Helgarpósturinn - 29.12.1994, Qupperneq 19
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1994
MORGUNPÓSTURINN INNLENDUR ANNÁLL
19
Menningin
Islensk menning flutt aflandi brott og
kemur vart heim nema sem gestur
Þegar öll kurl koma til grafar þá
gerðist nánast ekki neitt í íslenski
menningu á sjálfu afmælisári lýð-
veldisins. Ekki nema helst það að
svo virðist sem íslensk menning sé
endanlega flutt af landi brott.
Kristján Jóhannsson hélt áfram
að vinna sín afrek í úrlöndum og
leyfði okkur að finna reykinn af
réttunum. Sigurför Bjarkar heldur
áfram og hún skaust aðeins heim
að syngja. Erró er samur við sig í
útlandinu en gaf sér samt tíma að
sýna sunnan og norðan heiða. Ól-
afur Jóhann skrifar undir milljóna
samninga við risaforlög vestan hafs
og austan en gleymir samt ekki
Vöku-Helgafelli. Þetta er það nú
markveraðst sem gerðist í íslenskri
menningu og lisrtum á árinu: ís-
lendingar fengu sýnishorn af því
hvað þeirra fólk var að dunda við
úti í heimi.
Minni spámenn fylgdu í kjölfar
þessara fjórmenninga og þá með
hjálp Jakobs Frímanns Magnús-
sonar. I lok ársins kom fram að á
tæpum þremur árum hefur honum
tekist að flytja út til London á ann-
að þúsund íslenskra listamanna að
sýna list sína þar. Og skal þá engan
furða þótt' tómlegt kunni að vera
orðið í listasölum hér heima.
Ríkisendurskoðun vildi fetta
fingur út í þessa þjóðflutninga Jak-
obs og setti af stað rannsókn á með-
ferð hans á menningunni. Þar er sú
íslenska menning nú, í rannsókn
hjá ríkisendurskoðun. Og er von-
andi að starfsmenn hennar finni
hana í brúklegu formi.
Margrét S.
Björnsdóttir
Flengdi félags-
málaráðherra
fyrir opnum
tjöldum
Margrét S. Björnsdóttir, í
Félagi frjálslyndra jafnaðar-
manna, var beinskeytt og harð-
orð í garð Guðmundar Árna
Stefánssonar og það var ekki
henni síst að þakka að fyrrum fé-
lagsmálaráðherra hrökklaðist úr
embætti. Hún lét kné fylgja kviði
og spurði „hvernig hægt væri að
fyrirgefa manni sem ekki iðraðist
einu sinni?“
Skemmtilegast á árinu?
Ge/r Waage,
prestur í Reykholti
„Það fóru aftur af stað framkvæmdir
við kirkjubygginguna í Reykholti. Það
var mjög skemmtilegt að fá að leggja
því málefni lið. Brátt sjáum við fyrir
endann á þeirri smíð og komumst
vonandi inn í kirkjuna fyrir næstu jól.“
Einkennilegast á árinu?
Eirtar Örn Benediktsson,
fyrrverandi póstbifreiðastjóri
„Að haldið hafi verið upp á
fimmtíu ára afmæli lýð-
veldisins á 17. júní
fannst mér einkenni-
legast. Hefði verið
haldið upp á afmæl-
ið 18. júní hefðu allir
komist á Þingvöll
og ekki orðið nein
stappa."
Skrýtnast
á árinu?
Edda Björgvinsdóttir,
leikari
„Nýjasta galdrabrenna Sjálf-
stæðisflokksins þar sem
menningarfulltrúi (slend-
inga í Lundúnum og nú-
verandi sendiherra er
sá sem á að fórna. Það
er alkunna og opinbert
leyndarmál að um ára-
tuga skeið hefur verið
hefð fyrir því að sendiráð
íslensku þjóðarinnar séu not-
uð sem eins konar pólitísk hæli;
ýmist hvíldarparadís eða elliheimili
fyrir fyrrverandi pólítíkusa sem hafa í
eigin flokki orðið annað hvort óþægi-
legir, óferjandi eða eru orðnir aldraðir
eða drykkfelldir fram úr hófi. I besta
falli hafa sendiráðin verið notuð fyrir
pólitísk dekurbörn sem hvorki hafa
verið til þæginda né óþæginda fyrir
einn né neinn. Svo gerist það þegar
skipaður er atorkusamur menningar-
fulltrúi við sendiráðið í Lundúnum að
allt verður stjörnuvitlaust. Þegar
þessi menningarfulltrúi tekur upp á
því í meira mæli og með sýnilegri ár-
angri en nokkurn tímann áður hefur
gerst, að kynna íslenska listamenn
og koma þeim á framfæri í útlönd-
um, koma á viðskiptasambönd-
um, kynna íslenskt hugvit
sem ætti að vera skyldu-
starf allra íslenskra
sendiherra, að ákveðið
er að gera atlögu að
honum með því
að gera störf
hans tortryggi-
leg og hefja op-
inbera endur-
skoðun og rann-
sokn á bókhaldi hans í
kastljósi fjölmiðla. Ég vil
benda á að hingað til
hefur enginn gert at-
hugasemd eða farið
fram á opinbera
rannsókn á störfum
á eyðslusemi
sendiráða í öðrum
löndum. Enginn
hefur hingað til gert
athugasemndir við
hrikalega eyðslu í
húsakosti, sundlauga-
byggingum og má þar nefna
nýjasta dæmið í Washington, hús-
gagnakaup eða við vita óþarfar og
rándýrar veislur og taumlaus brenni-
vínsinnkaup í sendiráðum Islands er-
Neyðarlegast á árinu?
Guðrún Ögmundsdóttir,
borgarfulltrúi
„Hinn mikli dans utanríkisráðherra-
hjónanna; Bryndísar og Jón Baldvins
í Brussel, er það neyðarlegasta sem
ég hef augum barið á árinu.“
lendis. Árangurinn af rekstri þessara
sendiráða sem hefur ekki svo vitað
sé skilað neinu fyrir land og þjóð.
En loksins þegar einhver Ijós-
glæta birtist í Englandi er ein-
staklingurinn sem á heiðurinn
skilið tekinn af lífi með dyggri
aðstoð fjölmiðlaskrímslanna eins
og þau gerast verst.“
Hlægilegast á árinu?
KarlÁgúst Úlfsson, leikstjóri
„Einna hlægilegastar finnast mér út-
komurnar úr prófkjörum sem hafa
verið að dynja yfir okkur undanfarnar
vikur. Einkum viðbrögð þingmann-
anna sem sparkað hefur verið út af
framboðslistum. Það
síðasta sem þeim
dettur í hug er að
eitthvað sé að
þeim sjálfum. í
fyrsta lagi
kenna þeir
mótframbjóð-
endum um og
tala um hvað
þeir eru stórlega
gallaðir og jafnframt
sem þeir kenna um
óheiðarlegu baráttuaðferðum þeirra.
í öðru lagi hafa þeir tilhneigingu til
þess að skella skuldinni yfir á kjós-
endur sem hafa þjónað þeim
kannski í áratugi og telja þá einnig
meingallaða. Einna hlægilegast er
þegar þeir hlaupa til og stofna nýja
flokka þar sem þeir telja að kjósend-
urnir verði skynsamir.“
Ofmet-
ið á ár-
inu?
Birgir
Andrésson,
myndlistar-
maður
„Þessi menningarlega
og andlega innsýn landans á sjálfan
sig og sitt nánasta umhverfi."
Hetíur
i, sem,
letust a
arrnu
Albert Guðmundsson
Vinur litla mannsins
bráðkvaddur
Albert Guðmunds-
son lyrrverandi ráð-
herra, sendiherra og
atvinnumaður í
knattspyrnu var
bráðkvaddur í vor en
hann hafði gefið í
skyn að hann tæki þátt í borgar-
stjórnarkosningunum. Albert var
sjálfskipaður fulltrúi litla mannsins
í baráttu hans gegn kerfinu og einn
af litríkari stjórnmálamönnum
þjóðarinnar fyrr og síðar.
Dagur Sigurðarson
Dagur að kveldi
kominn
Dagur Sigurðarson
skáld lést langt fyrir
aldur fram þann 20.
febrúar síðastliðinn. |
Dagur var bóhem
fram í fingurgóma og
í fremstu röð íslenskra
ljóðskálda.
Lúðvík Jósepsson
Skarð í raðir
sósíalista
Lúðvík Jósepsson,
fyrrum ráðherra og
formaður Alþýðu-
bandalagsins, fór yfir
móðuna miklu á
haustmánuðum. Lúð-
vík var einn af síðustu eftirlifandi
sósíalistunum af gamla skólanum
og framganga hans sem sjávarút-
vegsráðherra í þorskastríðinu 1974
vakti rnikla athygli.
Stefán frá Möðrudal
Stórval allur
Stefán frá Möðru-
dal kvaddi þennan
heim um mánaða-
mótin júlí/ágúst. Stef-
án, eða Stórval eins
og hann kallaði sig,
var einn af afkasta-
mestu málurum þjóðar-
innar og setti skemmtilegan svip á
mannlífið í Reykjavík. Hann heyj-
aði á Austurvelli og spilaði á nikk-
una í Austurstræti, íbygginn á svip
með kaskeiti á höfði.
U—m—m—æ—I—i---á—r—&
Krataanáll ársins
„Siðareglur má teygja, toga og að
lokutn skýla sér bak við.“
Halldór E. Sigurbjörnsson kraftakrati í
Alþýðublaðinu 22. desember.
— Og þú líka Bryndís
„Éggeri þettafyrir þig, ogþá gefur
þú mér atkvœði í nœstu kosning-
um.“ Erþað ekkiþannigsem kaupin
gerast? Maður fcer ekki betur séð, að
þannig hugsi meiginþorri þing-
tnanna."
Bryndís Schram í bréfi til Árna John-
sen í desember.
Já en treysta þeim til
hvers?
„Efþetta er stœrsta lygi aldarinnar
þá er nú aldeilis hcegt að treysta
stjórnmálamönnum. “
Guðrún Helgadóttir alþingismaður í
desember.
Hvemig ætli biblían
hans líti út?
„Ég skal viðurkenna að ég bcetti
smávcegilega inn í tillöguna til að
skerpa hana. “
Guðmundur J. Guðmundsson verka-
lýðsforkólfur í nóvember.
Var það barið inn í hana?
„Guðrúnu var kotnið í skilning um
að vinsœldir hennar hafa dvttiað. “
Auður Sveinsdóttir allaballi
í Morgunpóstinum 8. desember.
Eftir allt það sem sveita-
menn hafa mátt þola í bíó-
myndum...
„Viðfórum ogtöluðum viðfjárlaga-
nefnd um daginn og þetta eru allt
sveitamenn sem er andskotans sama
um þetta borgarpakk sem er að gera
bíótnyndir. “
Bryndís Schram borgarbarn.
Og svo fer maður bara í
meiðyrðamál
„Maðuritm er illur í eðli sínu og
grimmur.“
Hrafn Gunnlaugsson í bókinni sinni.
— Og alþingi er fullt af
ójörðuðum þingmönnum
„Kirkjugarðarttir erufuUir af ómiss-
andi þingmönnum.“
Sveinn Allan Morthens
í Alþýðublaðinu 22 nóvember.
Kemur lyktin upp um þá?
„t dagfinn ég til ótta við að vita af
lögreglu nálægt, ég verð að viður-
kenna það.“
Linda Pétursdóttir í DV í nóvember.
Henni var I
„Það sem ég tel vera alvarlegast við
málið í þessu öllu og það sorglegasta,
er aðfólk með reynslu settt kotnið er
yftr sextugt er sett út í kuldann í
stjórnmálum á íslandi.“
Salome Þorkelsdóttir
í Morgunpóstinum 7. nóvember.
Þaðfer eftir
stemmningunni
„Það er náttúrlega álitamál hversu
langt eftir lœrinu hnéð nœr.“
Halldór Jónsson ökukennari
i Morgunpóstinum 31. október.
En stjómmálamenn?
„Þetta gera menn ekki.“
Davíð Oddsson í sjónvarpsfréttum
9. nóvember.
Eigum við ekki bara að
segja að þeir hafi farið í
eitthvað skemmtilegt?
„Égget ekki svarað því nákvœmlega
hvertþessirpeningar hafafarið þó
að Ijóst sé að þeir hafa farið í að
greiða útgjöld hátíðarinnar."
Arnór Benónýsson
veisluhaldari í október.
i—n—5
Gullvæg regla
„Nú brýtur Illttgi Jökulsson afsér og
þá skal reka Hattnes Hólmstein
Gissurarson.“
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
i október.
Hún er ofur skiljanleg
„Ég hef ekkert aðfela en skil þessa
tortryggni. “
Ólafur G. Einarsson
menntamálaráðherra i október.
Já, en hvenær?
„Minn tími tnun komafj
Jóhanna Sigurðardóttir
á flokksþingi krata.
annáll
JÚNÍ
29. júní Dian Valur Dentchev neytir
fæðu eftir lengsta hungurverkfall íslands-
sögunnar en það stóð í 49 daaa. Fransk-
ur brennuvargur misþyrmnir Olafi Gunn-
arssyni, „höfuðpaumum" í stóra fíkni-
efnamálinu í Siðumúlafangelsinu.
30. júní Ámi M. Mathiesen, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, segir Guðmund
Árna Stefánsson, félagsmálaráðherra,
ekki vera starfi sínu vaxinn. Bræðurnir
Jón Baldvin og Ólafur Hannibalssynir
deila harkalega um pólitík opinberlega.
JÚLÍ
3. júlí Gæðingurinn Gýmir felldur eftir að
hafa fótbrotnað I keppni á Landsmóti
hestamanna.
4. júlf Davíð Oddsson aflýsir kreppunni
þegar hann kynnir nýja þjóðhagsspá.
Hart deilt um meinta fölsun víkingaaldar-
sjóðsins frá Miðhúsum. Eftirlitsstofnun
EFTA kemst að þeirri niðurstöðu að inn-
flutningseinokun ÁTVR stangist á við
EES-samninginn. Jafet S. Ólafsson, úti-
bússtjóri íslandsbanka, ráðinn útvarps-
stjóri íslenska útvarpsfélagsins hf. Eggert
Skúlasyni fréttamanni Stöðvar 2 sagt upp
störfum af Elínu Hirst vegna setu hans í
stjóm Islenska útvarpsfélagsins.
7. júlí Jörmundur Ingi Hansen settur í
embætti allsherjargoða eftir að hafa borið
sigurorð af Hauki Halldórssyni I kosning-
10. júlí Jóhanna Sigurðardóttir leggur af
stað í ferð um landið til að kanna hug
fólks til sérframboðs.
11. júlí Upplýst að þjóðargersemar hafa
glatast hjá Þjóðminjasafninu.
18. júlí Fram kemur að Valgeir Víðisson
hafi fengið morðhótanir áður en hann
hvarf 19. júní.
26. júlí Niðurstaða fengin í Gýmismál-
inu, allt bendir til að hestinum hafi verið
gefin lyf skömmu fyrir keppni.
28. júlí Electrolux lýsir yfir áhuga á að
byggja fjölnota íþróttahöll.
31. júlí Rúta veltur í Vatnsskarði með 34
erlenda ferðamenn innanborðs. 11 þeirra
eru fluttir á sjúkrahús.
ÁGÚST
2. ágúst Farið að ræða möguleikann á
haustkosningum fyrir alvöru.
3. ágúst Tilkynnt að Jakob Frimann
Magnússon verði sendiherra frá og með
áramótum.
5. ágúst Stýrimaður á Hágangi II hleypir
skoti af haglabyssu jiegar norsk strand-
gæsluskip sækja að togaranum. Há-
gangur færður til hafnar í Noregi.
7. ágúst Davíð Oddsson ræðir við for-
menn stjórnarandstöðuflokkanna um
haustkosningar.
8. ágúst Davíð Oddsson gefur út þá yfir-
lýsingu að líkumar á haustkosningum hafi
minnkað verulega í kjölfar viðbragða Al-
þýðuflokksins við umræðunni.
9. ágúst Norskur dómstóll ákveður að
sækja útgerð Hágangs II ekki til saka fyrir
ólöglegar veiðar.
15. ágúst 32 íslensk skip að veiðum eða
á leið ( eða úr Smugunni. Snarpur Jarð-
skjálfti í Hveragerði, 4 stig á Richters-
kvarða.
16. ágúst Fleiri jarðskjálftar í Hveragerði,
þeir sterkustu upp á 3 og 4 stig á Richter.
Gunnar G. Schram telur að stefna beri
Norðmönnum fyrir alþjóðadómstólinn í
Haag vegna Smugumálsins.
25. ágúst Fimm dæmd í „stóra fikni-
efnamálinu". Hinrik Bragason, eigandi
Gýmis, útilokaður frá þátttöku í þýskum
hestamótum. Norska fyrirtækið NFO-
gruppen kaupir allan lax í Miklalaxi hf. og
lýsir yfir áhuga á að kaupa aðrar eignir
fýrirtækisins.
28. ágúst Flugvél ferst i Borgamesi,
tveir menn láta lifið. Kvikmynd Friðriks
Þórs Friðrikssonar, Bíódagar, valin besta
kvikmynd Norðurlanda á kvikmyndahátíð
í Haugasundi. Fréttir berast af ævintýra-
legum launum Kristjáns Jóhannssonar
fyrir að syngja I Valdi örlaganna i upp-
færslu Þjóðleikhússins. Tónlistarmenn
við Þjóðleikhúsið undirbúa verkfallsað-
gerðir.
SEPTEMBER
8. september 6 Bandarikjamenn koma
til islands til viðræðna um byggingu sink-
verksmiðju.
27. september Kristrún Kristinsdóttir,
fulltrúi sýslumannsins á Akranesi, fer
skriflega fram á greiðslur fyrir störf sin
sem staðgengill sýslumanns umfram það
sem henni ber skylda til samkvæmt
kjarasamningum, en henni reiknaðist til
að sýslumaður hefði verið fjarverandi í
150 daga af 250.
28. september Þorkell Helgason, fyrr-
verandi aðstoðarmaður heilbrigðisráð-
herra, gerir athugasemd við staðhæfing-
ar Guðmundar Ama um starf aðstoðar-
manns hans, Jóns H. Karlssonar, og seg-
ir þær rangar. Páll Sigurðsson, ráðuneyt-
isstjóri, segir að Guðmundur Ámi hafi
óskáð eftir því að réttindi Bjöms Önund-
arsonar, tryggingaryfirlæknis, voru reikn-
uð út við starfslok hans þvert ofan í það
sem ráðherrann hafði áður haldið fram.
29. september Fjögurra manna áhöfn
bjargað af Hugborgu SH 87 eftir að bát-
urinn strandaði skammt frá Hellissandi.