Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 13

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 13
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN ERLENT 13 Walesa Póllandsforseti Fallinn þjódardýiiingur Síðará þessu árímun Lech Walesa Póllandsforseti lerta endurkjörs. Fátt bendir hins vegartilþess að Pólverjar muni leyfa honum að sitja áfram næstu fimm árín. Forsetinn þykir einangraður, gamlir stuðningsmenn hafa snúið við honum baki, og hann er ásakaður fyrir að stjóma með miklum yfirgangi og litlu viti. Sætið við hlið Walesa er autt á athöfn til minningar um fórnarlömb Auschwitz-búðanna. Það var ætlað Elie Wiesel, friðarverðlaunahafa Nóbels. Hann kom ekki. Þegar Lech Walesa var kjörinn forseti fyrir næstum fimm árum hlaut hann atkvæði 6o af hundraði kjósenda. Vinsældir hans hafa skroppið saman og samkvæmt ný- legum skoðanakönnunum eru það ekki nema 20 af hundraði kjósenda sem lýsa stuðningi við hann. Það er kannski kaldhæðnislegt að miklu vinsælli en hann eru menn á borð við Wojciech Jaruselski, hers- höfðingjann sem stóð fýrir því að sett voru á herlög í Póllandi 1981, og Aleksander Kwasniewski, leið- togi stjórnmálaflokks sem var reist- ur á rústum gamla Kommúnista- flokksins, og Andzrej Olec- howski, fyrrum utanríkisráðherra. I liðinni viku beindist athygli heimsins aftur að Walesa, enda fóru þá fram ýmislegar athafnir til að minnast þess að liðin eru fimm- tíu ár síðan rússneskir hermenn lögðu undir sig útrýmingarbúðirn- ar í Auschwitz. Walesa er þekktur fyrir annað en að vera neinn sér- stakur vinur gyðinga og menn bjuggust við hinu versta af honum. Ekki brást hann því. í ræðu sem Walesa hélt af þessu tækifæri láðist honum að geta þess að flestir fang- arnir sem nasistar myrtu í Au- schwitz voru gyðingar. Þetta er afar viðkvæmt máí, svo viðkvæmt að við minningarathöfn sem haldin var í Kraká var autt sæti við hlið Walesa. Það var ætlað rithöfundin- um og Nóbelsverðlaunahafanum Elie Wiesel. Hann ákvað að koma ekki og var við aðra minningarat- höfn sem haldin var á sama tíma. Hlegið að Walesa Lech Walesa er vissulega þjóð- hetja. Engum einstökum manni er það fremur að þakka að kommún- ismanum í Póllandi var loks komið á kné. En Pólverjar eru orðnir þreyttir á honum. Walesa, sem er 51 árs, hefúr lengi verið frægur fyrir að vera orðhákur hinn mesti og getur verið meinhæðinn með afbrigðum ef svo ber undir. Þeirri gáfu hefur hann ekki týnt niður. Hann á enn afar auðvelt með að koma fólki til að hlæja. Hins vegar er hláturinn kannski ekki jafn dillandi og hér áður og raunar er haft á orði að menn séu farnir að hlæja á vitlaus- um stöðum; þeir séu farnir að hlæja að Walesa sjálfum. Og er illa komið fyrir þessum forðum þjóðardýr- lingi sem lengi naut djúprar virð- ingar ef farið er að álíta hann hálf- gerðan kjána. Þjóðin virðist líka hætt að treysta fosetanum. Samkvæmt nýlegri skoðanakönnun sem birtist í dag- blaðinu Trybuna telja 70 af hundr- aði Pólverja að hann sé ekki starfi sínu vaxinn. Nie, sem er vinsælt háðtímarit, birtir á hverjum degi fýrirsögn þar sem valdaferill Wa- lesa er talinn niður. Þar stendur: „Það eru bara ★★★★ dagar eftir undir Walesa." Walesa ræðst gegn þinginu Nú styttist óðum í forsetakosn- ingar í PóUandi. Það er í annað skipti sem Pólverjar kjósa sér for- seta eftir fall kommúnismans og nú gæti vel farið svo að afturbatamað- ur úr röðum kommúnista nái kjöri. Það þykir Walesa versta tilhugsun og er jafnvel sagt að hann muni svífast einskis til að hanga í völd sín; þá muni hann nota aðferðir sem gögnuðust vel í baráttunni gegn kommúnistum en eru kannski síður við hæfi í lýðræðis- samfélagi. Walesa hefur að undanförnu átt í allsherjarstríði við Waldemar Pawlak forsætisráðherra. Hann hefur ekki farið dult með að til þess að ná því markmiði sé hann jafnvel tilbúinn til að leysa upp þing lands- ins, Sejm Því hafa þingmenn mót- mælt hástöfum, bæði vinstrimenn og hægri -, og sýnir glöggt hversu Walesa er einangraður að í at- kvæðagreiðslu í þinginu um þessar fyrirætlanir forsetans greiddu 376 þingmenn atkvæði á móti, 16 voru með en 16 sátu hjá. Þingmenn ályktuðu að það væri fullkomin lögleysa að leysa upp þingið og ef það gerðist væri ekki annað hægt en að draga forsetann fyrir stjórn- arskrárdómstól. Walesa virðist ekki ætla að láta undan. Ríkisstjórn Pawlaks er sam- steypustjórn Pólska bændaflokks- ins (PSL) og Vinstri lýðræðis- bandalagsins sem er eins konar dótturflokkur gamla Kommúnista- flokksins. Meðlimir beggja þessara flokka voru við völd á tíma komm- únista. Walesa deilir við Pawlak um allt milli himins og jarðar. Hörð- ustu deilurnar hafa verið um fjárlög og einkavæðingu, um hvor þeirra hafi rétt til að skipa embættismenn og um sjálft valdsvið forsetans. Það er í deilunum um fjárlögin að Wa- lesa þykist hafa fundið átyllu sem geri sér kleift að leysa upp þingið, en samkvæmt lögum eiga þau þeg- ar að vera samþykkt og frágengin. Walesa vill meirí völd Forseti þingsins, Jozef Oleksy, hefur sagt að þingmenn muni ein- faldlega ekki hlýða Walesa ef hann reyni að beita þá slíku gerræði og enn er alsendis óvíst hverjar mála- lyktir verða. Hugsanlega fer þingið hvergi. Máski verður mynduð ut- anþingsstjórn til bráðabirgða. Hin- ir svartsýnustu óttast jafnvel að for- setinn muni reyna að stjórna um hríð með stuðningi vina sinna úr hernum. Þingmenn telja að Walesa sé það ekki óljúft að til valda komist um tíma máttvana bráðabirgðastjórn. Þá muni hann geta látið verulega að sér kveða og hreykt sér af því að hann sé eini lýðræðislega kjörni leiðtogi landsins. Walesa hefur reyndar aldrei farið leynt með að hann vill meiri völd og helst vildi hann að pólska forsetaembættið yrði sniðið eftir því franska eða bandaríska. Skoðanakannanir sýna hins veg- ar að mikill meirihluti kjósenda kærir sig ekki um það, heldur vill hann þingbundið lýðræði þar sem forsetanum er ekki ætlað annað hlutverk en að miðla málum þegar allt virðist komið í óefni. Stjórnar- skrá Póllands þykir ekki merkilegt plagg og margt óljóst í henni, en sérstakt samráðsþing er nú að störfum og hefur það verkefni að semja nýja stjórnarskrá. Líklega verður síðan kosið um hana í þjóð- aratkvæðagreiðslu. Andstæðingar Walesa óttast hins vegar að hann muni reyna að koma því til leiðar að umræðan um stjórnarskrána snúist fyrst og fremst um persónu hans. Umkríngdur jámönnum Walesa er gagnrýndur fyrir ýmis- legt fleira. Gömlu félagarnir hans úr Samstöðu hafa flestir snúið við honum baki og sama má segja um stétt menntamanna sem áður hafði mikið dálæti á honum. Honum er legið á hálsi fyrir að hafa átt þátt í að spilla fyrir fimm ríkisstjórnum sem setið hafa við völd í Póllandi á valdatíma hans. Hann er sagður bera lítið skynbragð á daglega pólit- ík og álasað fyrir að hann sé full- komlega ófær um að gera mála- miðlanir. Hann þykir einangraður þar sem hann situr í höll sinni og sagt að þar sé hann umkringdur tómum jámönnum. Þessum mönnum hefur hann lyft til æðstu metorða; fyrrum bílstjóri hans, Mieczyslaw. Wachowski, er sér- stakur ráðgjafi forsetans og hefur ráðuneytisstjóratign. Ekki vakti það heldur mikla hrifningu þegar hann ákvað fýrir skömmu að flytja aðsetur sitt úr Belweder-höll og yfir í Nami- estnikowski-höll í miðborg Varsjár. f þeirri byggingu sátu forðum tíð rússneskir ríkisstjórar sem réðu yfir Póllandi í nafni tsarsins. Það hefúr kostað hundruð milljóna að gera upp höllina og þykir mörgum Pól- verjum versta bruðl. En þar inni situr nú Walesa og andspænis honum er bronsmynd af manni sem hann dáir mest aílra, Jozef Pilsudski marskálki, sem eitt sinn var einvaldur í Póllandi. Pilsudski þótti kænn maður og Walesa vonar að sjálfur hafi hann nóga kænsku til að sitja í fimm ár í viðbót á forsetastóli. Hins vegar bendir fátt til þess að Pólverjar veiti honum umboð til þess. - eh. byggt á Reuter og The European. Isabella Rosselini missir vinnuna Þokkagyðjan Isabella Rosselini hefur undanfarin fjórtán ár verið eins konar andlit snyrtivörufýrir- tækisins Lancome. Hún hefur prýtt ótal auglýsingar fyrirtækisins sem hefur vaxið ár frá ári. En allir góðir hlutir taka endi og líklega sjáum við Rosselini ekki í Lancome-auglýs- ingum framar. Fyrirtækið hefur nefnilega slitið samningi sínum við hana og hyggst leita á ný mið. Orð- rómur hefur verið á kreiki um að fyrirtækið telji Rosselini vera orðna of gamla til að selja snyrtivörur, en hún er 42 ára. Talsmenn fýrirtækis- ins neita því.B Faðir Oprah í klandn Faðir sjónvarpsstjörnunnar Oprah Winfrey verður leiddur fyr- ir dómara og þarf að gefa skýringu á framferði sínum við unga konu sem segir að hann hafi sýnt sér dónaskap. Faðir Oprah, Vernon Winfrey, er fyrrum hárskeri og bæjarráðsmaður í Nashville. Konan leitaði til hans í von um að hann gæti aðstoðað sig við að fá styrk til háskólanáms. Vernon Winfrey var reiðubúinn að gera það, en þó að- eins með því skilyrði hún veitti honum blíðu sína. Segir konan að hann hafi flett sig klæðum og heimtað að hún hefði við sig munnmök.B Christo hugsar stórt Christo, sá frægi listamaður, hugsar ekki smátt. Hann er frægur fýrir að pakka alls kyns hlutum inn í segldúk og það hefúr hann nýskeð gert við skrúfu- verksmiðju listá- hugamanns nokk- urs í Wúrttemberg í Þýskalandi. Alls munu hafa farið um 900 fermetrar af bómullardúk í verkið. Þetta er þó bara eins og nokkurs konar lokaæfing fyrir 'Christo, því hann hefur fengið leyfi til að klæða þýska þinghúsið í Berl- ín inn í silfurlitaðan dúk. Það ætlar hann að gera í sumar og mun hann þurfa um 75 þúsund fermetra af klæði í verkið.É Christo Þjóðveijar móðga Noregskóng Norðmenn eru afar móðgaðir út í Þjóðverja þessa daga, enda finnst þeim að þýskir hafi sýnt sjálfum þjóðhöfðingja norskra, Haraldi konungi, argasta dónaskap. Þannig er mál með vexti að Har- aldur var nýskeð í opinberri heim- sókn í Þýskalandi. Honum fýlgdi náttúrlega hópur blaðamanna og var einn þeirra frá Bild Zeitung, mjög víðlesnu dagblaði sem þó þykir ekki sérlega áreiðanlegt. Blaðamanni Bild fannst lítið til Haralds koma og skrifaði grein um hann á forsíðu undir fyrirsögninni: „Haraldur konungur: Af hverju er hann svona kuldalegur?“ í greininni stóð meðal annars orðrétt: „Hann veifar ekki, tekur ekki í höndina á neinum. Það örlar varla á brosi. Ekki talar hann vin- gjarnlega við almenning. Hann steig út úr bláum Mercedes 600. Hann var þungur í bragði, kaldur á svip. Hann leit hvorki til hægri nér vinstri. Hann veifaði ekki, brosti ekki. Eins og vélmenni gekk hann eftir götunni, með hægri höndina djúpt í frakkavasanum.“ Þetta þykir Norðmönnum slæmt að lesa. Þeir viðurkenna máski að Haraldur sé fremur feim- inn að eðlisfari, hann gangi að sönnu ekki um veifandi, en að Þjóðverjum finnst Haraldur þumbaralegur. hann sé ekki besti maður — það geta Norðmenn aldrei samþykkt.B Vændi — einfaldlega atvinna Hollenskar vændiskonur hafa með sér samtök, það mætti jafnvel kalla það eins konar verkalýðsfélag. Þessi félagsskapur sem gengur und- ir nafninu Rode Draad lýtur forystu Margot Alvares, 36 ára vændis- konu. Henni hefur tekið það sárt hversu lítillar virðingar vændiskon- ur njóta og því hefur hún staðið fyrir herferð til að reyna að bæta ímynd þeirra í vitund almennings. Liður í herferðinni eru auglýs- ingar sem hafa birst í hollenskum blöðum og límdar á veggi. Á einni auglýsingunni gefúr að líta konu- rass og hangir utan á honum keðja og hengilás. Á auglýs- ingunni stendur: „Opið frá níu til fimm.“ Þar fyrir neðan stendur slagorð hollenskra vændiskvenna: „Vændi. Einfaldlega at- vinna.“ Margot Alvares við- urkennir raunar að starfsgreinin sé ögn ut- an ramma þess sem tal- ið er venjulegt. En, bæt- ir hún við, „það er líka starf kvenlæknis eða út- fararstjóra“.B Opið frá níu til fimm.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.