Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 23
22 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 Bídcur Hugmyndafrœðileg ___________veisla___________ Milan Kundera: Með uægð Mál og menning 1995 133 BLS. ★ ★★★★ Nýjasta skáldsaga Milan Kund- era kemur út hér á landi á nær sama tíma og í Frakklandi. Skýring- arinnar er að leita í vinfengi Kund- era og hins íslenska þýðanda hans, Friðriks Rafnssonar, en nú má segja að vináttan sé ekki lengur einkamál þeirra heldur menningar- legur gróði þjóðarinnar allrar. Við erum ómenningarleg flón ef við fyllumst ekki gleði og eftirvænting- ar við að fá bókina glóðvolga frá hendi eins albesta rithöfundar sam- tímans. Þetta er fimmta skáldsaga Kund- era sem Friðrik Rafnsson þýðir á ís- lensku, er þeirra styst en jafn frábær og hinar. I sögunni segir af rithöfundi sem ásamt konu sinni leitar hvíldar í höll við bakka Signu. Hugur rithöf- undarins starfar af mikilli frjósemi þann stutta tíma sem þau dvelja í höllinni og þar gerast sögur bæði í nútíð og fortíð. Kundera er ekki smár hugsuður og því er engin leið að gera þessari bók skil í nokkrum línum, nema farin sé sú leið að raða saman hrós- yrðum í hæsta stigi. Og þótt ég hafi til þess fullan vilja þá ætla ég að láta það vera, einfaldlega vegna þess að slíkar lofrullur verða oftast í vest- rænum auglýsingastíl. Sá stíll trúi ég að sé höfundinum Kundera bæði til ama og armæðu og því mun sú brúkun ekki viðeigandi hér. Eitt viðfangsefni Kundera í verk- um sínum hefur verið sú yfirborðs- mennska sem skapast af þeim áhyggjum sem allar manneskjur gera sér af því hvað öðrum finnst um þær. 1 skáldsögunni Með hægð kynnist lesandinn nokkrum per- sónum sem allar spegla sig í við- brögðum umhverfisins. Það varðar þær mestu hvað öðrum finnst um þær og athafnir þeirra taka mið af þeirri staðreynd. Þessari þörf íyrir umbun og viðurkenningu um- hverfisins lýsir Kundera af ísköldu háði sem stundum nálgast mis- kunnarleysi. Kundera er ákaflega næmur og skarpur skilgreinandi og skiptir þá engu hvort hann tekur að sér að fjalla um liðna hugmyndaffæði eða þá sem nútíminn fylgir. En óhætt er að segja að Kundera veiti nútíman- um gagnrýnið aðhald. Hann gerir það í þessu verki jafnt og hinum fyrri og fjallar þá um yfirborðs- mennsku, auglýsingar og frægðina sem heftir frelsið („nú á tímum geta aðeins fúllkomlega skynlausir menn sóst eftir því að drattast með skaftpotta frægðarinnar glamrandi á eftir sér.“) I bókinni er að finna bráðskemmtilega, meinhæðna og mjög snjalla skilgreiningu á þeim sem sækjast efitir að vera í sviðsljós- inu, tengjast oft stjórnmálum og iðka svonefht siðferðilegt júdó. Þeir eru nefndir dansarar og þeir þættir verksins sem tengjast þeim eru að mínu mati hátindir þessa frábæra verks. Hraði nútímans fær auðvitað sinn dóm í þessu verki en samheng- ið innan verksins getur vart leitt til annars en þessarar niðurstöðu „Það er dulið samband milli hægðar og minnis, milli hraða og gleymsku.“ Niðurstaðan er einnig sú að hægð beri oft með sér hamingju. Nú þekkjum við vitaskuld til þess að margir hafa orðið til þess á síðustu árum að segja okkur ýmis- legt svipað um samtímann. Allflest- ir þeirra hafa þó fallið í predikunar- gryfjuna og þaðan rausa þeir fúl- lyndir á svip. Þeir eru predikarar en ekki skáld. Kundera hefur aldrei verið predikari. Hann er hug- myndafræðilegt skáld og býr yfir frumleika sem nær ætíð einkennir þá sem búa yfir góðri kímnigáfu. Kundera sagði eitt sinn að meiri- háttar skáldsögur væru „alltaf svo- lítið gáfaðri en höfundar þeirra“. Það kann vel að vera. Sjálf er ég þess fullviss að meiriháttar skáldsögur séu alltaf miklu gáfaðri en lesendur þeirra. Það á við um skáldsögur Milan Kundera. ■ Niðurstaða: Nýjasta skáld- saga Kundera berst okkur um svipað leyti og hún kemur út i Frakklandi og reynist vera hug- myndafræðileg veisla. Nú hlýtur að styttast i að Nóbelsverð- launanefndin vakni af blundi og heiðri Kundera fyrir að skrifa greindarlegustu og skemmti- legustu skáldsögur sem nú er völ á. -Kolbrún Bergþórsdóttir Leiklist Sorglegt skrípó Taktu lagið Lóa! EFriR JlM Cartwrigt f Smíðaverkstæði Þióbleikhússins Leikstjórn : Hávar Sigurjónsson Leikmynd: StIgur Steinþórsson BÚNINGAR: ÞÓRUNN ELfSABET SvEINSDÓTTIR Lýsing Páll Ragnarsson Þýðing: Árni Ibsen Þetta er rosalegur farsi um gim- steininn í sorpinu, fáránlegur ýkju- leikur um Helgu í öskustónni í ein- hverju bresku arfagarðshorni.Eða er þetta kannski bara saga úr skuggahverfinu í henni Reykjavík? Malla Kloff....subbulegur kynlífs- þræll og alkóhólisti sem rústar allt í kring um sig og sjálfa sig með..,hún er hér. Raggi Saggi.. .getulaus smákrimmi og fyllibytta með tillitslausar skýja- borgir í brjóstvasanum...hann er hér. Og þá held ég maður kannist nú við ofætuna úr næsta húsi, kellinguna hana Siddý...hún er líka alltaf hér. Og elsku perlurnar á öskuhaugn- um, hún litla Lóa með feimnu stóru söngröddina sína og hjartað aflokað í örvæntingarfullum minn- ingum...og símastrákurinn, ljósa- prinsinn sem dreymir um hlýrri og bjartari heim...þau eru hérna út um allt. Þetta er þá svona hráslagaraun- sæi um Skjónu á holtinu og Bubba blýfót og undrabarnið? Svona álíka klisjur, já. Og auðvitað er þetta fyndið. Of- boðslega gráthlægilegt svo allt ætlar um koll að keyra. Ég held að ég hafi bara aldrei á ævi minni séð svona drukkna manneskju eins og hana Kristbjörgu Kjeld í Mölluhamn- um. Hvar hefur þessi lýríska stór- leikkona náð í þetta voðakvendi? Hún er þó ekki farin að stunda Keisarann? Þar er sögð vera svona sjálfsvor- kunnargrimmd upp um alla veggi. Og ætli Pálmi Gestsson hafi ekki fundið sinn Ragga-Sagga þar líka? Nema hann hafi verið í spaugstof- unni hér um árið. Kjagandi fitu- hlussan Siddý, alltútágaddinnét- andi, er ókei og vel það, í gervi Ragnheiðar Steindórsdóttur. Þarna eru þrír hátimbraðir yfir- leikssigrar á einu bretti. Vel að verki staðið!! Og svo eru það vonirnar tvær..- elsku dúllurnar. Lóa litla stóra.innilokuð með þrálátar minningarnar um föðurinn sem hvarf og gamla plötusafninu hans. Mallamamma misþyrmir henni and- og líkamlega í fylliköstunum og sú litla hefnir sín með því að herma eftir Billy Hollyday, Monroe og Garland og háværu plötuspili sem sprengir öryggin. Raggi-Pálmi-Saggi vill selja úr henni sálarröddina fyrir eninga- meninga-peninga. Ólafía Hrönn Jónsdóttir er yndislega vel heima í þessum umkomulausa hroka „- týnda barnsins" og syngur einsog vængbrotinn engill, þarf ekki að sjá eftir einu né neinu í Piaf. Síma- strákurinn.sem ætlar að baða heiminn í ljósadýrð ef hann kemst í færi og verður fyrir ástarþrumu þegar hann lítur Lóu litlu í eldhús- inu og verður aldrei samur upp frá þvL.hann er leikinn af Hilmari Jónssyni á fallegum hárfínum tónum. Þarna er enn einn ungur „Kundera hefur oldrei verið pred- ikari. Hann er hugmyndafrceði- legt skáld og býr yfir frumleika sem ncer cetíð einkenn- ir þá sem búa yfir góðri kímnigáfu. “ leikari sem kann vel til verka og hefúr hjartað á sínum stað. Og loks er það gamli sjóræning- inn hann Róbert Arnfinnsson, sem bregður sér í gervi þreytulegs símakalls og síðan Herra Bú, skemmtanastjóra í klúbbnum. Og hann er auðvitað ekki í neinum vandræðum með það og kemur uppskrúfúðum hressileika og lítil- mennsku Bús vel í hús. Þetta er huggulegt persónugallerí sem á sér vonandi einhverja for- sögu og eftirmála þó ekki sé mikið verið að vesenast með það í leikn- um. Þetta bara er víst svona. Eitt- hvað í genunum. Eða er það at- vinuleysisdraugur íhaldsins sem gerir mann svona? Kannski er það líka þessi dularfulli pabbi, týndur eða dauður, sem er ástæðan. Þýðir ekki að fást um það, heldur enda ekki fyrir manni vöku stundinni lengur. Leikstjórn Hávars Sigurjóns- sonar er áreiðanlega í réttum stíl við verkið. Hún er stórskorin og bráðræðislega hröð og ærslafengin. Fer þó aldrei úr böndunum. Leiktjöld Stígs Steinþórssonar eru þá heldur betur í réttum anda og unnin af mikilli hugkvæmni. Og búningar Þórunnar Elísabetar Sveinsdóttur hitta beint í mark með groddalegu raunsæi. Lýsing Páls Ragnarssonar og tónlistarstjórn Jóns Ólafssonar voru þá í fínu lagi, eftir sem best varð séð og heyrt og þýðing Árna Ibsens hlýtur að vera „hnökra- laus“ eins og sagt er þegar maður þekkir hvorki haus né sporð á fyrir- tækinu. -Leifur Þ. Alheimsvcendi í Hlaðvarpanum Staður: Kaffileikhús, Hlaðvarpanum Leikrit: Alheimsferðir, Erna Höfundúr:HUn Agnarsdöttir LeikstjóriiHlIn Agnarsdóttir Aðstoð við leikmynd: Guðmund- urOddur Búningar:Sigr1ður Sunneva Tækni: Hrannar Ingimarsson Hlín Agnarsdóttir hefur samið lítið kennslustykki.sem er ágætt í umræðuna um ógnvaldinn al- næmi. Svo langt sem það nær. Þessi lymskulega drepsótt er þungt farg á lífsgleðina og maður fagnar minnstu tilburðum að horfast í augu við hana, beint eða útundan- sér á ská. Allt er betra en þögnin þar. Erna er galvaskur ferðafrömuður og hugsar stórt á heimsvísu. Hún ætlar í samráði við auglýs- ingaljónið Jóhann að selja kynorku Islands útlendum helgartúristum, sem myndu flykkjast á fagurgljá- andi flugdrekum hvert föstudags- kvöld árið um kring, að stunda stóðlíf í túninu heima. Svo fær hún fréttir: hún er pósit- ív. Og brandarinn er að þegar mað- ur er viss um að hún er alnæmispó- sitív, kemur upp úr kafinu að hún er bara ólétt. Hahaha. Hún er í sambúð með traustum manni og góðum. En hún hefur samt gert það með Jóhanni auglýsingatrölli íyrir margt löngu og nú er hún að bíða eftir honum svo þau geti haldið áfram að þróa prójektið. Valgerður hjálparhella í bransanum er alltaf að trufla hana með óþarfa kjafta- Hvað er í. siónvarpmt/f íÐj. Stöð 2 Mánudagur I I Mánudagur 15.00 Alþingi Bein útsending frá atinu. 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós (79) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Þytur í laufi (20:65) (Wind in the Willows) Einfaldlega frábærir þættir. íslenska talsetn- ingin hefur hins vegar fælt þá eldri frá. 18.25 Hafgúan (11:13) 19.00 Flauel 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.40 Þorpið (11:12) Síðustu forvöð að spreyta sig á dönskunni. 21.05 Kyndlamir (1:3) (Facklorna) Sænsk myndaflokkur verðlaunaður í bak og fyrir um dul- arfulla atburði í smábæ á sjötta áratugnum. 22.05 f frumskógi flugsins Heimildarmynd um nýja tækni í far- þegaflugi. Ekki fyrir flughrædda. 23.00 Ellefufréttir og Evrópubolti 23.20 Viðskiptahornið 23.30 Dagskrárlok 13.30 Alþingi ÞriðJUDAGUR 17.10 Glæstar vonir (The Bold and the Beautiful) Það nýjasta í sápunni frá Bandaríkjunum. 17.30 Vesalingarnir 17.50 Ævintýraheimur Nintendo 18.15 Táningarnir í Hæðagarði 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 20.15 Eiríkur 20.35 Matreiðslumeistarinn 21.10 Á norðurslóðum (1:25) Gamlir kunningjar af norðurpólnum mættir aftur. 22.00 Ellen (13:13) 22.25 Nobuhiko Ohbayashi - Rússnesk vögguvísa 23.10 Skollaleikur (Class Act)Ameriskt skólagrín sem virðist alltaf höfða til einhverra. Ann- ars væru varla framleiddar svona margar myndir af þessari sortinni. 00.45 Dagskrárlok ÞRIDJUDAGUR 16.45 Nágrannar 17.10 Glæstar vonir 17.30 Pétur Pan 17.50 Ævintýri Villa og Tedda 18.15 Ráðagóðir krakkar 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 16.45 Viðskiptahornið 17.00 Fréttaskeyti 17.05 Leiðarljós (80) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Moldbúamýri (10:13) 18.25 SPK(e) 19.00 Hollt og gott Sigmars Haukssonar á réttri hillu — að elda mat. 19.15 Dagsljós 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.35 Lagarefjar (4:6) Bretarnir gera grín að sirkusnum í réttarsölunum. 21.00 Háskaleikir (1:4) (Dangerous Games) Bretar og Þjóðverjar slógu saman í þessa þáttaröð. Leigumorðingi sem talinn er af notfærir sér „dauða sinn“ og heldur áfram að salla niður fólk. 22.05 Unglingar og áfengi Fræðslumynd frá Lions og umræð- ur á eftir. 23.00 Ellefufréttir og dagskrárlok 13.30 Alþingi 17.00 Fréttaskeyti MlÐVIKUDAGUR 17.05 Leiðarljós (81) 17.50 Táknmálsfréttir 18.00 Myndasafnið 18.30 Völundur (44:65) 19.00 Einn-x-tveir Bjarni Fel á háa séinu. 19.15 Dagsljós 19.50 Víkingalottó 20.00 Fréttir 20.30 Veður 20.45 Á tali hjá Hemma Gunn Hvað er hægt að segja um Her- mann Gunnarsson? 21.45 Hvita tjaldið Er Vala að reyna að stela athyglinni frá Hemma? 22.05 Bráðavaktin (5:24) (ER)Nú vilja allar ungar stúlkur verða hjúkkur. Þökk sé læknanem- unum (leikurunum) myndarlegu. 23.00 Ellefufréttir 23.15 Einn-x-tveir 23.30 Dagskrárlok 20.15 Sjónarmið með Stefáni Jóni Hafstein Sú saga er á kreiki að áhorfendur séu farnir að veðja um hvenær sjar- mörinn lætur loks verða af því að skipta út viðhafnarhárgreiðslunni. 20.40 Visasport 21.15 Framlag til framfara Ný þáttaröð þar sem haldið verður áfram að leita uppi vaxtarbrodda íslensks samfélags. Fréttamennim- ir hljóta að gefast upp ef þessi dauðaleit gengur ekki heldur upp. 21.45 New York löggur (13:21) Hörkulögguþættir þar sem lögg- urnar eru stundum vondu gæjarnir. 22.35 ENG (3:18) 23.25 Út f buskann (Leaving Normal)Bandarískt 'vandamáladrama. Blanda sem gengur sjaldnast upp og varla í þessu tilviki. 01.10 Dagskrárlok Miðvikudagur 16.45 Nágrannar 17.10 Glæstar vonir 17.30 Sesam opnist þú 18.00 Skrifað f skýin 18.15 Visasport 18.45 Sjónvarpsmarkaðurinn 19.19 19:19 19.50 Vfkingalottó 20.15 Eirfkur 20.40 Melrose Place (28:31) 21.30 Stjóri (16:22) 22.15 Freddie Starr Breskur grínari. (2:6) 22.45 Uppáhaldsmyndir Anjelicu Huston (Favorite Films)Ef þú ert svo sérvit- ur að hafa áhuga á að vita hvernig kvikmyndasmekkur Anjelicu Hu- ston er þá er þetta toppprógramm — annars ekki. 23.15 Leigumorðinginn FBI-lögga og einsetur sér að koma lögum yfir glæpon hvað sem það kostar. Reynt að brjóta upp kli- sjuna með því að hafa konur í að- alhlutverkum. 00.45 Dagskrárlok gangi. Og svo dregur ský fyrir sólu. Inn kemur Bryndís, sem segist vera sambýliskona og starfssystir Jó- hanns. Hún er þungstíg og ábúðar- mikil og segir að Jóhann hafi smit- að sig af alnæmi og líklega sé Erna smituð líka. En það er svo óralangt síðan...? Erna bregst við hin versta og neitar að ræða þessi mál, líka þegar Jóhann kemur öllum að óvörum, nýstiginn af banabeði. Væri ekki vitinu meir að fá sér tæ- lenskan dinner? Þetta verk Hlínar lætur ekki mik- ið yfir sér. En það nær tilgangi sín- um. Það er líka prýðilega leikið. Ásta Arnardóttir er mátulega taugó fyrir Ernu og nær miklum blæbrigðum úr hlutverkinu. Anna farsakennd í Valgerði kjaftaskjóðu, en hvað á að gera? Steinunn Ól- afsdóttir er mátulega jarðbundin til að vera sannfærandi í hlutverki Bryndísar og Valdimar Örn Flyg- enring nær góðum tökum á Jó- hanni. Samleikur þeirra Valdimars og Ástu er eftirminnilegur í undan- bragðaatriðinu, þegar talað er um skelfinguna undir rós. Leikstjórn Hlínar er óaðfinnan- leg, kannski helst til varfærin. Það væri sannarlega áhugavert að sjá hvort hún á ekki eftir að þróa þetta verk áfram, því eins og er býður mann í grun að hér sé undir- búningur eða tilhlaup til meiri og merkilegri átaka. -Leifur Þ. Heimamarkaður Morgunpóstsins býður uppá smáauglýsingar á 500 kr. stk. til hagsbóta fyrir neytendur, hvort sem auglýst er vara, þjónusta, atvinna eða húsnæði, allt eftir þínu höfði. SMAAUGLYSINGAR MORGUNPOSTSINS Heimamarkaöur MORGUNPÓSTSINS býður auglýsendum upp ú tnarga mögu- leika í því að kynna vörur ogþjónustu. Þetta skýrist nánar þegar auglýsinga- flokkar eru skoðaðir en fjölbreytni þeirra œtti að tryggja að hver og einn flntii eitthvað við sitt hœfi. Þar sem Heimamarkaöur er aðfetafyrstu sporin hikum við ekki við að bjóða auglýsendum að búa til nýja og betri flokka - allt eftir þeirra þörfum. Þeir auglýsingaflokkar setn nú eru til eru eftirfar- andi: ANTIK ATVINNA Barnagæsla Barnavörur BÁTAR BÍLAR BÓLSTRUN BÚSLÓÐI R Byggingar DÝRAHALD ElNKAMÁL FATAVIÐGERÐIR Fatnaður Ferðaþjónusta Fyrirtæki Heimilið Heimilistæki Hestar Hjól Hljóðfæri Hljómtæki HÚSGÖGN Húsnæði Iðnaðarmenn Innrömmun Íþróttir Ljómyndun Myndbönd Myndlist Námskeið Nudd Pennavinir Sjónvarp Skemmtanir Skrifstofan Spákonur Sumarbústaðir Tilboð TÖLVUR VARAHLUTIR Veitingar Verslun Veisluþjónusta VÉLHJÓL VÉLSLEÐAR VlÐGERÐI R ÝMISLEGT Þjónusta Þrif ökukennsla 111 n Mánudag: 9 til 21 þriðjudag: 9 til 21 Miðvikudag: 9 til 18 1 imintudag: 9 til 21 1 östudag: 9 lil 21 Laugardag: 12 til 16 Sunnudag: 12 til 18 552-55 77 til sölu Við seljum vörur frá hinu íslenska Tefélagi ásamt fjölda annarra ís- lenskra framleiðenda. Náttúru- og heilsuvara. Allt á einum stað. Hrimgull, Vitastíg 10, "2 562-8484. Verslunarinnrétting til sölu (uppistöður fyrir fatnað og spegl- ar), selst ódýrt. Uppl. í ® 555- 0125 e. kl. 17:00. Fataskápaúrval Yfir 40 gerðir af þýsku Bypack fataskápunum í hvítu, eik og svörtu. 10% afsláttur i febrúar frá góðu verði. Nýborg hf., Ármúla 23, 568-6911 Skrifborð, tölvuborð, prentara- borð, gormabindivél, skilrúm, hillur, plastinnbindivél, kaffivél og fiskabúr tilsölu. Uppl.(® 989-62687. Rúllugardínur Komið með gömlu keflin. Rimlatjöld, gardínubrautir fyrir ameriska uppsetningu o.fl. GLUGGAKAPPAR, Reyðarkvísl 12, ® 567-1086. Á útsölunni færðu Chicago-Bulls eða Suns körfuboltaskó á kr. 4.900. Kostuðu áður kr. 8.500. SNERPÁ Laugavegi 20B, ® 551-9500. Flísaúrval Gólfflísar á stofuna, eldhúsið og forstofuna. 10% af- sláttur í febrúar frá góðu verði. Nýborg hf., Ármúla 23, ® 568-6911. GSE Gulismiðja. Skartgripir, silf- urvörur, trúlofunarhringar o.fl. Smíðum úr gulli og silfri í hvaða magni sem er. Sérsmíði og sér- hæfð þjónusta frá 1924. GSE GULLSMIÐJA Skipholti 3, ® 552-0775 Dúndurútsala, ullarjakki kr. 7.900, sjá mynd úlpur kr. 4.900. Laugavegi 21, ® 552-5580. Vetrartilboð á málningu. Inni- málning verð frá kr. 275 I; gólf- málning, 2 1/2 I. kr. 1.523, há- glanslakk kr. 747 I; blöndum alla liti kaupendum að kostnaðar- lausu. WILCKENSUMBOÐIÐ, Fiskislóð 92, ® 562-5815 Skíði Nýr og notaður skíðabún- aður í miklu úrvali. Tökum notað upp í nýtt. Fluttir í nýtt og stærra húsnæði að Skipholti 37, Bol- holtsmegin. SPORTMARKAÐURINN Skipholti 37, ® 553-1290 Verslum heima Áttu tölvu og módald, hringdu þá og verslaðu ódýrt. Yfir 1100 vörunúmer, allt frá matvöru upp í hátæknibúnað. Nánari uppl. í® 588-9900. Verkjar þig af hungri? Komdu þá til okkar að Suðurlandsbraut 6, þar færð þú girnilegar „subs" grillbökur af ýmsum gerðum, margs konar langlokur og nú get- ur þú búið til þína eigin samloku úr áleggsborðinu hjá okkur. Líttu við það borgar sig. STJÖRNUTURNINN, Suðurlandsbraut 6, « 568-4438 LUKKUSKEIFAN Heimilistæki, húsgögn, hljómtæki, sjónvörp, vídeó, barnavörur, faxtæki, tölvur og verkfæri. Kaupum og tökum í umboðssölu. opnunartimar kl. 10- 19 virka daga og 11 -17 laugard. LUKKUSKEIFAN Skeifunni 7, •s- 588-3040 Óskast Kaupum alls konar vörulagera stóra sem smáa gegn stað- greiðslu. Það leynast meiri verð- mæti í geymslunni en þig grunar. Við komum því í verð. Kaupum, seljum, skiptum. LUKKUSKEIFAN Skeifunni 7. ® 588-3040 ■ iin A til sölu Forláta skjalaskápur 180x100 cm til sölu. Uppl. i 553-3671. Frystiklefi ca. 165x165, hæð 2,37 með eða án kæliblásturs eða pressu til sölu. Er í notkun. Uppl. í ® 553-5280. GSM Ericson GH337 sími til sölu. Kostar nýr kr. 94 þús. selst á kr. 79 þús. Uppl. i ® 567-1117 eða 989-63939. Boxpúði, leður 50 punda, kr. 14 þús. (kostar nýr kr. 21.500). Uppl. í ® 562-8446 e. kl. 17:00 á kvöldin. Tveir skíðagallar; KRAFT-galli, stærð 12-145 og skíðagalli stærð 152-158. Báðir nýjir. Uppl. í ® 587-8681. Felulitaður BRN0 riffill, 22 kal. með taseo 4x40 rökkurkíki, leður- tösku og auka magasíni. Verð kr. 28 þús. Uppl. í« 92-68232. Steinasög fyrir skrautsteina og 2 kg. skrautsteinar, gifsmót fyrir postulín og prentvél til sölu. Uppl.í® 552-3081. Handunnið, mjög fallegt ónotað brúðarhöfuðskraut með stuttu slöri, silkiblóm og skreytirtg á borð í bláu og hvítu. Uppl. í ® 568-8202. Nokkrar nýprjónaðar lopa- peysur á kr. 3 þús. til sölu. Uppl. í ® 553-9323. Við hættum og seljum stóra mat- arpotta af heildsölulager með allt að 40% afslætti. 20 I. kr. 4.200, 16 I. kr. 3.800, 12 I. kr. 3.400, 101. kr. 2.900. Heimsend- ingarþj. Uppl. í566-8404 alla daga milli kl. 10:00-22:00. Nordica skiðaskór nr. 37 til sölu. Lítið notaðir á kr. 3 þús. Uppl. i ®552-7556. Pioneer PCC D 700 GSMsími til sölu. Kostar nýr kr. 65 þús. selst á kr. 45 þús. ®989- 62881 og 564-4675. NBA-körfuboltamyndir í miklu úrvali. Fleer-Hoops-Upperdell ser- ía I '94-95 á kr. 170. Eldri myndir frá kr. 50 pakkinn. Hafið samband og fáið sendan verðlista. Uppl. í ® 554-6968. Til sölu rafmagnsborvél, tré- finguro.fi. Uppl.í® 551-1668. Úr verslun: Búðarborð, hilla (190x220), og borð með tveimur skúffum.w 551- 1668. Hljómplötur aðallega popp frá '70-80 til sölu ásamt fjölda bóka (skáldsögur). ® 551- 1668. Sími 562-6480 Skólavörðustíg 3 beauty shops Flutt í mióbæinn, velkominn í nýja glæsilaga verslun á skólavörðustíg 3 w MEGABUÐ SKEIFAN7, SÍMI581 1600 er rneð lœti Söngkonan Cher gerir allt til að vekja athygli og umtal. Á dögunum aetlaði hún að æra óstöðugan en þá fór hún fremst í flokki mótorhjóla- gengis niður Rodeo Drive sem er aðal verslunargatan i Beverly Hills í tilefni „Happy Harley Days“. Marísa Tomei í hlutverki Simasmokkur Ameríkanar eru meö hreinlætisbrjálaöi og hræddari viö sýkla en flest annaó. Markaösmógúlar gera út á þessa paranoju og viróist hún vera ótakmörkuó uppspretta fyrir hinar fáránlegustu uppfinningar. Paö nýjasta sem komiö er á markaóinn vestra er svokallaður „Steri Phone Shield“ frá fyrirtækinu Healt- hy Calls. Tækinu er hægt aó smella á hvaöa síma sem er og virkar sem nokkurs konar smokkur á simasamræóur. Marisa Tomei sem fékk óskarinn fyrir leik sinn í My Cousin Vinny ogfer með aðalhlutverkið í myndinni Only You sem sýnd er í Stjörnubíói cetlar að varast að festast í sömu rullunni eins og svo margir leikarar í Hollywood. Um þessar mundir er hún að leika í litlu leikhúsi í New York ogfer með hlutverk byltingarsinnaðrar lesbíu í Sovétríkjunum sálugu. Leikritið heitir Slavs og er eftir Tony Kushner. Mega Mega, óskaverslun tölvueigandans á íslandi IVI © 9 3 b Ú ð Skeifunni 7, s. 581-1600 VÖRUHEITI VERÐ M/VSK NOCTROPOLIS PCCD 10 PACK VOLUM PCCD 5-984.00 NOVASTORM PCCD 5-983,00 3 FOOT 6 PAK PCCD 4-957.00 OUTPOST CD-ROM 3-949.00 ACCESS COLLECTION PCCD 4-938,00 PETF.R & THE WOLF MPC 4-97i.oo ARCOFDOOMPCCD 5.910,00 PRIVATEERS STRIKE DXL PCCD 5-998.00 ARENAPCCD 6.452,00 PSYCHOTRON PCCD 5-492,00 ART OF MAKING GREAT PASTA ... QST FOR GLORY PCCD 4-959.00 BATTLEISLE 2200 PCCD 5-956,00 QUARANTINE PCCD 4.990,00 BETRAYAL/KROND PCCD 3.985,00 QUEST FOR FAME AEROS PCCD ..., BODY COUNT PCCD RAIDENCDR BRIDGE CHAMPION PCCD 5-993.oo RETURN TO ZORK PCCD 3.440,00 CAFF. FLESH PCCD 4-979.00 SABRE TEAM PCCD 5-995.00 CANDY SNACKER PCCD 4-979.oo SEAWOLFPCCD 5.960,00 CD 3 COMPILAnON PCCD 3-979.00 SHADOWS OF CAIRN PCCD 5.950,00 CHESSM 4000 TURBO PCCD .3.853,00 SOCCER KID PCCD COMPLETE CHESS CDPC 4-995.00 SPACE ACE PCCD 5-979.00 CREATURE SHOCK PCCD 6.498,00 SPACE QST1-5 PCCD 4.980,00 CYBERRACE! PCCD 4.998,00 SPACE SHUTTLE PCCD 2.876,00 CYBERYA PCCD 5.926,00 SPECTRE VR CDR 5-930,00 DAVID BOWIE JUMP PCCD 4-993.00 STAR CRUSANDER PCCD DAY OF THE TENTACLE CD-RO .... 5.916,00 STAR TREK 25TH ANNIV. PCCD DEBBIE DOES PCCD 5-963,00 THE BUSINESS PCCD 4-943.00 DELTAVPCCD 5.963,00 THE EYEWITNESS ES. PCCD DESERD STRIKE PCCD 4.988,00 THE LION KING PCCD 5-961,00 DOOM II PCCD ........4.996,00 THEMPARKPCCD 5.960,00 DREAMWEB CD-ROM 4.980,00 TORNATO TWIN PACK PCCD 5.963.00 EAGLF, EYE LONDON PCCD 5-745.00 TRANSPORT TYCOOC PC 3.5 ECSTATICA PCCD 5.966,00 TUMBEUNA AGES 3-9 PCCD 4.930,00 ENTOMBED PCCD 4.948,00 U.F.O. CD-ROM 3-925,00 FALCON GOLD PCCD 4-969.00 UNDER A KILUNG MOON PCCD ... 6.954,00 FIFA INTL. SOCCER PCCD 5.961,00 US NAVY FIGHTERS PCCD 6.999,00 FLEET DEFENDER GOLD PCCD .... 4-995.00 VORTEX PCCD 5-975.00 FURYPCCD 5-975.00 VOYEUR PCCD 3-995.00 GOBLINS3 PCCD 4.981,00 WANDER LUST PCCD 3-997.00 GUN 2000/GUN SCEN CD-ROM WARCRAFT PCCD 5.763.00 HANDOFFATEPCCD 4-933.00 WING COMMANDER3 PCCD 6.999,00 HORDE OME PCCD 3-977.00 WIRE DESIRE PCCD 4-973.00 HOTPICSPCCD 3-976,00 HOUSE OF USHER PCCD 4.922,00 . JORNEYMAN PROJECT CD-ROM ... 4-915.00 NYKOMIÐ KING JAMES BIBLE MOST 2,0 5-979,00 FLIGHT COMMANDER PC3 KING QST1-6 PCCD 4-959,00 KYRANDIA BOOK 3 5-995.00 KING QUEST VII PCCD 5-957.00 MULTY DISCOVERY PCCD 4-977.00 KIRANDY PCCD 4.800,00 ON THE BALL LEAGUE PC3 5.890,00 LOSTIN TIME CD-ROM 6.724,00 ON THE BALL WORLDCUP PC3 LOVE BITES PCCD 4-979.00 OPERATION CRUSANDER PC3 5-992,00 MADDOGII 5-962,00 POWER DRIVE PCCD 5-998,00 MAGIC CARPET PCCD 5-998,00 PREMIER MANAGER 20TH CENTURY 5-977.00 MAGIC THEATRE PCCD 4-777.00 TIME ALMANAC 20TH CENTURY ... 5.990,00 MEGA MOVIE GUIDE 2.0 WIN 4-942,00 TIME ALMANAC DATELINE PCCD .. 7-879.00 MODELS MEMORIES PCCD 4-777.oo VIKINGSPC3 i-495.oo MUSIC GAME PCCD XPLORA1PCCD 5-974.oo MYSTPCCD 5-985.00 NLH '95 HOCKEY PCCD NO WORLD ORDER PCCD 4-770.00 — Sendum í póstkröfu hvert á land sem er| ............. óskast Óska eftir skíðum og meðfylgj- andi búnaði fyrir 7-8 ára gamla telpu. Uppl. I ® 552-5759. til sölu ET TÖLVUBLAÐIÐ (slenskt tölvublað sem sérhæfir sig I um- fjöllun um það nýjasta í hugbún- aði, vélbúnaði og Internet. Með hverju blaði fylgir disketta með ís- lenskum hugbúnaði eða erlend- um deilihugbúnaði.Áskriftartil- boð 6. hefti á kr. 2.350,- Eining- arverð á blað er kr. 392 - 6% af- sláttur ef greitt er með greiðslu- korti. Áskriftarsímar 551-1264 eða 551-1237 Tölva 486, 33 mhz, 8 mb innra minni. 214 og 40 mb harðir diskar, 2400 modem/fax og seikosha. 24 nála prentari. Selst á kr. 110 þús. Uppl. í« 568-1105 e.kl. 18:00.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.