Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 27
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 27 NBA-pistill NBA-körfuboltinn Nýr konungur stoðsendinganna John Stockton er orðinn cfrví^pnrf/nnfl/iflaoíí Itzilemafhnr NRA frá nnnhafi Það telst alltaf til stórtíðinda þeg- ar met eru slegin í NBA- deildinni. Þó eru sum met merkilegri en önn- ur. Þrír stærstu tölffæðiþættirnir sem teknir eru saman af NBA- deildinni eru stigaskor, ffáköst og stoðsendingar. Það eru ekki neinir smákarlar sem ná þessum metum. Kareem Abdul-Jabbar er stiga- hæsti leikmaður allra tíma, Wilt Chamberlain er sá frákastahæsti og nú hefur John Stockton kom- ist fram úr Magic Johnson sem stoðsendingahæsti leikmaður allra tíma. Met sem þessi eru svo sannar- lega ekki slegin á hverjum degi. Til íess að ná einu af þessum metum þarf leikmaður að hafa leikið lengi, forðast meiðsl og spilað af stöðug- leika. Þetta hefur John Stockton gert fyrir lið sitt, Utah Jazz, síðan 1984. En margir góðir leikmenn hafa skapað sér nafn fyrir listina að senda boltann en stoðsendinga- fjöldi er ágætur mælikvarði á hana. En hvernig nær leikmaður sér í stoðsendingu? Samkvæmt skilgreiningu NBA- deildarinnar telst það vera stoð- sending þegar leikmaður fær send- ingu frá samherja og skorar í beinu framhaldi af því. Það er til dæmis ekki stoðsending þegar einhver sendir á Jimmy Jackson (Dallas Mavericks) og horfir svo á hann hakka sig í gegnum vörnina og skora. Sumir eru á þeirri skoðun að í dag þurfi minna til að fá skráða á sig stoðsendingu en áður. Margir gamlir jaxlar segja að stoðsendingar sem taldar eru í dag hafi ekki verið skráðar þegar þeir voru upp á sitt besta. Fyrsti stoðsendingakóngur NBA var Bob Cousy, leikstjórnandi Boston stórveldisins (frá i950-’63). Hann leiddi deildina í stoðsending- um átta leiktímabil í röð og hefur inginn náð að skáka þeim árangri, JÓtt Stockton muni jafna þann ár- mgur í vor. Cousy var frægur fyrir ;krautlegar sendingar og frábæra cnatttækni. Það var kannski ekki að urða honum hafi verið líkt við öframanninn Houdini. Oscar Ro- Jertson korn inn í deildina 1960 og 'arð arftaki Cousy sem konungur eikstjórnendanna. Robertson var yrstur til að ná yfir 10 stoðsending- im að meðaltali í Ieik. Hann leiddi leildina sex sinnum á ferli sínum. ’egar hann lauk ferli sínum var lann stoðsendingahæsti leikmaður illra tíma og bæði stiga- og frá- lastahæsti bakvörður í deildarsög- inni. Guy Rodgers leiddi deildina tvisvar og var auk þess fyrstur allra til að ná yfir 900 stoðsendingum á einu tímabili (908, i966-’67). Kevin Porter leiddi deildina fjórum sinn- um í stoðsendingum og var auk þess fyrstur til að ná yfir 1000 á tímabili (1099, 1978-V9). Hann átti lengi vel stoðsendingamet í einum leik en hann náði eitt sinn 29. Það met hefur síðan verið slegið af Scott Skiles, sem nú leikur með Washington (Orlando gegn Denver 30.i2.’9o), en hann bætti rnetið urn eina stoðsendingu. Porter hefði sennilega bætt fleiri stoðsending- um í safnið hefði hann ekki verið í tómu rugli meira og minna allan sinn feril. Sá leikmaður sem flestir tengja við stoðsendingarhugtakið er Mag- ic Johnson. Hann var frægur fyrir að gefa fallegustu sendingar sem sést hafa þegar hann lék með Lakers á árunum 1979- ‘91. Johnson leiddi deildina þrisvar sinnum og á auk þess flest öll stoðsendingamet í Stjörnuleik og úrslitakeppni. Góð- vinur Magic, Isiah Thomas, var einnig þekktur fyrir að gleðja sam- herja sína með stórbrotnum send- ingum. Leiktímabilið 1984- ‘85 sló Zeke stoðsendingamet Porters þeg- ar hann náði 1123 á tímabilinu. Thomas leiddi deildina tvisvar í stoðsendingum á ferlinum. Kóngurinn er þó John Stockton. Enginn hefur náð viðlíka stöðu- leika og hann. Stockton hefur að- eins misst af fjórum af 860 leikjum síðan hann kom inn í deildina. En fyrir þá sem gaman hafa af reikni- kúnstum má geta þess að hann hef- ur að meðaltali .misst af 18 leikmin- útum á tímabili! Það er aðeins vikuspursmál þar til Stockton kemst yfir tíu þúsund stoðsend- ingamarkið og ef allt fer sem horfir mun hann hafa náð fleiri en þrettán þúsund þegar hann leggur skóna á hilluna. Eins og gefur að skilja er ekki nóg að vera bara góður að senda boltann til að fá stoðsending- ar. Þeir sem fá sendingarnar þurfa líka að skora. Það er því ekki óal- gengt að stoðsendingameistararnir hafí einhverjar stigamaskínur sér við hlið. Magic hafði Jabbar og James Worthy, Cousy hafði Sam Jones, Rodgers hafði Chamberlain og Stockton hefur Karl Malone. Samvinna þeirra tveggja er rórnuð um allan heim. Þeir eru eins og Ást- ríkur og Steinríkur, Stockton lítill og tápmikill en Malone óstöðvandi boli. - eþa-ÞK John Stockton er fleira til lista lagt en að gefa stoðsendingar. Hann hefur að meðaltali skorað yfir þrettán stig og skotnýting hans er með endemum góð. Þess verður ekki langt að bíða að hann slái metið í stolnum boltum en hann vantar aðeins um tvö hundruð stykki til að ná Maurice Cheeks. Sarunas Marciulionis og vaskir fé- lagar hans í Seattle Supersonics hafa unnið báða leikina gegn Or- lando í vetur. Ortando tapaðiá Loks kom að því hið frábæra lið Orlando Magic tapaði á heimavelli. Eftir að hafa unnið 24 fyrstu heima- leiki sína nú í vetur lá það fyrir Se- attle SuperSonics síðastliðið mið- vikudagskvöld.B Utahnáði ekki metinu Körfuboltaheimurinn hefur ver- ið agndofa yfir stórkostlegum ár- angri Utah Jazz að undanförnu. Liðið hafði unnið 15 útisigra í röð og átti möguleika á að jafna met Los Angeles Lakers þegar það mætti Houston á heimavelli þess. Leikur- inn var þó aldrei spennandi og get- ur verið að leikmenn Utah hafi ver- ið taugastrekktir því þeir voru aldr- ei inni í leiknum. Hakeem Olajuwon, miðherji Houston Roc- kets, átti stórkostlegan leik en hann skoraði 41 stig. John Stockton, leikstjórnandi Utah sem leiðir NBA í stoðsendingum, var aðeins með fimm slíkar í leiknum.B Zairemaður- inn, Dikembe Mutombo, vill örugglega fá Dan Issel aft- ur heim í hlýj- una. Sjáið þið hendurnar á manninum! Gene vondum málum Það vakti heimsathygli þegar Dan Issel sagði starfi sínu lausu hjá Denver Nuggets á dögunum. Is- sel hafði náð frábærum árangri með liðið á þeim tveimur árum sem hann var með það og þess vegna var það mikið áfall fyrir fé- lagið að hann skyldi hætta svona skyndilega. Við starfi hans tók Gene Littles, fyrrum þjálfari Charlotte Hornets. Liðið hefur að- eins unnið einn leik af átta síðan hann tók við liðinu.B ir Wínny Jones? Svo gæti farið að kraftakallinn inny Jones hjá Wimbledon sé settur að leika knattspyrnu. stæðan er sú að ensk knatt- yrnuyfirvöld eru sífellt að sekta ann fyrir það sem þau kalla íþróttamannslega framkomu. Nýjasta atvikið varð í leik Newc- stle og Wimbledon á dögunum. á reiddist Jones einhverju hjá liði Jndstæðinganna og ákvað að kvarta |ið Kevin Keegan, knattspyrnu- jóra liðsins. Yfirvöld segja að ann hafi farið með svívirðilegar ölbænir en Jones segist aðeins afa sagt það sem honum bjó í rjósti. „Mér er sama þótt ég leiki drei knattspyrnu aftur,“ sagði ppinn í viðtali á sunnudag. vernig á ég að halda áfram að ika knattspyrnu bundna tilfinn- gum þegar svona litlir kallar eru Kannski hefur Winny Jones þeg- ar leikið sinn síðasta leik. við völd? Þessir menn eru að hóta því að eyðileggja mitt lifibrauð vegna orða sem koma í sjónvarpinu hvern einasta dag.“B Heimsbikarinn í sundi Vblker með h,Uí nyttmet Þýska sunddrottningin Sandra Volker setti nýtt Evr- ópumet í 50 metra baksundi á heimsbikarmótinu í París á sunnudag. Volker, sem varð þriðja í 100 metra baksundi á Evrópumeistaramótinu 1993, synti á tímanum 27,77 sekúnd- um sem er 0,09 sekúndum betri tími en hún hefur áður gert best. Metið var það eina markverða sem gerðist á mótinu sem þótti heldur í daufara lagi. ■ Golf Hamilton vann í Banakok Bandaríkjamaðurinn Todd Hamil- ton sigraði á opna tælenska meist- aramótinu í golfi sem fram fór um helgina. Sigurinn hékk þó á blá- þræði því að bráðabana þurfti til að knýja fram úrslit á milli Hamilton og landa hans, Steve Veriato. Enn einn Bandaríkjamaðurinn, Lee Porter varð þriðji. Todd Hamilton sigraði á opna tæ- lenska meistara- mótinu í golfi um helgina.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.