Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 14

Helgarpósturinn - 06.02.1995, Blaðsíða 14
14 MORGUNPÓSTURINN SKOÐUN MÁNUDAGUR 6. FEBRÚAR 1995 5 Útgefandi Ritstjórar Fréttastjórar Framkvæmdastjóri Auglýsingastjóri Miðill hf. Páll Magnússon, ábm. Gunnar Smári Egilsson Sigurður Már Jónsson Styrmir Guðlaugsson Kristinn Albertsson Örn ísleifsson Setning og umbrot Filmuvinnsla og prentun Morgunpósturinn Prentsmiðjan Oddi hf. Verð í lausasölu kr. 195 á mánudögum og kr. 280 á fimmtudögum. Áskriftarverð er kr. 1.300 á mánuði fyrir tvö blöð í viku. Þeir sem greiða með greiðslukorti fá 100 króna afslátt. Greiðum skuldina Einhver mestu spjöll, sem Islendingar hafa unnið á lífríki landsins, eru tvímælalaust virkjanirnar þrjár í Soginu. Sýnu alvarlegust og áþreifanlegust er þó eyðileggingin af völdum Steingrímsvirkjunar, sem tekin var í notkun 1960. I afbragðsgóðri grein í Morgunblaðinu fyrir skömmu lýsir Össur Skarphéðinsson, umhverfisráðherra, því hvernig ein- stæður urriðastofn Efra-Sogs og Þingvallavatns lét undan síga þegar virkjunin nánast girti fyrir ána. „Mikilvægum rið- stöðvum og gjöfulum uppeldissvæðum var svipt undan urriðanum, og jafnframt þvarr hin mikilvæga fæðulind, sem fólst í bitmýinu, sem hvarf þegar straumurinn stöðvaðist.“ En menn létu ekki við svo búið standa, heldur bættu gráu ofan í svart með því að dreifa ómældum skömmtum af DDT- skordýraeitri um árbakkana, sem drap bæði fluguna og fisk- inn. Þessar framkvæmdir röskuðu öllu lífríki í Þingvallavatni, Úlfljótsvatni og Efra-Sogi, sem tengir vötnin, og drápu í dróma einhvern merkilegasta stórurriðastofn í veröldinni. Stofninn var rómaður um allan heim og útlendingar lögðu á sig löng ferðalög og mikinn tilkostnað til að komast í tæri við þennan stórfenglega fisk. í grein Össurar má lesa eftirfarandi: „Stærð einstakra urriða sem uxu fram úr Efra-Sogi skapaði frægð stofnsins á sínum tíma. En rannsóknir á seinni árum hafa sýnt, að stofn- inn í Efra-Sogi var ekki aðeins einstakur vegna þess hversu óvanalega stórir urriðarnir gátu orðið. Athuganir írskra vís- indamanna á arfgerð Sogsbúans hafa leitt í ljós að hann til- heyrir hinum upprunalega stofni urriðans sem leitaði upp í ferskvatn þurrlendisins í lok síðustu ísaldar, og lokaðist þar inni þegar jökullinn hopaði frá Evrópu.“ En það er ekki bara að uppeldis- og lífsskilyrði stórurriðans hafí veríð eyðilögð. Eitthvað hefur gerst, sem einnig veldur því að laxastofninn í Soginu er ekki nema svipur hjá sjón miðað við það sem hann var fyrir nokkrum áratugum. Ofan- íkaupið fór svo forgörðum mikil náttúruperla, sem voru Gljúfrin, - hinn gamli farvegur Efra-Sogs milli vatnanna tveggja. Því er þessi hrakfallasaga riíjuð upp hér, að nú berast frétt- ir af því að á næstu árum eru fyrirhugaðar viðgerðir og end- urbætur á virkjununum þremur í Soginu fyrir að minnsta kosti tvo milljarða króna. Af því tilefni ættu þar til bær stjórnvöld og Landsvirkjun að staldra við. Þessar virkjanir eru ekki lengur nauðsynlegar til að tryggja nægilega raforku- framleiðslu í landinu og nær væri að nota þessa fjármuni til að endurheimta þau verðmæti, sem glötuðust þegar þær voru reistar. Hér skal tekið undir það, sem umhverfisráðherra sagði í fyrrnefndri blaðagrein: „Sérstæð náttúra er hluti af þeirri arf- leifð, sem er engu síðri en sagan og menningin. Hana verður að varðveita, og henni ber að bæta þau spjöll sem maðurinn af gáleysi vinnur. Á 50 ára afmæli lýðveldisins ætti því Lands- virkjun að gera gangskör að því að opna farveg Efra-Sogs á nýjan leik. Erlend reynsla sýnir, að tiltölulega auðvelt yrði að ná aftur upp urriðastofninum, sem svæðið var frægt fyrir. Þannig yrði greidd skuld við lífríki sögufrægasta staðar á ís- landi, - skuld, sem er löngu komin á gjalddaga.“ Páll Magnússon Pösturinn Vesturgötu 2, 101 Reykjavík, sími 552-2211 fax 552-2311 Bein númer: Ritstjórn: 552-4666, símbréf: 552-2243 Tæknideild: 552-4888 Auglýsingadeild: 552-4888, símbréf: 552-2241 Dreifing: 552-4999 Fréttaskotið: 552-1900 Smáauglýsingar: 552-5577 Skrifstofa Morgunpóstsins er opin mánudaga til föstudaga frá 9:00 til 17:00 Dreifingar- og áskriftardeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 8:00 til 19:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Auglýsingadeild er opin mánudaga og fimmtudaga frá 9:00 til 18:00, aðra virka daga frá 9:00 til 17:00 Smáauglýsingadeildin er opin frá 9:00 til 17:00 virka daga, til 21:00 á briðju- og miðvikudögum og milli 13:00 oq 21:00 á sunnudöqum. Veikomnir á staðinn góðir gestir, fatahengið tii vinstri og gjörgæslan til hægri. ■■ : Það er langbest að stofna eigin flokk „Ég nenni ekki að eyða tíma í að vintia með Þjóðvaka. “ Jóhannes Gunnarsson neytandi Nálin í heystakknum „Við œtl- um að reyna aðfmna að- ila til að kotna lífi í íslenskt atvinnulíf.“ Davíð Scheving Thorsteinsson galdramaður Auðtrúa þjóð „Þeir sem þurfa að leita til heil- brigðiskerfisins vegna sjúkdóma, slysa eða ann- arra áfalla, hafa yfirleitt treyst því orðalaust aðlœknar viti hvað þeir eru að gera — hafi alla þá þekkingu og fœrni sem þarf til að takast á við vandann. “ Elías Snæland Jónsson Margur heldur mig sig „Við nœrumstágamansögum um kynlíf og óförum fólks íþeim efnum en getum svo ekki rcett þessi mál op- inskáttþráttfyrir alltþetta svokail- aða frjálslyndi. “ Hlín Agnarsdóttir leikstjóri Flokkakerfiö og Þjóðvaki Á síðustu áratugum hafa komið ^^^^^^^ma^^^mmmmmmmm ★ Skilgreind forgangsröðun út- fram framboð sem fengið hafa hljómgrunn fólksins og ógnað hafa gamla flokkakerfinu. Fæst þessara framboða hafa náð varanlegri fót- festu í íslenskum stjórnmálum, en tilurð þeirra flestra hefur verið að svara kalli þjóðarinnar um breyt- ingar og jöfnuð í íslensku þjóðfé- lagi. Hið staðnaða flokkakerfi hefur í krafti ofurvalds rótgróinna flokksmaskína sinna, náð að hrista af sér slík framboð. Saman leggjast þeir nú í að beina spjótum sínum og málgögnum að nýrri hreyfingu fólksins, sem ógnar sérhagsmuna- samtrygginga- og valdakerfi þeirra. Vakning fólksins I þetta sinn mun það ekki takast. Markviss undirbúningur hreyfing- arinnar, skipulag og málefnastaða og sá kraftmikli hljómgrunnur sem þessi hreyfmg hefur um land allt mun tryggja að nú er að hefja göngu sína öflug hreyfing, sem mun hafa varanleg áhrif í þjóðfé- laginu og íslensku stjórnmálalífi. Með þessari hreyfingu er leystur úr læðingi kraftur fólksins sjálfs, sem sameinar félagshyggjufólk í öfluga hreyfingu sem tryggi jöfnuð, réttlæti og afkomuöryggi allra þannig að hér er búin ein þjóð í einu landi. Vakning fólksins er sterkasta aflið til breytinga og það skynjar fólk um allt land. Þverkiofnir Eftir landsfund hreyfmgarinnar gerðu flokksmálgögnin mikið úr ágreiningi 5-6 einstaklinga sem ekki fengu allt sitt fram í sjávarút- Þungavigtin ■ -» ý JÓHANNA jA SlGURÐARDÓTTIR alþingismaður vegsmálum og landbúnaðarmál- um. Allir flokkar eru þó þverklofnir í afstöðu sinni til þessara mála, þó margra ára tilraunir til málamiðl- ana innan flokkanna hafí verið reyndar. Engan þarf því að undra þó tillögur um róttæka uppstokkun á grundvallaratvinnuvegi þjóðar- innar sem sum ganga gegn megin- markmiði um hámarksafrakstur af auðlindinni þurfi nokkurrar skoð- unar við hjá nýrri hreyfingu - hreyfmgu sem þó leggur upp með djarfari og framsæknari tillögur í sjávarútvegsmálum en flokkakerf- ið. Sérstaða Þjóðvaka Þar sem reynt hefur verið að láta afstöðu örfárra einstaklinga skyggja á málefnalegan landsfund er rétt að drepa á nokkrum áhersluatriðum hreyfingarinnar sem útfærð voru á landsfundinum, sem í veigamikl- um atriðum sker sig frá flokkakerf- inu; ★ Uppstokkun á ónýtu launa- og lífeyriskerfi, rneðal annars að lífeyr- issjóðum verði fækkað og afnumið það kerfi sem tryggir æðstu emb- ættismönnum margfaldar Iífeyris- greiðslur úr opinberum sjóðum. gjalda og áætlun um þróun tekna og útgjalda frá upphafi til loka kjör- tímabils. ★ Mótuð verði opinber fjöl- skyldustefna, þar sem meðal annars verði lögð áhersla á forvarnar- og fýrirbyggjandi aðgerðir og átak til að byggja upp fjölþætt menntakerfi sem er forsenda framfara í atvinnu- lífinu. ★ Aðgerðir til að létta skatta- og skuldabyrði tekjulágra heimila. ★ Afli fari um innlenda fiskmark- aði, erlendum aðilum leyft að fjár- festa í sjávarútvegi að 20% hluta, að því skilyrði uppfylltu að kveðið sé á um þjóðareign fiskistofna í lögum með auðlindagjaldi sem tryggir sameiginlega eign landsmanna á fiskistofnum og að afli fari um inn- lenda fiskmarkaði. Kannað verði að takmarka togveiði á grunnslóð og hvort annað fyrirkomulag veiði- stýringar, svo sem svæðakvóti, veiðarfærakvóti eða kvóti á einstak- ar gerðir fiskiskipa sé heppilegra en núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi. ★ Almennar reglur settar um sið- skiptasiðferði í fyrirtækjum og stofnunum - ábyrgð stjórnenda aukin og komið í veg fyrir einokun, samtryggingu og hagsmunatengsl. ★ Reglur settar til að hindra hags- munaárekstra, misbeitingu valds og fyrirgreiðslu í opinberum rekstri. ★ Lög um starfsemi stjórnmála- flokka, opinbera birtingu á fjárreið- um þeirra og hve háar fjárhæðir stjórnmálaflokkar mega þiggja af einstökum aðilum til reksturs starf- semi sinnar. ★ Þingmenn sitji ekki í bankaráð- um og sjóðsstjórnum. ★ Bankastjórar verði ráðnir á grundvelli faglegra sjónarmiða en ekki vegna hagsmuna einstakra flokka. ★ Fyrirkomulag húsnæðis- greiðslna alþingismanna endur- skoðuð. ★ Bílahlunnindi ráðherra og bankastjóra afnumin. ★ Þingmönnum Þjóðvaka og öðrum fulltrúum settar siðareglur sem birtar verði opinberlega. ★ Dagpeningar æðstu manna stjórnkerfisins afnumdir í núver- andi mynd. ★ Risnu- og ferðakostnaður skor- inn niður um fjórðung. ★ Stjórnlagaþing skipað þjóð- kjörnum fulltrúum taki stjórnar- skrána í heild sinni til endurskoð- unar, ekki síst mannréttindaákvæði hennar og kosningareglur, svo og að skerpa skil milli framkvæmda- vaids og löggjafarvalds, til dæmis með því að ráðherrar afsali sér þingmennsku, afnema heimild til bráðabirgðalaga, auka rétt fólks til þjóðaratkvæðagreiðslu, endur- skoða ráðherraábyrgð, svo og skráðar og óskráðar reglur sem ríkja um embættisfærslu í opin- berri stjórnsýslu svo sem embættis- veitingar og ráðstöfun opinberra fjármuna, fækka þingmönnum í 50 og auka valfrelsi kjósenda með per- sónukjöri. Stjórnlagaþing lyki hlutverki sínu með því að frumvarp til nýrra stjórnskipunarlaga 'yrði lagt undir bindandi þjóðaratkvæðagreiðslu. Hið staðnaða flokkakerfi hefur í krafti ofurvalds rótgróinna flokksmaskína sinna, náð að hrista afsér slíkframboð. Saman leggj- ast þeir nú í að beina spjótum sínum og mál- gögnum að nýrri hreyfingu fólksins, sem ógnar sér- hagsmuna- samtrygginga- og valdakerfi þeirra. Þungavigtarmenn eru meðal annars: Árni Sigfússon, Geir H. Haarde, Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Jóhanna Sigurðardóttir, Jón Erlendsson, Jón Steinar Gunnlaugsson, Ólafur Ragnar Grimsson, Óskar Magnússon, Páll Kr. Pálsson, Svavar Gestsson, Ögmundur Jónasson, Össur Skarphéðinsson. I < ©

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/286

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.