Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 19
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPOSTURINN ERLENT 19 Courtney Love: „Blaðamenn hérna eru farnir að veðja um hvort hún komist lifandi frá Astralíu." frægðarsól hennar stöðugt. Hún hefur birst á forsíðum ótal tímarita. Hún er orðin það sem heitir á vondu máli „kúltfígúra“; í erlend- um blöðum stendur að hún sé verðugasti fulltrúi þeirrar kventeg- undar sem kölluð er „girlies“ eða „babes“, en það eru ungar konur sem hafa verið skilgreindar eitthvað á þessa leið: þær vilja í senn vera villtar og kvenlegar, frjálsar og eig- ingjarnar, þær eru ekki hræddar við að ganga í skrítnum fötum, þær gefa gamaldags femínisma langt nef, heldur hafi þær skapað nýja kvenmynd sem feli í sér: mikið kynlíf, mikla skemmtun og alls enga óbeit á karlmönn- um. Aðrir hafa orðið til að bendla Courtney Love við þá manntegund sem kölluð er „white trash“ eða hvítur skríll; það er fullkomlega menningarsnautt lágstéttar- fólk með vondan smekk en skammast sín ekkert fyrir það. Courtney Love kallar fram sterk viðþrögð hjá fólki. Annað hvort eru menn með henni eða á móti henni, það virðist ekki vera til neinn millivegur í því efni. Hún var vissulega þekkt áður en hún giftist Kurt Cobain, en fræg varð hún ekki fyrr en eftir hjónabandið — og frægust þó eftir andlát hans. Þeir sem eru andsnúnir henni segja að þetta hafi allt verið úthugsað hjá Courtney Love; hún hafi einungis gifst Cobain sér til frægðarauka, hún hafi valdið ófriði í Nirvana, hljómsveit- inni hans, hún hafi vanið hann á að taka heróín, hún hafi verið vond við hann — sumir ganga jafnvel svo langt að halda því fram að hún hafi hrakið hann út í ótímabæran dauða. Margt misfallegt er semsé skrifað um Courtney Love. Þegar árið 1992 birtist um hana grein í bandaríska ;tímaritinu Vanity Fair. Þar var því haldið fram að hún hefði notað heróín meðan hún var þunguð af dóttur sinni Frances Bean. En ,ekki einu sinni höfundur ^greinarinnar, Lynn Hir- schberg, gat þvertekið fyrir rað hún væri heilluð af Co- urtney Love. „Það getur ver- ið að hún sé alveg hryllileg. „Samt getur maður ekki ann- ;að en horft á hana.“ Einn vina Courtney Love úr rokkbransanum er Billy Corgan úr hljómsveitinni Smashing Pumpkins. Hann segir um vinkonu sína: „Það ,er til fallegra fólk en hún og j’ það eru margir sem spila bet- ur á gítar. En enginn hefur kraft og útgeislun Courtney.“ Dauðafíkn Cobains Courtney Love er 29 ára. Móðir hennar var þekktur sálfræðingur sem hafði ánetjast hugmyndum hippa um blóm og frið. Courtney ólst upp meðal fólks sem iðkaði kommúnulíf og velti fyrir sér kenn- ingum sálfræðingsins Janovs um frumöskrið. Æska hennar og ung- lingsár voru heldur óróasöm; eng- inn gat almennilega haft stjórn á þessari óstýrilátu stúlku og hún þvældist milli ættingja og vina móður sinnar í Bandaríkjunum og á Nýja-Sjálandi. Ung fór hún að spila í hljómsveitum, margir félagar hennar þaðan hafa síðar orðið þekktir meðal áhugafólks um rokk. En ekki gat hún lifað af músíkinni og um tíma vann hún fyrir sér sem nektardansmær. Stuttu eftir að henni tókst að koma út fyrstu plötu sinni og hljómsveitarinnar Hole kynntist hún Kurt Cobain. Það endaði með skelfingu eins og fýrr segir og reyndar virðast voða- atburðir sjaldan langt undan þegar Courtney Love er annars vegar, því stuttu eftir sjálfsmorð Cobains andaðist Kirsten Pfaff, bassaleik- ari Hole, eftir að hafa tekið of stór- an skammt af heróíni. Courtney Love hefur reynt að kveða niður gróusögurnar um þátt sinn í dauða Cobains. Hún sagði fyrir skömmu í viðtali við tímaritið Rolling Stone að stuttu eftir fæðingu dóttur þeirra hefði Cobain reynt að telja hana á að fremja með sér sjálfsmorð. Móðir Cobains hefur tekið máli tengdadóttur sinnar og segir: „Ef Courtney hefði ekki verið til staðar hefði hann gert þetta miklu fýrr.“ Þorrablót Hátíðarbúningur íslenskra karlmanna Til þessa hafa íslenskir karlmenn ekki átt hátíðarbúning samboðnum upphlut eða skautbúningi íslenskra kvenna. Því þótti tilhlýðilegt á afmælisári lýðveldisins að efna til samkeppni um hönnun hátíðarbúnings. Þann 5. júní 1994voru úrslit birt og fyrir valinu var búningur Kristins Steinars Sigríðarsonar hönnuðar í Bandaríkjunum sem m.a. hefur getið sér frægðar fyrir að hanna dragt á forsetafrúna núverandi, Hilary Clinton sem hún klæddist þegar forsetinn sór embættiseið. Hátíðarbúningur þessi hefur notið mikilla vinsælda frá því farið var að framleiða hann og færst hefur í vöxt að íslenskir karlmenn óski eftir að klæðast búningnum á tyllidögum, svo sem 17. júní, 1. desember, skólaútskriftum, opinberum athöfnum hérlendis og erlendis og við öll önnur hátíðleg tækifæri. Cobain virðist semsé hafa verið haldinn dauðafíkn. Samt lýsir Co- urtney Love hjónabandi þeirra sem besta skeiði lífs síns. Eftir henni er haft: „ímyndaðu þér að vera ást- fanginn, þú átt líka besta vin í heimi, alvöru sálufélaga. Þú getur varla trúað því hvað þú ert heppin. Til viðbótar er hann fallegur. Og ríkur. Og rokkstjarna. Og besti elskltugi í heimi. Og hann vill eign- ast börn, þig hefur alltaf langað til að eignast börn. Og hann skilur hvað þú ert að fara og hann getur klárað setningarnar fyrir þig. Þetta er eina djöfulsins hamingjan sem ég hef fundið í lífi mínu. Og svo er þetta allt tekið frá þér.“ Lifir hún af? Greinin hófst í Ástralíu þar sem Courtney Love er á hljómleika- ferðalagi. Þar virðist hún lifa ansi hratt. Blaðamaður sem fýlgdist með henni fyrir breska tónlistar- blaðið Melody Maker skrifar að máski sé skemmtilegt að fylgjast með þessum helsta óþekktarormi rokksins. Hins vegar hafi það sínar dökku hliðar. Har.n segist óttast að Courtney Love sé að týna glórunni. „Blaðamenn hérna eru farnir að veðja á milli sín um hvort hún komist lifandi frá Ástralíu.“ Melody Maker hefur komist yfir lista yfir ýmiss konar varning sem Courtney Love og Hole vilja að sé í búningsklefanum fyrir og eftir tón- leika. Blaðið birtir listann, líklega sem vísbendingu um hversu heitt sé í kolunum á hljómleikaferðalagi Courtney Love. Hann er svohljóð- andi: „1 búningsklefanum skal vera: 18 stórar flöskur af Evian-vatni og 10 stór handklæði; 1 kassi af ýmsum gosdrykkjum (Diet Coke, Classic Coke, appelsíni, Sprite eða 7up); 10 lítrar af ávaxtasafa (greip, appelsínu og trönuberja); 1 líter af góðu skosku viskíi (Black Label Johnnie Walker); 1 líter af góðu vodka (Stol- ichnaya, Absolut eða Moskovskaya); 1 líter af Bailey’s Ir- ish Crearn; 2 kassar af flöskubjór (Beck’s, Heineken, Corona o.s.frv...ALLS EKKI BUDWEIS- ER); 1 lítill bakki af blönduðu sæl- gæti; laukdýfa; bakki með úrvali af kjötáleggi og ostum (kalkún, skinku o.s.frv.); úrval af nýbökuðu brauði (hveiti, grófu, rúg o.s.frv.); úrval af kexkökum; nýtt kaffi og í það (sykur og gervisykur, mjólk, ekki gervimjólk); úrval af tei (Twinings, English Brekfast, Ka- mómillu, Hibiscus); 2 pakkar af Winston eða Marlboro lights sígar- ettum; tveir pakkar af Dunhill síg- arettum; Colgate eða Crest tann- krem; talkúmduft; svitalyktareyðir (Secret); 1 pakki af riffluðum smokkum (ekki með sæðisdrep- andi kremi); C-vítamín sem hægt er að tyggja; glös, diskar, skálar, hnífar, gafflar, skeiðar og sex drykkjarkönnur; Kleenex pappírs- þurrkur; átta pör af boxaranærbux- um (karlmannastærðin L); nýtt svæðisdagblað og nýtt heimsblað); tvær 35mm filmur (önnur 24 mynda 400 asa svarthvít, hin 24 mynda 400 asa í lit); ein Polaroid- spectra filma; ekkert rauðvín; eng- an Alka-Selzer.“ -eh. endursagt úr Focus og Melody Maker. Húsnæðisstofnun ríkisins auglýsir hér með til umsóknar LÁN OG STYRKI til tækninýjunga og annarra umbóta í byggingariðnaði, skv. heimild í lögum nr. 97/1993 Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki og stofnanir. Við mat á verkefnum sem berast verður haft að leiðarljósi að þau stuðli að: ■ Framþróun í byggingariðnaði og/eða tengdum atvinnugreinum. ■ Aukinni framleiðni í byggingarstarfsemi. • Lækkandi byggingarkostnaði. ® Betri húsakosti. ■ Aukinni þekkingu á húsnæðis- og byggingarmálum. ■ Tryggari ogbetri veðum fyrir fasteignaveðlánum. B Almennum framförum við íbúðarbyggingar, bæði í hönnun, framkvæmdum og rekstri. B Endurbútum á eldri húsakosti. Athugið: Ekki verða veitt lán eða styrkir til verkefna sem miða að innflutningi eða sölu á erlendum byggingarvörum, né heldur sölu á byggingarvarningi hérlendis. Umsóknareyðublöð og frekari upplýsingar er að fá hjá Húsnæðisstofnun ríkisins og Húsnæðisskrifstofunni á Akureyri. Umsóknarfrestur er til 15. mars nk. & HÚSNÆÐISSTOFNUN RÍKISINS SUÐURLANDSBRAUT 24 • 108 REYKJAVlK • SlMI: 569 6900 (kl. 8-16) BRÉFASÍMI: 568 9422 • GRÆNT NÚMER (uton 91-svæðisins): 800 69 69

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.