Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 21
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN MENNING 21 „Nei, nei, ég bara bjó þetta nafn til því það rímaði við Þjóðleikhúsið — Ljóðleikhúsið, til að koma nafni á fyrir- bærið,“ sagði Árni Ibsen þegar hann var spurður hvort Ljóðleikhúsið ætti sér einhverja fyrir- mynd erlendis frá. Hugmyndin var að plata hann í hyl- Þorsteinn frá Hamri les úr verkum sínum. djúpar fílósóferingar þess efnis hvort Ijóðið sem slíkt gengi upp sem dramatískt fyrirbæri á sviði. Hann sem sagt rústaði þeim áformum með þessari einu setningu. Ljóðleikhúsið hóf starfsemi fyrir þremur árum og starfaði af miklum krafti í tvö ár. Þar var lagður grunnur að Listaklúbbi Leikhúskjallarans sem hefur verið með fjölda uppá- koma nú á þessu leikári. Árni kom Ljóðleikhúsinu af stað en er ekki viðriðinn það lengur: „Upphaflega vorum við Þórður Helgason, Birg- ir Svan og Pétur Hafstein og ein- hverjir fleiri að reyna að finna ein- hvern flöt á þessum málum, það er að koma á grundvelli fyrir skáld að lesa upp úr verkum sínum.“ Þann grundvöll fundu þeir í Leikhúskjall- aranum einu sinni í mánuði á mánu- dagskvöldum og einmitt annað kvöld verður fyrsta kvöld Ljóðleik- hússins á þessu leikári. Þá ætla Ijóðskáldin Birgir Svan Símonarson, Ásgeir Kristinn Lárusson, Þór- unn Björnsdóttir og Þorsteinn frá Hamri að lesa úr verkum sínum. Baldur Óskarsson flytur erindi um Ingimar Erlend Sigurðsson sem les úr verkum sínum ásamt Karli Guðmundssyni leikara. Þetta er náttúrlega Ijúfasta fólk sem ætti að fara létt með að standa undir því sem segir í fréttatil- kynningu frá Þjóð- leikhúsinu: „Ljóðleik- húsið var kærkom- inn vettvangur — þar sem Ijóðaunn- endur gátu hlýtt á skáld lesa úr verkum sínum og notið þeirr- ar kyrrðar og þess einfaldleika sem Ijóðið veitir þeim sem þess vilja njóta." Karl Guðmundsson ætlar að lesa Ijóð. Hallgrímur Helgason. „Ég held að þessi mýta um að einhverjir menn úti í bœ séu að gera einhverja stórkostlega hluti enfái engan styrk tilheyri fortíðinni. “ þegar Sigurður A. Magnússon hélt tölu og útskýrði að það gæti „aldrei orðið lýðræði í listum því sumir eru einfaldlega betri en aðr- ir“, og færði þar með rök fýrir því að þeir eiga að fá launin sem eitt- hvað geta og eru gefnir út. En hvert á hlutverk launasjóðsins að vera, ef launasjóðurinn á ekki að vera svona örlátur við þá sem eru hjá forlögunum, og eru „auglýstir“ eins og Pjetur Hafstein benti á, og ekki heldur við hina sem eru ein- faldlega „verri en aðrir" og skrifa vondar bókmenntir sem enginn vill gefa út? Sa/a bóka skilar sjald- an lágmarkslaunum Jóhann Páll Valdimarsson, forleggjari í Forlaginu hefur svarið við spurningu um hlutverk launa- sjóðsins á hreinu: „Að styðja við bakið á þeim höf- undurn sem eiga erindi í þessa grein. Sjóðurinn á að stuðla að því að þessum höfundum, sem eru að skrifa almennilega, sé það fjárhags- lega kleift. Ég sé ekki tilganginn með því að veita styrkjunum til höfunda sem enginn útgefandi hef- ur áhuga á að gefa út. Eg leyfi mér að fullyrða að það sé yfirleitt ekki vandkvæði fyrir góða höfunda að fá verk sín útgefin. Þess vegna finnst mér það sjónarmið að það fái þetta engir nerna þeir, sem eru hjá for- lögunum og eru auglýstir, fullkom- lega út í hött. Ég leyfi mér að full- yrða að við íslenskir útgefendur sé- um ekki svo skyni skroppnir að við höfum ekki vit á því að vinsa út það bitastæðasta sem berst af handrit- Jóhann Páll Valdimarsson. „Ég sé ekki tilganginn með því að veita styrkj- unum til höfunda sem enginn útgefandi hefur áhuga á að gefa út. “ um og velja út þá höfunda sem bestir eru. Þess vegna er nákvæm- lega ekkert eðlilegra en að þessir sömu höfundar séu að fá úr launa- sjóði. Við skulum ekki heldur gleyrna því að það er í hreinum undantekningartilfellum sem ís- lensk skáldverk seljast í það mikl- um mæli að það skili lágmarks- launum til höfunda þeirra. Þess vegna er þessum höfundum ekki kleiít að helga sig ritstörfum nema til komi opinber stuðningur.“ Þegar Gérard Lemarquis er spurður sömu spurningar svarar hann: „Gamli komminn í mér, hjartað í honum slær með þeim sem aldrei fá laun eða styrki frá rík- inu,“ og segist ekki hafa aðra skoð- un á málinu. Gamalt rífríldismál Einn af þeim höfundum, sem hefur fengið úthlutað úr launa- sjóðnum, er Hallgrímur Helga- son. Hann hefur fengið sex mán- aða starfslaun úr launasjóðnum tvö síðustu ár og má því segja að hann eigi töluvert í land með að komast í hóp „meistaraflokksmanna" sem hafa fengið mest úthlutað úr sjóðn- um. Hallgrímur segist eiga erfitt með að sjá hvernig hægt verði að skipa málum sjóðsins þannig að öllum líki. „Þetta verður alltaf við- kvæmt mál og það verður sjálfsagt seint fundin endanleg lausn á þessu. Annars held ég að þetta sé í nokkuð góðum farvegi eins og þetta er. Mér sýnist stefna sjóðsins fylgja nokkuð almennu bók- menntamati og engin stór hneyksli vera í gangi. Ég held að þessi mýta um að einhverjir menn úti í bæ séu að gera einhverja stórkostlega hluti en fái enga styrki, tilheyri fortíð- inni.“ Og það sem á að leggja til grund- vallar að mati Haligríms er einfalt: „Ef menn sýna að þeir eru einbeitt- ir í þessu, eru ekki neitt annað en rithöfúndar og eru að gera sæmi- lega hluti, á að styrkja þá.“ Ástráður Eysteinsson, prófess- or í almennri bókmenntaffæði við Hl, er eins og flestir sem áhuga hafa á bókmenntum þeirrar skoðunar að launasjóður rithöfunda eigi tví- mælalaust rétt á sér. En hann vill sjá sjóðinn taka meiri áhættu og bend- ir á að sjóðurinn megi ef til vill leggja meiri áherslu á að styðja þá sem eru líklegir til afreka. „Ef ég væri spurður að því hvort mér fyndist menn þurfa að hafa út- gáfugrundvöllinn fýrirfram gefinn væri ég algjörlega ósammála því. Mér finnst að það mætti til dæmis styðjast við þá vinnureglu að ákveðinn hluti sjóðsins fari til yngri höfunda. Þeir yrðu þá að rökstyðja umsókn sína mjög vel með því að leggja vel mótuð handrit fram. Ég get alveg skilið að á ákveðnu stigi, þegar höfundar eru búnir að sanna sig ærlega, finnist mönnum minni ástæða til að kalla inn handrit. En það verður að taka áhættu. Og þeg- ar menn hafa fengið starfslaun er komin prufa á hvað þeir geta þann- ig að menn geta ekki misnotað kerfið ef þeir standa sig ekki.“ Ingibjörg Haraldsdóttir, for- maður Rithöfundasambandsins segir hlutverk launasjóðsins vera ósköp einfalt: „Að stuðla að því að það séu skrifaðar góðar bókmenntir í þessu landi. Þetta á auðvitað að vera yfirskrift sjóðsins. Mér finnst að þeir sem eru að reyna að lifa af ritstörfum, þeir sem eru að gefa út bókmenntir, eiga að ganga fyrir. Aðrir líta á launasjóðinn sem ein- hvern jöfnunarsjóð og úr honum eigi þeir að fá úthlutað sem gengur ekki að fá sig útgefna,“ segir hún. Aðspurð hvort henni finnist jafn- aðarmennska í listum yfirhöfuð geta gengið upp svarar hún: „Mér finnst það ekki, en þetta er einmitt það sem er verið að rífast um. Þetta er auðvitað mjög gamalt rifrildismái í Rithöfundasambandinu og ekki séð fyrir endann á því. Það er alltaf mjög stór spurning þegar ekki eru til nógu miklir peningar handa öll- um hvernig á að skipta því sem til er og hvaða sjónarmið eiga í raun að ráða þeirri skiptingu. Það bara verð- ur að segjast eins og er, það næst ör- ugglega aldrei samkomulag um þetta sem allir geta verið sáttir við.“H Gérard Lemarquis „í Frakklandi er það nœstum því feimnismál ef rithöfundar fá laun frá ríkinu. “ Launasjóður rithöfunda Deilir út mánaðariaunum í ár Starfslaun úr rithöfundasjóði eru tæplega 92 þúsund krónur á mánuði en á síðasta ári fengu 61 úthlutað úr sjóðnum. Langflestir fengu sex mánaða laun eða 41, níu manns fengu tólf mánaða laun og um þessar mundir eru fimm rit- höfundar á þriggja ára starfslaun- um. Einnig úthlutaði sjóðurinn sex ferðastyrkjum sem eru á bilinu 100 þúsund til 150 þúsund krónur. Samtal.s gerir þetta tæplega 39 milljónir sem sjóðurinn úthlutaði á síðasta ári. Þegar ný lög um lista- mannalaun tóku gildi 1992 var fjöldi mánaða sem úthlutað var úr launasjóði rithöfunda 360 en gert var ráð fyrir að þeim myndi fjölga árlega þar til þeir yrðu 480 árið 1997. I ár mun launasjóðurinn deila út 432 mánuðum til félaga rithöfundasambandsins, eða laun- um að andvirði um það bil 40 milljónum króna.B Sveinn M. Eiðsson stendur uppi sem ótvíræður sigurvegari í óformlegri skoðanakönnun MORGUNPÓSTSINS: Úgeðfelldustu persónurnar f bókum og bfó Lanabrókin spillt og iík- lega heimsk Hrafn Jökulsson ritstjórí. Bókmenntir: „Hall- gerður Langbrók var svín og skepna sem kom mönn- um sínum fyrir kattarnef eða lék þá hroðalega á allan þann hátt sem hún mögulega gat. Fyrir vikið er hún á þessari öld mikil hetja femínista og fyrirmynd í kvenréttindabaráttu sem hefur haft einhverja apartheit- stefnu að grunntóni. Hallgerður var semsagt spillt og vond persóna og líklega heimsk. Kannski hefur hún verið þetta flagð undir fögru skinni, þó ég reyndar dragi það nú í efa líka. Hún flokkast undir þá sjald- gæfu tegund kvenna sem við köll- um frenjur." Kvikmyndir: „Það er þessi sífelldi Magnús Ólafsson sem er í öllum myndum. Ég held að þetta sé ágæt- ur maður og góður sem Bjössi bolla en fyrir einhvern misskilning dúkkar þessi maður upp í öllum íslenskum myndum. Það er eins og Hitchcock brá fyrir í öllum sínum myndum og það virðist eiga að láta þennan Magnús Ólafsson gera slíkt hið sama. Það eina sem þeir eiga sam- eiginlegt eru líkamsburðimir." Fullir hroka og kvenfyr- iríitningu Soffía Auður Birgisdóttir, rítstjórí. Bókmenntir: „Geysir Þór, sonur Ragnheiðar Birnu, aðal- persónu bókarinnar „Þetta er allt að koma“ eftir Hallgrím Helgason. Hann er alveg ofboðslega leiðinleg- ur og frekur krakki sem er sífellt horfandi á sjónvarp og heimtandi af foreldrunum sínum." Kvikmyndir: „Tvíeykið Sveppi og Lars sem Steinn Ármann Magn- ússon og Baltasar Kormákur leika í mynd Jóhanns Sigmars- sonar og Júlíusar Kemp í Vegg- fóðri. Þetta eru ungir nútímamenn sem eru óþolandi sjálfumglaðir, uppfullir af hroka og kvenfyrirlitingu. Þeir eru líka hvor um sig ótrúleg kli- sja. Mér fannst mjög leiðinlegt að sjá svona karaktera í vinsælli mynd eftir ungt fólk.“ Hvíti víkingurínn Jóhann Sigmarsson, kvikmyndagerðarmaður. Kvikmyndir: „Hvíti víkingurinn í sam- nefndri mynd eftir Hrafn Gunn- laugssonar og sú persóna sem Sveinn M. Eiðs- son lék í sömu mynd. I heild sinni var Hvíti víkingurinn bæði léleg og ógeðfelld." Bókmenntir: „Júlíus sterki sem kem- ur fyrir í einni af sögum Þórbergs Þórðarsónar. Hann var alltof góð- ur og komst klakklaust í gengum líf- ið, þannig að það jaðraði við að hann væri heilagur. Einmitt þess vegna finnst mér hann ógeðfelld- ur.“ Litleysið ógeofellt Elísabet O. Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðar- maður. Bókmenntir: „Ég held ég nefni bara Loka. Hann var skemmtilega ógeðfelldur og viðsjár- verður." Kvikmyndir: „Reyndar finnst mér all- ar persónurnar í íslenskum myndum ógeðfelldar fyrir þær sakir hvað þær eru litlausar og leiðinlegar upp til hópa. Þær hverfa allar í móðu dag- inn eftir frumsýningu. Eina ógeð- fellda persónan sem ég man eftir er vinnumaðurinn í kvikmynd Hrafns Gunnlaugssonar, Óðali feðranna, sem Sveinn M. Eiðsson lék. Það var fyrst og fremst vegna þess hvað hann leit ógeðfelldlega út, svo snerti það einhverja taug í manni að hann réðst á þá persónu sem var minni- máttar í myndinni." Vinnumaðurínn stendur uppúr Þorfinnur Ómarsson, dag- skrárgerðarmaður. Kvikmyndir: „Mér finnst að þá per- sónu hljóti að vera að finna í einhverri af kvikmyndum Hrafns Gunnlaugs- sonar. ( myndum hans er alltaf að minnsta kosti eina ógeðfellda per- sónu að finna. En upp úr stendur vinnumaðurinn í Óðali feðranna sem Sveinn M. Eiðsson leikur. Hann er dæmi um frummanninn sem kann ekki að fóta sig í nútímasamfélagi. Það er ekki endilega með ráðum gert hjá honum að vera svona. Hann getur bara ekkert að því gert þó hann passi ekki inn í samfélagið." Bókmenntir: „Mörður Valgarðsson sem kemurfyrir í Njálu, eins og hann er kynntur til sögunnar. Þar segir að hann sé slægur og illgjarn í ráðum og hann stendur undir þeim vænt- ingum. Ég held að ógeðfelldari per- sóna hafi ekki komið fram í íslensk- um bókmenntum síðan enda Njála snilldarverkið. Það er eins með Mörð og margar aðrar persónur í Njálu, þær eru ákaflegar einsleitar. Mörður er einsleitur vondur maður. Frá þeim tíma hafa íslenskir rithöfundar gefið persónum sínum fleiri hliðar og því hefur dregið úr því hversu ógeðfelld- ar þær eru.“ Bergþóra brussa og besservisser Hildur Helga Sigurðardóttir fréttaritari. Bókmenntir: „Berg- þóra í Njálu hefur alltaf farið í taug- arnar á mér. Hún er brussa og besservisser sem hefur enga samúð með kynsystrum sín- um. Annars eru kvenpersónurnar í íslenskum bókmenntum síður en svo litríkar persónur því þær eru ým- ist góðar eða rosaleg flögð." Kvikmyndir: „Fyrst upp í hugann kemur Sveinn M. Eiðsson sem vinnumaðurinn í Óðali feðranna. Hann er alveg einstaklega óaðlað- andi í þessari mynd.“ ■

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.