Helgarpósturinn - 29.12.1994, Síða 6

Helgarpósturinn - 29.12.1994, Síða 6
6 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994 Emiliana Torrini er Ungmenni ársins Hárið er minnisstæðast Aðeins 17 ára gömul er Emiliana Torrini orðin ein vinsælasta söng- kona landsins og auk þess að hafa gert það gott með hljómsveitinni Spoon leikur hún í söngleiknum Hárinu sem hefúr gert það gott á árinu. Hún þykir hafa sérstaka og fallega söngrödd og túlkun hennar á þeirn lögum sem hún flytur með hljómsveitinni Spoon stendur öllu öðru framar á geisladisk hljóm- sveitarinnar. „Hitt fær svona meira að fljóta með uppá grín,“ svo vitn- að sé í álit gagnrýnanda MORGUN- PÓSTSINS. Hvað erþér minnistœðast á árinu? „Hárið. Það var svo gaman að vera með í svona skemmtilegum hópi. Og svo er það bara svo margt. Útgáfutónleikarnir þegar diskurinn kom út voru ofboðslega skemmti- legir og þetta var alveg ný reynsla fyrir mig. Velgengni okkar í Spoon kom mér líka mjög mikið á óvart, ég bjóst alls ekki við þessu.“ Hvernig leggst nýja árið í þig? „Mjög vel, bara ágætlega." Er eitthvað sérstakt á döfinni hjá þér? „Nei, nei, bara að halda áfram að syngja." Ætlarðu að leggja sönginn fyrir þ‘g? „Það er aldrei að vita og verður bara að koma í ljós.“ Þú hefur ekki í hyggju að snúa þér að leiklistinni t framtíðinni? „Nei, ekki eftir reynsluna úr Hár- inu.“ Gekk þér ekki vel? „Nei, ég get ekki sagt að mér hafi gengið vel að leika. En það var bara svo gaman.“ Þú hefur verið valin ungmenni ársins á MORGUNPÓSTINUM. Hvern- ig líst þér á það? „Jú, jú, fínt, mjög gaman. Ég lít góðum augum á það,“ og Emiliana flýtti sér að ljúka símtalinu þar sem hún var um það bil að fara að stíga á svið í söngleiknum Hárinu. -ÞKÁ Benedikt Sveinsson er Viðskiptamaður ársins Það er hörkufólk að berjast í þessu Fyrir skömmu brutu Islenskar sjávarafurðir upp hefð sem hefur lengi verið í gildi milli fýrirtækisins og Sölumiðstöðvar hraðfrystihús- anna. Með því að kaupa Vinnslu- stöðina í Vestmannaeyjum sem er gamalt SH-fýrirtæki var langt tíma- bil stöðnunar rofið. Benedikt Sveinsson hefur verið fram- kvæmdastjóri Islenskra sjávaraf- urða frá árinu 1990 og í stjórnartíð hans hefur fýrirtækinu vaxið fiskur um hrygg. Benedikt, sem er fýrr- verandi sjómaður og frystihúsa- starfsmaður, byrjaði 8 ára gamall að vinna á síldarplaninu hjá Alla ríka og er nú 43 ára gamall forstjóri næst stærsta sjávarútvegsfýrirtækis landsins. Benedikt var spurður hvað væri í hans augum merkilegasti áfangi á árinu sem er að líða. „Mér er persónulega minnisst- æðast að hafa unnið að þessu Vest- mannaeyjamáli en það sem er kannski merkilegast við þetta allt saman er að sjávarútvegurinn skuli hafa komist í gegnum erfiðleikana sem blöstu við með enn meiri nið- urskurði á kvóta. Þetta var erfitt ár og það er merkilegt að sjávarútveg- urinn skuli vera í jafn góðum mál- um og raun ber vitni.“ Voruð þið ekki að brjóta gamla hefð með kaupum á jafn grónu SH- Jón Karl Fr. Geirsson er Vísindamaður ársins fyrirtœki og Vinnslustöðinni? „Fyrirtækið hafði hvorki verið keypt né selt áður og að því leyti vorum við að brjóta hefð. Annars vorum við bara að gera góð við- skipti.“ Horfurnar eru slæmar Hvernig horfa sjávarútvegsmálin við á nýja árinu? „Horfurnar eru slæmar því að enn þarf að skera niður kvóta og það hefur verið erfitt að nýta aðrar fiskitegundir til jafns við þorskinn til að mæta þessum þrengingum. Björgvin Gíslason er Mannréttindabaráttumaður ársins Fordómunum mun linna En ef okkur tekst að vinna jafn skynsamlega úr stöðunni og hingað til er ég bjartsýnn á nýja árið. Væntanlega tekst þetta því að það erJiörkufólk að berjast í þessu.“ Þú hefur verið valinn Viðskipta- maður ársins. Hvernig líst þér á það? „Það er óvæntur heiður því að ég er nýkominn af samkomu þar sem Sighvatur Bjarnason í Vestmann- aeyjum var valinn viðskiptafröm- uður ársins. Það virðist sem Vest- mannaeyjar séu ofarlega í hugum fólks,“ sagði Benedikt Sveinsson að lokum. -ÞKÁ Alnæmissamtökin voru stofnuð árið 1988 en Björgvin Gíslason var kjörinn í stjórn samtakanna í fýrra og formaður þeirra í ár. Björgvin greindist HlV-jákvæður árið 1986 en fór að tala opinberlega um sjúk- dóminn fyrir tveimur árum. „Það sem setti mestan svip á þetta ár hjá okkur var að við feng- um framtíðarhúsnæði fyrir starf- semina og tekin var ákvörðun um að opna þar og reka athvarf fyrir HlV-jákvætt fólk,“ segir Björgvin. „Sú athygli sem þetta málefni fékk í fjölmiðlum og sá hljómgrunnur sem það fékk meðal fólks er mér einnig ofarlega í huga þegar ég lít til baka. Umræðan hefur verið stöðug og sterk og það er mér eftirminni- legast. Ef ég lít fram á veginn þá er stað- reyndin sú varðandi alnæmi að engin lækning er í sjónmáli. Samt Bíður eftir niðurstöðum frá Krabbameinstofiiun Bandaríkjanna sem áður er hægt að vera bjartsýnn á að læknavísindin veiti fólki auð- veldara að takast á við sýkingar sem það þjáist af. Þessi sjúkdómur er í raun og veru samansafn sýkinga sem koma vegna þess að ónæmis- kerfið bilar og framfarirnar felast í betri árangri í að takast á við þær. Ég held að fordómum gegn alnæm- issjúklingum linni þegar fólk gerir sér grein fýrir að þetta er ekkert einkamál neinna ákveðinna aðila heldur einfaldlega banvæn veiru- sýking. Þótt það sé kannski fríkað að segja það að þá reikna ég með að viðhorfið gegn alnæmi breytist þeg- ar „venjulegt" heterósexúal fólk fer að veikjast í auknum mæli og sjúk- dómurinn að teygja sig meira út fyrir raðir samkynhneigðra karl- manna og eiturlyíjaneytenda. Varðandi samtökin sjálf vona ég að næsta ár færi okkur það að við getum komið þessu athvarfi sem við vorum að stofna í fullan rekstur og að við getum veitt HlV-jákvæð- um raunhæfa aðstoð og aukið bar- áttuþrek og styrk þeirra.“ Jón K. F. Geirsson, efnafræðing- ur og dósent við Háskóla Islands, gerði þetta árið merkilega uppgötv- un sem gæti hugsanlega leitt til straumhvarfa í krabbameinsrann- sóknum en hann hefur ásamt nem- endum sínum í efnafræði við Há- skóla Islands unnið að þróun þess- arar hugmyndar. Vísindamenn um allan heim hafa unnið að þvi að reyna að búa til efnið Taxól en það er mest lof- andi krabbameinslyf sem komið hefur upp á seinni árum en um leið mjög eitrað og með miklar auka- verkanir. Taxól er fjórhringja sam- eind með hliðarkeðjum og þar sem nýjustu rannsóknir benda til að virka efnið sé í hliðarkeðjunum, þróaði Jón tvenns konar aðferðir, annars vegar bjó hann til nýja sam- eind sem hægt er smíða og hengja hliðarkeðjur Taxóls á. Hins vegar breytti hann nýja efnasambandinu í fjórhringja sameind Taxóls. Bréf frá Krabba- meinsstofnun Hver er minnisstœðasti atburður- inn? „Það hefur verið þegar Krabba- meinsstofnun Bandaríkjanna sendi okkur bréf þar sem hún bað um að fá að framkvæma prófanir á þess- um efnasamböndum sem við höf- um verið að búa til,“ sagði Jón. „Þetta eru mjög umfangsmiklar og tímafrekar mælingar og það var upplífgandi að þeir skyldu sýna þessu áhuga eftir að hafa lesið það sem við höfum látið frá okkur fara um þetta í erlend fagtímarit. Nið- urstöður hluta þessara rannsókna koma fljótlega í Ijós og ég tel líklegt að þær verði jákvæðar. Þetta er kannski ekki besta efnið en það er vonandi að einhverju leyti virkt og gæti gefið hugmynd um hvernig væri hægt að vinna þetta áfram. Við höldum síðan áfram okkar vinnu hérna heima og fengum til þess styrk úr Vísindasjóði um svipað leyti og okkur barst erindið frá Krabbameinstofnuninni í Wash- ington.“ Nýsköpun sem byggir á þekkingu Eru íslenskir vísindamenn að scekja í sig veðrið? „Það hefur háð íslenskum rann- sóknum að erfitt hefur verið að fá íjármagn til grunnrannsókna en skilningur á því að nauðsynlegt sé að afla grunnþekkingar hefur ekki að öllu leyti verið til staðar og að- staða er ekki nægilega góð. Grunn- rannsóknir geta leitt menn niður á hugmyndir sem fá athygli erlendra aðila líkt og gerðist í okkar tilfelli og hjá erlendum rannsóknarstofnun- um er bæði fjármagn og aðstaða.“ En ferð þú ekki að starfa erlendis ef nýja árið skilar jákvœðri niður- stöðu úrþessum rannsóknum? „Nei ég mun starfa hérna heima eftir sem áður. Hér er mikilvægt að byggja upp öfluga rannsóknarmið- stöð sem undirbýr fólk fýrir nám erlendis og þjálfar fólk til starfa í at- vinnulífinu. Nýsköpun er líkleg til að leiða til árangurs ef hún byggir á þekkingu á viðfangsefninu," sagði Jón að lokum.

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.