Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 9

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 9
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN FRÉTTIR 9 Guðmundur Ólafsson hagfræðingur. Sú saga gekk í bænum að Jón María Ingvadóttir er kandídat Útflutningsráðs en hún fullnægir ekki Baldvin og Sighvatur hyggðust pressa á um að hann yrði ráðinn. öllum kröfum sem gerðar voru til umsækjenda frekar en neinn annar af þeim 23 sem sóttu um. Líklegast er að hún hljóti stöðuna enda hefur Útflutningsráð úrslitavald um ráðninguna. Alls sóttu 23 um stöðu viðskiptafulltrúa á skrifstofu Útflutningsráðs sem fyrirhugað er að opna í Moskvu. Áherslumunur er á milli ráðs- ins og ráðherra um skipan í stöðuna Enginn stenst fýllilega kröfumar Útflutningsráð er að fara að opna skrifstofu í Moskvu og þó að rekstur og starfsemi verði á vegum ráðsins verður sérstakur viðskipta- fulltrúi á díplómatapassa, líkt og á skrifstofum ráðsins í Berlín og New York. Vilji er fyrir því innan ráðsins að fá fagmann til starfans og er sá ákveðinn kandídat Út- flutningsráðs en MORGUNPÓSTUR- INN hefur öruggar heimildir fyrir því að það sé María Ingvadóttir sem starfar nú þegar á skrifstofu Útflutningsráðs. En ráðið hefur úr- slitavald um ráðninguna. Alls sóttu 23 um starfið en meðal þeirra er Guðmundur Ólafsson hagfræðingur sem hefur verið í sérverkefnum fyrir viðskiptaráðu- neytið. Sú saga hefur gengið að Guðmundur nyti sérstakrar vel- vildar í viðskipta- og utanríkis- ráðuneytinu vegna stjórnmála- skoðana sinna en fyrrnefnda ráðu- neytið greiðir helming alls kostn- aðar og hið síðarnefnda leggur til aðstöðu. Aðspurður kvaðst Sighvatur Björgvinsson hafa heyrt þá sögu að hann og Jón Baldvin ættu að leggja allt kapp á að koma Guð- mundi Ólafssyni að en það væri al- rangt og þeir hefðu ekki rætt sín á milli um neinn einstakan umsækj- anda. Það er líka ljóst að sem nú- verandi stjórnarmaður í Þjóðvaka er Guðmundur Ólafsson ekki sá kandídat sem líklegastur er til að njóta velvildar krata. Útflutningsráð hefur úrslitavaldið Viðskiptafulltrúarnir eru starfs- menn Útflutningsráðs en njóta di- plómatískra réttinda samkvæmt samningi ráðsins við utanríkis- ráðuneytið. Það er Útflutningsráð sem hefur úrslitavald til að skipa í stöðuna en orðrómur er uppi um að ráðherrarnir séu ekki alls kostar ánægðir með að enginn umsækj- enda skuli uppfylla þær kröfur að fullu sem gerðar voru í auglýsing- unni. Aðspurður sagðist Sighvatur ekki vilja tjá sig um það. „Það er Útflutningsráð sem tek- ur endanlega ákvörðun um stöðu- veitingu en við ráðherrarnir höfum að sjálfsögðu tillögurétt þar um enda ekki nema eðlilegt,“ sagði Sighvatur. „Þær tillögur sem við gerðum voru ekki um einstaklinga heldur um hæfniskröfur en það voru einkum þrjú atriði sem okkur fannst mikilvægt að umsækjendur uppfylltu samkvæmt þeim upplýs- ingum sem við höfum aflað okkur í Rússlandi um sambærilega starf- semi. í fyrsta lagi er ákjósanlegt að viðkomandi sé mælandi á rúss- nesku, í öðru lagi að hann hafi reynslu af viðskiptum við Rússa og í þriðja lagi að hann hafi þekkingu á rússnesku samfélagi og sam- skiptareglum.“ Rússneskan veigamest Sighvatur sagðist hafa nýlega verið á ferðalagi í Sankti- Péturs- borg þar sen fulltrúar Norðurland- anna ræddu við forsvarsmenn borgarinnar um hugsanlega stofn- un upplýsingamiðstöðvar í borg- inni. „Þar fannst mönnum þessi þrjú atriði mikilvægust en veiga- mesta atriðið var þó að fulltrúar er- lendra ríkja væru mælandi á rúss- neska tungu. Að öðrum kosti væri hætt við að fulltrúarnir einangruðu sig við þá tengiliði sem væru hvort sem er að koma sér á framfæri er- lendis.“ MORGUNPÓSTURINN hefur heimildir fýrir því að einn umsækj- endanna hafi uppfyllt málakröfur en það var ung stúlka af rússnesku bergi brotin. María Ingvadóttir tal- ar ekki rússnesku en er í rússnesku- námi. Eins og staðan er nú er lík- legast að hún hreppi stöðuna.-ÞKÁ Fjöldi dómsúrskurða um símhleranir 185 símhler* anirá 15 árum l grein blaðsins á fimmtudaginn um hina íslensku leyniþjónustu var fjallað um símhleranir. Með grein- inni átti að fylgja graf um fjölda úr- skurða dómstóla um símhleranir en féll niður vegna mistaka og er því birt hér. Á síðustu 15 árum hafa alls 185 dómsúrskurðir verið um símhleranir eða ríflega einn úr- skurður á mánuði að meðaltali. Fyrstu árin eru úrskurðirnir fáir en á þriggja ára tímabili, 1985-1987 voru kveðnir upp 85 úrskurðir. Síð- ustu árin hafa úrskurðirnir verið um 10 hvert ár. Samkvæmt lögum eru símhler- anir ólöglegar án dómsúrskurðar þótt misbrestur virðist á því að því sé fylgt í einu og öllu. Símhleranir eru ólöglegar með öllu án dómsúrskurðar. Leyfilegt er að hlusta á og taka upp símtöl eftir dómsúrskurð ef ástæða sé til að ætla að upplýsingarnar skipti miklu við rannsókn máls og að hún bein- ist gegn broti sem varðað geti allt að 8 ára fangelsi „eða ríkir al- mannahagsmunir eða einkahags- munir krefjist þess.“ Upptökur skulu eyðilagðar eftir rannsókn máls og tilkynntar þeim sem í hlut áttu. -Pj Símhleranir Fjöldi úrskurða 1979 ... 0 1980 .... 2 1981 .... 3 1982 ... 5 1983 .... 6 1984 ... 11 1985 ... 32 1986 ... 26 1987 ... 27 1988 .... 14 1989 ... 1990 ... 12 1991 .... 9 1992 ... 6 1993 ... 10 1994 ..., 9 Návígi Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins „Hefðifrekar viljað annað sœtið“ segirKristínÁ Guðmundsdóttirsem íhugarfram- boð fyrirAlþýðubandalagið á Reykjanesi. að sœtið hefði ég talið œski- legra, en ég mun skoða þetta tilboð um þriðja sœtið með tilliti til þess hvort það gefur mér nœgilegt rými til að sinna þeim málum sem ég tel mig vera fulltrúa fyrir. “ Stólaboðhlaup félags- hyggjuflokkanna hefur verið með ólíkindum undanfarið og dæmi um að sömu manneskjurnar séu orðaðar við sæti hjá þremur flokkum sam- tímis. Kristín Á. Guð- mundsdóttir, formaður Sjúkraliðafélagsins, hef- ur verið vinsæl í þessari umræðu en hún hafnaði í þriðja sæti á lista Al- þýðuflokksins. Nú er Kristín hins vegar að hugsa um þriðja sæti á lista Alþýðubandalagsins á Reykjanesi og líklegt að hún hafni þar. Margir úr verkalýðsforystunni skreyta framboðslista fyrir kosningar og er Ög- mundur Jónasson í þriðja sæti Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík stærsta skrautfjöðurin, en margir eru efins um að þessir hagsmunir geti farið saman inni í ríkis- stjórn ef til þess kæmi, þó að viðkomandi flokk- ur haldi á trompspili til að tryggja frið á vinnu- markaði. Hlutirnir hafa gerst hratt hjá þér undanfar- ið þar sem þú hefur sterldega verið orðuð við tvo stjórnmála- flokka, Alþýðuflokkinn, Þjóðvaka og nú síðast Alþýðubandalagið. Ertu að velta fyrir þér að taka þriðja sætið á lista Al- þýðubandalagsins í Reykjanesi? „Það er rangt að ég hafi komið nálægt Þjóð- vaka en það hafa ýmsar fylkingar rætt við mig og það þýðir það þó ekki endilega að ég hafi alvarlega verið að hugsa um þessar hreyfingar. Ég tel mér þó rétt og skylt þegar slíkir hlutir koma upp á borðið að íhuga þá í tengsl- um við þau málefni sem ég tel mig standa fyrir, hvort að þeim sé borg- ið. Ég mun gera það í þessu tilfelli sem og öðrum.“ Telur þú að hagsmunir geti skarast ef þinn flokkur færi inn í ríkisstjórn? „Ég tel ekki að það myndi skar- ast ef svo yrði að ég færi að starfa með einhverjum flokki þótt við- komandi flokkur færi inn í ríkis- stjórn. Það ætti ekki að vinna neitt á móti þeim hagsmunum sem ég set í öndvegi því ég tel að verkalýðs- hreyfingin eigi að láta til sín taka í pólitíkinni." Hvaða ástæður telur þú að liggi að baki því að stjórnmálaflokkar sæki fast að fá fólk úr verkalýðs- pólitíkinni inn á lista? Nú hafa sumir nefnt að lykillinn að ríkis- stjórnarsamstarfi sé trygging fyrir friði á vinnumarkaði. Er eðlilegt að verkalýðsforkólfar séu báðum megin við borðið? „Ég er ekki sammála því að allir flokkar fari fram með verkalýðnum þó að sá möguleiki hafi ef til vill verið skoðaður af fleiri flokkum. En uppstillingar gefa ekki til kynna að fulltrúar verkalýðsfélaga séu alls staðar á framboðslistum. Það er ekki óhugsandi að stjórnmálamenn séu að vakna upp við það að að það sé ekki síðra að þeir sem sinna verkalýðspólitíkinni fái tækifæri til þess að vinna að málum öðruvísi en með beinum hætti í kjarasamning- um. Undafarin ár hafa viðsemjend- ur verkalýðsfélaganna reynt að knýja á um úrbætur í stjórnun landsins, til dæmis hvað varðar skattamál. Það er ekki um það að ræða að við séum báðum megin við borðið þó að við sjáum okkur hag í því að koma hagsmunum okkar skjólstæðinga á framfæri við að mynda áhersluatriði í stjórnun landsins.“ Er verið að sætta óánægða Kópavogsbúa með því að stilla þér upp á listann en Kópavogsbúar hafa verið óánægðir með að hafa engan þingmann úr plássinu? „Hvað varðar slíka umræðu þá er ég lítið inni í þeim málum. Ef það kæmi til að ég færi fram á lista fyrir Alþýðubandalagið á Reykja- nesi tel ég mig vera fulltrúa fólksins á Reykjanesi, ekki eingöngu Kópa- vogsbúa.“ Ætlarðu að fara fram undir merkjum óháðra? „Ég hef ekki hugleitt það.“ Heldur þú að ef þú ákveður að taka sæti geti það valdið óánægju meðal félaga þinna í Sjúkraliðafé- lagi Islands? „Það hefur verið rætt lengi um það meðal sjúkraliða að þeir þurfi að láta meira til sín taka innan stjórnmálaflokkanna. Það kemur þeim því varla á óvart. Þeim mun meiri sem breiddin er innan félags- ins þeim mun betra.“ Hvenær muntu gefa svar? „Ég hef tímann fyrir mér og hyggst nota hann allan. Það hefur ekki verið hert að mér að gefa svar strax.“ En hefðirðu viljað vera ofar á listanum? „Því er ekki að leyna að annað sætið hefði ég talið æskilegra, en ég mun skoða þetta tilboð um þriðja sætið með tilliti til þess hvort það gefur mér nægilegt rými til að sinna þeim málum sem ég tel mig vera fulltrúa fyrir.“ -ÞKÁ

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.