Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 31

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 31
MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 MORGUNPÓSTURINN SPORT 31 Bilið minnkar á milli Blackburn og United Tottenham gefur ekkert eftir Andy Cole skoraði sigurmark Unitedgegn Villa. Lið Tottenham er gjörsamlega óþekkjanlegt frá því sem það var í byrjun leiktímabilsins og topplið Blackburn Rovers fékk aldeilis að kenna á því í gær þegar það sótti Á fullri ferð. Félagarnir Gheorghe Popescu, Jiirgen Klinsmann og Nick Barnby fagna marki þess síðastnefnda í stórleik gærdags- ins í ensku knattspyrnunni. liðið heim á White Heart Lane í Lundúnum. Mörk frá Þjóðverjan- um Júrgen Klinsmann, Darren Anderton og Nick Barnby gerðu það að verkum að nú er bilið á milli Blackburn og Manchester United aðeins tvö stig. United vann lið Aston Villa á laugardaginn og var mark Andy Cole það eina í leiknum. Þetta er fyrsta mark Cole í tíu leikjum og það fyrsta sem hann gerir fyrir sitt nýja félag. Liverpool náði stigi út út viður- eign sinni við Nottingham Forest þrátt fyrir að vera einum færri og undir lengst af. Táningurinn Rob- bie Fowler jafnaði metin á loka- mínútunum eftir að mark Stan Collymore virtist ætla að færa For- est öll stigin þrjú. Á sama tíma skellti QPR Newcastle-liðinu með þremur mörkum gegn engu og virðist nú sem allar meistaravonir Newcastle-liðsins séu á bak og burt.B Spennandi leikur á Seltjarnarnesinu KRkomið Lagði Hauka í gærkvöldi. Flestir áhorfendur á leik KR og Hauka á Seltjarnarnesinu í gær- kvöldi bjuggust við að berja þar í fyrsta sinn augum nýjan útlending KR-inga. Það kom því á óvart að sjá óbreytt lið stilla sér upp í byrjun leiks. Mark Haddden komst ekki í hópinn og verður sendur heim á morgun. Enn einu sinni eru KR- ingar óheppnir með útlending. Þeir hefðu betur farið að dæmi Hauka og sleppt því alveg að eyða pening- um sínum í skoðunarferðir fyrir lé- lega bandaríska körfuknattleiks- menn. Leikurinn í gær var hörkuspenn- andi frá upphafi til enda. KR- ingar þurffu nauðsynlega á sigri að halda til að forðast frekari niðurlægingu, en liðið hefur tapað fyrir Snæfelli og Skagamönnum í síðustu tveim- ur leikjum. Haukar töpuðu síðast- liðinn föstudag fyrir Tindastóli og eiga í harðri baráttu við Skagamenn um sæti í úrslitakeppninni. KR-Haukar 76-75 (40-40) Stig KR: Ósvaldur Knudsen 17, Ólafur Jón Ormsson 16, Ingvar Ormarsson 14, Birgir Mikaelsson 12, Falur Haröarson 11, Brynjar Harðarson 4, Óskar Krist- jánsson 2. Skot innan teigs: 50% (14/28), utan 41% (7/17), 3-stiga 38% (8/21), viti 59% (10/17). Fráköst: 40 (12 i sókn) (Birgir 11), varðir 8 (Birgir 3), tapaðir 18, stolnir 8, stoðsendingar 21 (Falur 12). Stig Hauka: Sigfús Gizurarson 24, Pétur Ingvarsson 21, Jón Arnar Ingvarsson 11, Björgvin Jónsson 8, Óskar Pétursson 7, Sigurbjöm Bjömsson 4. Skot innan teigs: 47% (14/30), utan 24% (5/21), 3-stiga 32% (6/19), viti 73% (19/26). Fráköst 27 (7 i sókn), varðir 3 (Óskar 2), tapaðir 15, stolnir 13 (Sigfús 5, Pétur 5), stoðsendingar 10. Leikurinn fór fremur rólega af stað og gekk liðunum illa að hitta lengi vel framan af. KR-ingar fengu þó nokkuð af hraðaupphlaupum enda Haukar ekki nógu snöggir að bakka aftur í vörn þegar þeir misstu boltann í sókninni. Pétur Ingvars- son var að venju drjúgur í að stinga sér inn á milli varnarmanna og leggja boltann ofan í. Pétur er eld- fljótur og nýtir hraða sinn alveg einstaklega vel. KR-ingar léku mun betur í sókninni en yfirleitt í vetur. Boltinn gekk vel á milli manna og þeir náðu oftar að senda boltann undir körfuna en áður. Það hefur einmitt verið eitt helsta vandamál liðsins í vetur að stóru mennirnir hafa ekki fengið úr nógu miklu að moða. Nú var það Birgir Mikaels- son sem lék manna best undir körfunni og átti skínandi leik í fyrri hálfleik, var ógnandi í sókninni og lék afbragðsvel í vörninni einnig. KR-ingar voru allan tímann mun sterkari í fráköstum og komu þar með í veg fyrir að gestirnir fengju of mörg sóknartækifæri. Staðan í hálfleik var 40-40. Það var Ingvar Ormarsson sem kom KR-ingum á bragðið í síðari hálf- leik en Sigfús Gizurarson svaraði fyrir Hauka með að skora tíu fyrstu stig liðs síns í síðari hálfleik. Leikur- inn var í járnum allan síðari hálf- leikinn og hvorugt liðið komst utan seilingarfjarlægðar frá hinu. Hauk- ar virtust þó hafa undirtökin en náðu aldrei að sigla fram úr. KR- ingar voru ekki sáttir við dómara leiksins, Kristin Albertsson og Þorgeir Jón Júlíusson, en þeir hafa oft dæmt mun betur en í gær- kvöldi. Spennan í lok leiksins var mjög mikil. Ólafur Jón Ormsson skor- aði þriggja stiga körfu þegar innan við ein mínúta var eftir og kom KR-ingum í 76-75. Sigfús missti síð- an knöttinn fyrir að taka of mörg skref og KR-ingar höfðu því gott tækifæri til að gera út um leikinn. Þeir nýttu sér það ekki og Haukar höfðu því tækifæri til að tryggja sér sigur á lokasekúndunum en skot Sigurbjörns Björnssonar, þegar þrjár sekúndur voru eftir, rataði ekki rétta leið. Þá kom það Hauk- um illa að hafa leikið prúðmann- lega þar sem þeir voru ekki komnir með átta villur og því gátu þeir ekki komið KR-ingum á vítalínuna. Bestir heimamanna voru Ós- valdur Knudsen sem spilaði mjög vel allan leikinn og virðist nýtast mun betur sem varamaður en byrj- unarmaður. Falur Harðarson stjórnaði sínum mönnum vel og skytturnar Ingvar og Ólafur Jón áttu sínar stundir. Birgir lék frá- bærlega í fyrri hálfleik og réði ríkj- um undir körfunum. Hjá gestun- um voru Pétur Ingvarsson og Sig- fús Gizurarson bestir og Jón Arnar Ingvarsson átti líka spretti. Hauk- ar söknuðu Baldvins Johnsen sem ekki lék með vegna meiðsla. Falur, fyrirliði KR-inga, sagði eftir leikinn: „Það er góð tilbreyting að vinna Ieik.“ Aðspurður um út- lendingamál sagði hann: „Það er einn ljós punktur í þessu öllu sam- an en það er að Hermann (Hauks- son) er farinn að mæta affur á æf- ingar. Það kemur til með að hjálpa okkur mikið.“ „Það vantar stöðug- leikann. Við spilum vel á móti Keflavík og Njarðvík og töpum svo fyrir Snæfelli. Við erum bara alltaf á sama plani og hinir, hvort sem þeir Rondey Robinson, Njarðvík, hefur hér betur í baráttunni við Hjalta Pálsson og skorar tvö stig. Rondey og félagar afgreiddu Valsmenn ör- ugglega og stefna hungraðir á íslandsmeistaratitilinn eftir tap í bikar- úrslitunum. eru góðir eða ekki nógu góðir. Við spurður við: „Við vinnum alla leik- þurfum bara að ná stöðugleikan- ina sem eftir eru.“ um.“ Að lokum bætti hann að- -ÞK Snóker Jóhannes langefstur Jóhannes B. Jóhannesson enn efstur í samanlagðri stiga- keppni opnu forgjafarmótanna. Jó- hannes bar sigur úr býtum í gærdag á Billjardstofunni Klöpp og er greinilegt að hann hefur umtals- verða yfirburði þessa dagana. í úrslitum vann Jóhannes Jakob Hrafnsson, 3-0, en áður höfðu þeir félagar unnið þá Zophanías Árna- son og Guðbjörn Gunnarsson í undanúrslitum. Staðan í stigakeppninni er nú af- ar spennando og er mikil barátta um átta efstu sætin sem gefa rétt til Englandsferðar. Jóhannes er efstur með 335 stig og hefur hann unnið þrjú mót af fimm, Ragnar Ómars- son er annar með 155 stig, Zophan- ías er þriðju með 140 stig, þá er Gylfi Ingvarsson með 105 stig og Jakob með 100 stig. Lokamótið í röðinni fer fram dagana 4.-5. mars og eru það Billj- ardstofurnar á Klöpp og Ingólfs- billjard sem hýsa atburðinn. -Bih Það voru ungu mennirnir börðust um sigurinn á snókermót- inu við Klöpp um helgina. Jóhann- es B. Jóhannesson (á myndinni til hægri) og Jakob Hrafnsson léku til úrslita og þeirri viðureign lyktaði með sigri Jóhannesar sem enn er langefstur í stigakeppninni. Enski boltinn Leikimir um helgina Coventry - Chelsea 2:2 Flynn, Burley sm. - Stein, Spencer. Everton - Norwich 2:1 Stuart, Rideout - Milligan Ipswich - Crystal Palace 0:2 Dowie, Gordon víti Leicester - West Ham 1:2 Robins - Cottee, Dicks víti Man. Utd. - Aston Villa 1:0 Andy Cole Nott. Forest - Liverpool 1:1 Collymore - Fowler QPR - Newcastle 3:0 Ferdinand 2, Barker Sheff. Wed. - Arsenal 3:1 Petrescu, Ingeson, Bright - Linighan Southampton - Man. City 2:2 Coton sm., Le Tissier - Kernaghan, Flitchc- roft Wimbledon - Leeds 0:0 Tottenham - Blackburn 3:1 Staðan Blackburn 27 58:24 59 Manchester Utd. 27 48:21 57 Newcastle 27 45:29 48 Liverpool 26 45:21 47 Nottingham Forest 27 40:29 46 Tottenham 26 44:37 42 Leeds 26 34:28 39 Sheff. Wednesday 27 36:33 39 Wimbledon 26 31:40 36 Norwich 26 25:29 34 Arsenal 27 30:31 33 Chelsea 26 34:37 32 Manchester City 26 35:41 32 Aston Villa 27 32:36 31 Southampton 26 37:42 30 Crystal Palace 27 21:26 30 QPR 25 38:44 30 Everton 27 27:36 30 West Ham 26 24:33 28 Coventry 27 25:45 28 Ipswich 27 29:55 20 Leicester 26 24:45 18 Markahæstir 27 - Alan Shearer, Blackburn. 23 - Robbie Fowler, Liverpool. 22 - Ashley Ward, Norwich. 20 - Chris Sutton, Blackburn. 20 - lan Wright, Arsenal. 19 - Jiirgen Klinsmann, Tottenham. 19 - Matt LeTissier, Southampton. Körfuboltinn A-riðill: L S T ST Njarðvík 26 25 1 48 Skallagrímur 26 14 12 28 Þór Akureyri 25 13 12 26 Haukar 26 8 18 16 Akranes 26 7 19 14 Snæfell 25 2 23 4 B-riðill: Grindavík 26 21 5 42 ÍR 25 18 7 36 Keflavík 26 17 9 34 KR 26 12 14 24 Tindastóll 26 9 17 18 Valur 25 8 17 16 Einarmeð ævintýralega sigurkörfu Valur - Njarðvík 78-105 Islandsmeistarar Njarðvíkur áttu ekki í miklum vandræðum með Valsmenn og gerðu út um leikinn strax í fyrri hálfleik. Þeir spiluðu stífa og grimma pressuvörn sem bakverðir Vals réðu ekkert við. Leik- urinn, sem var sjónvarpsleikur, var lítið fyrir augað og gæði hans léleg. Stigahæstir: Valur: Jonathan Bow 22. Njarðvik: Rondey Robinson 24, Teitur Örlygsson 15. Skallagrímur - Tindastóll 76-51 Skallagrimur burstaði Tindastól sem hafði unnið þrjá leiki á undan. Hvorki gekk né rak í sóknarleik Tindastóls sem skoraði aðeins 51 stig í öllum leiknum, nokkuð sem sést aðeins í yngri flokkun- um. Það hefur aldrei verið vinsælt að fara upp á Borgarnes og spila þar, sérstak- lega nú í vetur þegar sterkt varnarlið Skallagríms undir stjórn Tómasar Holt- on er að gera það gott. Grindavík - ÍA 105-77 Eins og í flestum leikjum þessarar um- ferðar fór sigurliðið með stórsigur af hólmi. Nýkrýndir bikarmeistarar Grinda- víkur hristu af sér slenið frá umferðinni á undan og krossfestu Skagapilta. Skaga- menn hafa aðeins unnið einn leik af síð- ustu átta leikjum sem segir mikið um stöðu liðsins. Sennilega munu þeir enda með næst slakasta árangurinn í deildinni i vor og leika þar með við lið úr fyrstu deild um úrvalsdeildarsæti. Stigahæstir: Grindavik: Guðmundur Bragason 22, Helgi J. Guðfinnsson 15. ÍA: Brynjar Karl Sigurðsson 27, B.J. Thompson 25. Keflavík - Þór Akureyri 95-92 Ævintýraleg þriggja stiga karfa Einars Einarssonar, sex sekúndum fyrir leiks- lok, tryggði sigur Keflavíkur i gærkvöldi. Þórsarar geta engum öðrum en sjálfum sér kennt um hvernig fór því þeir höfðu pálmann i höndunum þegar stutt var eftir af leiknum. En Keflvikingar sönnuðu það að það þýðir aldrei að gefast upp og uppskáru tvö dýrmæt stig. Stigahæstir: Keflavík: Lenear Burns 20, Davíð Grissom 18. Þór: Kristinn Frið- riksson 32, Konráð Óskarsson 20. Leik ÍR og Snæfells var frestað þar sem Snæfellingar komust ekki til Reykjavíkur.

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.