Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 20

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 20
20 MORGUNPÓSTURINN MENNING MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 Kvikmyndaperlur í Háskólabíói í febrúar Hlaðborð fyrir kvikmyndasælkera verður í Háskólabíói undir heitinu Vetrarperlur í febrúar. Meðal mynda sem bíóið tekur til sýninga er Nostr- adamus: Maðurinn og spádómarnir. Þetta er saga mannsins sem sá fyrir tvær heimsstyrjaldir, morðið á Kennedy og tunglferðir manna. Kynnst er spádómum sem hafa ræst og þeim sem enn kunna að eiga eftir að rætast. Þá verður sýnd nýjasta mynd Peter Greenaway sem fræg- astur er fyrir sína mögnuðu mynd Kokkurinn, þjófurinn, kona hans og elskhugi hennar. í þessari mynd er vakin upp sú spurning hvað fólk ger- ir við barn serp álitið er haldið guð- legum anda og hvaða tilkall eiga for- eldrar slíks barns til að ala það upp? Widows Peak, eða Ekkjuhæð, er þriðja myndin sem Háskólabíó sýnir í febrúar. Hún fjallar um unga og fal- lega ekkju í kyrrlátu samfélagi þar sem fljótt kvisast út sá orðrómur að ekki sé allt með felldu með lát bónda hennar...Kvennasamfélagið fer á hvolf og karlarnir verða að ræfilsleg- um leiksoppum. Þetta er gaman- mynd með Miu Farrow og Natas- ha Richardson í aðalhlutverkum. Nýjasta mynd Taviani-bræðranna ítölsku er fjórða myndin, en það er örlagasaga fjölskyldu sem virðist hafa verið undir álögum frá tímum Napóleónsstyrjaldanna. Ungur franskur hermaður var saklaus dæmdur til dauða fyrir tilverknað fjöl- skyldumeðlima og ástarævintýri hans og stúlku úr fjölskyldunni hefur afdrifaríkar afleiðingar. Mynd þess ber heitið Fiorile. Reið Roberts Alt- mans um Ameríkuland, eða Short Cuts, er fimmta myndin. Leikaralist- inn er eins og gestalistinn við Ósk- arsverðlaunaafhendinguna. Meðal aðalhlutverk fara Tim Robbins, Lily Tomlin, Tom Waits, Madeline Stowe og Andie MacDowell. Leik- stjórinn ræðst með hörku á banda- rískt þjóðlíf: sjónvarpsmenninguna, kántríið og tískuheiminn.B Launasjóður rithöfunda hefur löngum vakið illvígar deilur innan Rithöfundasambands Islands. Á síðasta félagsfundi rithöfunda blossuðu enn einu sinni upp deilur um úthlutun úr sjóðnum en þeir sem skarðan hlut hafa borið frá borði segja að sömu höf- undar sitji að úthlutunum ár eftir ár. Jón Kaldal leitaði til nokkurra einstaklinga sem málið snertir og velti upp spurningunni hvert hlutverk launasjóðs rithöfunda á að vera. Það á ekki að styrkja höfunda sem enginn vill gefa út - segirJóhann Páll Valdimarsson forleggjari „I Frakklandi er það næstum því feimnismál ef rithöfundar fá laun frá ríkinu. Hér á íslandi er þetta öðruvísi, rithöfundum finnst það vera heiður að vera á 12 eða 36 mánaða launum ffá ríkinu. Ástæð- an fyrir því að þetta er næstum því falið í Frakklandi er sú að sögulega hefur landið slæmar minningar af þessu.“ Það er Gérard Lemarqius, kennari í bókmenntum og ffönsku við Háskóla Islands, sem hefur orð- ið og umræðuefnið er launasjóður íslenskra rithöfunda, sem hinir skrifandi menn landsins virðast seint þreytast á að rífast um. Á síð- asta félagsþingi Rithöfundasam- bands íslands spruttu upp eldheitar deilur um úthlutanir úr sjóðnum. Stór orð féllu og menn ruku á dyr og skelltu á effir sér. En hvað skyldi Gérard eiga við með slæmum sögu- legum minningum um ríkislaun- aða rithöfunda í Frakklandi? „Frakkland á slæmar minningar af hirðskáldum sem þurftu að sleikja sér upp við konunga eða smjaðra við yfirvaldið til að fá ölm- usu. Hjá Lúðvík XIV var leikrita- skáldið Quinault formaður rithöf- undasjóðsins og hann notaði tæki- færið og setti sjálfan sig efst á launalistann.“ Og hversu fjarstæðukennt sem það hljómar hafa stjórnarmenn Rithöfundasambandsins óbeint verið sakaðir um sömu svívirðu og Quinault gerði sig sekan um fyrir tæplega þrjú hundruð árum. Ljóð- skáldið Pjetur Hafstein Lárusson steig í pontu á síðasta félagafundi Rithöfundasambandsins og lýsti þeirri skoðun sinni að úthlutanir úr launasjóðnum til stjórnarmanna sambandsins yrðu kannaðar sér- staklega. Tilefni þessara orða Pjet- urs var umræða um tillögu, sem Birgir Svan Símonarson og Hilmar Jónsson lögðu fyrir fund- inn, þess efnis að núverandi úthlut- unarkerfi yrði endurskoðað. Meðal þess sem tillagan gerði ráð fyrir var að laun dreifðust betur milli félaga í sambandinu og að enginn félagi sæti endalaust hjá við úthlutun starfslauna. Jafnaðarmennska á ekki við í listum Óhætt er að segja að tillaga þessi hafi síður en svo vakið almenna lukku meðal rithöfundanna. Létu andstæðingar hennar óspart í ljós þá skoðun sína að jafnaðar- mennska gæti aldrei átt við í listum. Ef inntak deilnanna sem risu á þessum fundi er dregið saman má segja að þær snúist um þá stað- reynd að innan Rithöfundasam- bandsins er hópur manna sem aldrei fær krónu úthlutað úr launa- sjóðnum á sama tíma og aðrir fá há starfslaun ár hvert. Nú vill svo til að síðarnefndi hópurinn, svokallaðir „meistaraflokksmenn“, er svo til eins og hann leggur sig á mála hjá helstu útgefendum landsins en mönnum úr þeim fyrrnefnda hefur síður gengið að koma sér á fram- færi. Og þeim finnst sem svo að fyrst hinir eru með samning við forlögin þurfa starfslaunin ekki að fara til þeirra líka. Þetta er að vísu nokkuð einfaldað en er í raun kjarni deilunnar, eins og kom í ljós Tilfinningaskalinn nær yfir nokkrar áttundir hjá þeim sem eru í Nemenda- leikhúsinu hverju sinni. Þá stendur fyrir dyrum aö yfirgefa öryggi skólans og ganga óstuddur út í leikhúsbransann sem þykir meö þeim haröari. Þarna er vettvangur fyrir verðandi leikara aö sýna hvaö þeir geta. Enda er Nemendaleikhúsið ávallt spennandi og þar hafa frábærar sýningar litiö dagsins Ijós. Á föstudagskvöld var leikritiö Tangó frumsýnt — önnur uppfærsla þeirra fimm sem útskrifast í vor. morgunpóstinum fannst dónalegt annaö en aö spyrja leikaraefnin þessarar krefjandi spurningar: 6 Bergur Þór Ingólfsson „Mig langar til að banka á dyrnar, bjóða góðan dag og sjá svo bara til hvernig fer.“ Halldóra Geirharðsdóttir: „Ég spurði hann Halla bara: Ég: Hvað finnst þér? Halli: Ég meina, (hugsanaþögn) er einhver sem nálg- ast að vera af þinni tegund? Ég: Látt’ekki svona, takt’etta alvarlega, ekki leika. Halli: Málið er (þögn) að þú átt bara að vera þarna ... eða ... (hann hugsar) ... Ég: Ekki vanda þig svona mikið. Svaraðu bara! Halli: Já, svaraðu bara. (Segir hann eins og við sjálfan sig. Löng þögn. Hann athugar hvort það sé eitthvað expressó eftir í könn- unni.) Bara aðeins að ná upp taugaveikluninni. (Sér mig skrifa þetta niður.) Ertu að skrifa þetta niður? Ég: Já. Halli: Þú kemur bara úr þeirri átt, eða, þú kemur úr þeirri átt, eða, þú kem- ur bara. Eins og ég er margbúinn að segja við þig!!! (Hann hlær taugaveikluð um stuttum hlátri.) TJALDIÐ" Pálína Jónsdóttir: „Kannski allt og gjí, kannski ekkert. Það fer ■ eftir þvi hvernig á málið er litið. Ég valdi leiklístina og hún valdi mig og svo verð ég bara að láta tímann skera úr um það hvernig til tekst. En mitt erindi hlýtur að vera að leika, að leika eins vel og ég get.“ Sveinn Þórir Geirsson: „Það kemur í Ijós, auk þess er það ekki mitt að svara því að svo stöddu máli. Við spyrjum að leikslokum." Kjartan Guðjónsson: „Að hjálpa Árna Pétri bróður mínum að ná völdum. Að öðru leyti neita ég að svara þess- ari spurningu á þeim for- sendum að svarið gæti skaðað mínar framtiðar- horfur sem leikari."

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.