Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 8

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 8
8 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 Grafgotur Tölvunefnd úrskurðar að meðferð álagningarskrár sé óheimil nema í 15 daga Opinber framlög til leikhúsa Reykjavíkur fékk nasrri 119 milljónir króna og Leikfélag Akureyrar fékk 39,2 milljónir króna. Hjá öllum leikfé- lögunum hafa framlög hækkað mjög lítillega síðustu árin en þó ekki þannig að það fylgi almennri verðlagsþróun. Hlutfallsleg skipting framlaga Eins og fram kemur í töflunni að ofan fær Þjóðleikhúsið langhæstu framlög- in en Leikfélag Akureyrar minnst. Leik- félag Reykjavíkur er þar mitt á milli. Ef tekið er meðaltal framlaga frá 1991 til síðasta ár er hlutfallsleg skiptin eins og sést á meðfyljandi kökuriti. Þrátt fyrir að Leikfélag Reykjavíkur sé ekki hálfdrættingur á við Þjóðleikhúsið hvað opinber framlög varðar er ekki mikill munur á aðsókn hjá þessum tveimur stærstu leikhúsum borgarinn- ar. Þjóðleikhúsið fékk ívið fleiri gesti á leikárinu 1993 til 1994 eða 69.558 gesti en LR var á sama tíma með 65.880 gesti. Þarf að taka bókina Hermann Valsson eigandi fyrir- tækisins Nútímasamskipta hf. hef- ur ákveðið að höfða dómsmál á hendur Tölvunefnd til að fá úr því skorið hvort honum er heimilt að gefa út bók með álagningarskrá 14 þúsund einstaklinga. Eftir að bókin kom út fékk Hermann bréf frá Tölvunefnd þar sem honum er gert að innkalla bókina innari 10 daga, afhenda Tölvunefnd öll eintök bókarinnar og lista yfir kaupendur. Þetta hefur Hermann verið að gera síðan á fimmtudag en segir reyndar að miserfitt sé að fá skrána því bor- ið hafi á því að menn hafi týnt henni. Á miðvikudaginn ætlar hann hins vegar að ná í skrána hjá Sighvati Björgvinssyni viðskipta- ráðherra en starfsmenn ráðuneyti- sins keyptu eintak fyrir ráðuneytið. Sighvatur sagði í samtali við blaðið að hann hefði ekki keypt bókina sjálfur og vissi ekki til þess að ráðuneytið hefði gert það. En málið er allt hið undarlegasta og verður án efa forvitnilegt að sjá úrskurð dómstóla. Hermann telur að birting hans á álagningarskránni byggist á heimild sem hann telur sig hafa úr skattalögunum um meðferð álagningarskrárinnar. Tölvunefnd komi því málið ekki við. Hefur hann meðal annars fengið Jóhannes Albert Sævars- son hdl. til að setja saman álitsgerð um málið. Byggir Jóhannes álits- gerð sína á umræðum á Alþingi þegar skattalögunum var breytt ár- ið 1984. Telur hann að með breyt- ingu á 98. gr. laga nr. 75/1981 með lögum nr. 7 frá 1984 hafi verið lög- festur lagagrundvöllur íyrir opin- berri birtingu á þeim upplýsingum um álagða skatta sem koma fram í álagningarskrá. Tölvunefnd að loka upplýsingaleiðum ? Það sem er forvitnilegt í þessu máli er sú staðreynd að Tölvunefnd telur sig hafa lögsögu í þessu máli en Nútímasamskipti beittu þeirri aðferð að láta starfsmenn sína skrifa upp úr álagningarskrá þann stutta tíma sem hún er opin. Tölvu- nefnd virðist telja að þennan eina tíma megi birta upplýsingar úr henni þannig að þeir sem birta upplýsingar effir þessa 15 daga sem skráin er opin mega eiga yfir höfði sér aðgerðir af hálfu Tölvunefndar. Svo virðist hins vegar að rýmri skilningur hafi verið í gildi áður en Tölvunefnd kom að málinu og virðist því nefndin þarna vera að loka áður opnum upplýsingaleið- um. Árið 1982 ritaði Letur hf. tölvu- Hermann Valsson hjá Nútímasamskiptum er búinn að panta sér tíma hjá Sighvati Björgvinssyni viðskipta- ráðherra til að taka af honum bókina. nefnd bréf um þessi mál. Fyrirtæk- ið hafði allt frá árinu 1959 fjölritað og gefið út skatt- og útsvarskrá fyrir Reykjavík og frá árinu 1977 einnig samsvarandi skrá fyrir Reykjanes- umdæmi. Gögn þar um hafði fyrir- tækið fengið hjá skattayfirvöldum. Hafði Tölvunefnd þá bréfaskrif við fjármálaráðuneytið og ríkis- skattstjóra sem bæði töldu að fram- lagningartími álagningarskrár hefði ekki verið hugsaður sem hámarks- ákvæði heldur þvert á móti sem lágmarksákvæði um kynningar- tíma. Var bent á mikilvægi þess að skattborgarar gætu fylgst með sköttum hver annars, til þess meðal annars að tryggja að rétt sé talið fram. Tölvunefnd taldi að skráning og vinnsla hinna miklu upplýsinga um Sighvatur Bjorgvinsson. Kannast ekki við að hafa keypt bókina fjárhagsmálefni manna og lögaðila félli innan gildissviðs laga um kerf- isbundna skráningu persónuupp- lýsinga. Hermann segist vera mjög undr- andi á vinnubrögðum Tölvunefnd- ar. Fyrir það fyrsta sé um algera valdníðslu að ræða þar sem hann getur í raun ekki áfrýjað úrskurðin- um eitt né neitt. Þá hafi Tölvu- nefnd verið búin að símsenda upp- .lýsingar um málið til allra fjölmiðla áður en hann hafði fengið bréf nefndarinnar, sent út 1. febrúar, í hendur. Hann segist hins vegar ekki sjá sér annað fært en að hlíta úr- skurðinum og sækja síðan rétt sinn til dómstóla. En hafa einhverjir skattgreiðendur kvartað yfir að þessar upplýsingar birtust? „Það hafa tveir óánægðir hringt,“ sagði Hermann. -SMJ Mer er spurn lögu að nýju frumvarpi, sem getur kostað talsverða vinnu, og má væntanlega búast við frumdrögum að slíku frumvarpi seint á þessu ári.“ Þorkell Helgason, ráðu- neytisstjóri í viðskipta- ráðuneytinu: „Tveimur lagaprófessorum hefur fyrir nokkru verið falið að gera tillögu að nýju frum- varpi um lausafjárkaup eða kaupalög, sem getur kostað talsverða vinnu, og má væntanlega búast við frumdrögum að siíku frumvarpi seint á þessu ári.“ Jóhannes Gunnarsson, formað- ur Neytendasamtakanna spyr: „Kaupalögin eru grundvallar- lög um sjálfsagðan rétt neytand- ans og vanefndir í viðskiptum, þar sem m.a. er fjallað um ef vara er gölluð. Hvernig stendur á því að íslenskir neytendur búa enn við þessi lög, sem sett voru á árinu 1922, þegar allar nágrannaþjóðir okkar hafa fyrir langt löngu end- urskoðað þau og fært til nútíma- legra horfs og þrátt fyrir að yfir- völd hafi lofað endurskoðun und- anfarin 10-15 ár?“ „Lögin um lausafjárkaup - kaupa- lögin - eru lög af norrænum stofni og hafa þau ásamt nokkru eldri dönskum lögum í öllum grund- vallaratriðum verið óbreytt síðan. Norðmenn, Svíar og Finnar hafa eigi alls fyrir löngu endurskoðað sín kaupalög og hefur endurskoð- un íslensku laganna staðið til um skeið en tafist af ýmsum ástæðum. Tveimur lagaprófessorum hefur fyrir nokkru verið falið að gera til- Brotisl inn í Rflrið í Keflavík Aðfaranótt laugardagsins var brotist inn í áfengisútsölu ÁTVR í Hólmgarði í Keflavík. Rúður voru brotnar til þess að komast inn í út- söluna og við það fór innbrotskerf- ið strax af stað og lögreglan kom fá- um mínútum síðar. Þá voru inn- brotsmennirnir á bak og burt og hafa ekki enn fundist. Að sögn lög- reglunnar höfðu þeir lítið upp úr krafsinu en tekist að teygja sig eftir lítils háttar víni og bjór. ■ Bflvetta og ekið á hross Um fjögurleytið á laugardaginn var valt Mitsubishibifreið rétt aust- an við brúna yfir Laxá við Skógar- strönd. Tvennt var í bifreiðinni sem skemmdist talsvert en ökumaður og farþegi sluppu ómeidd. Á laugar- dagskvöldið um hálfellefúleytið var svo ekið á hross við Stykkishólms- veg til móts við bæinn Saura. Hrossið slapp vel frá árekstrinum en bíllinn skemmdist nokkuð. ■ Rúðubrot í Ölduselsskóla Aðfaranótt sunnudagsins var til- kynnt um rúðubrot við Öldusels- skóla. Fjórar rúður voru brotnar í skólanum en ekki voru unnar aðrar skemmdir á skólanum og engu virtist hafa verið stolið.B Brotist inn í Síðumúla 15 Á sunnudagsmorgun var til- kynnt um innbrot í Síðumúla 15. Þar er fjöldi fýrirtækja til húsa en farið var inn í tannlæknastofu og verkstæði Ljóss og mynda. Litlar skemmdir voru unnar nema á dyraumbúðum og litlu sem engu virtist hafa verið stolið.B

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.