er svosem ekkert nýtt. Sem betur fer var ég raunar svo heppinn að hafa ungling með í för þannig að einhvers konar tengsl voru þó altént miíli mín og unglingaskarans. Unglingarnir skemmtu sér kon- unglega. Ég heyrði ekki betur en surnar stelpurnar væru byrjaðar að hlæja áður en myndin byrjaði. Og þær hlógu hana út á enda. Ekki að ástæðulausu, því Thrcesome er meinskemmtileg kómedía, full af galsa, ólíkindalátum og sniðugum tilsvörunr, og alveg laus við tepru- skap. Allt snýst þetta um uppá- ferðir og spennuna í kringum það hver vill sofa hjá hverjum og hve- nær. Og þá er líka spurt hvort stelpa vill sofa hjá strák, strákur hjá stelpu eða strákur hjá strák. Éða þá hvort allir vilji sofa saman í einni kös. Aðalpersónurnar eru ungt og fallegt og skemmtilegt fólk sem maður hefði gjarnan viljað kynn- ast einhvern tíma fyrr á Iífsleið- inni. Þrír prýðilegir aðalleikarar renna sér í gegnunr rullurnar sínar af miklum krafti, kátínu og háðsk- um töffaraskap. Ég skil ekki að nokkur maður eða kona á aldrin- um 14 til 20 geti leyft sér að nrissa af þessari mynd, og okkur hinum þarf alls ekki að leiðast. Við getum að minnsta kosti rifj- að upp með dálítilli eftirsjá hvað það er áhugavert og skemnrtilegt viðfangsefni að pæla í kynlífinu þegar rnaður er ungur. Pulp Fiction er umtalaðasta myndin í bænum svo það er vel við hæfi að Regnboginn skuli nú end- ursýna Resevoir Dogs, frumraun Quentin Tarantino. Þessi mynd er að vissu leyti eins og ofbeldisfullur ballett sem frábærir leikarar stíga hver við annan og við kviknrynda- vélina. Og þarna eru líka persón- urnar sem Tarantino hefur sankað að sér; steríótýpurnar sem hann leikur sér að með undirfurðulegri kímni, smákrimmar sem eru lítil- sigldir stríðsnrenn en samt svo spaugilega alvörugefnir rnitt í allri dellunni. Allt endar þetta í hroðalegu blóðbaði sem á sanra tíma er ein- hvern veginn — alveg frábært. Önnur endursýning og sú er ennþá tímabærari: Kvikmynda- klúbburinn Hreyfimyndafélagið sýnir nú Dekalog, sjónvarpsnrynd- irnar þar sem pólski leikstjórinn Krzysztof Kieslowski lagði út af boðorðunum tíu. Myndirnar kváðu verða sýndar tvær og tvær i senn, en allar voru þær sýndar hér í sjórrvarpi fyrir allmörgum árum. Tvær þeirra, Stutt mynd um dráp og Stutt mynd um ást, eru einnig til í lengri útgáfum og hafa verið sýndar á kvikmyndahátíðunr hér. Ég ætla ekki að hætta nrér langt út í þá sálma, en þetta eru stúdíur á mannlegu eðli sem bera hand- bragð djúpviturs meistara; það er fjallað urn flóknar siðferðisspurn- ingar en án þess að nokkurn tíma sé prédikað, staðhæft, fordæmt eða að einfaldur boðskapur liggi í augum uppi. Það er ýjað að hlut- unum en þeinr ekki kastað í andlit áhorfandans. Fyrir stuttu lýsti Kieslowski því yfir að hann væri hættur að gera kvikmyndir og sestur í helgan stein. Sem hlýtur að vera einhver misskilningur þótt lífsstarf þessa snillings sé þegar ærið. - Egili Helgason

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.