Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 2

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 2
2 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 h Hvers vegna Evrópufíokksþing é&m EMávím fór út um ^ þúfurff í fyrsta lagi var boðað til auka- flokkþingsins í bjart- sýniskasti síðasta sumar þegar “skoðnakannanir sýndu fylgi meðal ■ þjóðarinnar við inn- göngu í Evrópusambandið og allir héldu að Norðmenn færu inn. Eftir að hið gagnstæða kom í Ijós hafn- aði þjóðin inngöngu. Gróa var því búin að klúðra þingi Jóns Baldvins fyrir mörgum mánuðum. í öðru lagi grundvallast Evr- ópustefna kratanna á því að bundið ^verði í stjórnarskrá ■ að fiskurinn í sjón- um sé sameign okk- ' ar allra og í fram- haldi af því verði farið að skattleggja sægreifana. Litli ALþýðuflokkurinn á ekki roð í þá. í þriðja lagi vill ekki nokkur flokkur eiga sam- starf við flokk með þessa stefnu. Pann- ig að næsta ríkis- stjórn tekur þetta mál aldrei upp. í fjórða lagi er Ijóst að Evrópa vill ekki ísland til sín strax þótt Jón Bald- vin vilji komast þangað á stundinni. í fimmta lagi var svo mikið húll- umhæ á ballinu á laugardagskvöldið að fáir höfðu sig fram úr rúminu á sunnudaginn til að samþykkja það sem formaðurinn lagði til. Og þeir sem þó drösluðust út á Hótel Loftleiðir voru svo syfjaðir að þeir voru tilbún- ir að samþykkja hvaða dellu sem væri til að komast aftur upp í rúm. Samþykktin var því hjáróma fremur en samhljóða. Ingibjörg Sólrún útilokar borgarendurskoðanda frá fundum æðstu embættismanna Sýnir embættis- mönnunum hver hefur valdið Fyrir um það bil tíu dögum ritaði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir bréf til borgarendurskoðanda, Símons Hallssonar, þar sem hún tilkynnti honum að nærveru hans væri ekki óskað framar á daglegum fundum hennar með æðstu embættismönn- um borgarinnar. „Já, ég skrifaði þetta bréf og Símon mætti ekki á fundi í síðustu viku,“ sagði Ingi- björg Sólrún í gærkvöldi. Aðrir borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans standa ekki að ákvörðuninni. „Þetta er ákvörðun sem ég tek. Þetta eru mínir fúndir með æðstu mönnum í borgarkerfmu.“ Auk borgarstjóra sitja morgun- fundina, aðstoðarmaður Ingibjarg- ar Sólrúnar, Kristín Árnadóttir, borgarritari meðan hann var, skrif- stofustjóri borgarstjórnar, borgar- lögmaður, borgarhagfræðingur, borgarverkfræðingur og skrifstofu- stjóri hans og forstöðumaður borg- arskipulags. Tvennum sögum fer af því hvers vegna borgarstjóri hefur útilokað Símon. Sjálf gefur Ingi- björg Sólrún þessa skýringu: „Það er mín skoðun almennt að borgarendurskoðun eigi að vera sjálfstæð frá annarri stjórnsýslu í borgarkerfinu. Það þarf að tryggja að embættið sé það ekki bara form- lega heldur í raun. Almenningur verður að hafa tiltrú á embættinu og stjórnsýslunni á að finnast að borgarendurskoðun sé raunveru- legt effirlitstæki. Mér finnst því ekki eðlilegt að borgarendurskoðandi sé á fundum þar sem æðstu menn í stjórnsýslunni eru að ráðslagast með hlutina. Það er náttúrlega í verkahring borgarendurskoðanda að hafa eftirlit með þeim.“ Einn af borgarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins segir þessa ráðstöf- un borgarstjóra tengjast stærri skipulagsbreytingum. Hugmynd borgarstjóra sé að takmarka beinan aðgang margra af æðstu embættis- mönnum við sig og ráða inn fólk til að mynda millilag stjórnenda milli sín og þeirra í samræmi við hug- myndir Stefáns Jóns Hafsteins eftir úttekt hans á borgarkerfmu á síðasta ári. Það er opinbert leyndarmál að flestir æðstu - embættismannanna eru stuðningsmenn Sjálfstæðis- flokksins og að Reykjavíkurlistinn óttast að sú staðreynd geti valdið þeim nokkrum vandkvæðum við stjórn borgarinnar. Heimildir inn- an Reykjavíkurlistans herma að eft- ir að borgarstjóri gagnrýndi borg- arendurskoðun opinberlega fyrir slæleg vinnubrögð í tengslum við útboðsmál borgarinnar hafi komið til orðahnippinga milli þeirra á morgunfundi embætttismann- anna. Daginn eftir hafi hún svo sent honum bréfið og með því vilj- að sýna embættismönnunum hver hefði valdið. Ingibjörg Sólrún vildi ekki staðfesta að atburðarásin hafi verið með þessum hætti og sagði að ákvörðun hennar tengdist ekki gagnrýni hennar á störf horgarend- urskoðanda. „Þetta er ekki van- traust á Símon og þessi ákvörðun er alveg óháð því hvað mönnum fer á milli á þessum morgunfundum en það er auðvitað ýmislegt rætt þar.“ Á miðju síðasta ári var gerð skipulagsbreyting á embætti borg- arendurskoðanda. Áður hafði hann ekki neina starfsmenn í sinni þjón- ustu heldur naut hann aðstoðar innri endurskoðunardeildar sem heyrði undir fjármáladeild Reykja- víkurborgar. „Eftir að ég tók við í ársbyrjun 1994 fór ég að vinna að því að fá fram þessa breytingu og hún tók gildi 1. júlí.“ Símon segir að embættið hafi orðið sjálfstæðara með þessari breytingu. Ingibjörg er einnig þeirra skoðunar að þær breytingar hafi verið til bóta en meira hafi þurft að gera. „Ég veit ekkert hvað hún hefur í huga með það,“ sagði Símon að- spurður um hvort hann og borgar- stjóri væru ekki sammála um hvernig þróa ætti starf embættisins og bætti við: „Enda er það mitt mál en ekki hennar." Símon neitaði því að samstarf hans við borgarstjóra væri stirt og vildi ekkert um ákvörðun Ingi- bjargar Sólrúnar segja. Hún sagðist ekki eiga von á að eftirmál yrðu vegna ákvörðunar hennar. „Ég get Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borg- arstjóri útilokar ekki að fleiri emb- ættismenn verði útilokaðir frá fund- um. „Þó að þessir menn sitji þessa fundi er ekki þar með sagt að það verði óbreytt áfram hvað alla varð- ar. Ég gæti átt eftir að breyta þess- ari samsetningu líka." ekki skilið það. Þetta fyrirkomulag er bara arfur frá fyrri tíð og það hef- ur verið undir hverjum borgar- stjóra komið hverjir sitja þessa fundi. Þó að þessir menn sitji þessa fundi núna er ekki þar með sagt að það verði óbreytt áfram hvað alla varðar. Ég gæti átt eftir að breyta þessari samsetningu líka.“ Úr röðum Reykjavíkurlistans heyrist að Ingibjörg ædi að stíga skrefið til fúOs og koma embættinu út úr Ráðhúsinu með því að flytja skrifstofur þess í gamla Morgun- blaðshúsið við Aðalstræti. „Þú ert að færa mér fféttir ef flytja á embættið í Morgunblaðs- húsið,“ sagði Símon þegar það var borið undir hann. -SG Sækjum og sigrum m * v||É> '■ ’ ’Æfc y Gunni Þórðar, Diddú og Jón Kjell við upptökur á HM-laginu í stúdío Sýrlandi í gærkvöldi. I gærkvöldi var fyrirhugað að ljúka upptökum á HM-laginu sem er hátíðarlag samið í tilefni af heimsmeistarakeppninni í hand- knattleik sem hefst um miðjan maí í Laugardalshöllinni. Þegar er búið að hljóðsetja tónlistina en Sigrún Hjálmtýsdóttir og Björgvin Hall- dórsson munu syngja lagið sem geftð verður út á geisladiski í ís- lenskri og enskri útgáfu. Sigrún söng sinn hluta lagsins í gaer en Björgvin komst ekki vegna veik- inda. „Þetta er stórt og rismikið lag og stór og mikil melódía,“ segir hann. „Texti Davíðs er fínn og lag- ið fallegt. Þetta er ekki svona týpískt „allir-á-völlinn-og-skorið-öll- mörkin-lag“ ef það má orða það þannig. Ég veit ekki hvort það verði beint vinsælt en það á örugglega eftir að vekja mikla athygli.“ Lagið er eftir Gunnar Þórðar- son sem segir það einfalt og samið með það í huga að allir geti sungið með. Textinn er hins vegar eftir Davíð Oddsson, skáld og forsætis- ráðherra. MORGUNPÓSTURINN hef- ur textann undir höndum en Davíð þvertók fyrir að hann yrði birtur í blaðinu. Texti Davíðs er óður til ættjarð- arástar og hetjulundar og í honum boðar hann trú, von og kærieika þrátt fyrir miskunarleysi höfuð- skepnanna. Björgvin reiknar með að klára sinn hluta lagsins seinna í vikunni. -LAE Nú ætla þeir að banna dauðarefsingar... Já, þeir eru hræddir um að það standi til að fækka þingmönnum. Dagur í Röskvu til Þjóðvaka Nú fer að draga til tíðinda í há- skólapólitíkinni, því kosningar þar verða háðar áður en mánuðurinn er allur. Hins vegar stendur all nokkur styrr um það hvenær kosningarnar skuli fara fram, því Röskvuliðar (vinstrimenn) vilja fyrir alla muni að gengið verði að kjörborðinu fyrir helgina 25. febrúar meðan Vöku- menn (hægrimenn) leggja allt kapp á að kosningarnar verði ekki haldnar fyrr en eftir helgina. Ástæðan fyrir þessum sérkennilegu deilum mun vera sú að Dagur Bergþóruson Eggertsson, formaður Stúdenta- ráðs og oddviti Röskvumanna, er sagður ætla að verða á lista Þjóðvaka í Reykjavík, en vill ekki tilkynna um það fyrr en að háskólakosningunum loknum. Síðustu forvöð til þess að til- kynna lista til alþingiskosninga er sex vikum fyrir kjördag, en sá frestur rennur einmitt út fyrrnefnda helgi. ■ Davíð Oddsson forsætisráðherra Sér engar breyting ar á stefnu kraAa Davíð Oddsson forsætisráð- herra sagði það engar fréttir, að Al- þýðuflokkurinn hefði einróma samþykkt að stefna að aðildarum- sókn Islendinga í Evrópusamband- ið. Þá sagði hann annað í kosn- ingastefnuskrá flokksins heldur ekkí hafa komið sér á óvart, en í henni er margt sem vart getur talist sainræmast stefnu Sjálfstæðis- flokksins. Hann taldi þó ekkert hafa komið þar fram, sem koma þarf i veg fyrir áframhaldandi sam- starf flokkanna eftir kosningar. „Ég sé ekki að það hafi orðið neinar breytingar á stefnu Alþýðuflokks- ins á þessu þingi. Þetta var þing sem átti að halda eftir að Norð- menn sögðu já, Norðmenn sögðu hins vegar nei en þeir urðu að halda þingið samt.“ Þá sagði Davíð ekkert hæft í því að kalt væri á milli þeirra Jóns Baldvins í kjölfar þess að Jóni Bald- vini var ekki boðið að vera við- staddur samningaviðræðurnar við Flóabandalagið svokallaða. „Ég hef talað við Jón oft síðan og hann hef- ur ekkert minnst á það.“ Að öðru leyti vildi Davíð ekkert tjá sig um aukaflokksþing Alþýðuflokksins og framtíð stjórnarsamstarfsins í ljósi þess sem þar kom fram.B 1 i 1 » 1 ! f

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.